Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 42

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 42
MORGÚNBLÁÐIÐ 42 FÖSTUDAfciUR 29. OKTÓBER 1999 Verslun og lífsrými Fólk sem komið hefur til Grindavíkur segiraðþarsé að finna fleiri tískuversl- anir en í flestum horgum Þýskalands. S Ynsum þykir undar- legt ef ekki beinlín- is með ólíkindum hvernig jafn fá- menn þjóð og ís- lendingar virðist sífellt geta fyllt nýtt þjónustu- og verslun- arhúsnæði. Sigldir menn og margreyndir fullyrða að versl- unarhúsnæði á Islandi myndi duga ágætlega til að svala þörf- um milljónaþjóða. Heyrst hefur að komum erlendra sérfræð- inga í hvers kyns markaðsfræð- um og kaupskap til Islands hafí á seinustu árum fjölgað meira en ferðalöngum, sem halda til landsins til að njóta þeirrar einstöku menningar, sem hér er að finna. Munu útlendir menn telja það verðugt rann- sóknarefni hvernig 275.000 ein- staklingar geti haldið uppi verslun á VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson borð við þá, sem einungis þekkist í mun stærri „einingum" eins og það mun kallast á máli innvígðra. Þessar spurningar hafa öðl- ast nýtt vægi í góðærinu, sem riðið hefur yfir Islendinga á undanliðnum árum. Stórar verslunarmiðstöðvar stækka og nýjar eru reistar á undra- skömmum tíma. Og allar fyllast þær af fólki, óendanlegum breiðum af Islendingum. Fréttir herma að enn sé að fínnast fólk í Kringlunni í Reykjavík, sem villtist þar inn- an dyra eftir að hafa orðið vitni að miklum undrum er 10.000 fermetra nýbygging var tekin í notkun á dögunum. Mun það leitarstarf hafa verið fjármagn- að með sölu flugelda, sem skot- ið var upp til að^minnast þess- ara tímamóta í Islandssögunni. Risastórar matvöruverslanir er að finna á hverju horni og skyndibitastaðir skipta þúsund- um. Ætla mætti að milljónir manna þyrftu að leita til fyrir- tækja þessara í því skyni að fá meðtekið daglega næringu Útlendingar, sem æskja upp- lýsinga um íslenskan fjölmiðla- markað, reka upp undrunaróp þegar þeim er gerð grein fyrir þeim fjölda dagblaða og tíma- rita og útvarps- og sjónvar- psstöðva, sem er að fínna í lýð- veldinu. Þeir átta sig að vísu flestir á mikilvægi veðurfrétta en lýsa síðan jafnan yfír hrifn- ingu sinni á því að heil þjóð geti verið svo gjörsamlega upp- tekin af sjálfri sér. Líkamsræktarstöðvar fyllast margoft dag hvern af Islend- ingum, sem ættu ekki að vera til. Fólk, sem komið hefur til Grindavíkur, segir að þar sé að fínna fleiri tískuverslanir en í flestum borgum Þýskalands. Lögmál markaðsfræðanna kveða á um að framboð og eft- irspurn haldist í hendur. Gerist það ekki hverfur „rekstrar- grundvöllurinn" á ljóshraða. Þannig sýnist óhætt að ætla að gríðarlega umfangsmikil versl- un og þjónusta fái þrifíst á Is- landi vegna þess að eftirspurn sé fyrir hendi. Eðlilegt er því að næst sé spurt hvernig 275.000 manns geti skapað eftirspurn sem að- eins þekkist í samfélögum þar sem milljónir manna búa. Get- ur verið að þeir 12.000 Islend- ingar, sem jafnan sækja bíla- sýningar og vörukynningar um helgar og bíða þess á milli í röðum eftir því að fá keypt heimilistæki, séu ekki alltaf sama fólkið heldur bætist sífellt nýir hópar í skörðin? Svarið