Morgunblaðið - 18.11.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 18.11.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 1 3 FRÉTTIR menningur væri sviptur þeim rétti að gera athugasemdir við virkjun- ina. „Það eru þessi náttúruauðæfi, þessi náttúrufegurð sem ég get ekki hugsað mér að verði lögð undir vatn og virkjanir nema þeim hafi verið sýnd hin fyllsta virðing með þeim leikreglum sem viðurkennd eru í þessu samfélagi og þessum þingsal," sagði Ólafur. „Eg get ekki tekið þátt í því að gera það öðruvísi en að þeim leik- reglum sé farið. Hvort sem ríkis- stjórnin hefur einhverjar fomeskju- legar og fortíðarlegar undanþágur til annarra gjörða.“ Tók Ólafur þó fram að hann vildi ekki gera lítið úr þeim byggðalegu sjónarmiðum sem verið hefðu uppi eða þeim hagsmunum sem ríkisvaldið hefði af þessu máli. A ábyrgð Alþingis að taka ákvörðun Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði í umræðum á þriðjudag rætt um þær fullyrðing- ar að viðhorf fólks hefði breyst hvað varðaði umhverfismál. Sagði hann að hinar einu efnislegu breytingar sem átt hefðu sér stað frá því t.d. 1991 væru þær að nú væri ekki leng- ur atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð- inu, álver yrði á Reyðarfirði en ekki á Keilisnesi eins og þá var fyrirhug- að, og loks að ekki yrðu lagðar há- spennulínur yfir miðhálendið til að tryggja raforkuþörfina. Sagði Einar að menn hlytu að taka efnislega afstöðu til þessarar þingsályktunartillögu, ófært væri að færa ábyrgðina á hendur stofnunum út í þjóðfélaginu. Velti hann þvi jafn- framt fyrir sér hvers vegna Vinstri grænir vildu eiginlega að fram- kvæmdirnar færu í umhverfismat, væm þeir ekki þegar búnir að lýsa því yfir að þeir væru á móti virkjun- inni hver svo sem niðurstaða um- hverfismats yrði? Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, sagði í sinni ræðu að sú leið sem ríkisstjórnin hefði kosið að fara væri gagnrýnd á þrem- ur forsendum. Fyrir það fyrsta gagnrýndu menn að framkvæmdim- ar færa ekki í lögformlegt umhverf- ismat, jafnframt hefði efasemdum verið lýst um hversu fjárhagslega hagkvæmai- þessar framkvæmdir í raun væru og loks teldu margir að áhrif virkjunarinnar á stöðuna í byggðamálum væra stórlega ýkt. Bryndís mótmælti þeim orðum forsætisráðherra að stefna Samfylk- ingarinnar í málinu bæri vott um heigulshátt, þar sem flokkurinn varpaði ábyrgðinni í raun á skipu- lagsstjóra. Þvert á móti væri afstaða flokksins ábyrg, það væra stjórnar- flokkarnir sem hefðu gert sig seka um heigulshátt, þeir þyrðu ekki að vísa málinu í umhverfismat. Bryndís gerði ennfremur að um- talsefni þau orð forsætisráðherra að lögformlegt umhverfismat myndi engu breyta og velti því fyrir sér hvort í þessu fælist yfirlýsing um að ekkert mark yrði tekið á þeim at- hugasemdum sem hugsanlega kæmu fram í slíku mati. Asta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði rangt að halda því fram að hér væri verið að taka skyndiákvörðun í málinu. Málið hefði verið lengi á teikniborðinu og allir stjórnmálaflokkar komið að því, þar með taldir stjórnarandstæðingar eins og Steingrímur J. Sigfússon, núverandi formaður Vinstri grænna, sem verið hefði landbúnaðarráð- herra í ríkisstjórn 1991 þegar málið var ofarlega á baugi. Jafnframt hefðu margir núverandi þingmenn Samfylkingar, sem þá voru í Alþýðu- flokknum, verið virkjuninni hlynntir. „Það að skipta um tón í einu mikil- vægasta byggða- og velferðarmáli ís- lendinga síðari tíma ber ekki vott um trúverðugheit og lái mér hver sem vill að hafa þá skoðun," sagði Ásta. I andsvari sagðist Steingrímur J. Sigfússon aldrei hafa neitað því að Fljótsdalsvirkjun myndi hafa tíma- bundin áhrif á atvinnulíf eystra. Hitt efaðist hann stórlega um að áhrifin yrðu jafn mikil til langs tíma litið og stjórnarsinnar héldu fram. Þingmaður Samfylkingar styður virkjun Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingar, lýsti þvi yfir að hann hefði verið sammála orðum sem Guðmundur Bjarnason, þáver- andi umhverfisráðherra, lét falla í júní 1998 en þá sagði ráðherrann að hann teldi eðlilegt að virkjunarfram- kvæmdirnar færa í lögformlegt um- hverfismat. Sagði hann að ríkis- stjórnin hefði átt að hlýða á orð