Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 54

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 54
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásta Ragnheið- ur Guðmun- dsdóttir fæddist á Höfða á Völlum 22. febrúar 1917. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 20. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Ólason búf- ræðingur, f. 26.9. 1886 á Dalhúsum í SPEiðaþinghá, d. 20.5. 1964, og Ingibjörg Árnadóttir, f. 22.9. 1887 á Staðarhóli í Borgarfirði, d. 20.5. 1969. Guð- mundur og Ingibjörg eignuðust 13 börn, en þrjú dóu j bemsku. Systkini Ástu em: 1) Óli, f. 28.6. 1914, d. 26.9. 1995. Eiginkona hans var Lilja G. Sigurðardóttir, f. 26.8. 1912, d. 11.5. 1983. Eign- uðust þau fjögur börn. 2) Her- borg, f. 21.12. 1915, giftist Jóni Guðmundssyni, f. 28.8. 1906, d. 21.2. 1945. Þeirra börn eru tvö. Seinni maður Herborgar var Sigurður Tómasson, f. 21.3. 1914, d. 9.8. 1978. Þau eignuðust ^gjf’-rr dætur. 3) Þóra, f. 12.7. 1918, d. 15.4. 1956. 4) Árni, f. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 )an sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ 11.9. 1919, d. 28.1. 1992. Kona hans er Halldóra Auður Jónsdóttir, f. 20.7. 1924. Böm þeirra em fimm. 5) Hólm- geir, f. 18.11. 1920. Eiginkona hans var Svava Hólmkelsdótt- ir, f. 25.3. 1920, d. 29.9. 1996. Þau áttu saman sex börn en áður átti Hólmgeir eina dóttur. 6) Þuríð- ur, f. 9.8. 1922, gift Jóhannesi Pálssyni. Þau eiga eina dóttur, en áður eignaðist Þuríður tvo drengi. 7) Gunnar, f. 11.7. 1925, d. 12.11. 1990. Eiginkona hans var Ásta Kristín Hólmkelsdóttir, f. 7.12. 1929, d. 28.7. 1981. Eign- uðust þau tvo syni. 8) Elín Björg, f. 15.5. 1929, giftist James Ka- vanagh, en þau skildu, og eiga þau saman sex börn. 9) Hörður, f. 21.7. 1931, kvæntur Rósu Steinunni Helgadóttur, f. 27.11. 1930. Eigaþau fjórar dætur. Ásta giftist Margeiri Jónssyni, útgerðarmanni frá Stapakoti í Innri-Njarðvík, 18. nóvember 1939. Foreldrar hans voru Jón nafni. En mörgum fannst það virð- ingarleysi að kalla hana ekki frú Guðmundsdóttur - sem vafðist heldur betur fyrir enskumælandi fólki. Eitt sinn er faðir minn var með í förinni reyndum við að breyta nafninu í Mrs. Jonsson. En áfram var hún Jóna’s mom. Mér fannst yndislegt að sjá hve lít- il stúlka austan af Héraði sem hafði unnið erfiðisvinnu frá barns- aldri, gifst til Keflavíkur og eignast þar tugi afkomenda gekk nett og hnakkakert, klædd eftir nýjustu tísku inn kirkjugófið þegar eldri dóttir mín gifti sig fyrir fjórum ár- um. Henni var fagnað sem arist- ókrata, sem hún í eðli sínu var. Hún var sæmilega talandi á ensku, en það var eins og það sem vantaði upp á í orðum skildi hún af ein- stöku næmi og allt hennar fas tjáði gleði hennar og hlýju til þessa fólks sem ætíð tók henni fagnandi og af mikilli gestristni. Vinir mínir víða um heim og þá sérstaklega á Bermúdaeyjum hafa vottað mér og fjölskyldunni samúð sína vegna fráfalls einstakrar konu sem mun lifa áfram í hjörtum okk- ar allra. Jóna Ingibjörg Margeirsdóttir. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Tengdamóðir mín, Asta Ragn- heiður Guðmundsdóttir, var heil- steypt manneskja, greind og margfróð. Hún hafði ákveðnar skoðanir og mjög sterka réttlætis- kennd. Hún var dugnaðarforkur og stjórnaði af röggsemi sínu stóra heimili. Verkaskipting tengdafor- eldra minna var enda með þeim hætti að hennar vinnustaður var heimilið og þar bar hún ábyrgð og fór með völd. Á heimilinu var næg verk að vinna, því barnahópurinn var stór. Hún gerði líka mikið til þess að halda utan um sína stóru fjölskyldu og eru fjölskylduboðin og ekki síst jólaboðin sem hún hélt í þessum tilgangi ljóslifandi í minn- ingunni. Krafturinn, dugnaðurinn og ósérhlífnin sem voru svo sterkir þættir í hennar fari birtust einmitt mjög vel í þessum boðum. Heimili þeirra Ástu og Margeirs var fal- legt og bar þess merki að húsmóð- irin var myndarleg og smekkvís. Mér fannst tengdamóðir mín alltaf vera ímynd hinnar hagsýnu hús- móður. Hún var alveg sérstaklega nýtin, fór vel með alla hluti og bar mikla virðingu fyrir öllum verð- mætum. Hún sá reyndar verðmæti í hlutum sem aðrir sáu oft ekki. Hún hefur sjálfsagt í uppvextinum Jónsson, útvegsbóndi, f. 19.12. 