Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Sigrid Valtingojer er meðal listamanna sem eiga verk á grafíksýn- ingunni á Kjarvalsstöðum Þorsteinn Ólafs útibús- stjóri afhendir Margréti Lindquist vinningshafa síðasta skólaárs styrk frá Búnaðarbankanum. Búnaðar- bankinn styrkir listamenn BÚNAÐARBANKI íslands hf. og^ Nemendaráð Listahá- skóla Islands gengu á dögun- um frá samningi sín á milli fyrir yfírstandandi skólaár, 1999-2000. Um er að ræða samning sem er framhald af samningi bankans við Nem- endaráð Myndlista- og hand- íðaskóla Islands um sýningar- glugga í Austurbæjarútibúi Búnaðarbankans og útgáfu- styrki sem í gildi hefur verið undanfarin ár. Styrkur einu sinni áári Samningurinn kveður með- al annars á um að hver nem- andi sýni í glugganum í tvær vikur í senn og er óhætt að segja að verk nemenda hafí vakið mikla athygli. Ingibjörg Klemenzdóttir nemandi á 3. ári er um þessar mundir með sýningu á keramikmunum. Einu sinni á ári er nafn eins listamanns sem sýnt hefur í glugganum á tímabilinu dreg- ið úr potti og hlýtur sá styrk frá Búnaðarbankanum. Ljóðalestur Hellasarhóps- ins Á VEITINGAHÚSINU Lækjar- brekku verður opinn fundur í skáldafélaginu Hellasarhópnum á sunnudag kl. 14. Hópinn skipa Gunnar Dal, Sigurður Á. Magnús- son, Kristján Amason og Tryggvi V. Líndal. Að auki munu gestir lesa úr verkum sínum er tengjast fom- grískum bókmenntum. BÆKIJR Lj»ð MÖMMU-BLUES, STÁL- FLJÓTIÐ OG FJÖGURRA LAUFASMÁRINN eftir Normu E. Samúelsdóttur. Eiginútgáfa. 1999. SKALD velja sér misjafna leið til tjáningar. Sum byggja á sterku myndmáli, önnur á endur- tekningum, vís- unum, táknum eða mælsku. Norma E. Samúelsdóttir velur þá leið að segja sem minnst. Ljóð hennar eru knöpp svo að jaðrar við naumhyggju. Um þessar mundir sendir hún frá sér tvær Ijóðabækur. Mömmu-blues segir frá yfirsetu yfir dauðvona móður og lýsir síðan ferðalagi þar sem minningarnar sækja að. En Stál- fljótið og fjögurra laufa smárinn er breiðari samfélagsmynd og Kjarvalsstaðir Grafík í mynd og Katla TVÆR sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum í dag föstudag kl. 20. Annars vegar sýningin Grafík í mynd og hins vegar sýning Rögnu Róbertsdóttur - Katla. Grafík í mynd er sýning á verk- um innlendra og erlendra lista- manna. Á sýningunni eru verk grafíklistamanna auk listamanna sem þekktari eru fyrir að nota aðra miðla en hafa þó nýtt sér tækni grafíklistar. Sögulegi hluti sýningarinnar kemur frá Listasafninu í Bergen og eru öll verkin eftir listamenn sem sett hafa svip sinn á listasöguna, þ. á m. Rembrandt, Goya, Gauguin, Chagall og Manet. Nýju verkin á sýningunni eru ýmist unnin eftir hefðbundnum leiðum eða teygja mörk miðilsins út á ystu nöf og beita til þess nútímatækni. Is- lensku listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Líndal, Bene- dikt G. Kristþórsson, Guðmundur Á. Sigurjónsson, Guðný B. Guð- jónsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristinn MYNDLISTARSÝNINGIN Dul- arfulli garðurinn verður opnuð í Listasafni ASI laugardaginn 30. október kl. 20. Listamennirnir Elsa Dóróthea Gísladóttir, Guð- rún Vera