sýnist blasa við: á ís- landi býr mun fjölmennari þjóð en hingað til hefur verið talið. Huldufólkið hefur kredit- kortavæðst. Auk þess að vera sönnun fyr- ir tilveru huldufólks hefur verslunarrýmið ásamt illseðj- andi þjónustuþörf valdið djúp- stæðri lífsháttabreytingu á Is- landi. Er það enn ein sönnun þess hvernig frjáls markaður kallar í senn fram mannúðlegra og kröftugra samfélag. Islendingar hafa löngum ver- ið sannfærðir um að líf sé eftir dauðann. Um líf eftir vinnu hef- ur þjóðin hins vegar upp til hópa efast. Verslanahallirnar og þjónustumiðstöðvarnar eru til marks um að þjóðin sé að gerast fráhverf þessari hugsun og að vissan um líf eftir vinnu hafi náð viðlíka fótfestu í huga almennings og sannfæringin um framhaldstilveru í hand- anheimum. Hin lögmálsbundna samvist, sem einkennt hefur líf þjóðar- innar pllOO ár, er á undan- haldi. íslendingar eru ekki lengur dæmdir til að vera sam- an í yfirþyrmandi nálægð sjónvarpssófans, áður baðstofu- loftsins, á meðan vetrarstormar geisa og úti frjósa menn og fer- fætlingar. Þórðargleðin, þjóðlegasta dægrastyttingin, víkur fyrir ánægju neyslunnar. Leitin endalausa að umræðuefnum er á enda. Ættmenni gerast næst- um því þolanleg. Verslanahall- irnar og þjónustumiðstöðvarn- ar hafa gefíð íslendingum áður óþekkt rými, lífsrými, sem náttúruöflin hafa tregast við að veita þessum einstaka þjóð- flokki í gegnum aldirnar. Hin yfirbyggða tilvera einka- framtaksins hefur frelsað þjóð- ina. Það er ekki aðeins hægt að fara eitthvað, það er líka hægt að gera eitthvað. Tíðindi af þessum umskipt- um berast til fólks, sem býr á landsbyggðinni. Það ákveður, þrátt fyrir fyrirheit um ríkis- rekin menningarhús, skatta- lækkanir og opinberar heim- sóknir mikilvægustu manna landsins, að bætast í hóp hinna heppnu, er fá notið dásemda verslanamiðstöðva og hins und- ursamlega óendanleika þjón- ustustigsins. Meira að segja huldufólkið hefur brotið af sér hlekki hinnar steinrunnu til- vistar og runnið saman við breiðurnar endalausu, sem standa upp úr sjónvarpssófum þessa lands, yfírgefa heimilin og halda út til að kaupa sér þjónustu. Mestu dásemdir lífsins kunna að vera ókeypis en ís- lendingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að viturlegast sé nú samt að taka enga áhættu. UMRÆÐAN Listaháskólinn í Hafnarfjörð! FJÖLSKYLDA, skóli og nánasta um- hverfí eru sterkustu áhrifavaldar í mótun einstaklings. Bæjarfé- lag sem byggir á sterkri hefð skólasam- félags er ríkara í öllum skilningi þess orðs og til þess líldegra að hafa jákvæð áhrif á mótun einstaklings í uppvexti sínum. Hafnarfjörður á að baki sterka hefð í menntamálum þjóðar- innar. Árið 1877 gáfu prófastshjónin að Görðum jörðina Hva- leyri og húsnæðið Flensborg til skólahalds til minningar um son sinn, Böðvar Þórarinsson. 1877 hefst reglulegt skólahald í Hafnar- firði, þegar stofnaður er barnaskóli. Árið 1882 tók gagnfræðaskóli til starfa og hefur hann starfað alla tíð síðan með allmiklum breytingum. 1892 hefst íyrsta kennaramenntun- in á Islandi, og er hún staðsett í Flensborg í Hafnarfirði. Alls út- skrifaðist 121 kennari úr Flens- borgarskóla, þar til kennaradeildin var lögð niður og flutt til Reykjavík- ur. 1927 er reistur nýr bamaskóli sem í dag er nefndur Lækjarskóli. 