Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 70

Morgunblaðið - 29.10.1999, Page 70
£0 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Brunuðum > áBMX í Breið- holtinu URVAL fremstu íslensku hljómsveita samtimans mun koma saman í kvöld og leika á Skonrokki í Tjarnarbíói á veg- um Unglistar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og munu Maus, Ensími, Nova, Moðhaus og Brain Police stíga þar á svið. Strákarnir í Ensími eru nýskriðnir út úr Stúdíói Sýr- landi þar sem upptökur á ann- arri breiðskífu sveitarinnar fóru fram. „I raun og veru erum við búnir að vinna að þessari plötu síðan við kláruðum fyrstu plötuna," segir Jón Örn Arnarson trommuleikari. „A nýju plötunni verður því tölu- vert af efni sem við erum bún- ir að vera að vinna að um tíma.“ Nýja platan, sem hefur FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór fengið heitið BMX kemur út 5 nóvember og útgáfutónleikar verða haldnir í kjölfarið. En skyldi nafnið vera tengt hjól- unum gömlu góðu? „Jú, ör- ugglega. Við brunuðum allir um Breiðholtið á BMX-hjólum þegar við vorum litlir,“ segir Jón Örn og bætir svo við: „Reyndar er enginn okkar úr Breiðholtinu ...“ Öll tónlistin á plötunni er sungin á íslensku en þó voru nokkur lög tekin upp á ensku er Sveve Albini sem er þekkt- ur hljóðmaður og upp- tökustjóri með meiru aðstoð- aði sveitina við upptökur. „Það var frábært að vinna með Sveve, hann kom skemmtilega á óvart," segir Jón Örn. „Samstarfið gekk mjög vel og þess vegna held ég að útkoman hafi verið góð.“ Heimsfrægðin getur beðið Ensfmi var ein útvaldinna hljómsveita sem trylltu lýðinn í Flugskýli fjögur á Airwaves- tónleikunum sem haldnir voru í samstarfi við EMI-útgáfu- fyrirtækið. Fjöldi erlendra gesta kom hingað gagngert til að hlýða á íslenska tónlist og útsendarar frá stórum út gáfufyrirtækjum fylgdust spenntir með. „Við komum næstum beint úr hljóðveri og spiluðum þannig að við höfð- um engan tíma til að vera stressaðir,“ segir Jón Örn. „Við gerum okkur heldur ekki neinar sérstakar vonir um að tónleikarnir eigi eftir að skila okkur einhverju. Við deyjum ekkert þótt við verðum ekki heimfrægir og hættum ekki hehiur að spila vegna þess.“ Ahorfendur á Skonrokki í kvöld eigaj)ví von á góðu og segir Jón Örn að nýtt efni verði uppistaða tónleikanna. „Þegar maður er kominn með fullt af nýju efni iðar maður í skinninu að flytja það,“ segir Jón Örn, fullur tilhlökkunar, að lokum. Ensími skipa: Hrafn Thoroddsen söngvari og gítarleikari, Franz Gunnarsson gítarleikari, Kjartan Róbertsson bassa- leikari og Jón Örn Arnarson trommu- leikari. COSMOPOLITAN Kynning í í dag og á morgun 15% kynningar- afsláttur ALEXIA'S HEILDVERSLUN Laugavegi 10 Ursula Andress í eftir- minnilegu hlutverki sínu sem Honey Rider. Lazenby fær upp- reisn æru STÁLKJAFTURINN Jaws hefur verið valinn besti óþokkinn í Bond- myndunum í könnun sem tímaritið Total Film stóð fyrir. Jaws var leik- inn af risavöxnum fyrrverandi út- kastara á skemmtistað, Richard Kiel. Hann kom fyrst fram í „The Spy Who Loved Me“ og barðist við 007, sem leikinn var af Roger Moore, og útsendara KGB Anyu Amasova, sem leikin var af Bar- böru Bach. Hann vakti þvílíka lukku að hann skaut aftur upp koll- inum í næstu Bond-mynd „Moon- raker“. Þótt hann reyndi að drepa Bond mestanpart myndarinnar vinguðust þeir í lokin. Kiel hafði betur en fjölmörg víðfræg illmenni á borð við Gullfíngur (Gert Frobe), Blofeld (Telly Savalas) og Scara- manga (Christopher Lee). Svissneska leikkonan Ursula Andress var valin besta Bond-pía allra tíma fyrir frammistöðu sína sem hin bíkíní-klædda Honey Ri- der í fyrstu Bond-myndinni „Dr. No“ frá 1962. Andress lék síðar í skopstælingu á Bond-myndunum „Casino Royale“ árið 1967. Næstar á eftir henni komu Izabella Scor- upco, sem lék Natalyu Simonovu í Gullauganu, og Honor Blackman, sem var Pussy Galore. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að Sean Connery var valinn bestur í hlutverki Bonds. Pierce Brosnan varð í öðru sæti. Gullfingurinn með Connery frá árinu 1964 var líka val- in besta Bond-myndin en öllum að óvörum var mynd Ástralans Geor- ge Lazenby „On Her Majesty’s Secret Service“ í öðni sæti, ekki síst ritstjórn Total Film sem skrif- ar: „Þetta er eina myndin þar sem George Lazenby lék Bond, þetta er eina myndin þar sem hann giftist og þetta er eina myndin þar sem hann grætur í lokin í stað þess að næla sér í konu.“ Rautl eðalgínseng GU».sana(ill5 Sterkt Gmsertg $% Gmsenosíöatr Haufttlrualá Gíndenq FftÁ Giurer*** Þysk nakvæmni fra Gintec OtNTEc’ Mirmtar strcitvi cvjkvir orkvi virlc^r 5tr^x exjkur xfköst Qin* Stcrkt G lOO Hylki Iramtvklandí Giktec Þe$*r þrckiö þrvjtwr! \/ppfvfi:ivi$Ar {icss^r crw fcH<n.\r fr*\ Há$1g5!a 1.<!a»i>< GmbH 05 Gintcc GmbH Leikstjórn María Sigurðardóttir Sýningum fer fækkandi árf niKUi At; w ItnKjAVIKHll^C Borgarleikhúsið Midasala 568 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.