Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 46

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Aðalþing Alþjóðapóst- sambandsins 1999 NYAFSTAÐIÐ er aðalþing Alþjóðapóst- sambandsins (Univer- sal Postal Union) en það var að þessu sinni haldið í Beijing í Kína. Aðalþing sem þessi eru haldin á fimm ára fresti og er hlutverk þeirra að marka meg- ■-instefnu í póstmálum heimsins fram til næsta aðalþings, ásamt því að aðlaga rekstur þess að fyrir- sjáanlegum kröfum komandi ára. Fulltrú- ar frá samgönguráðu- neyti, Póst- og fjarskiptastofnun og Islandspósti hf. sóttu þingið fyrir íslands hönd. Hlutverk UPU Alþjóðapóstsambandið var stofn- að árið 1874 í Bern í Sviss þar sem höfuðstöðvar þess eru enn þann dag í dag. Tilgangurinn með stofn- uninni var að móta alþjóðlegar •reglur í póstmálum en áður var einungis um að ræða tvíhliða samn- inga milli þjóða. í júlí árið 1948 voru síðan bæði Alþjóðapóstsam- bandið (UPU) og Alþjóðafjar- skiptasambandið (ITU) gerð að undirstofnunum Sameinuðu þjóð- anna en meginmarkmið beggja þessara samtaka er að tryggja öll- um jarðarbúum aðgang að ákveð- inni grunnþjónustu pósts og síma. Litið er á þessa þjónustu sem grundvallarmannréttindi og er Ahlutverk UPU að móta og semja vinnureglur sem aðildarríkin 189 treysta sér til að virða og fara eftir þrátt fyrir ólík rekstrarskilyrði og aðstæður. Sem dæmi um þessa við- leitni má nefna að vægi aðildar- landanna í atkvæðagreiðslum á að- alþinginu er jafnt, sama hvort um fámenn ríki eða milljónaþjóðir er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá UPU starfa um 6,2 milljónir manna á 700.000 pósthúsum um víða ver- öld og er heildarfjöldi bréfa- og bögglasendinga innan einstakra landa um 430 milljarðar og alþjóð- legar sendingar um 10 milljarðar. Helstu umfjöllunarefni Fyrir þinginu lágu um 700 tillög- ur sem íslenska sendinefndin hafði kynnt sér að mestu leyti síðustu mánuðina fyrir byrjun þingsins. Hörður Halldórsson Tillögunum má skipta í tvo meginflokka og fjallar annar þeirra um stjórnsýsluleg at- riði og mál sem varða rekstur og stjórn UPU en hinn um tæknilega útfærslu á starfsemi póstrekstr- araðila. Rekstur og stjórnun Ein af meginákvörð- unum þingsins var áð samþykkja fjárhagsá- ætlun fyrir næstu fimm árin og var sam- þykkt að setja þak á rekstrar- kostnað sambandsins sem nemur u.þ.b. 1.800 milljónum króna á ári, en sú upphæð er nær óbreytt frá því sem verið hefur. Umræðan um fjárþörf sambandsins endurspegl- aði mjög mismunandi pólitískar að- stæður í heiminum og eins og við mátti búast voru skiptar skoðanir um áhersluatriði. Framlög ein- stakra ríkja til sambandsins eru frjáls þannig að aðildarríkin ákveða innan tiltekins ramma framlög sín. Kosið var til æðstu embætta sambandsins og voru bæði fram- kvæmdastjóri og aðstoðar fram- kvæmdastjóri endurkosnir, en þeir eru Bandaríkjamaðurinn Thomas E. Leavey og Moussibahou Mazou frá Kongó. Einnig var kosið í stjórnsýsluráð en fulltrúar þar eru fjörutíu að tölu. Hlutverk stjómsýsluráðsins er margþætt og fer það í raun með æðsta vald sambandsins. Því er m.a. ætlað að fylgjast með því að ákvarðanir aðalþingsins séu virtar af framkvæmdastjórninni, sam- þykkja ársreikninga, ráðstafa fjár- magni úr sérsjóðum, ásamt því að verkstýra og koma á framfæri hverskonar tæknilegri ráðgjöf í póstmálum hjá aðildarríkjunum. Einnig var kosið í ráð póst- rekstraraðila en hlutverk þess ráðs er að gera athuganir og útfærslur á öllum tæknilegum þáttum sem snúa að póstrekstri í samvinnu við starfsfólk UPU og stjórnsýsluráð- ið. Undir þennan málaflokk falla tollamál, öryggismál í póstflutning- um, meðferð geislavirki-a efna og aðgerðir í umhverfismálum ásamt tilraunum til að sporna við send- J 4■ Nýkomnir vandaðir skór fró Luciano Barachini Mikið úrval