1929 er Hafnarfjörður iýrsta bæj- arfélagið á landinu sem nýtir sér nýtilkomna lagaheimild til að færa skólaskyldu niður í 7 ára aldur. Ný aðalnámskrá Þann 1. júní 1999 tók ný aðalnám- skrá grunnskóla gildi. Nýr kafli hefst í íslenskri skólasögu þegar í íyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem stefnt er að eðlilegri samfellu og stígandi á námsleiðinni. I aðal- námskrá gi-unnskóla er á listasviði gert ráð íyrir fímm listgreinum. Sviðið skiptist í dans, leikræna tjáningu, myndlist, textílmennt og tónmennt. I listnámi reynir á marga þætti mannlegrar hæfni, bæði til hugar og handa, þar sem nemendur þurfa að beita rökhyggju sinni jafnt sem ímyndunar- afli til að ná árangri. Listnám eflir sköpun- argáfu, þar sem listir reyna jafnt á ímyndun- arafl og rökhyggju og sköpunargáfan er ein- staldingnum nauðsyn- leg til þess að mæta sí- breytilegum kröfum í nútímaþjóðfélagi. Fyrir ári síðan var boðið uppá forskólan- ám Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í Engidalsskóla í Hafnarfírði og í ár bættist Öldu- túnsskóli við. Æskilegt er að færa Skólamál Tel ég, segir Steinunn Guðnadóttir, að sú staðsetning fyrir Lista- háskóla sem Hafnar- fjarðarbær býður upp á sé ein sú allra glæsilegasta. forskólakennslu Tónlistarskólans út í alla grunnskólana því þannig fá fleiri nemendur tækifæri til að kynnast tónlistamámi. Um leið kallar þetta á aukna hljóðfæra- kennslu í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, sem skila mun fleiri tónlist- arnemendum upp á framhaldsskólastigið. Myndlistarkennsla hefur verið sterkur þáttur í námi grunnskólan- ema í Hafnarfirði, enda Hafnfirð- ingar svo lánsamir að hafa mjög hæfileikaríka kennara á sínum veg- um. Myndmennt hefur verið skyldunámsgrein upp að 10. bekk, en verður valgrein í 9. og 10. bekk, samkvæmt nýrri námskrá. Til gam- ans má geta þess að afmælisár Hvaleyrarskóla í ár er tileinkað list og verkgreinum. Leikræn tjáning og framsögn er fastur þáttur skólastarfsins og geta má þess að leikfélagið Hermóður og Háðvör, sem staðsett er þar sem Listaháskóla Islands er huguð stað- setning, hefur verið mikil hvatning og lyftistöng í menningarlífi Hafn- firðinga. Námsgreinin hönnun og smíði inniheldur samkvæmt nýi-ri nám- skrá ferlið frá hugmynd til veru- leika, þar sem handverkshefðin er tengd við hátækni nútímans. Síðast- liðið ár fengu nemendur úr Öldu- túnsskóla, er þátt tóku í nýsköpun grunnskóla, fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Tveir framhaldsskólar eru í Hafnarfirði með námsbrautir sem tengjast listasviði: Flensborgar- skóli sem er með tónlistarbraut í samvinnu við Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar og Iðnskóli Hafnarfjarðar sem stofnaði árið 1990 fyrstu náms- brautina í hönnun á Islandi. Háskólastigið eftirsóknarvert Er nokkuð eftirsóknarverðara fyrir bæjarfélag, en að fá til sín há- skólastofnun þar sem nemendur eiga þess kost að halda áfram og ljúka námi á háskólastigi? Fyrir skólastofnun eins og Listaháskóla Islands hlýtur að vera eftirsóknar- vert að umhverfi skólans sé skap- andi og í tengslum við menningarlíf bæjarins. Án þess