Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 52

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 3------------------------- MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Hafsteinn Magnason fædd- ist, á Akranesi hinn 3. nóvember 1962. Hann lést í Reykjavík 20. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sigríður Elíasar- dóttir sjúkraliði, f. j25. júlí 1943 á Akra- ^ nesi, og stjúpfaðir Eiríkur Valdimars- son verkstjóri, f. 24. desember 1943 á Akranesi. Systir Gunnars er Salóme Eiríksdóttir, f. 9. febrúar 1965, maki Hólmsteinn Brekkan, f. 18. nóvember 1962 og dætur þeirra Tinna Brekkan, f. 2.desember 1985, Sara Brekk- an, f. 20. maí 1988 og Ólöf Eir Brekkan, f. 28. júní 1991. Að loknu grunnskólaprófi starfaði Gunnar lengst af sem verkamaður við ýmis störf í Reykjavík og Akranesi, lengst við veiðarfæragerð, en einnig ’^sem ráðsmaður í sveit. Útför Gunnars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku bróðir. Þú hefur gengið í gegnum súrt og sætt núna síðustu ár. Eg get ekki hugsað það til enda að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur. Mér finnst ég eiga svo margt eftir ósagt við þig. Gunni, ég vil að þú Hiitir að mér þótti alveg óheyrilega vænt um þig. Það sem stendur upp úr eru góðu stundimar sem við áttum saman. Þú varst mér alltaf svo góður, vildir allt fyrir mig gera og ég trúði því ekki þegar mér var sagt að þú vær- ir dáinn. En elsku bróðir, dauðinn gerir víst engin boð á undan sér og voru síðustu vikurnar mjög strang- ar hjá þér og heyrði ég oft í þér í síma og þú sparaðir ekki þín fallegu orð til mín. Við áttum það sameiginlegt að vera með bíladellu og gátum við oft setið yfir kaffibolla og rætt bíla og höfð- um gaman af. Gunni, þegar þú hringdir í mig um kvöldmatarleytið, þá vissi ég hvað 'Viukkan sló; byrjaðir á því að spyrja kurteisislega hvað væri í matinn hjá mér og ef þér leist á matseðilinn þá spurðirðu hvort ég ætlaði ekki að bjóða þér í mat. Þú vissir að þú varst alltaf meira en velkominn á okkar heimili og höfð- um við mjög gaman af því að hafa þig í okkar návist. Þegar þú komst úr sveitinni þá komstu iðulega fyrst til mín áður en haldið var annað. Ó, elsku Gunni, nú ertu farin frá okkur til Guðs. Stelpumar eiga mjög erfitt með að skilja það því þú varst þeim svo góður frændi og varst alltaf að gleðja þær á ein- hvern hátt. Eg vil koma á fram- færi þakklæti mínu til SÁA fyrir alla þá hjálp, stuðning og umhyggju sem þið hafið veitt bróður mínum, Gunnari Hafsteini. Það hefur verið okk- ur styrkur að vita af Gunna í öruggum höndum hjá ykkur og ómetanlegt það fórn- fúsa starf sem unnið er til hjálpar og að- stoðar í bata. Þegar vel gekk glöddumst við yfir þeim árangri sem Gunni náði og er- um þakklát fyrir hvert það tímabil sem hann átti frá vímuefnum. Á þeim stundum er auðvelt að gleyma því að alkóhólismi er grimmur sjúkdómur og hlífir engum sem hann hefur virkilega náð tökum á. Þú varst búinn að berjast af lífi og sál við þinn sjúkdóm í svo mörg ár en nú ertu kominn í hendur Guðs og hann passar þig, bróðir sæll, og megir þú hvfla í friði. „Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar í milli.“ (Æðruleysisbænin) Gunni, ég sá þessa bæn fyrst hjá þér í bílnum. Ég nota hana mikið sjálf og þykir vænst um hana allra bæna. Þín ástkæra systir, Salóme. Elsku vinur. Enginn á skilið að deyja, enginn á heldur skilið að lifa í kvöl, hvoru- tveggja urðu þó þín örlög. Þegar við kynntumst síðsumars 1984 hafði Bakkus þegar krækt í þig og þvingað í þrældóm alkóhólis- mans. Oft herjaði sjúkdómurinn en oftar náðir þú góðum tímabilum með góðri aðstoð og eigin eljusemi. Ég bar gæfu til þess að geta horft framhjá sjúkdómnum, séð þig sjálf- an bak við okið og fann strax að þú hafðir að geyma einstaklega góða sál. Góðu stundimar vora margar og aldrei mun gleymast hlýhugur, væntumþykja og velvilji í okkar garð. Þú reyndist