Hjartardóttir, Helgi Hjaltalín, Jón Bergmann Kjart- ansson, Pétur Örn Friðriksson tekur raunar á vanda þéttbýlis- myndunar, ekki síst bflamenning- unni. Stálfljótið er vafalaust Miklabrautin full af bílum en við hana bjó höfundur í rúm tvö ár og fjögurra laufa smárinn vísar til umferðamannvirkja sem eru í laginu eins og jurtin fáfengilega. Ljóðstfll Normu hlýtur að telj- ast fremur sérkennilegur. Hann einkennist af hversdagsraunsæi, jafnvel natúralisma og í gegnum augu lesandans streyma sundur- laus orð sem mynda samt ein- hvers konar heild. Hlutirnir eru fyrir bragðið einangraðir og stækkaðir. Jafnframt er textinn ákaflega knappur, jafnvel tálgað- ur og lítið um myndmál og vísan- ir eru sjaldgæfar. Stundum verð- ur textinn fyrir bragðið býsna hrár. Mömmu-blues þykir mér held- E. Hrafnsson, Kristján Steingrím- ur, Magdalena M. Kjartansdóttir, Sigrid Valtingojer og Valgerður Hauksdóttir. Erlendu gestirnir eru Karen Dugas, Christoph Gerling, Geert Opsomer og Annu Vertanen. Sýningin var unnin í samstarfi við félagið Islensk grafík. Ragna Róbertsdóttir - Katla „í miðrými og utandyra við Kjar- valsstaði hefur Ragna Róbertsdótt- ir unnið verk þar sem hún skapar einföld en kraftmikil tengsl á milli þess efniviðar sem hún notar og rýmisins. Verkið miðast við þetta ákveðna rými en vísar sterkt til landsins sem efniviðurinn er sóttur í. Ragna hefur flutt hluta Mýrdals- sands að sýningarrými Kjarvals- Sjö listamenn íASÍ og Sólveig Þorbergsdóttir sýna þar verk sín ásamt gesti sýning- arinnar, Hreini Friðfinnssyni. Þessir listamenn hafa áður ur skárra verk en Stálfljótið og fjögurra laufa smárinn þótt ekki sé það gallalaust. Þótt textinn sé á stundum í raun bara orð og orð á stangli gægjast mannlegar kenndir fram úr honum og það gefur honum gildi: Strýkur handlegg vætir dulu Ljósastaurar hverfa birtast flyksur bráðna niður gler Súrefnistæki Á hvítu beði Dymbill I Stálfljótinu og fjögurra laufa smáranum fínnst mér höfundur staða en innandyra notar hún vikur og gler,“ segir í fréttatilkynningu. Ragna Róbertsdóttir hefur átt verk á sýningum víða um heim. Báðum sýningunum er fylgt úr hlaði með sýningarskrám og eru þær fáanlegar í safnverslun Kjar- valsstaða. I sýningarskrá grafíksýningar- innar ritar Knut Ormhaug, list- fræðingur við listasafnið í Bergen, en í sýningarskrá Rögnu Róberts- dóttur ritar listgagnrýnandinn og rithöfundurinn Gregory Volk. Nánar verður fjallað um sýning- arnar í Lesbók á morgun en þær standa til 19. desember og er opið á Kjarvalsstöðum alla daga frá kl. 10-18. Leiðsögn er um sýningar safnsins alla sunnudaga kl. 16. sýnt saman á sýningum og stóðu meðal annars aðsýningu í Ný- listasafni 1994. Ýmsar upp- ákomur verða við opnunina seg- ir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 14. nóv- ember og er opi alla daga nema mánudaga frá 14-18. aftur á móti ganga fulllangt í nat- úralískri skýrslugerð. Vera má að skrásetningarárátta Normu sé af svipuðu tagi og finna má í menn- ingarlandslagsmyndum Errós en útkoman er fremur óreiða og sundurgerð en splundruð heims- sýn. Samhengisleysið verður á stundum svo yfirþyrmandi