að hallað sé á önnur bæj- arfélög, tel ég að sú staðsetning fyr- ir Listaháskóla sem Hafnarfjarðar- bær býður upp á sé ein sú allra glæsilegasta og gefi alla þá mögu- leika sem þarf til að tryggja að listir haldist sem áhrifavaldur samfélags- ins. Höfundur er bæjarfulltrúi og for- maður skólanefndar Hafnarfjarðar. Steinunn Guðnadóttir Ertu búinn að gleyma því, Steingrímur? ÉG SÉ það í Morg- unblaðinu laugardag- inn 23. okt. að þú hefur gert Framsóknar- flokkinn að höfuðand- stæðingi nýja flokksins þíns. Óðruvísi mér áð- ur brá, þegar íhaldið var andstæðingurinn. Þú segir að ráðherrar Framsóknarflokksins hafl misst nokkra ára- tugi úr í umræðunni um umhverfismál og að fomeskjan sé holdgerð í þeim. Gagmýni þín beinist fyrst og fremst að Fljótsdalsvirkjun og álveri í Reyðarfirði. Ertu búinn að gleyma því, Stein- grímur, að leyfið fyrir Fljótsdalsvirkjun var gefið út í apríl 1991? Þá varst þú samgönguráð- herra í ríkisstjóm Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags og ég minnist þess ekki að þú hafir mótmælt því opinber- lega. Leyfið gaf út Jón Sigurðsson, ráðhema Alþýðuflokksins. Ertu búinn að gleyma því, Steingrímur, að einmitt þessa daga var Alþýðu- flokkurinn að semja við Sjálfstæðis- flokkinn um nýja ríkisstjóm og að við vildum báðir að gamla ríkis- stjórnin héldi áfram? Þú vildir áfram vera ráðherra með Alþýðu- flokknum og Fljótsdalsvirkjunin var ekki ásteytingar- steinn. Ertu búinn að gleyma því, Stein- grímur, að þegar nú- verandi lög um um- hverfismat vora sett árið 1993 voru allir sammála því að nýju lögin giltu ekki um þegar útgefin leyfi, þú líka? Nú kallar þú það fomeslgu sem þú áður varst sammála, að virkja og að Fljóts- dalsvirkjun fari ekki í umhverfismat skv. nýju lögunum. Og þú segir að ráðherrar Framsóknarflokksíns hafi misst úr nokkra áratugi í umræðunni. Hefur þú nokkuð misst úr þín eigin viðhorf árin 1991 og 1993? Ertu búinn að gleyma því að árin 1991 og 1993 átti rafmagnið frá Fljótsdalsvirkjun að renna í álver á Keilisnesi í Reykjaneskjördæmi en nú á álverið að vera í Reyðarfirði í Austurlandskjördæmi? Ertu búinn að gleyma því að árið 1993 var mikið atvinnuleysi, einkum á höfuðborg- arsvæðinu, en nú er því nánast öfugt farið? Uppbygging á stóriðju hefur skipt sköpum, stækkun álvers í Straumsvík, nýtt álver í Hvalfirði og stækkun á Grandartanga hafa skap- að mörg vellaunuð og eftirsótt störf. Gagnrýni Aí’hverju ræðst þú, Steingrímur, pers- ónulega á umhverfís- ráðherra, segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrir að framfylgja sömu stefnu og þú varst til- búinn að standa að? Á iðnaðarappbygging bara að vera á höfuðborgarsvæðinu, Steingrím- ur? Að lokum, af hverju ræðst þú persónulega á umhverfisráðherra fyrir að framfylgja sömu stefnu og þú varst tilbúinn að standa að? Þú segir það þitt hlutverk að ryðja braut nýjum viðhorfum, breyta hugsunarhætti og gildismati. Það er göfugt hlutverk, en finnst þér per- sónulegar árásh’ á pólitískan and- stæðing vera til vitnis um það? Er það ekki einmitt fomeskjan holdi klædd? Höfundur er formaður þingflokks Framsóknarflokksins og var í Alþýðubandalaginu. Kristinn H. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.