Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 29.10.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 55 - OLOF BRIEM + Ólöf Briem var fædd á Melstað í Miðfirði 23. septem- ber 1914. Hún lést í Kaupmannahöfn 24. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Kr. Briem prestur á Melstað, f. 3.12 1882, d. 8.6. 1959, og k.h. Ingibjörg- Briem, f. 3.9. 1889, d. 7.7 1979. Systkini Óla- far voru: Steindór Briem, f. 3.9. 1913, d. 25.8. 1987, Kam- illa Briem f. 5.11. 1916 og Sig- urður Briem, f. 11.9. 1918, d. þess að geta ekki lengur hringt í Olöfu systur. Að endingu vil ég þakka Olöfu vináttu og tryggð í gegnum árin og ég veit, að þó hún sé nú komin á annað tilverustig, þá mun hún halda áfram að hjúkra og líkna þjáðum. Blessuð sé minning Ólafar Briem. Anna Guðmundsdóttir. fyrir stundirnar sem við áttum með þér, þín verður sárt saknað. Elsku afí minn, ég votta þér samúð mína og bið Guð að veita okkur öll- um styrk í sorg okkar. Guð vertu í höfði mínu og skilningi. Vertu, Guð, í augum mínum og sjón. Guð, vertu í munni mínum og máli. Vertu guð í hjarta mínu og hugsun. Vertu Guð, við leiðarlok og burtför mína. (sarum missal) Stefán Ragnar. „Eitt sinn verða allir menn að deyja,“ er texti sem oft heyrist sunginn og eitt er víst, það er nokkuð sem ekkert okkar getur flúið. En samt er það sárt þegar sú stund rennur upp, að þurfa að kveðja einhvern, sem er manni kaer, í hinsta sinn. Asta „uppáhalds frænka", eins og ég og systur mínar kölluðum hana, var stór þáttur í mínu lífi al- veg frá því að ég man eftir mér. Asta og Margeir eiginmaður henn- ar bjuggu í sömu götu og foreldrar mínir þegar ég ólst upp. Aðeins voru tvö hús á milli okkar svo sam- gangurinn var mikill og hefur allt- af verið. Mér fannst húsið þeirra í Háholtinu afskaplega stórt og fullt af fólki, enda fjölskyldan stór. Eg hef oft undrast hve þessi lágvaxna myndarlega kona var mikill dugn- aðar forkur með þetta stóra heim- ili. Ég man ekki eftir að hafa komið til Astu öðruvísi en að hún væri eitthvað að sýsla, baka, prjóna eða sinna öðrum húsverkum. Ef eitthvað stóð til hjá okkur systrum var Ástu og Margeiri allt- af boðið og oftar en ekki stakk ein- hver okkar upp á því að bjóða þeim í heimsókn þegar við vorum stadd- ar hjá foreldrum okkar. Ásta var svo sérstaklega ung í anda og fylgdist vel með öllu svo auðvelt var fyrir okkur unga fólkið að spjalla við hana. Hugsun hennar hélst skýr allt til dauðadags og kom það glöggt í ljós þegar ég heimsótti hana á spítalann fyrir þremur vikum. Ég var þá í nýrri kápu sem hún hreifst a£pg sagðist hún ætla að kaupa eins flík þegar hún færi heim af spítalanum. En heilsunni hrakaði hratt og tveimur dögum fyrir andlát hennar heim- sótti ég hana og vissi ég þá að þetta væri kveðjustundin og sjálfsagt vissi hún það líka. Við systurnar eigum eftir að sakna hennar sárt, en vitum jafn- framt að við eigum eftir að hittast aftur á öðrum stað. Elsku Margeir og allir aðrir aðstandendur, ég votta ykkur inni- lega samúð mína. Góður Guð geymi Ástu frænku. Nú lýkur degi sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt, en blærinn hvíslar góða nótt. Guðs friður signi foldarrann, guðs friður belssi sérhvem mann. Kom, engill svefnsins undurhljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvil hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt, þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. 