Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 22

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI f / Uttekt Aflvaka hf. á starfsumhverfí og rekstri smáfyrirtækja á Islandi Rúmlega helmingur fyrir- tækja ánægður með afkomu Morgunblaðið/Golli Páll Guðjónsson kynnir niðurstöður úttektar Aflvaka hf. MEIRIHLUTI íslenskra fyrirtækja skilaði hagnaði á árunum 1995-1997 og rúmlega helmingur stjómenda þeirra er ánægður með afkomu fyr- irtækisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Aflvaki hf. hefur gefið út um rekstrarumhverfi smáfyrir- tækja á íslandi, en Aflvaki hefur að undanfömu unnið að úttekt á starfs- umhverfi og rekstri smáfyrirtækja í samvinnu við iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið, Þjóðhagsstofnun og Við- skiptafræðistofnun Háskóla Islands. Veigamikill þáttur í verkefninu er ít- arleg könnun sem gerð var meðal ís- lenskra fyrirtækja þar sem leitast var við að draga fram sem gleggsta mynd af stöðu þeirra, viðhorfum og væntingum, og var þessi þáttur unn- inn af Félagsvísindastofnun Háskóla Islands og em niðurstöður könnun- arinnar birtar í skýrslu Aflvaka. Páll Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Afivaka hf., sagði á frétta- mannafundi þar sem skýrslan var kynnt, að miðað við alþjóðlegar skil- greiningar væri varla um annað að ræða annað en lítil og meðalstór fyr- irtæki í íslensku fyrirtækjaum- hverfi, og tilgangur úttektarinnar væri að draga fram eins rétta og sanna mynd og kostur væri af þeim mikla fjölda smáfyrirtækja sem væm um margt uppistaðan í ís- lensku atvinnulífi. Gögn rannsókn- arinnar fengust í símakönnun sem gerð var meðal fyrirtækja og ein- staklinga í einkarekstri á öllu land- inu í október og nóvember 1998 og náði könnunin til 1.100 rekstrarað- ila, en nettósvömn í könnuninni var 58,7%. í samantekt Aflvaka á niðurstöð- um könnunarinnar segir að í um- ræðu um þennan hóp fyrirtækja sé gjarnan bent á þörf á breytingum í þá vem að þau stækki og eflist, svo sem með sameiningu, samrana eða samstarfi. Vera megi að þessi um- ræða hafi byggst um of á gefnum forsendum og kennisetningum fremur en markvissri greiningu á rekstraramhverfi, viðhorfum og þörfum smáfyrirtækjanna og að- standenda þeirra. Markmið könn- unarinnar væri ekki síst að dýpka skilning og þekkingu á rekstri smá- fyrirtækja og kynnast sjónarmiðum og viðhorfum þeirra sem standa í eldlínunni með hliðsjón af ríkjandi viðhorfum og kennisetningum. Nið- urstöðurnar sýni glögglega að á mörgum veigamiklum sviðum séu viðhorf, forsendur og staðreyndir aðrar en þær sem helst hafi verið í umræðunni, en hafa verði í huga að afstaða forsvarsmanna fyrirtækja mótist eflaust af þeirri uppsveiflu sem ríkt hefur í íslensku atvinnulífi á undanförnum ámm. Einnig verði að hafa í huga að samantektin sýni heildarmynd af viðhorfum forsvars- manna íslenskra fyrirtækja. Fram kemur að því sé oft haldið fram að íslensk fyrirtæki séu smærri og veikari en erlend fyrir- tæki, en þessi fullyrðing eigi ekki við rök að styðjast þegar litið sé til starfsmannafjölda í smáum og með- alstórum fyrirtækjum hér á landi samanborið við önnur lönd í Evr- ópu. I