okkur ævinlega vel og varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Það leyndist engum að þér þótti sérstaklega vænt um frænkur þín- ar og fyrir þær vildir þú allt gera. Þín sterka lflið var ekki að tjá til- finningar þínar en hugur þinn og framkoma sögðu allt sem segja þurfti. Aldrei áður hafði ég kynnst öðr- um eins áhugamanni um fótbolta og þér. Þitt lið var IA og ekki er of- sagt að þú hafir tekið þátt í leik MINNINGAR liðsins af lífi og af sál. Á kappleikj- um leyndir þú ekki tilfinningum þínum og lést óspart í þér heyra, æptir, hoppaðir, klappaðir og stappaðir. Þú settir ekki vega- lengdir fyrir þig til þess að komast á leik og aldrei sást þú eftir því að hafa farið, sama hvernig gekk. Gleði þín yfir unnum leik var ein- læg og skein af þér langar leiðir. Sama hvar leikið var komstu til okkar eftir leik til að deila með okk- ur gleðinni og oftar en ekki dansað- ir þú um íbúðina með litlu frænkur þínar á öxlunum. Oft fengu þær að fara með þér á leiki liðsins og ekk- ert skrítið að þær halda allar með Skagaliðinu þó svo að fæddar séu og uppaldar í Reykjavík. Við áttum saman margar góðar stundir og fann ég oft hversu mikil- vægt það var þér að njóta samvista í þögn. Tjáning var ekki þín sterka hlið en auðvelt var að heyra sál þína tala, gjörðir þínar og góðverk. Þú vildir aldrei neinum illt og viljandi vildir þú ekki særa neinn. Oft komst þú til mín, baðst um mitt álit og var mér Ijúft að ráðleggja þér og ræða um hin ýmsu málefni. Ef ég ætti eina ósk myndi ég óska þess að ég hefði geta hjálpað þér meir og verið þér betri vinur. Þetta er auðvelt að segja eftir á en það er því miður ekki hægt að sjá inn í framtíðina sem gerir okkur enn meðvitaðri um að hvers augna- bliks í lífinu ber að njóta og ekki taka neitt fyrir gefið. Sá sem er hér í dag getur verið þar á morgun. Hálmstráið sem skilur að líf og dauða er auðslitið. Hvenær við fá- um að kveðja ástvini okkar og hve- nær ekki getur enginn sagt til um. Ég er þakklátur Guði fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að hitta þig í lífi, hafa fengið tækifæri til þess að hjálpa þér og hitta þig öðru hvoru þessar síðustu vikur. Þessi síðasta orrusta við Bakkus stóð lengi og var hörð en þrátt fyrir það hélst þú í vonina um leið til þess að losna frá miskunnarleysi alkó- hólismans. Það er sárt að heyra góða sál grátbiðja kvalara sinn um miskunn og enn sárara að sjá að það er á kvölinni sem sjúkdómur- inn nærist. Um tíma virtist sem allar bjargir væru þér bannaðar en loksins tókst þú þá ákvörðun að reyna leið trúar- innar, gefa trúnni á Guð þinn Jesú Krist tækifæri til lækninga. „Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins." (Jóh.8.12) Það er sorglegt að líkaminn gafst upp þegar sálin var reiðubúin en huggun í harmi að þú fékkst að njóta þeirrar umhyggju að fara í faðmi góðhjartaðra. Það er mér heiður að hafa fengið að fylgja þér gegnum þinn síðasta dag, drekka með þér þinn síðasta kaffibolla, taka við kveðjum þínum til allra og sérstaklega til Tinnu, Söru og Eirar, hugga og fyrirgefa. Ég er þakklátur fyrir að hafa faðm- að þig, fengið að kveðja þig þennan dag þó svo að mér byði ekki í grun að sá dagur yrði þinn síðasti hér á jörð. Ég græt þig, góði vinur og mág- ur, dýrmæt minning þín býr mér í hjarta til eilífðar. Þinn vinur og mágur, Hólmsteinn Brekkan. Tárin renna, myndir minning- anna fljúga hjá. Þetta er svo sárt og svo ósanngjarnt. Þú sem varst á leiðinni að reyna nýjar leiðir til betra lífs, en kallið kom áður en á það reyndi. Þegar ég sit hér og rifja upp minningar um þig bæði sárar og Ijúfar þá standa sem betur fer Ijúfu og góðu minningarnar upp úr. Ég og fjölskylda mín höfum átt með þér margar góðar og ljúfar stundir, elsku frændi. Það var alltaf svo að þegai- leikur var með liðinu okkar IA þá átti maður alltaf von á þér upp á Skaga og ég held að ég halli ekki á neinn þegar ég fullyrði að