ráð- herrans þá en því miður hefði það ekki verið gert og þau mistök hefðu andstæðingar virkjunarinnar nýtt sér og sett andstöðu sína í þann búning að þeir vildu einungis fara að lögum með kröfum sínum um lög- formlegt umhverfismat. Einar gerði að umtalsefni skoð- anakannanir sem sýnt hefðu að 80% vissu ekki hvað fælist í lögformlegu umhverfismati. Aðrar skoðanakann- anir sýndu hins vegar að mikill meirihluti almennings tryði á þetta sama mat. „Betra er að ei sé satt því eigi er gott að trúa á það sem maður ekki veit um,“ sagði Einar. Hann lýsti ennfremur þeirri skoðun að við þessa umræðu skiptu mestu máli áhrif á byggðaþróun á Austurlandi sem og á landinu öllu. „Það er þess vegna afar hæpið að ætla að bíða eftir því ferli sem ógert er, ef farið væri með þetta mál í far- veg laganna um mat á umhverfisá- hrifum, vegna þess að þá er allsend- is óvíst að orkukaupandi væri til staðar. Og þá verð ég að segja að þá er stuðningur minn við virkjun horf- inn vegna þess að það er að sjálf- sögðu meginforsenda þess að ég styð virkjunarframkvæmdir að við getum tryggt orkusölu." I andsvari fagnaði Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra stuðningsyfir- lýsingu Einars Más við virkjunar- framkvæmdimar. Ögmundur Jónas- son, Vinstri grænum, sagði hins veg- ar enga þversögn í því að vilja lög- formlegt umhverfismat þótt menn vissu ekki fullkomlega hvað í því fælist. Almenningur vildi einfaldlega tryggja vönduð vinnubrögð í málinu. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, steig næst í pontu og lýsti þeirri skoðun sinni að afar mikilvægt væri að álver risi á Reyð- arfirði, það myndi stuðla að auknum fólksflutningum austur á ný, sem og betri kjöram Austfirðinga. Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók í sama streng en hann lagði jafnframt áherslu á að það væri alþingismanna að taka ákvarðanir. Þeir væra að bregðast ef þeir gætu ekki sett sig inn í mál og tekið afstöðu. Auðvitað væri hér um erfiða ákvörðun að ræða, það tæki enginn þá ákvörðun með glöðu geði að sökkva Eyjabökkum. „Fal- legt land þarf hins vegar líka fólk,“ sagði Hjálmar. „Fegurð landsins birtist með ýmsu móti, meðal annars með blómstrandi mannlífi.“ Sagði hann að þau óþægindi sem heiðargæsir á svæðinu myndu verða fyrir vegna virkjunarlónsins væra lítil og tímabundin og sakaði hann andstæðinga virkjunarinnar um að meta hagsmuni Austfirðinga sjálfra til fárra fjaðra. Þessari túlkun mót- mælti Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, í andsvari og sagði ömurlegt hjá Hjálmari að stilla hlut- unum þannig upp að menn þyrftu að velja á milli heiðargæsanna og íbúa Austurlands, og gefa þannig í skyn að andstæðingum virkjunarinnar væri illa við Austfirðinga. Umræðum lýkur í dag FUNDUR hefst í Alþingi kl. 10 í dag og verða þá teknar á dag- skrá fyrirspurnir til ráðherra. Ráðgert er að boða til nýs fund- ar kl. 13 þar sem rekinn verður endahnútur á umræður um þingsályktunartillögu iðnaðar- ráðherra um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun. verdid Verd áður 52.900.- UPPV>''.0'^; Uppþvottavél LWP-25 Þú sparar kr. 18.000.- fyrir 12 manns, 2 hitastig (55/65 gráöur) vatnsöryggi, takerfi 20" LG sjónvarp með Black Hi-Focus skjá sem gefur einstaklega skarpa mynd. Hátalarar að framan, ACMC sjálfvirkur stöðvaleitari, 100 rása minni og innbyggðum tölvuieik. Fjarstýring og rafræn barnalæsing o.fl. Úirúlegt verð - flðems kr. L — Nýtt videotæki frá LG með frábærum myndgæðum. Long play ifspilun og upptaka. NTC afspilun. Allar valmyndir á skjá, fja Otrulegt verð - flðeins kr. spilun og upptaka. NTC afspilun. Allar valmyndir á skj ideo Doctor(sjálfbilanagreining) barnalæsing o.fl. á gerír ekki betri kaupl Ódýrustu og fullkoi videotæki á íslandi skjá, fjarstýring, 29. I mm LG-Hi-Fi videoiækí 6 hausa '■ KjSll Ný hönnun frá LG með frábærum myndgæðum. Long play afspilun og upptöku. NTSCafpilun á PALTV, 100% kyrrmynd. Breiðtjaldsstilling 16:9. Barnalæsing, fjarstýring, Video Doctor(sjálfbilanagreining) o.fl. EXPERT er stærsta heimilis- og raftækjaverslunarkeðja RflFTíEKJflPERZLUN ISLflNDS If í Evrópu - ekki aðeins á - AIMNO 1 929 - Norðurlöndum Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.