Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.10.1999, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Kirkjugöngur í v tilefni 1000 ára afmælis kristni- töku á Islandi í TILEFNI 1000 ára afmælis kristnitöku á íslandi verður boðið upp á röð skipulegra gönguferða miili allra kirkna em eru innan Reykjavíkurprófastsdæmanna tveggja sem ná yfír Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes. Fyrsta kirkjugönguferðin verður farin á milli Seltjarnameskirkju og Nes- kirkju laugardaginn 30. október nk. Hugmyndin með þessum sögulegu kirkjugöngum er að tengja allar kirkjur sem eru á svæði prófasts- dæmanna, hvort heldur sem þær til- heyri þjóðkirkjunni eða öðrum kristnum söfnuðum. Alls verða þrjá- tíu kirkjur og guðshús heimsótt með þessum hætti. Ferðatilhögunin verður með þeim hætti að farið verður í kirkjugöngu á hverjum laugardegi nú í október og síðan á ný í febrúar, mars og fram í apríl á næsta ári. Síðsta kirkjan sem heimsótt verðyr er Kópavogskirkja. Svipaðar gönguferðir eru tíðkaðar víða erlendis og hefur þeim verið líkt við aldagamlar pílagrímsgöngur. Kirkjugöngumar em hugsaðar jafnt sem fræðsluferð og holl hreyfing og útivist. I hverri gönguferð verður vakin athygli á ýmsum stöðum, sögu, minjum og náttúru. Auk þess fræðast göngumenn um kirkjumar sem heimsóttar eru hverju sinni. I upphafí hverrar kirkjugöngu verður farið með stutta ferðabæn og í hverri kirkju verður einnig bæna- stund. I lok hverrar gönguferðar býður viðkomandi söfnuður upp á kaffiveitingar. Skipulag og fram- kvæmd eru unnin í samvinnu við Ferðafélag Islands og^Útivist. I hverri kirkju verður afhent blað með upplýsingum um kirkjuna og formlegum stimpli hennar. Eftir vet- urinn munu þeir sem fara í allar göngurnar eiga stimpilmerki allra kirkna prófastsdæmanna. Hver ganga hefst við Umferðarmiðstöð BSI, en þaðan verður haldið í rútu til þeirrar kirkju sem gengið er frá og að lokinni göngu verða göngu- menn sóttir á endastað og ekið að Umferðarmiðstöðinni. Ætlað er að hver kirkjuganga taki um þrjá tíma en farið verður af stað kl. 10 og komið aftur um kl. 13. Þá er bent á, að göngufólk getur komið í gönguna hjá þeirri kirkju sem lagt er upp frá í hvert sinn. Þátttökugjald er fímm hundruð krónur. Kristnihald á Snæfellsnesi KRISTNIHÁTÍÐ Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis verður haldin hátíðleg sunnudaginn 31. október klukkan 14 í Stykkishólmskirkju. Þar mun forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytja hátíðar- ræðu, en sameigin- legur kór allra kirkjukóranna á Snæfellsnesi, um 80 manns, hefur undirbúið metnað- arfulla dagskrá, þar sem flutt verða ljóð og lög snæfell- skra listamanna auk þekktra tónverka, innlendra og erlendra, sem tilheyra menningar- arfí kirkjulegrar tónlistar, og söng- málastjóri kirkjunnar, Haukur Guð- laugsson, leikur orgelforleik. Söng- og kórstjórar kóranna hafa skipt með sér verkum við stjórn og undirleik, en einnig kemur fram bamakór á hátíðinni. Þá verður flutt hátíðarljóð og hafður uppi almennur söngur, en prestar prófastsdæmis- ins flétta inn í dagskrána stuttum helgiathöfnum. Mikil vinna liggur að baki í undir- búningi hátíðarinnar. Gefíð var út sérstakt nótnahefti með því efni sem sungið verður og hafa kórarnir kom- ið saman hver hjá öðmm til æfínga, auk þess sem þeir dvöldu helgi í æf- ingabúðum í byrjun september. Sér- stök nefnd hefur unnið með héraðs- nefnd prófstsdæmisins að undirbún- ingi hátíðarinnar. Þess er vænst að sóknarbörn úr öllum söfnuðum prófastsdæmisins sameinist um að halda hátíðlega upp á það að 1000 ár eru liðin frá hinum