Margar gerðir Póstur Á komandi árum, segir Hörður Halldórsson, verður minni munur gerður á bréfa- og bögglasendingum. ingum á barnaklámi. efni sem tengist Aukin réttindi Palestínu Þar sem Palestína er ekki skil- greind sem sjálfstætt ríki hjá Sam- einuðu þjóðunum hafa Palestínu- menn einungis átt áheyrnarfulltrúa hjá UPU-samtökunum eins og hjá fleiri alþjóðlegum samtökum af svipuðum toga, en hafa eigi að síður haft mun meiri réttindi en aðrir áheyrnarfulltrúar. Þingið sam- þykkti að Palestínumenn megi miililiðalaust semja um og annast hverskonar póstþjónustu við önnur aðildarríki UPU. Að auki hafa Pa- lestínumenn öðlast nánast öll rétt- indi sem aðildarríkin innan UPU njóta, nema að bjóða fram til emb- ætta og taka þátt í kosningum. Breyting póstþjónustu Þær ákvarðanir sem viðskipta- vinir póstsins ættu að verða mest varir við er bætt þjónusta. Að auki verður verðlagning í meira sam- ræmi við kostnaðargreiningu en verið hefur þannig að vænta má breytinga sem vonandi leiða til lækkunar. Eins og áður er nefnt starfa þeir sem koma að póstrekstri í heiminum í dag í mjög ólíku rekstrarumhverfi en þurfa eigi að síður að veita sömu gi’unnþjónustu. Sem dæmi um þennan mismun má nefna að í Vestur-Evrópu er um- rædd grunnþjónusta að mikiu leyti í höndum aðila sem fyrir fáum ár- um voru ríkisstofnanir en eru í dag orðnar að einkafyrirtækjum, þó svo að hlutabréf fyi’irtækjanna séu í flestum tilfellum enn í eigu viðkom- andi ríkja. Islandspóstur hf. er dæmi um slíkt. I mörgum öðrum löndum er grunnþjónusta á hendi ríkisstofnana. Sú breyting hefur samtímis átt sér stað að fiest Vestur-Evrópuríki hafa komið á fót stofnunum sem hafa eftirlit með samkeppni þeirra sem stunda póstrekstur. Póst- og fjarskiptastofnun fer með þetta hlutverk á Islandi, bæði hvað snert- ir póst- og fjarskiptamál eins og nafnið gefur til kynna, og er sjálf- stæð stofnun sem heyrir undir sam- göngur áðuneytið. Þingið ályktaði að póstmeðferð böggla skuli vera ámóta og bréfa- sendinga og einnig að póstrekend- um verði að ákveðnum tíma liðnum heimilt að gera samninga við hvaða aðila sem er í tilteknu landi og fela honum að annast þætti sem til- heyra grunnþjónustunni og er hér um grundvallarbreytingu að ræða. Otal atriði sem ætlað er að stuðla að auknum gæðum í póstþjónustu voru samþykkt en mörg af þeim snúa eðli málsins samkvæmt að þróunarríkjum. Það sem fremur snýr að íslenskum aðilum er stöðugt aukin sjálfvirkni í gæðaeft- irliti. A komandi árum verður minni munur gerður á bréfa- og böggla- sendingum, þ.e.a.s. sömu reglur koma til með að gilda í báðum til- fellum. Ný tegund hraðsendinga verður tekin í notkun og reglum um tryggingar og skaðabætur breytt. Höfundur er forstöðumaður stefnu- mótunar og alþjóðasamskipta Póst- og fjarskiptastofnunar. Orkuveitan stendur vörð um tækniminjar sínar INGVAR Birgir Friðleifsson, forstöðu- maður Jarðhitaskól- ans, ritar grein í Morg- unblaðið hinn 16. októ- ber sl. um varðveislu gamla hitaveitustokks- ins frá Reykjum, sem byggður var á árunum 1940-1943. Þar bendir hann á þá staðreynd að stokkur þessi, sem ný- verið hefur lokið hlut- verki sínu, er einhverj- ar merkustu menning- arsöguminjar Reykja- víkur og hefur ekki að- eins gildi fyrir sögu borgarinnar, heldur fyrir sögu orkumála í heiminum öllum. Enn- fremur vekur Ingvar athygli á því að 30 metra langur bútur úr stokknum hafi á dögunum verið rif- inn í Öskjuhlíð og hvetur hann til þess að þau spjöll verði mönnum 'víti til varnaðar og að sá 3 kíló- metra kafli stokksins sem eftir stendur í landi Mosfellsbæjar verði varðveittur. Holl ábending Við sem störfum að því að halda utan um sögu og minjar úr starfi Orkuveitu Reykjavíkur hljótum að fagna því að bryddað sé upp á um- ræðu um þessi mál. Veitufyrirtæki borgarinnar