Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 263. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Afangi í átt að friði á Norður-Irlandi Egyptar reiðast ályktunum um orsök EgyptAir-slyssins IRA lýsir yfír samn- ingsvilja um af- vopnun Belfast. AFP, AP. ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, steig í gær sögulegt skref í átt að af- vopnun, en það er áþreifanlegásti áfanginn sem náðst hefur um langa hríð í umleitunum um varanlegan frið á Norður-írlandi. Skæruliðahreyíingin gaf út yfir- lýsingu, þar sem því var heitið að einum úr forystusveit hennar yrði falið að semja um afhendingu vopna. Þessi samningamaður yrði opinberlega útnefndur um leið og sameiginleg heimastjórn kaþólskra og mótmælenda á Norður-írlandi hefði verið skipuð, í samræmi við friðarsamkomulagið frá því í fyrra, sem kennt er við föstudaginn langa. I yfirlýsingunni er jafnframt lýst stuðningi við það hvemig leiðtogar Sinn Fein, stjómmálaarms IRA, hefðu haldið á málum í samninga- viðræðum undanfarinna mánaða. „IRA er einróma staðráðinn í að leita frelsis, réttlætis og friðar á Norður-írlandi,“ segir í yfirlýs- Viðræður um skaðabótasjóð Dregur saman Bonn. AFP, AP. ÞYZKIR samningamenn og umboðsmenn fólks sem neytt var til vinnu í Þýzkalandi á dögum síðari heimsstyrjaldar sögðu í gær að verulega hefði dregið saman í viðræðum um stofnun skaðabótasjóðs fyrir þetta fólk, sem lengi hefur verið í undirbúningi. Tveggja daga viðræðulotu lauk þó í Bonn í gær án þess að niður- staða hefði náðst. Otto Lambsdorff greifí, full- trúi þýzkra stjórnvalda í samningaviðræðunum, greindi frá því að heildartilboð hinna þýzku aðila sem að skaðabótasjóðnum vilja standa hefði verið hækkað úr sex milljörðum marka í átta milljarða, andvirði 304 millj- arða króna. Lögmenn fólks sem telur sig eiga tilkall til slíks bótaíjár lækkuðu sína kröfu um hátt í helming, niður í 10-15 milljarða marka, 380- 570 milljarða króna. „Samningslausn virðist nú innan seilingar," sagði Stuart Eizenstat, fulltrúi banda- rískra stjórnvalda í viðræðun- um. Var ákveðið að gefa samn- ingsaðilum þrjár vikur til að melta stöðuna. Reuters Fáni frska lýðveldisins blaktir yfir símastaur, sem ber ein- kennisstafi Irska lýðveldis- hersins, IRA, á hæð skammt frá landamærabænum Cross- maglen syðst á N-Irlandi í gær. ingunni, en hún ber undirskriftina P O’Neill, eitt dulnefna IRA. Heimastjórn fljótlega á laggirnar IRA steig þetta skref eftir að stjórnmálaleiðtogar stríðandi fylk- inga á N-írlandi - sambandssinn- aðra mótmælenda og lýðveldis- sinnaðra kaþólikka - urðu ásáttir um hvernig mjaka beri friðarvið- ræðunum út úr því öngstræti sem þær á tímabili voru komnar í. Báðir aðilar hétu því að styðja málamiðlunarsamkomulag um framkvæmd friðarsamningsins, en samkvæmt því er stefnt að því að heimastjórnin í Belfast verði komin á laggirnar fyrir árslok. Að sögn heimildarmanna AFP gæti svo far- ið að brezka ríkisstjórnin framseldi formlega völd í hendur heima- stjómarinnar hinn 4. desember. Hafna sjálfsvígsskýringu STJÓRNVÖLD í Egyptalandi, fjölmiðlar þar og allur almenning- ur vísa þeirri tilgátu á bug, að hugsanlegt sé, að einhver í áhöfn EgyptAir-þotunnar hafi vísvitandi grandað henni og öllum, sem með henni voru, 217 manns. Nú virðist ljóst, að það var ekki skráður að- stoðarflugstjóri, sem var við stjórnvölinn, síðustu, örlagaríku sekúndurnar, heldur afleysinga- flugmaður. Frestað var í fyrrakvöld að vísa rannsókn málsins til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að ósk Egypta, sem vilja, að þeirra menn taki þátt í að rannsaka hljóðrita þotunnar. Snýst sú rannsókn ekki síst um það hvernig skilja beri bænina, sem farið var með áður en slökkt var á sjálfstýringunni og flugvélinni var að