merku tímamótum er kiistni var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum. Prófastur Snæfellsnes- og Dalapró- fastsdæmis er sr. Ingiberg J. Hann- esson á Hvoli í Saurbæ, en með hon- um í héraðsnefnd eiga sæti Ólafur Guðmundsson í Hrossholti og sr. Friðrik J. Hjartar í Ólafsvík. Boðið verður til veitinga í Fosshóteli í Stykkishólmi að lokinni dagskránni í Stykkishólmskirkju. Málþing um kynlífsiðnað á Islandi FULLORÐINSFRÆÐSLA Laug- arneskh'kju er hópur fólks sem vikulega kemur saman til að fræðast um lífgildi og kristna trú. I haust hefur staðið undirbúningur að mál- þingi um þann sérstaka iðnað, sem nokkuð hefur vaxið ásmegin upp á síðkastið og vakið athygli okkar allra, kynlífsiðnaðurinn. Mun þingið haldið í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju laugardaginn 30. október kl. 14-18. Þátttökugjald er 1.000 kr. Það eru Rannsóknarstofa í kvennafræðum, Skrifstofa jafnrétt- ismála og Bríet, félag ungra fem- inista, sem standa að undirbúningi og framkvæmd með okkur. Fyrstur mun stíga í pontu Karl Steinar Valsson yflrlögregluþjónn og fjalla um það hvernig kynlífsiðn- aður landsmanna horfir við lögreglu og yfirvöldum. Þá mun Ingólfur Gíslason frá Skrifstofu jafnréttis- mála svara spurningunni ;,Hverjir kaupa kynlífsþjónustu á íslandi?" Að loknu kaffihléi mun Rósa Erl- ingsdóttir stjórnmálafræðingur fjalla um rannsóknarefni sitt: „Vændi í kjölfar stjórnarfarsbreyt- inga í Austur-Evrópu." Islenski dansflokkurinn mun þá sýna dans áður en Nanna Sigurðardóttir fé- lagsráðgjafi flytur erindi sitt: „Áhrif kynlífsiðnaðar á börn og unglinga.“ Hildur Fjóla Antonsdóttir, fulltrúi Bríetar, mun taka fyrir efnið: „Hvað finnst ungum konum um klámvæð- inguna?“ En að loknu tónlistaratriði og kaffihléi mun Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjórnar, loks koma í pontu og lýsa stefnu borgaryfirvalda í málefnum kynlífsiðnaðarins. Þá verða leyfðar fyrirspurnir úr sal, en framsögumenn sitja á pallborði og verða til svara. Er það von okkar og vissa að hér sé um gagnlegt tiltæki að ræða sem varpa muni skýrara ljósi á þá ómarkvissu umræðu sem einkennt hefur þetta málefni í landi okkar. Hvetjum við sem flest hugsandi fólk til að koma til málþingsins. Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkj u. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kh-kjunni kl. 12. Org- elleikur, sálmasöngur. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarpresta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgistundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir k. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Ffladelffa. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn fyrir mæður og feður með ungum börnum sínum. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Útskálaprestakall. Fyrirbæna- og kyrrðarstund kl. 12 í Miðhúsum. Bornar fram léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Umsjón: Börnin í kirkjunni. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Bibh'ufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Elías Theodórs- son. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Umsjón: Börnin í kirkjunni. Kirkjugöngur Raðgöngur, sem nefnast kirkju- göngur, hefjast á morgun, laugar- daginn 30. október. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 og hefst gangan við Seltjarnarnes- kirkju kl. 10.15. Gengið verður þennan dag frá Seltjarnarneskirkju að Neskirkju. Hreyfing, fræðsla og bænahald. Veitingar í boði Nessafn- aðar. Þátttökugjald 500 kr. 1 r\( 1U\, KRISTIN TRÚ < ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.