ljós kom að starfsmannafjöldi hér er svipaður að meðaltali og þar, en þegar litið er til veltu hallar á ís- lensku fyrirtækin. Velta um 77% smárra og meðalstórra fyrirtækja á Islandi var undir 50 milljónum króna árið 1996, en til samanburðar var ársvelta smárra og meðalstórra fyrirtækja í Evrópu þá að meðaltali 62 milljónir króna, þannig að aðeins lítill hluti íslenskra fyrirtækja nær meðaltalinu í Evrópu. Flest fyrirtækjanna stofnuð eftir 1980 Flest fyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni eru stofnuð eftir 1980, eða um 74%. Tæplega helm- ingur fyrirtækja var í eigu einstak- linga, en tæplega 27% voru í eigu fjölskyldna og tæplega 15% í eigu starfsmanna og/eða stjórnenda. Að- eins tæplega 13% fyrirtækja með fleiri en 10 stöðugildi era í eigu ein- staklinga. Flest fyrirtækjanna sem vora í fjölskyldueign vora rekin af fyrstu kynslóð, eða tæplega 75%, önnur kynslóð sá um rekstur tæp- lega 24% fyrirtækja, en fyrirtæki rekin af þriðju kynslóð vora hverf- andi. Bent er á í þessu sambandi að hafa verði í huga að þess sé ekki að vænta að atvinnurekstur erfist til næstu kynslóðar þegar starfsemi byggist einvörðungu á fagmenntun einyrkja, og einnig þurfi að hafa í huga að flest fyrirtæki í könnuninni eru tiltölulega ung. I samantektinni er vísað til þess að löngum hafi því verið haldið fram að íslensk fyrirtæki byggju við var- anlegan fjármagnsskort sem gerði þeim erfitt fyrir og stundum ómögulegt að byggja sig upp. Þessi almenna skoðun væri vlðsfjarri veraleikanum ef marka mætti svör þátttakenda í könnuninni, en rúm- lega 76% þeirra töldu að skortur á fjármagni hefði ekki hamlað starf- semi fyrirtækisins á síðastliðnum 12 mánuðum. Ljóst sé að aukið frjáls- ræði í rekstri lánastofnana á síðustu árum og umbylting í fjármálaheim- inum hér á landi hafi auðveldað fyr- irtækjum að afla fjár til starfsemi sinnar. Samstarf, samruni og sameining á ekki upp á pallborðið Samstarf, samrani og sameining fyrirtækja á ekki upp á pallborðið hjá eigendum og stjórnendum smárra og meðalstórra fyrirtækja, en rúmlega 84% forsvarsmanna fyr- irtækjanna töldu að áhugi eigenda á að opna fyrirtækið fyrir utanaðkom- andi fjármagni væri ekki fyrir hendi. Tæplega 27% forsvarsmanna fyr- irtækja töldu að fyrsta úrræðið til að mæta rekstrarerfiðleikum yrði lík- legast að lækka annan rekstrar- kostnað en fækkun starfsfólks og lækkun launa. Um fjórðungur taldi að fyrsta úrræðið yrði að hefja markaðssókn, 17% myndu fækka starfsfólki, 10,5% myndu leita eftir samstarfi eða samrana við önnur fyrirtæki og tæplega 10% myndu vilja lækka laun starfsmanna. Fram kemur í könnuninni að fjár- mál og bókhald vora þau stjómun- arstörf sem flestum forsvarsmönn- um fyrirtækja þótti tímafrekast að sinna, en tæplega 65% svarenda voru þeirrar skoðunar. I ljós kom að tæplega 25% fyrir- tækja höfðu lagt stund á vöruþróun og hjá aðeins rúmlega 13% fyrir- tækja höfðu farið fram rannsóknir á undangengnum 12 mánuðum. Þá kemur fram í könnuninni að for- svarsmenn fyrirtækja telja ekki þörf á eða hafa ekki áhuga á að afla sér ráðgjafar og utanaðkomandi aðstoð- ar, en rúmlega 60% forsvarsmanna fyrirtækja töldu