því er virðist stýrt beint niður. Dagblöð í Kaíró sögðu í gær, að ekki væri unnt að leggja neina sérstaka merkingu í bænina enda væri það algengt, að múslimar færu með bænir við ýmis tækifæri og einkum þegar mikið lægi við. Það væri því ekki unnt að fullyrða, að viðkomandi hefði verið í sjálfs- vígshugleiðingum. Komið hefur í ljós, að sá, sem var við stýrið síðustu augnablikin og einn í flugstjórnarklefanum um stund, var ekki skráður aðstoðar- flugstjóri, Adel Anwar, heldur Gamil al-Batouti, afleysingaflug- maður. Að sumra sögn var hann mjög niðurdreginn síðustu vikurn- ar og vitað er, að hann hafði mikl- ar áhyggjur af heilsufari dóttur sinnar. ■ Bænin/30 Reuters Barizt gegn loftmengun í Bombay STUÐNINGSFÓLK Kongress- flokksins, sem nú er í stjórn- arandstöðu á Indlandi, tekur með klúta fyrir vitum niður skráningarnúmer bifreiða sem menga áberandi mikið í umferð- inni í Bombay í gær. Voru þess- ar aðgerðir liður í skipulögðum mótmælum gegn loftmengun í borginni, en tíðni öndunarfæra- sjúkdóma meðal borgarbúa hef- ur hundraðfaldast af völdum sí- vaxandi loftmengunar. Að sögn umferðarmálastjóra Bombay myndi yfir helmingur allra hinna 50.000 leigubíla sem um götur borgarinnar aka ekki standast skoðun. Leiðtogafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Tyrklandi Herafli Rússa gerir hlé á árásum í Tsjetsjníu Moskvu, Istanbúl. AP, AFP. HERÞOTUR og stórskotalið Rússa gerðu hlé á árásum sínum á borgir og bæi í Tsjetsjníu í gær, að því er talið er vegna leiðtoga- fundar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) sem hefst í Tyrklandi í dag. Fundur- inn, þar sem ætlunin er að ræða framtíðarskipan öryggismála í Evrópu, er haldinn í skugga áta- kanna í Tsjetsjníu en Rússar hafa í vaxandi mæli sætt gagnrýni af hálfu ríkja heims vegna stríðs- rekstursins. Bæði Clinton Bandaríkjaforseti og Jeltsín Rússlandsforseti eru staddir í Istanbúl til að sitja fund leiðtoganna. Að sögn aðstoðar- manna Clintons mun hann hvetja Jeltsín til að fallast á að óháðum aðila verði falið að annast sátta- umleitanir milli stríðsaðila, hugs- anlega ÖSE. Samuel Berger, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu áhyggjur af „ónákvæmum" sprengjuárásum Rússa sem hefðu haft í för með sér mannfall meðal óbreyttra borgara. Hins vegar hefðu Bandaríkin og Evrópuríki takmörkuð úrræði til að hafa áhrif á aðgerðir Rússa og ekki kæmi til greina að frysta lán frá AJþjóða- gjaldeyrissjóðnum til að beita þá þrýstingi. Berger sagði að slíkt hefði í för með sér að „stöðug- leika“ yrði ógnað í Rússlandi og slíkt væri andstætt bandarískum hagsmunum. Jeltsín lýsti því yfir eftir kom- una til Istanbúl að hann myndi ekki taka neina gagnrýni ráð- stefnugesta á stríðsreksturinn í Tsjetsjníu til greina. Jeltsín hefur ítrekað varað vestræn ríki við af- skiptum af átökunum sem að mati rússneskra ráðamanna eru innan- ríkismál. Rússar frábiðja sér afskipti Yfirlýsingar yfirmanns rússn- eska flughersins, Anatolí Korn- ukoffs, í gær voru afdráttarlausar. „Við erum að koma á reglu í okkar eigin landi og enginn hefur rétt á eða getur stöðvað okkur. Rúss- land er ekki írak, ekki Júgóslavía, og allar tilraunir erlendra ríkja til að hafa afskipti af málinu verða hindruð," sagði Kornukoff. Norðmenn eru nú í forsæti inn- an ÖSE og í gær kvaðst Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Nor- egs, hafa áhyggjur af því að átökin í Tsjetsjníu ættu eftir að spilla fyrir því að árangur næðist á fundi leiðtoganna. Utanríkisráð- herra tjetsjnesku ríkisstjórnar- innar er staddur í Istanbúl vegna leiðtogafundarins og hefur í hyggju að tala þar máli Tsjetsjena við vestræna ráðamenn. ■ Stefnt að/33 ■ Rússar sakaðir/33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.