fá- ir stuðningsmenn Skagaliðsins hafi lagt eins mikið á sig til að sjá leiki eins og þú. Þú fórst á alla þá leiki sem þú mögulega komst á og stundum þurftir þú að keyra lang- an veg til þess. Éinu sinni man ég eftir að þú keyrðir alla leið norður á Ólafsförð og aftur til baka sama daginn og fannst þér það ekkert stórmál, það varð að hvetja strák- ana til sigurs. Ég held að það séu fáir leikimir sem fjölskylda mín hefur farið á sem ég hef ekki spurt hvort þeir hafi séð frænda á leikn- um, og stundum var svarið „nei“. Þá varð ég hrædd um að ekki væri nú allt í lagi hjá þér, en þú kæmir bara á næsta heimaleik og litir þá í kaffi til mín eða pabba og mömmu því það gerðir þú nánast í hvert sinn. Þegar ég hugsa til baka og man eftir þér litlum fallegum snáða heima hjá ömmu og afa á Heiðó, man ég hvað mér þótti þú sætur strákur og þótti mér mikið til þess koma að þú hétir sama nafni og pabbi minn og hefur mér alltaf þótt mjög vænt um það og veit ég að honum pabba finnst það líka. Lífið þitt, elsku frændi, hefur ekki alltaf verið dans á rósum nema síður sé. Hinn illvígi sjúkdómur al- kóhólismi hefur sett sitt mark á líf þitt, og segir það manni að alkóhól- isminn fer sko ekki í manngreinar- álit, því ljúfur og hlýr drengur eins og þú verður fyrir barðinu á þess- um vágesti sem leggur svo margan manninn. Þér tókst ekki að feta þig áfram í lífinu, elsku Gunni minn, en stundum rofaði til og allt gekk vel og mikið var ég ánægð þegar svo var því voninni má maður ekki tapa því þá er allt farið. Ég man hvað við áttum margar góðar stundir saman þegar þú fluttir upp á Skaga og bjóst þá í næsta nágrenni við mig og komst svo oft í kaffi til okkar. Þessi tími var alveg yndislegur fyr- ir okkur bæði og stóru strákarnir mínir, þeir Halli og Gunnar, muna svo vel eftir þessum tíma og höfum við verið að rifja hann upp núna undanfarið. Þú varst alltaf svo góð- ur við þá, fórst með þá í sjoppuna og fleira. Eins man ég þegar þú komst og gafst þeim allar mynda- bækumar þínar, og sagði það mér hversu vænt þér þótti um þessa litlu frændur þína. Snyrtimenn- skan var þér í blóð borin, og hafði ég oft á orði hvað þú værir alltaf snyrtilegur og vel til hafður og ég held að stundum hafi, þegar illa áraði peningalega hjá þér, skórnir þínir jafnvel hangið saman á skós- vertunni einni saman, því alltaf varstu í gljápússuðum skóm þannig að það mátti auðveldlega spegla sig í þeim. Síðasti fundur okkar var aðeins fyrir um tveimur til þremur vikum og brá mér þá að sjá hvernig komið var hjá þér, elsku vinur, en þegar við kvöddumst þá föðmuðumst við eins og svo oft áður og sögðum hvort öðru hversu vænt okkur þætti um hvort annað, og er ég svo þakklát fyrir það, elsku vinur, því samskipti okkar þar á undan voru ekki góð, því þá var ég reið og pirr- uð út í þig. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér á nýjum slóðum. Þar bíða amma og afi og umvefja þig ást og hlýju eins og þau gerðu þegar þeirra naut við hérna megin. Eins er gott til þess að vita að þú átt eftir að vaka yfir mér og mínum og mun ég örugglega tala við þig í bænum mínum. Ég kveð þig, elsku Gunni minn, með bæninni góðu, og bið algóðan Guð að blessa þig og sálu þína. Mér þykir vænt um þig. Elsku Sirrý, Eiríkur, Salome, Hólmsteinn, Tinna, Sara og Ólöf Eir. Guð geymi ykkur öll og gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Minningin um góðan dreng mun lifa. Þín frænka Sigþóra. Elsku Gunni frændi. Á stundu sem þessari fyllist hugur manns spurningum á borð við: Af hverju er lífið svona óréttlátt? En þegar stórt er spurt þá er oft fátt um svör. Hugur manns fyllist á nýjan leik af minningum um þig „frændi" er þú bjóst í næsta nágrenni við okkur á Skaganum. Þá röltum við bræð- urnir oftar en ekki yfir götuna í heimsókn, belgdum okkur út af kók og flettum Tinnabókum, sem þú svo seinna gafst okkur. Þó svo að minningaraar séu ekki ýkja skýrar