að ekki væri þörf fyrir ráðgjöf hjá fyrirtæki þeirra. Auglýsingastofan XYZeta ehf. eykur starfsemi sína Markaðssamskipti í stað auglýsingagerðar „Ætlunin er að bjóða upp á alhliða lausnir sem tengjast niarkaðssam- skiptum,“ segja forráðamenn auglýsingastoíúnnar XYZeta ehf. Lengst til vinstri er Gunnar Smárason, framkvæmdastjóri, lengst til hægri er Guðjón Pálsson, markaðsráðgjafi og stjórnarformaður XYZeta, og efst í stiganum er Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listrænn stjórnandi, auk annarra starfsmanna XYZeta ehf. „XYZETA ehf er að færa sig mark- visst inn á svið markaðsráðgjafar, samskiptaáætlana og efnisrann- sókna með skapandi vinnu að leiðar- ljósi. Oftast er það svo að hönnuðir era drifkraftar í starfsemi auglýs- ingastofa en hjá XYZeta er ætlunin að breyta því. XYZeta stefnir að því að verða leiðandi á sínu sviði,“ segir Guðjón Pálsson, markaðsráðgjafi og stjómarformaður XYZeta um breytingar sem era að verða á starfsemi stofunnar um þessar mundir, en Guðjón gekk nýlega til liðs við XYZeta. Hann starfaði áður sem markaðsráðgjafi hjá íslensku auglýsingastofunni, en þar áður var hann forstöðumaður markaðsrann- sókna hjá Hagvangi. Á undan því starfi var hann yfirmaður hjá bandaríska auglýsingafyrirtækinu Grey Communication, sem rekur skrifstofur í 90 löndum. „Við skiptum stofunni niður í markaðsstofu, rannsóknastofu, fjöl- miðlastofu, hugmyndastofu, hönn- unarstofu og teiknistofu, þar sem flatt vinnuskipulag gildir og fólk gengur til margra verka. Við mun- um reyna að staðsetja okkur með þeim hætti að við bjóðum alla þá starfskrafta sem þarf til að vinna að markaðssamskiptum, en við kjósum að skilgreina þetta sem markaðs- samskipti en ekki sem auglýsinga- gerð,“ segir Guðjón. Boðnar alhliða lausnir „Þegar ákvörðun var tekin um að fá Guðjón til liðs við okkur var það vegna þess að við vildum breyta um stefnu hjá fyrirtækinu. Ætlunin var að bjóða upp á alhliða lausnir sem tengjast markaðssamskiptum. Inni- falið í því er að við leggjum aukna áherslu á nánara samstarf við við- skiptavininn, og að hann komi meira inn í þróunarferilinn," segir Gunnar Smárason, framkvæmdastjóri XYZeta ehf. „Við voram fyrst og fremst í hönnunarverkefnum, og voram með mörg sérverkefni fyrir viðskipta- vini. En nú er ætlunin að bjóða upp á breiðari þjónustu. Við viljum meina að við séum að skapa okkur sérstöðu með þessari breytingu," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listrænn stjórnandi XYZeta ehf. „XYZeta ehf. verður með þau tæki og tól sem þarf til að vinna svokallaðar efniskannanir, þar sem upplýsingum er safnað áður en hin skapandi vinna hefst. Við teljum að þessi þáttur sé ekki til í sama mæli hjá öðram auglýsingastofum, en þær nýta þess í stað krafta stóru markaðsrannsóknafyrirtækj anna. Það er þetta sem liggur til grund- vallar því sem við hyggjumst byggja upp hjá XYZeta,“ segir Guð- jón. Vilja brúa „gljúfrin" „Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis, og sam- kvæmt þeirri tilfinningu sem við höfum fyrir markaðnum hér, þá era ákveðin „gljúfur" á milli aðila á þessum markaðssamskiptamarkaði, þ.e. markaðsrannsóknafyrirtækj- anna, auglýsingafyrirtækjanna, kúnnanna