Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 50

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 50
iíO FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Landssamband hestamannafélaga 50 ára Þurfum að hag- ræða og einfalda á mörgum sviðum s Arsþing Landssambands hesta- mannafélaga hefst í Borgarnesi í dag. Landssambandið fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir og af því tilefni ræddi Asdís Haraldsdóttir við Jón Albert Sigurbjörnsson, formann LH, um brýnustu verkefnin á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Kristinn Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga. „MIKILVÆGAST er að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á vegum Landssam- bandsins," sagði Jón Albert. „En á þessum tímamótum er gott fyrir svona samtök að fara í naflaskoðun ^gcg þess vegna höfum við ákveðið að gera úttekt á markmiðum og til- gangi Landssambandsins. Ég lít alls ekki svo á að við séum í tilvist- arkreppu en allir hafa gott af því að staldra við og skoða stöðuna." Jón Albert segir það há rekstri Landssambandsins að það hafi mjög litlar tekjur. Hins vegar liggja fyrir mörg mjög brýn verk- efni sem hestamenn verða að geta sinnt og til þess þarf að vera hægt að reka öfluga skrifstofu. Brýnasta verkefnið sem snertir alla hestamenn á Islandi, aðra veg- farendur og ekki síst ferðaþjónust- una segir hann vera reiðvegamálin. „Þetta er stór og erfiður mála- fiokkur," segir hann. „Okkur hefur miðað ágætlega að undanförnu og ég held að sú faglega vinna og bar- átta sem lögð hefur verið í þennan málaflokk hafi skilað sér í auknum skilningi og áhuga hjá samgöngu- ráðuneytinu og Vegagerðinni." Hlutafélag um landsmót í meirihlutaeigu LH Af öðrum brýnum verkefnum vill Jón Albert nefna landsmótsmálin. „Við höfum markaðssett landsmótin T«em stærstu útihátíðir sem haldnar eru á Islandi. Fyrir nokkrum árum var tekin sú ákvörðun að halda landsmót annað hvort ár í stað fjórða hvers árs, en engar skipu- lagsbreytingar voru gerðar í fram- haldi af því. Mótahaldið var ekkert skoðað sérstaklega með tilliti til fjölgunarinnar og ekkert stokkað upp. Að vísu var gerð sú breyting fyrir Landsmót 2000 að um það var stofnað hlutafélag. Hingað til hafa landsmótin verið að velta miklum peningum en samt sem áður koma mótshaldarar út á núlli. Eftir standa stórskuldug hestamannafélög vegna gífurlegra framkvæmda á mótsstöðunum, enda hefur hestamannafélögum ekki tekist að fá nógar tekjur inn á mótssvæðin á milli landsmóta. Illa hefur gengið að fá ríki eða sveitar- félög með okkur í þessa uppbygg- ingu til samræmis við uppbyggingu á öðrum íþróttamannvirkjum." Jón Albert segir að til þess að kanna hvort það sé fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélög að landsmót séu haldin innan þeirra hafi Byggðastofnun verið beðin um að hefja úttekt á landsmótshaldi. Ef það kemur í ljós verði vonandi auðveldara að fá stuðning sveitar- félaganna. Stuðningur sveitarfé- laga gæti líka haft afgerandi áhrif á val á landsmótsstað. „Ef alfarið verður farið í að stofna hlutafélög um landsmótin segir það sig sjálft að menn fara fram á arð. Þá vitum við ekki í hvaða farveg mótin lenda. Til þess að LH geti haft áhrif á mótahaldið mun stjórnin fara fram á að sam- þykkt verði að stofna hlutafélag um landsmótin þar sem Lands- samband hestamannafélaga ætti meirihluta. Ég tel það nauðsyn- legt, alla vega til að byrja með. Öll umgerð landsmótanna verð- ur að vera þannig að fólk hafi áhuga á að koma aftur og aftur. Við erum í bullandi samkeppni við Heimsmeistaramót og einnig Norðurlandamót sem er haldið sama ár og Landsmót. Við megum ekki vanmeta þetta. Fólk þarf að fara að velja og hafna og það fer þangað sem bestu mótin eru og skemmtilegustu.“ Landsmót og Heimsmeistara- mót eru sýningargluggi fyrir rækt- un og markaðssetningu íslenska hestsins, að mati Jóns Alberts. „Mótin hafa langmest að segja í markaðsmálunum, hvað sem hver segir. Þau nýtast öllum, ræktend- um, tamningafólki, sýnendum, framleiðendum og seljendum á alls kyns hestavörum og ekki síst ferðaþjónustunni.