Morgunblaðið - 18.11.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 18.11.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunkaffi í fiörutíu ár Miðbær VEITIN GASTOFAN Prikið í Bankastræti tók stakka- skiptum nýlega þegar efri hæðin var opnuð og sala vín- veitinga leyfð. Á sjötta ára- tugnum hét Prikið Adlon, en núverandi nafngift var dregin af snúningsbarstól- um sem voru við skenkinn og hafði einhver það að orði að honum fyndist hann sitja eins og hani á priki. Prikið er efalaust einna þekktast fyrir fastagestina sem koma þangað, sumir hveijir daglega, til skrafs yfir kaffibolla. Enda segir Eggert Birgisson, annar framkvæmda- og rekstrar- stjóra Priksins, að reynt hafi verið að halda í fastagestina og staðnum breytt jafn lítið og hægt var. Loftdúkur á neðri hæð hefur því til að mynda feng- ist friðaður, en að öðrum kosti hefði þurft að gifs- klæða loftið. „Okkur fannst það bara vera svo mikil synd. Það hefði breytt staðn- um mikið og þá hefðum við misst þetta útlit sem við vilj- um halda,“ segir Eggert. Nokkrar breytingar hafa hins vegar orðið á efri hæð hússins sem var áður notuð undir skrifstofuhald og fbúðir, auk þess sem Fanga- hjálp var þar til húsa um tíma. Fastagestir almennt ánægðir Þótt Prikið sé orðið að vínveitingastað hafa nýir eigendur reynt að styggja ekki fastagesti og segir Eggert viðbrögð almennt vera góð. „Það er einstaka maður sem er ekki sáttur og þá er það aðallega vegna vínveitingasölunnar," segir hann. „Ég man eftir tveimur sem hafa komið og farið út ekki ánægðir.“ Fólk úr fyr- irtækjunum í nágrenninu sækir staðinn og segist Egg- ert strax verða var við ákveðinn hóp sem komi þangað á öllum tímum dags. Meðal fastagesta Priksins er hópur manna sem hittist milli átta og níu á morgn- ana og hafa sumir þeirra sótt staðinn í áratugi. Hóp- urinn er óformlegur, nokkr- ir mæta 1-2 í viku á meðan aðrir mæta flesta morgna. Gunnar Eyjólfsson leikari er meðal fastagesta Priks- ins ásamt þeim Jóni Ásgeiri Eyjólfssyni, Helga Þóris- syni, Kristni Jónssyni og Guðjóni Þorbergi Ándrés- syni, en þeir hafa hist á Prikinu í fjölda ára. Gunnar segist t.d. hafa sótt staðinn sl. 40 ár. „Já hann var ungur drengur þegar hann byijaði að koma héma, nýkominn frá Keflavík," segir Kristinn og hinir hlæja. „Við emm svona mismargir," segir Gunnar um hópinn og bætir við að sumir eigi ákveðna daga. „Svo koma menn nú héma ekki alveg skilyrðis- laust,“ segir Jón Ásgeir og talið berst að breytingum staðarins. Morgunhópurinn var van- ur að sitja við skenkinn niðri en hefur nú fært sig upp. Þeir virðast sáttir við þann flutning og segja allt vera að færast í rétt horf. „Þetta er nú ekki alveg komið í gagnið," segir Jón Ásgeir. „Við eigum eftir að fá kaffi- könnu upp fyrir okkur sem við getum gengið í,“ útskýr- ir hann, en þannig var kaffi- aðstaðan á gamla Prikinu. Á meðan breytingar stóðu yfír færði morgunhópurinn sig aðeins neðar í götuna, á Kaffitár. „Svona af gömlum vana þá emm við komnir hingað aftur," segir Jón Ás- geir. „Ég er búinn að koma hérna meira og minna síðan ég byijaði í Þjóðleikhúsinu 1960,“ bætir Gunnar við. Þótt flestir í morgunhópn- um vinni niðri í miðbæ og eigi stutt að sækja á það ekki alltaf við. Til að mynda gerði Guðjón Þorberg sér um tíma ferð ofan úr Árbæ til að missa ekki af morgun- kaffinu. Morgunhópurinn hefur þó tekið nokkmm breyting- um í tímans rás. Menn hafa flutt, skipt um vinnu og sumir dáið, en þeir félagar segjast alltaf bjóða nýja gesti velkomna. „Menn detta inn,“ útskýrir Gunnar og Guðjón Þorberg bætir við að nokkrar stúlknanna á Kaffítári hafí tekið upp á að líta stundum við á Prikinu eftir að opnað var á ný. „Þær vildu fá að sjá okkur,“ segir hann og brosir glettn- islega. Koníaksklúbbur á kaffíhúsi Einu sinni í mánuði hittist morgunhópurinn í koníaks- klúbbi sem starfræktur var eftir að Prikið lokaði á dag- inn. Með breyttum af- greiðslutíma gera þeir hins vegar ráð fyrir að fá lánað eitt af herbergjum staðarins fyrir klúbbfundi. Árlegur jólafundur er þó hápunktur Helgi Þórisson, Kristinn Jónsson og Guðjón Þorberg Andrésson ræða málin og lesa blöðin. Morgunblaðið/Asdís Gunnar Eyjólfsson og Jón Ásgeir Eyjólfsson mæta jafnan í morgunkaffið á Prikinu. vetrarins, en þá er boðskort sent til um 30 manns sem er boðið tíl fundar í hátíðarsal klúbbsins. „Hér stóðu stundum menn fyrir utan með kort í hendi og skimuðu í allar áttir,“ segir Jón Ásgeir og brosir, því ekki áttuðu allir sig á að hátíðarsalurinn var að sjálf- sögðu á Prikinu. Á