1874, d. 3.4. 1944, og Margrét Einarsdóttir, f. 11.10. 1884, d. 8.4.1919. Börn Ástu og Margeirs eru: 1) Jóna Ingibjörg Margeirs- dóttir, f. 10.7. 1940. Hún giftist B. Ales Welch og eignuðust þau tvær dætur. Þau skildu 1980. 2) Margrét Margeirsdóttir, f. 27.3. 1942. Hún á einn son. 3) Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, f. 31.7. 1945, gift Guðjóni Stefáns- syni, kaupfélagsstjóra, f. 26.8. 1943. Þau eiga þijú börn. 4) Mar- geir Margeirsson, framkvæmda- stjóri, f. 28.5. 1947, kvæntur Ingibjörgu Reykdal Kristjáns- dóttur, f. 12.2. 1948. Eignuðust þau fimm börn, en sonur þeirra lést ungur. Áður átti Margeir einn son. 5) Valur Margeirsson, verkstjóri, f. 7.2. 1949, kvæntur Birnu Sigurðardóttur, f. 21.6. 1940. Börn þeirra eru fjögur. 6) Haukur Margeirsson, verkfræð- ingur, f. 7.2. 1949, kvæntur Hall- dóru Ingimarsdóttur, f. 4.4. 1965. Eiga þau eina dóttur. Haukur átti áður tvö börn. 7) Guðmundur Margeirsson, fram- kvæmdastjóri, f. 6.5. 1952, kvæntur Ingibjörgu Annie Frederiksen, f. 28.6. 1960. Börn þeirra eru þijú. 8) Amþór Mar- geirsson, hönnuður, f. 6.12.1956. Hann á einn son. Útför Ástu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. lært þá dyggð að spara og fara vel með enda vafalítið verið mikil þörf á. Jafnframt var hún viljug að vísa öðrum leið hvað þetta varðaði. Þegar ég lít til baka og hugsa til umræðna um hin margvíslegustu mál við eldhúsborðið þá kemur það alltaf upp í hugann hversu ákveðnar skoðanir hún hafði á má- lefnum líðandi stundar og hennar sterka réttlætiskennd sem var svo áberandi. Hún var líka ákaflega vel inni i öllum málum sem talið barst að og hafði á þeim skoðanir. Hún þoldi það illa þegar réttlætiskennd hennar var misboðið og ræddi það óhikað. Henni leiddust kvartanir eða væl útaf smámunum, það var ekki hennar stíll. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt hana kvarta yfir nokkrum hlut, hvernig sem á stóð, enda var hún sterk kona og hörð við sjálfa sig. Skólaganga hennar var stutt eins og gjarnan var á þeim tíma sem hún var að alast upp. Hún var hins vegar sjálf- menntuð hagleikskona og ákaflega fróð um marga hluti. Hún byrjaði snemma að vinna fyrir sér og var fyrir fermingu orðin vinnukona á Egilsstöðum. I raun má segja að frá þeim tíma hafi henni aldrei fall- ið verk úr hendi. Tengdamamma var ung í anda og naut þess að skemmta sér og vera innan um fólk og var þá hrók- ur alls fagnaðar. Hún hafði mjög gaman af ferðalögum, bæði innan- lands og utan. Við hjónin áttum því láni að fagna að ferðast með henni um Austurland fyrir nokkrum ár- um. Það var ákaflega fróðleg ferð og skemmtileg, þá lýsti hún fyrir okkur þeim stöðum sem hún hafði búið á sín uppvaxtarár og þeim að- stæðum sem þar höfðu verið. Við vorum einnig svo heppin að vera samferða þeim Ástu og Margeiri í sumarleyfísferðum erlendis í tví- gang og í eitt skipti fór tengda- mamma með okkur í ferð til Amer- íku. Frá þessum ferðum eigum við margar góðar minningar. Það er stórt minningasafnið sem hefur hlaðist upp á langri leið, minningar frá samverustundum heima og heiman. Minningar um hlýhug og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni og þann áhuga sem hún sýndi þeim störfum sem ég tók mér fyrir hendur. Þetta eru dýrmætar minningar sem munu ylja okkur alla tíð. Þakklæti fyrir alla gleði og gæfu sem hún veitti okkur er okkur nú efst í huga. Tengdamóðir mín var sterk kona, hjartahlý og góð. Ég votta tengdaföður mínum og allri fjölskyldunni innilegustu sam- úð. Guðjón Stefánsson. Mig langar til að skrifa fáein orð um Astu, tengdamóður mína, sem var mér svo góð. Ég var svona einskonar eftirlegukind í tengda- barnahóp þeirra