“ Mikilvægt að allt mótahald verði tölvuvætt Um nokkurt skeið hefur umræða um nauðsyn tölvuvæðingar á móta- haldi verið í gangi. Gögn um móta- hald eru mjög óaðgengileg eins og er. Jón Albert telur mjög mikil- vægt að koma upp tölvuskráning- arkerfi íyrir allt mótahald sem fyrst. Hann vill sjá að öll hross sem koma til keppni verði skráð með fæðingarnúmeri og ætt ef þau hafa ekki þegar verið skráð í kynbóta- gagnagrunni Bændasamtakanna, Feng. Síðan væri hægt að sam- keyra þessi kerfi og upplýsingar um afrekshross yrðu því aðgengi- legar. Þetta gæti einnig auðveldað allar rannsóknir í hrossarækt svo ekki sé talað um vinnuspamaðinn sem skapast við að geta flett upp öllum keppendum með ákveðna lágmarkseinkunn í hestaíþróttum og sjá í fljótu bragði hver hefði réttindi til þátttöku á einstökum mótum. Jón Albert vill líka að hugað verði að því að skrá sögu hesta- mannafélaganna í landinu. Þarna séu heimildir sem ekki mega fara forgörðum. Stjórn LH hefur tekið afstöðu til þess að reyna eftir fremsta megni að styrkja félögin í þeirri viðleitni að skrá sögu sína. „Lögð hefur verið mikil áhersla að undanfornu á að skipuleggja menntakerfi fyrir hestamenn," segir hann. „Menntanefnd með fulltrúum LH, Félags tamninga- manna, Hólaskóla og Félags hrossabænda hefur nýlega skilað fyrstu drögum að nýjum staðli sem verða einmitt kynnt á ársþingi LH. Þessi drög hafa verið kynnt ISI og þar voru menn hissa á hvað við vorum komin langt með þessa vinnu og hversu miklar kröfur við gerum í menntamálum." Fjórða fjölmennasta þjóðin í FEIF Jón Albert leggur áherslu á mik- ilvægi erlendra samskipta. „Nú eru 40.000 félagar í FEIF, alþjóðasam- tökum eigenda íslenskra hesta, og við Islendingar höfum haldið ákveðinni forystu í samtökunum, enda lagt mikla vinnu í þau. Hér er upprunaland hestsins en það verð- ur kostnaðarsamt fyrir okkur ef við ætlum að halda þessari forystu. Til þess þurfum við að vera með sérfræðinga í hverjum málaflokki. Við erum ekki nema í fjórða sæti hvað félagatal varðar, með rúm- lega 7.000 félaga. Þjóðverjar eru langfjölmennastir, um 18.000 og Svíar og Danir eru einnig orðnir fjölmennari en við svo við megum hafa okkur alla við til að lenda ekki í minnihluta. Svo er spurning hvort hinn almenni hestamaður á Islandi samþykki að stór hluti af félagsgjöldum fari í að efla erlend samskipti. Þessi samskipti koma þessu fólki kannski ekki beint til góða heldur ræktuninni í heild og ekki síður ferðaþjónustunni. Núna þurfum við að leggja áherslu á að hjálpa þjóðum sem eru að byrja að kaupa íslenska hesta að byggja upp félagskerfíð með því að stofna hestamannafélög eins og tíðkast hér, í Þýskalandi og á Norðurlönd- unum. Þau eru undirstaða þess að einhver útbreiðsla verði á íslenska hestinum.“ Æskulýðsmálin eru Jóni Alberti einnig ofarlega í huga. „Við þurfum að standa vel að æskulýðsmálum og reyna eftir öllum mætti að koma kynningu á hestamennskunni inn í skólakerfið eins og menntanefndin leggur til. Það er mjög mikilvægt að ná til unga fólksins til að efla hestamennskuna hér á landi. Það er mikið áhyggjuefni að tala félaga í hestamannafélögum á Islandi hef- ur staðið í stað á meðan 10-12% fjölgun er á ári í FEIF. Það bendir til að eitthvað sé að innra starfi fé- laganna og Landssambandsins." Félagatalið gefur ekki rétta mynd „Þrátt fyrir að menn tali um að hestamennska sé fjölskylduíþrótt er ekki hægt að lesa það úr félaga- talinu. Þar er mjög fátt ungt fólk, aðeins 1.000 börn og unglingar. Samkvæmt félagatalinu eru 10 eða færri unglingar skráðir í 22 af 48 félögum og í 9 félögum er 1 eða enginn 16 ára eða yngri. I stærsta hestamannafélagi landsins, Fáki, er samkvæmt tölunum fjórðungur félaga 70 ára og eldrí. Þessar tölur gefa alls ekki rétta mynd af þeim fjölda sem stundar hestamennsku á Islandi í raun og veru. Fjöldinn allur af hestafólki er utan félaga. Þessu þurfum við að breyta, því það er bráðnauðsynlegt að fá fleira fólk til liðs við okkur. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að endurskoða margt innan okkar samtaka til hagfæðingar. Ég held að tími sé til kominn að fækka hestamannafélögunum í kjölfar fækkunar sveitarfélaga. Núna eru hestamannafélögin 48 talsins og sum hver mjög fámenn sem gerir alla uppbyggingu erfiða. Um leið og sveitarfélögin stækka og þeim fækkar er ekki ástæða til að vera með mörg hestamannafélög í sama sveitarfélagi. Þá er hægt að samein- Tvöfaldur I. vinningur (13 réttir) stefnir í...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.