jólafund- inum er boðið upp á fyrir- lestur um koníak og hafa menn eins og Höskuldur Jónsson, forsljóri ÁTVR, og Ragnar Borg frætt klúbb- meðlimi um koníak. Þá var félögum í koníaksklúbbnum einu sinni boðið í ferð um Cognac-héraðið í Frakklandi að skoða koníaksverksmiðj- ur. __ „Ég vil taka það skýrt fram að ég hef aldrei getað komið á þessa koníaksfundi því ég er alltaf að leika,“ segir Gunnar. „Nei, þér var aldrei boðið,“ skýtur Jón Ás- geir inní og glottir og sú uppástunga heyrist að kon- íaksklúbburinn verði hald- inn á mánudögum þannig að Gunnar geti mætt. I því heQast fjörlegar samræður um pólitík, enda ná umræður hópsins yfir allt milli himins og jarðar. „Þú ert orðinn volgur, Gunnar. Þú ert að fara að yfirgefa kratana, er það ekki?“ segir Kristinn. „Nehehei,“ svarar Gunnar. „Ekkert svona, þú iifir alltaf í voninni um að ég gerist sjálfstæðismaður," bætir hann við og tjáir blaðamanni að sumir félaga hans séu nokkuð ílialdssam- ir. Ekki er þó mikið um al- varleg skoðanaskiptí innan hópsins að mati Gunnars þó víða sé komið við í samræð- unum. „Það er rifist héma þegar ég kem. Ég „starta“ þessu svona einhvern veg- inn,“ segir hann og hlær. „Guðjón kemur nú með nýj- ustu kjaftasögurnar," bætír Jón Ásgeir við. „Hann er leigubílstjóri þannig að við fáum þetta alveg beint í æð,“ útskýrir hann. Hinir samsinna og segja aldrei skorta umræðuefni á Prik- inu. Þegar blaðamaður kveður hafa þeir Gunnar Óskarsson og Magnús Ingi- marsson bæst f hópinn og hrókasamræður em hafnar á nýjan leik. merkið risið Gjörbreytir Islands- Ný viðbygging við Iþróttamiðstöð Seltjarnarness tekin í notkun Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/bverrir Um 1.500 fermetra viðbygging við Iþróttamiðstöð Seltjarnarness verður formlega tekin í notkun í dag, en þar er m.a. sérútbúinn fimleikasalur. „Þetta gjörbreytir að- stöðu fimleikadeildarinnar og ný félagsaðstaða breytir aðstöðu félagsins í heild,“ sagði Haukur. Eftir að viðbyggingin hefur verið tekin í notkun samanstendur Iþróttamið- stöðin af tveimur íþrótta- sölum, 25 metra sundlaug, nýjum sérútbúnum fim- leikasal og félagsaðstöðu íþróttafélagsins Gróttu. I viðbyggingunni eru einnig inngangur og anddyri mið- stöðvarinnar sem og fjórir búningsklefar, starfs- mannaaðstaða og áhalda- geymslur. Haukur sagði að fimleika- deildin hefði m.a. æft í öðr- um íþróttasalnum, en þar sem mikið af áhöldum fylgdi íþróttinni hefði farið mikill tími í að taka þau saman að loknum æfingum, allt upp í nokkrar klukkustundir. Nú væri þessi vandi úr sögunni og þar með hefði rýmkast um aðrar íþróttagreinar, því þær fengju nú meiri tíma í hinum sölunum. Aðstaðan utanhúss verður bætt næst Haukur sagði að fimleika- salurinn yrði nær eingöngu nýttur fyrir fimleika en þó gæti verið að hann yrði að einhverju leyti nýttur fyrir skólakennslu. Að sögn Hauks hefur Grótta, sem rekur knatt- spyrnu-, handbolta- og fim- leikadeild, hingað til starfað án þess að geta boðið félags- mönnum sínum upp á al- mennilega félagsaðstöðu. Nú getur félagið hins vegar boð- ið upp á samkomusal og góða setustofu. Um leið og settur var nýr dúkur á fimleikasalinn var tækifærið nýtt og nýr dúkur settur á eldri salinn, sem var byggður 1968, en sami dúk- urinn hafði verið á honum frá þeim tíma. Að sögn Hauks verður næst hugað að þvi að bæta aðstöðuna utanhúss. Hann sagði að stefnt. væri að því að útbúa völl sem hægt væri að nýta allan veturinn, en enn væri ekki búið að ákveða hvort sett yrði gervigras eða góður malarvöllur. Vígsluathöfn vegna við- byggingarinnar hefst í dag klukkan fimm og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta. aðstöðunni Vesturbær ÍSLANDSMERKINU, lista- verki eftir Sigurjón Ólafs- son, hefur verið komið fyr- ir á Hagatorgi. Merkið, sem samanstendur af fimm koparklæddum súlum, sem eru um átta metrar á hæð, er til minningar um stofn- un lýðveldis á Islandi árið 1944. Listaverkið lá undir skemmdum, þar sem það stóð við Hótel Sögu, en nú er búið að gera við það. Seltjarnarnes NÝ viðbygging við íþrótta- miðstöð Seltjarnarness á Suðurströnd verður form- lega tekin í notkun í dag. Um er að ræða um 1.500 fer- metra byggingu, sem mun bæta íþróttaðastöðuna í bænum til muna, að sögn Hauks Geirmundssonar, íþróttafulltrúa bæjarins. Hún mun m.a. hýsa aðstöðu fimleikafólks. sem og félags- aðstöðu íþróttafélagsins Gróttu. Heildarkostnaður vegna byggingarinnar nemur um 185 milljónum króna, en framkvæmdir vegna hennar hófust í maí á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.