Ástu og Margeirs þegar ég kynntist Hauki fyrir níu árum síðan. En ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því þar sem þau Ásta og Margeir tóku mér með mikilli hlýju og mér hefur eig- inlega frekar fundist þau eins og amma og af! heldur en tengdafor- eldrar. Ég hélt mikið upp á Ástu og tók hana til fyrirmyndar í mörgu, enda mátti mjög margt gott af henni læra. Við vorum svo lánsöm að fara til útlanda tvisvar sinnum með Ástu síðustu árin, fyrst til Portúg- al, ásamt fleirum af börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra og síðan til Svíþjóðar fyrir einu og hálfu ári þar sem við vorum viðstödd brúðkaup Jóns Baldurs, sonar Hauks, og Lottu. Það er ferð sem við eigum aldrei eftir að gleyma því að það var svo gaman að vera með henni Ástu og við rifjum þessa ferð mjög oft upp. Við áttum svo skemmtilegan tíma saman og það var alveg ótrúlegt hvað þessi litla granna kona var hress og orku- mikil. Þarna fannst mér ég kynn- ast henni hvað best því að hún sagði okkur margar sögur frá æskuárum sínum og einnig frá fjöl- skyldu sinni og uppvaxtarárunum fyrir austan. Ég á eftir að sakna hennar sárt en er jafnframt þakklát fyrir að hafa kynnst jafn frábæn-i konu og hún Ásta var og við öll í fjölskyld- unni munum minnast hennar með þakklæti og virðingu. Halldóra Ingimarsdóttir. Elsku tengdamamma, þá hefur þú fengið hvfldina eftir erfiða en stutta legu. Það var yndislegt að sitja hjá þér á spítalanum og halda í hönd þína og horfa á þig og hugsa um allar þær stundir, sem við átt- um saman á þessum 22 árum frá því fyrst ég kom inn á heimili þitt. Þú varst góðhjörtuð og frábær kona og mættu margir taka þig til fyrirmyndar. Ég á eftir að sakna heimsóknanna þegar þú leist inn á morgnana, komandi úr sundi eða göngu og fékkst þér kaffisopa og ræddir málin. Börnunum mínum varst þú góð amma, þeim hafa komið að góðum notum allar lopa- peysurnar, sokkarnir og vettling- arnir, sem þú prjónaðir á þau. Þau eiga eftir að sakna þín mikið. Elsku Ásta mín, ég þakka þér samfylgdina og bið góðan Guð að geyma þig. Þín tengdadóttir, Ingibjörg A. Frederiksen. Mér himneskt Ijós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, því Drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt. (K.J.) Þín ömmuböm, Anný Rós, Eva Rós og Marvin Harrý. Elsku amma. í dag kveð ég þig með söknuð í hjarta. Mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að ganga með þér í gegnum lífið. Þú varst fyrirmynd mín á svo margan hátt og kenndir mér margt. Við áttum margar góð- ar stundir saman. Það er notalegt að sitja við kertaljós og rifja upp nokkrar af samverustundum okk- ar, æskuárin í Háholtinu og ferða- lög erlendis koma upp í hugann. Þú hafðir svo gaman af því að ferð- ast og þótt aldurinn færðist yfir léstu það ekki stöðva þig. Við átt- um góðar stundir í Hollandi þegar þú heimsóttir okkur þangað og á Bermuda vorum við saman þegar Karen frænka gifti sig. Ur þeirri ferð er mér sérstaklega minnist- ætt þegar við fórum saman út að borða á japanskan veitingastað og á eftir var stiginn dans. Þú tókst fullan þátt í gleðinni og dansaðir limbó betur en nokkur annar. Manni leið alltaf svo vel í kring- um þig. Þú varst greind og skemmtileg og vel að þér á mörg- um sviðum. Þú fylgdist vel með öllu sem var að gerast og hafðir góða yfírsýn fram á síðasta dag. Fjölskyldan skipti þig mestu máli. Þú vildir okkur öllum vel og gerðir allt sem þú gast til þess að búa þér og afa gott og fallegt heimili. Krafturinn og eljan voru ótrúleg og sú staðreynd að þið fluttuð í nýtt hús fyrir örfáum árum segir meira en margt annað. Við áttum það til að skjótast saman í Reykjavík þegar vel lá á okkur. Það voru oft mjög skemmti- legar ferðir. Síðustu mánuði sner- ust ferðirnar þó aðallega í kringum læknaheimsóknir. En þú misstir aldrei vonina og reyndir að telja sjálfri þér og fleirum trú um að þetta væri allt að koma. Elsku amma mín. Minnig þín lif- ir í hjörtum okkar allra. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar. Guð veri með þér. Þennan texta úr Sí- raksbók áttir þú. Hann lýsir vel viðhorfí þínu til lífsins. Gef sál þína ei sorg á vald, angra ei sjálfan þig á áhyggjum. Gleði í hjarta er mönnum lífgjafi, gleði manns fjölgar lífdögum. Dreif huga þínum og hresstu hjartað, haltu harmi langt frá þér. Því að hugarvíl hefur mörgum eytt, það hefur engum hjálpað hið minnsta. Ófund og reiði stytta ævina, áhyggjur gera mann gamlan um aldur fram. Þeim, sem á bjart sinni og snæðir með gleði, mun verða gott af þvi sem hann neytir. Jóna G. og íjölskylda. Amma Ásta hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Amma var svo yndisleg manneskja, tók alltaf svo vel á móti manni þegar maður kom til hennar og eftir að ég fluttist út á land og kom sjaldn- ar suðureftir þá gerði hún sér far um að hitta okkur heima hjá mömmu ef við komum ekki til hennar. Það var svo gaman að vera með henni ömmu, hún var svo fróð og vel að sér í öllu milli himins og jarðar. Hún hafði líka svo gaman af að ræða um lífíð og tilveruna og hafði skoðanir á öllum hlutum. Hún fór vel með alla hluti, var mjög nýtin og henti engu sem hugsanlega var hægt að nota síðar. Þegar ég gafst upp við að prjóna einu peysuna sem ég hef reynt að prjóna, tók hún við og prjónaði jó- lagardínur og dúk handa mér úr garninu. Hún hélt jólaboð á hverju ári og sá þannig um að fjölskyldan hittist að minnsta kosti einu sinni á ári. Þá lék hún á als oddi því þar kunni hún vel við sig innan um allt sitt fólk, börn, barnabörn og barna-barnabörn. Ég geymi yndis- legar minningar í hjarta mínu. Minningar um góða og glaða ömmu. Minningar um sterka og réttláta ömmu. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfír velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stefánsson) Ég þakka ömmu samfylgdina og bið góðan guð að styrkja elsku afa minn. Helga Valdís. Elsku amma Ásta, baráttu þinni við þessi erfiðu veikindi er nú lok- ið. Mér finnst svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farin, mér finnst ég eigi eftir að þakka þér svo mikið fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, alla þá ást og góðvild sem þú sýnd- ir mér. Við áttum svo yndislegar stundir með þér, amma mín, stund- ir sem aldrei gleymast. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við Steini frændi áttum með þér. Þú passaðir alltaf svo vel upp á okkur og sást til þess að við kláruð- um matinn okkar, svo við yrðum stórir og sterkir, sagðir þú alltaf. Elsku amma, ég vil þakka þér ASTA RAGNHEIÐUR jGUÐMUNDSDÓTTIR Ég kynntist móður minni þegar ég var 23 ára. Elst átta barna hafði ég farið að heiman ung og var nú gift og hafði alið mitt fyrsta barn langt frá heimahögum. Heimili foreldra minna var eril- samt - móður minni nægði ekki sólarhringurinn til verka og varð allt að verðmætum í hennar hönd- «i. Árin eftir stríð eru í minning- ni tímabil skorts á nauðsynjum en einhvernveginn tókst mömmu að galdra gersemar úr því sem til var. Faðir minn var ungur athafna- maður og virtist mér sem hann væri, ásamt örfáum fleiri brautr- yðjendum í litlu bæjarfélagi, að skapa heiminn. Sennilega er ég ekki ein um það að hafa ekki kynnst foreldrum mínum fyir en ég hafði slitið barnsskónum. Mig langar aðeins til að lýsa því hvernig mamma mín, kölluð gran- ny af eldri dóttur minni Karen Ingu og supergran af yngri dóttur minni Kristjönu Ingrid Astu, heill- aði vini og kunningja - ókunnuga einnig, á Bermúda þar sem ég bjó í ^já áratugi. Ferðir hennar til okk- ar urðu það margar að hún var vel þekkt meðal eyjarskeggja og ein- att var spurt: „Hvernig hefur móð- ir þín það?“ Þegar hún var á staðn- um var hún kölluð „Jóna’s mom“ vegna þess að við gátum aldrei fengið fólkið til að skilja að hún hét Ásta Guðmundsdóttir og það væri viðeigandi að kalla hana fyrra Blómabúðii öa^ðsk' .om v/ T-ossvocjskmkjugai^ð Sími: 554 0500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.