Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 47 Fæðing-ættleiðing- mannréttindi hverra? NÝLEGA birtust fréttir af því að á hverri einustu sek- úndu, hvern einasta dag, fæðist fimm börn. En er eitthvað merkilegt við það að börn fæðist í heim- inn, þetta er jú eina þekkta leiðin til að fjölga mannkyninu? Auðvitað er það merkilegt og hvert einasta barn skiptir máli. Að vísu eru þau ekki öll jafn velkom- in og það er einnig köld staðreynd að stór hluti þeirra lifir ekki til fimm ára aldurs. Þrátt fyrir að það kosti ekki mikla fjármuni að sinna frumþörfum þeirra, er það ekki gert, mann- réttindi þeirra til mannsæmandi lífs eru ekki virt. Börn eru ekki spurð að því hvort þau vilji fæðast, hvort þau vilji búa við þær aðstæður sem þau fæðast inn í og þau geta ekki valið sér fjölskyldu. En hefur einhver „rétt“ á því að eignast barn? Hefur einhver „rétt“ á því að ættleiða barn? Eru það mann- réttindi mín eða þín, lesandi góð- ur? Getum við virkilega krafist þess í nafni mannréttinda? Þeg- ar hjón/sambýlisfólk ákveða að eignast barn gera þau það ekki vegna þess að það er „réttur" þeirra, heldur vegna þess að þau langar til að eignast barn. Þegar hefðbundna leiðin ber ekki ár- angur leitar fólk annarra leiða vegna þess að þráin eftir barni er sterk og fólk er tilbúið til að leggja töluvert á sig til þess að óskin rætist. Það má líka geta þess hér að ís- lenskt samfélag ger- ir beinlínis ráð fyrir því að fólk eignist börn, það er ekki mikill skilningur fyr- ir því að fólk velji sér þann lífsstíl að eignast ekki börn. Margir upplifa mik- inn þrýsting frá um- hverfinu og spurn- ingar eins og „hvenær ætlið þið eiginlega að koma með barn?“ og „hvað átt þú mörg börn?“ eru algengar. Spurningar sem þessar eru alls ekki illa meintar en eru samt erfiðar þeim sem af einhverjum ástæðum geta ekki eignast börn. Við sem störfum við ættleiðingar verðum oft vör við það hjá fólk- inu sem leitar til okkar að það er orðið mjög örvæntingarfullt vegna barnleysis. Það getur ekki hugsað sér lífið án barna - en ekki vegna þess að það túlkar það sem mannréttindi sín að eignast börn. Umræðan vegna frumvarps til nýrra ættleiðingarlaga sem nú eru til afgreiðslu á Alþingi, hefur mjög einkennst af því að það eigi að vera sjálfsagður „réttur" að fá að ættleiða börn, annað sé mannréttindabrot. Rétt er að benda á það, að einu mannrétt- Börn Það eiga öll börn ský- lausan rétt á því að alast upp hjá foreldrum við ást og öryggi, segir Ingibjörg Birgisdóttir. Rétturinn er barnanna. indin sem eru brotin í þessu til- liti, eru þau sem brotin eru á börnum, á hverjum degi, um all- an heim. Það eiga öll börn skýla- usan rétt á því að alast upp hjá foreldrum sínum við ást og ör- yggi, rétturinn er barnanna. En við búum ekki í fullkomn- um heimi og staðreyndin er sú að þessi sjálfsagði réttur barna er ekki alltaf virtur, fyrir því liggja margar og ólíkar ástæður. f þeim tilfellum eiga lög um ætt- leiðingar að tryggja það að fundnir séu aðrir foreldrar fyrir barnið en ekki barn handa for- eldrum. Það skal ávallt gert þannig að hagsmunir barnsins séu hafðir í fyrirrúmi. Það skal ekki gera með hagsmuni neinna annarra í huga. Umræðan um ættleiðingar ætti mun frekar að fara fram á þessum forsendum, við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu - barninu. Höfundur er fommður félagsins íslensk ættleiðing. Ingibjörg Birgisdóttir Norðurtanga 3 Reykjavfkurvegl 72 600 Akureyri 220 Hafnarfjörður 4626662 5655560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 5887499 Smáratorgi 1 200 Kópavogl 510 7000 Skeifunnl13 108ReykJavík 5687499 RAÐCRBIÐSLUR MastéiWm Fullar búóir afglœnýjum og spennandi vörum! 80x80 sm dukur: ............ 30x180 sm löber: ......... 790 30x100 sm löber: .. ......499 40 sm hringur: ........... 449 160 sm hringur: .... .....2.990 160x220 sm dúkur: ... .3.990 160x270 sm dúkur: ... .4.690 mard ofinit hátíðardúkur með englamynstri einn sá fallegasti á jólaborðið. Litur kremað / gyllt. „Lurex“ hátíðardúkar Tignarlegir jóladúkar á hátíðarborðið. Litir: Kremað/gyllt, blátt/gyllt, grænt/gyllt, vínrautt/gyllt. Efni 100% polyester, straufrítt. Rúmteppi Þessi rúmteppi eru ekki bara aðeins ódýrari heldur líka einnig mikið flottari! Vattstungin úr 100% polyester satíni. Litir: Grátt, grænt og blátt. 245x270 sm + 2 púðaver 50x70 sm Verð:. 9.990,- 260x270 sm + 2 púðaver 50x70 sm Verð:. 10.900,- 300x270 sm + 2 púðaver 50x70 sm Verð:. 11.900,- ^■lara ðdýrari hehtur lika fflottari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.