sjálfra og ekki síst há- skólageirans þar sem fræðimenn starfa. Við höfum hugsað okkur að bráa þetta bil með þekkingu frá rann- sóknum og með þekkingu á þörfum viðskiptavinanna, auk þess að vera í góðu sambandi við háskólageirann til að fá inn nýjar kenningar og að- ferðir. Eins munum við reyna að bráa gjána milli viðskiptavina og rannsóknarfyrirtækja. Hvað gljúfrið mOli háskólageirans og auglýsinga- stofanna varðar hafa ekki verið ráðnir viðskipta- eða markaðsfræði- menntaðir einstaklingar á auglýs- ingastofumar í svo ríkum mæli, og alls ekki hér á landi í rannsóknar- störf,“ segir Guðjón. „Það er klárt mál að það vantar meiri skdning innan veggja auglýs- ingastofanna og hjá fyrirtækjum sem era viðskiptavinir þeirra, á nauðsyn þess að nýta sér þjónustu markaðsrannsóknafyrirtækja. Þennan skOning þarf að rækta,“ segir Guðjón. Kröfuharðari neytendur Aðspurður hvort skdgreiningin „markaðssamskipti" verði lýsandi fyrir áherslur í starfsemi XYZeta segir Guðjón að hugtakið beri með sér vissan drifkraft. „Samkvæmt skdgreiningu okkar er tráverðug- leiki hvers fyrirtækis tvímælalaust mesta og besta eign þess. Markaðs- samskipti standa fyrir gagnvirk og reglubundin tjáskipti, með framtíð- arsýn sem drifkraft, sterk sérein- kenni sem boðbera og með sam- hæfðri boðmiðlun sem nútímalegri aðferð til að skerpa þessi sérkenni," segir Guðjón. „Framtíðarsýn fyrirtækisins skiptir æ meira máli, ekki aðeins eins og hún birtist í viðhorfum stjómenda heldur einnig hjá starfs- fólkinu sjálfu. Við teljum að hug- myndir og gddi fyrirtækja séu það sem fyrirtæki komi td með að lifa á. Það er ekki aðeins varan sem slík, heldur það sem fylgir henni. Sið- fræði og gott andrámsloft," segir Guðjón. „Allt byggist þetta á hinum nýju kröfum neytenda. Við erum orðin kröfuharðari sem neytendur og betur menntuð, og því geram við meiri kröfur og viljum fá nýja hluti mun oftar. Samfelld fjöldafram- leiðsla hefur minnkað og tískutíma- bdið styttist." Umboð fyrir PDS og Dosere Gunnar Smárason segir að XYZeta sé með umboð fyrir tvö sænsk markaðsfyrirtæki. „PDS Research í Stokkhólmi gefur okkur svokallaða vandamálagreiningu, sem reyndar er fundin upp hjá einu stærsta auglýsingafyrirtæki heims, BBDO. Einnig eram við umboðs- menn fyrir Dosere Inteldgens, en aðferð þess gengur út á að safna upplýsingum markvisst til að geta í eyðumar," segir Gunnar. XYZeta ehf. er staðsett á Hverfis- götu 12, sem er að sögn forráða- manna XYZeta sögufrægt hús. Hús- ið var byggt árið 1908 og er það fyrsta sem teiknað var inn á skipu- lag og á því er fyrsti homgluggi á húsi í Reykjavík sem þóttu mikil tíð- indi á sínum tíma. Fyrirtækið er að stækka við sig í húsinu, og tekur í notkun húsnæði sem áður var nýtt fyrir fataverslun og öldurhús. „Við föram úr 100 fermetram í 300, og tökum meðal annars í notkun nýjan inngang sem er á sama stað og verslunin Oliver og síðar kaffihús með sama nafni vora,“ segir Kristín Ragna. Starfsmenn XYZeta ehf. era 12 talsins. Fimm starfsmannanna era nýir, og væntalega mun sá sjötti bætast við á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.