bera ábyrgð á fjölda tækja og mannvirkja sem hafa mikla þýðingu fyrir tæknisögu landsmanna og brýnt er að tryggja að fari ekki forgörðum. í sumum tilvikum er um að ræða Stefán Pálsson hluti sem auðvelt er að laga að breyttum að- stæðum og varðveita þannig á vettvangi, s.s. spennistöðvar raf- magnsveitunnar frá 1920 sem Guðjón Sam- úelsson teiknaði og standa í miðbænum. Þá má koma ýmsum smærri gripum á söfn og þá helst Minjasafn Orkuveitu Reykjavík- ur, sem er málið sér- staklega skylt. Margar minjar eru hins vegar þess eðlis að þær verða trauðla varðveittar nema með miklum kostnaði og fyr- irhöfn og verða oft að víkja úr stað til að þær standi ekki í vegi fyrir eðlilegri stækkun og þróun borgar- innar. Reynsla mín af borgaryfii’- völdum og yfirmönnum Orkuveit- Minjar Raunhæfara er að taka litla búta og búa um þá á veglegan hátt, segir Póstsendum samdægurs Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345. SÍMINN www.simi.is Stefán Pálsson, svo að komandi kynsóðir geti kynnt sér sögu þessarar merku framkvæmdar. unnar er sú að fullur vilji sé fyrir því að standa vel að þessum málum, en oft er hægara um að tala en í að komast. Búturinn á Oskjuhlíð Það er ekki rétt sem fram kemur í grein Ingvars að við byggingu Perlunnar hafi sú ákvörðun verið tekin að varðveita hitaveitustokks- stubbinn á Öskjuhlíð sem sérstak- ar söguminjar. Þessi bútur var í notkun og flutti háhitavatn frá Laugarnessvæði allt þar tO fram- kvæmdir hófust við lokahúsið sem stokkurinn hefur nú þurft að víkja fyrir. Sú framkvæmd er þáttur í reglubundinni endurnýjun veitu- kerfisins og fékk eðlilega umfjöllun í stjórnkerfi Reykjavíkur. Var þar meira að segja boðið upp á aðra staðsetningu á lokahúsinu, sem ekki hefði hróflað við bútnum, en skipulagshönnuður og nefndir borgarinnar kusu þennan stað. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að rétt hefði verið að reyna að varð- veita þennan bút, eða jafnvel færa hann úr stað, en sú leið var ekki farin í þessu tilviki. Það er engan veginn vandkvæða- laust að varðveita mannvirki á borð við Reykjastokkinn. Meira en hálfrar aldar veðrun hefur tekið sinn toll, steypan er orðin léleg og einangrunin víða ónýt. Það sem bjargað hefur stokknum frá eyði- leggingu er að ávallt hefur verið á honum hiti, en nú eftir að hlutverki hans er lokið stendur hann varnar- laus gagnvart eyðileggingaröflum náttúrunnar og er orðinn griða- staður aðskota- og meindýra. Það er því ljóst að afar kostnaðarsamt yrði að varðveita þriggja kílómetra kafla á sómasamlegan hátt. Raunhæfar aðgerðir Raunhæfara er að taka litla búta og búa um þá á veglegan hátt, svo að komandi kynsóðir geti kynnt sér sögu þessarar merku framkvæmd- ar. Með skýringartextum og góðri lýsingu má tryggja að Reykja- stokknum verði sýnd sú virðing sem hann svo sannarlega á skilið. Mér er kunnugt um að yfirvöld í Mosfellsbæ hafi tekið vel í slíkar málaleitanir, en verið er að útfæra hugmyndina. Þá er vilji fyrir því hjá Orkuveitunni, að Minjasafnið fái til vörslu bút úr stokknum ásamt tengihúsi, svokölluðum Blikastaðabrunni og verði hann settur upp í grennd við safnið. Væri tilvalið að nota hann til fræða þær þúsundir skólabarna sem heimsækja fræðslusetur fyrirtæk- isins, Orkuheima, um sögu hita- veitunnar og byggingu og gerð þessarar fyrstu löngu heitavatns- leiðslu á jörðinni. Að lokum vil ég þakka Ingvari fyrir góðar ábendingar og fyrir að láta sér annt um sögu orkumála í Reykjavík. Því miður vantar mikið á að fólk sé sér nægilega meðvit- andi um mikilvægi þess að standa vörð um tækniminjar. A ári hverju fara mannvirki, gripir og fróðleik- ur forgörðum og verða aldrei bætt. I þeirri baráttu munar um hvern liðsmann. Höfundur er forstöðumaður Minja- safns Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.