0, þreytti maður - sof nú rótt. (Valdimar V. Snævar) Þóra Harðardóttir. Hún Ásta frænka hefur kvatt okkur að sinni. Það er svo margs að minnast frá því við vorum litlar stelpur og fram til dagsins í dag. Það vekur svo hlýjar tilfinningar þegar hugsað er til æskuáranna þegar Háholtið iðaði af lífi og leik okkar krakkanna. Oft sagði svengdin til sín, en þá var ávallt hægt að koma við hjá Ástu frænku og fá eitthvað í gogginn og voru þá mest spennandi normalbrauð- sneiðar með þykku lagi af smjöri og enn þykkara af sykri. Svoleiðis góðgæti var einungis í boði hjá Ástu frænku. Hún var alltaf svo ung bæði í anda og útliti. í minn- ingunni er hún alltaf fín og glæsi- leg, sannkölluð hefðarkona. Skemmst er að minnast, er hún hafði betur en við hinar yngri í lim- bo-dansi á fjörugu kvöldi er við átt- um saman frænkurnar á Bermuda- eyjum fyrir fjórum árum, er við hittumst þar til að vera viðstaddar brúðkaup Karenar dótturdóttur hennar. Fjölskyldan er stór, en ávallt hafði hún tíma og áhuga á lífi okkar og starfi og var hún óspör á að segja sína meiningu allt fram á síðustu stund. Okkur var það ætíð mikilvægt að hafa Ástu frænku og Margeir hjá okkur á gleðistundum og urðum himinlifandi að fá þau í óvæntar heimsóknir, bæði svo ynd- isleg og skemmtileg hvort á sinn hátt. Elsku Margeir og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur. Halla og Helga Harðardætur. Elskuleg móðursystir mín Ásta Ragnheiður Guðmundsdóttir er látin eftir stutt og erfið veikindj. Það er mikil eftirsjá að Ástu Margeirs eins og hún var kölluð eftir manni sínum Margeiri Jóns- syni fv. útgerðarmanni í Keflavík. Þau hjón eignuðust átta börn og eru afkomendur þeirra orðnir hátt á annað hundrað talsins. Ásta var lítil og fíngerð kona, og féll henni sjaldan verk úr hendi. Hún var stöðugt með eitthvað á prjónunum og vel vakandi yfir sinni stóru fjöl- skyldu. Ásta sýndi mér og mínu fólki jafnan áhuga og gáfu þau hjónin okkur ríkulpga af vináttu sinni. Oft hringdi Ásta til mín og spurði frétta, þá jafnan létt í lund og björt i tali, þótt ýmsar hefði hún áhyggjurnar og undir lokin þá sár- þjáð. Ekki gaf hún neitt eftir í veikindum sínum og bauð til veislu þótt sjúkdómurinn væri þá tekinn að buga hana. Það er erfitt að kveðja og ein af hinum óhrekjandi staðreyndum lífsins er hinsta kveðjan. En það sem auðveldar okkur hinum að kveðja hana Ástu er hin fallega minning hennar og hinn tæri sann- leikur hennar um það, að við meg- um ekki gleyma þeim er standa okkur næst. Jónína H. Jónsdóttir og fjölskylda 28.10.1994. Minningarathöfn um Ólöfu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst klukkan 15. Þegar ég minnist Olafar frá Melstað sé ég íyrir mér unga og glæsilega stúlku. Hún átti sín æsku- og bemskuár á heimili for- eldra sinna, sem unnu henni mjög. Stutt var á milli bæja okkar og þess vegna áttum við oft ánægjulegar samverustundir, sem ég minnist með hlýju, en gott samband var á milli heimilanna alla tíð. Ekki áttum við samleið í barna- skóla vegna þess að Olöf var nokkr- um árum eldri. Hún var mjög góð- um gáfum gædd og átti mjög gott með að læra. Bernskuárin liðu og unglingsárin tóku við, en þá fór hún að taka þátt í ýmsum félagsstörfum og einnig frá þeim tíma á ég góðar minningar. En hún undi ekki lengi í sveitinni, þráði ung að verða sjálf- stæður einstaklingur og fara sínar eigin leiðir. Þegar hún var 22 ára tók hún sig upp og fór til Danmerk- ur og skömmu síðar hóf hún nám í hjúkrunarfræðum og lauk prófi í þeirri grein og starfaði við hjúkrun eftir það á meðan heilsa og kraftar entust. Olöf var mjög farsæl í starfi og eignaðist marga trausta og góða vini, sem stóðu með henni þegar erfiðleikar steðjuðu að. Því rniður átti hún ekki afturkvæmt til ís- lands nema í stuttar heimsóknir til að sjá fjölskylduna, foreldra og