að fátt hvetur lesanda til að lesa áfram. Númer hundrað og tíu brunar hjá regn hindrar skin Turn kirkju grár enginn kross Að rækta verðlaunagarð áfram blandað rennandi vatn. Nissan sunny Mercedes Benz Sannast sagna höfðar skáld- skapur sem þessi ekki sterklega til mín. Hann er of eintóna til að halda athygli og of sundurlaus til að kveikja áhuga. Knappur ljóð- stíll Normu og sundurlausar, skýrslukenndar myndir úr hvers- dagsleikanum eiga ekki vel sam- an. Það vantar einfaldlega bindi- efnið í ljóðin og bækurnar. Skafti Þ. Halldórsson Coetzee fær Booker- verðlaunin í annað sinn The Daily Telegraph. SUÐUR-AFRÍSKI rithöfundur- inn J.M. Coetzee hlaut á mánu- dag Booker-verðlaunin, helstu bókmennta- verðlaun Breta. Varð hann þá fyrsti rithöfundurinn í þriggja ára- tuga sögu verðlaunanna til að öðlast heiðurinn tvisvar, en hann hlaut „Bookerinn" einnig fyrir 16 ár- um. Coetzee hlaut verðlaunin fyr- ir bókina „Disgrace", eða „Van- sæmd“. Verkið fjallar um mið- aldra prófessor í Höfðaborg, sem leitar skjóls á búgarði dótt- ur sinnar eftir að hafa átt í ást- ríðufullu sambandi við nem- anda sinn, en ofbeldisfull árás leiðir brestina í sambandi feð- ginanna í Ijós. Höfundurinn var ekki við- staddur verðlaunaveitinguna í Guildhall í Lundúnum, þar sem hann var upptekinn við kennslu í Chicago. I yfirlýsingu sem les- in var upp við athöfnina kvaðst hann vera „ákaflega hrærður" yfir því að vinna til þessara „virtustu verðlauna hins ensku- mælandi heims“. Auk veglegs verðlaunafjár má Coetzee búast við verulegri söluaukningu á bókum sinum. Salan á bókinni „Amsterdam“ eftir skotann Ian McEwan sem hlaut verðlaunin á síðasta ári, jókst til dæmis gífurlega, eftir að niðurstaða dómnefndar varð kunn. Verðlaunin umdeild að vanda Verðlaunaveitingin hefur að vanda vakið nokkrar deilur, en Gerald Kaufmann, formaður dómnefndarinnar, sagði að það hefði verið „afar erfitt“ að gera upp á milli bókanna sem til- nefndar voru í ár. Meðal þeirra sem þóttu líklegastar var „Fasting Feed“ eftir indverska rithöfundinn Anitu Desai, sem hefur verið tilnefnd þrisvar. Ýmsir hafa einnig gagnrýnt að kunnir höfundar á borð við Salman Rushdie, Vikram Seth og Roddy Doyle hafí verið snið- gengnir. Coetzee er 59 ára gamall og er prófessor í bókmenntafræði við háskólann í Höfðaborg. Hann hlaut Booker-verðlaunin árið 1983 fyrir bókina „The Li- fe & Times of Michael K“. Lífið í fyrrverandi nýlenduríkjum hefur verið Coetzee hugleikið, en í fyrstu skáldsögu hans, „Dusklands" frá árinu 1971, ber hann saman aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnam og landnám Búa í Suður-Afríku á síðustu öld. Vefnaður í Kirsu- berjatrénu FRÍÐA S. Kristinsdóttir sýn- ir ofin þrívíð verk í glugga Kirsuberjatrésins, Grófinni, Vesturgötu 4, í dag, föstudag. Verkin eru ofin úr koparvír, plasti, roði og fieiri efnum. Fríða er vefari og kennari við listasvið Fjölbrautarskól- ans í Breiðholti. Sýningin stendur til 5. nóv- ember. Ljóðræn skýrslugerð Morgunblaðið/Sverrir Listamennirnir vinna að uppsetningu sýningarinnar í Listasafni ASÍ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.