t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar og afi, BÖÐVAR BJÖRGVINSSON símaverkstjóri, Jöldugróf 22, áður til heimilis í Flúðaseii 12, Reykjavík, lést af slysförum þriðjudaginn 26. október. Anna Nína Stefnisdóttir, Selma Böðvarsdóttir, Styrmir Freyr Böðvarsson, Helga H. Gísladóttir, Selma Kristín Böðvarsdóttir, Paul H. Murphy, Regína Böðvarsdóttir, Sigtryggur A. Árnason, Stefnir Þór Kristinsson, Margrét V. Friðþjófsdóttir, Þorvaldur Ægir Harðarson, Guðný H. Helgadóttir, Böðvar Freyr, Runólfur Stefnir, Freyja Sif og Hörður Fannar. GUNNAR HAFSTEINN MAGNASON frá þessum tíma munum við hvað þú hafðir gaman af því að hafa okk- ur skæruliðana í kringum þig. Fljótlega fluttist þú svo til Reykja- víkur en oft rákumst við á þig á vellinum upp á Skaga þar sem þú varst nánast fastagestur. Svo feng- um við nú fréttir af þér frá fjöl- skyldunni. Þó svo að þær fréttir hafi nú ekki alltaf verið góðar þá trúðum við og héldum i vonina um að einhvem daginn myndirðu vinna sigur á óreglunni og hefja nýtt líf. Svo kom að því að þú komst aftur á Skagann og fórst að beita hjá pabba okkar. Þá hafði líf þitt tekið rétta stefnu og við fundum að þér leið vel. Þá var ég, Hallgrímur, að róa með pabba og var því oft í beitningaskúmum. Þar spjölluðum við mikið saman um fótbolta sem þú hafðir brennandi áhuga á. Svo sagðir þú svo skemmtilegar sögur um hitt og þetta sem gátu verið drepfyndnar. Svo fluttist þú aftur til Reykja- víkur og við fengum fréttir af þér af og til. Þessai- fréttir af þér gátu stundum verið góðar en því miður oftast slæmar og ein af þeim var nú á miðvikudaginn í síðustu viku er mamma okkar hringdi og sagði okkur að þú værir dáinn. Elsku frændi, við bræðurnir vilj- um þakka þér samverustundirnar sem allar voru góðar og þurfum ekki að vona því við vitum að nú líð- ur þér vel. Élsku Sirrý, Eiríkur, Salome, Hólmsteinn, Tinna, Sara og Olöf Eir, við vottum ykkur dýpstu sam- úð okkar í þessari miklu sorg. Megi sorgin breytast í ljúfar minningar um ljúfan mann._ Hallgrímur Ólafsson og Gunn- ar Hafsteinn Ólafsson. Elsku frændi. Okkur þykir mjög vænt um þig og þökkum þér fyrir góðu stundim- ar. Þú varst okkur góður frændi og vinur. Við vitum að þú ert farinn til Guðs en þú ert líka hjá okkur. Ó, Jesús, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína ábarnæskunamína. (Páll Jónsson) Guð geymi þig, Gunni, óska þínar frænkur, Tinna, Sara og Ólöf Eir. Nú er komið að því að kveðja vin okkar Gunnar Magnason eða Gunna Magna eins og hann var kallaður meðal okkar félaganna. Sárt er að sjá á eftir svona ungum manni. Gunnar hafði mjög sterka nærveru, bjó yfir mikilli þraut- seigju og vissi varla hvað það var að gefast upp. Miðað við það að honum var ekki gefin jafngóð heilsa og flestum okkar, bæði í æsku og á ful- lorðinsáram sínum, höfðu þessir eiginleikar ansi sterk áhrif á okkur samferðarmenn hans. Það var því líka oft erfitt að horfa upp á glímu hans við öryggisnet okkar í þjóðfé- laginu, og oft hvarflaði sú hugsun að manni hvort hann væri að fá bestu meðhöndlun sem þekking okkar mannanna býður upp á í dag í heilbrigðismálum, eða hvort hann væri ef til vill að fást við fordóma þar líka. Líf Gunnars var oft á tíð- um undirlagt af veikindum hans og var hann örugglega að fást við fleiri en einn sjúkdóm þar. En þessar hugsanir lýsa kannski Gunnari best, að hann bjó einmitt yfir þeim persónuleika að skilja menn eftir með spurningar og hvatningu til að leysa úr þeim, en það verður verk- efni okkar sem eftir sitjum í fram- tíðinni. Að lokum viljum við félagarnir segja að okkur þótti vænt um þig og hefðum viljað að samverastun- dirnar hefðu orðið fleiri. Við vottum foreldrum og frænd- um dýpstu samúð okkar. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ Bjarni Sigurðsson, Guð- mundur Orn Ingólfsson, Jó- hann Örn Héðinsson, Þór- oddur Þórhallsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.