systkinin þrjú. Kamilla stendur nú ein eftir af systkinahópnum og votta ég henni innilega samúð. Á miUi þeirra systra var mjög kært og oft töluðu þær saman í síma, en nú er sam- bandið rofið og Kamilla saknar Ólöf Briem var ung stúlka þegar hún kom til Kaupmannahafnar, til þess að læra hjúkrun. Fyrst var hún í eitt ár á heimUi prests sem hét Leths og bjó í Ballerup. Síðan hóf hún hjúkrunarnám á Gentofte Amtssjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn. Strax eftir stríðið sneri Ólöf heim til íslands með fyrsta skipi. Um tíma dvaldi hún heima á Islandi, en fór síðan aftur tU Danmerkur. Þar vann hún í nokkur ár á ýmsum dönskum sjúkrahúsum og tU fjölda ára var hún fastráðin á Radium- stationen í Kaupmannahöfn, þar sem hún starfaði við geislameðferð á krabbameinssjúkum. Ólöf var sérstaklega góð og hjartahlý kona.-i Þetta kom sérstaklega vel í ljós í starfi hennar, þar sem hún var mjög vel liðin bæði af sjúklingum og starfsfélögum sínum. Okkur í vinahópnum þótti mjög vænt um hana. Hún gat ávallt kom- ið okkur á óvart með glaðværð sinni og sínum skemmtilegu uppátækj- um. Við eigum margar góðar minn- ingar um hana á fallega heimilinu hennar þar sem ávallt var tekið vel á móti öUum sem til hennar komu af mikilli gestrisni. Ég þakka þér, Ólöf, fyrir góða vináttu sem stóð í 55 ár. Ég vil þakka þér fyrir ferðimar sem við fórum í til Frakklands og Sviss þegar við voram ungar, en fyrst og fremst vil ég þakka þér fyrir ferð- ina sem við fórum í saman til Is- lands 1951. Þakka þér fyrir að sýna mér stórbrotna landið þitt,.þakka þér fyrir að kenna mér íslensku söngv- ana, og sögu ykkar og menningu. Ég og allir dönsku vinirnir þínir munum sakna þín. Heiðruð sé minning þín. Edith Poulsen Kaupmannahöfn. t Ástkær faðir okkar og afi, SIGVALDl J. DAGSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar- daginn 30. október kl. 14.00. Guðný B. Sigvaldadóttir, Vigdís G. Sigvaldadóttir Arnfríður Aradóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns og föður okkar, INGÓLFS SIGURÐSSONAR, Kleppsvegi 6. Sesselja Guðmundsdóttir, Margrét Ingólfsdóttir, Elín Lára Ingólfsdóttir, Sigurður Ingólfsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, BJARNI H. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 12—14, Keflavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 27. októ- ber. Ingi Þór Bjarnason, Ingveldur L. Bjarnadóttir, Þröstur B. Einarsson, Fríða Bjarnadóttir, Sigurður Kr. Herbertsson, Guðbjörn B. Bjarnason, Sigurlaug N. Þráinsdóttir, Þóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGÞÓR HARALDSSON kaupmaður, Víghólastíg 21, Kópavogi, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. októ- ber. verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 15.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlega beðnir að láta Heimahlynningu Krabbameinsfélags (slands njóta þess. Þorbjörg Daníelsdóttir, Haraldur Arnar Ingþórsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Daníel Örn Ingþórsson, Sólveig Skúladóttir, Gréta Ingþórsdóttir, Gísli Hjartarson, Halldóra Ingþórs-Cabrera, Carlos Cabrera og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, NÖNNU INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR frá Brekku, Bæ í Lóni, Digranesvegi 40, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Vífilsstaðaspítala fyrir sýndan hlýhug og einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Helena Á. Óskarsdóttir, Díana R. Óskarsdóttir, Birna H. Christian Óskarsdóttir, Don E. Christian, Erna M. Óskarsdóttir, Haukur F. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.