Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ ? ■ 28 FIMMTUDAGUR18. NÓVEMBER 1999 Ný símanúmer Skiptiborð 540 1900 fax 540 1910 Leitarstöð ÚRVERINU Samfylkingin leggur fram tvö þingmál tengd sjávarútvegi Utlendingar geti fjárfest í íslenskum fískiðnaði 5 o 540 1919 fax 540 1920 Minningarkort 540 1990 Upplýsingar um beint innval eru á vef félagsins: xvww.krabb.is Krabbameinsfélagið ÞINGMENN Samíylkingarinnar hafa lagt fram tvö þingmál sem tengjast sjávarútvegi. Annars vegar er um að ræða breytingu á lögum um stjórn fiskveiða þess efnis að sveitarfélögum verði heimilt að óska tilboða í byggðakvótann. Hitt er um fjárfestingu útlendinga í fiskiðnaði með það að leiðarljósi að sömu reglur gildi um allan fiskiðnað. Fyrsti flutningsmaður er Svanfríð- ur Jónsdóttir en meðflutningsmenn eru Sighvatur Björgvinsson, Jó- hann Arsælsson og Lúðvík Bergv- insson. I greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjár- festingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri nr. 34/1991 kemur fram að almennt eigi sömu reglur að gilda um fískiðnað og annan iðnað hvað varðar fjárfestingu útlendinga en ekki er gert ráð fyrir breytingum á HAGKAUP Meira úrval - betri kaup lögum um útgerð. „Samkvæmt gild- andi lögum um fjárfestingar er- lendra aðila er þeim heimilt að eiga óbeinan hlut í íslenskum sjávarút- vegi og ekki gerður greinarmunur á veiðum og vinnslu nema að því er varðar tiltekna vinnsluþætti,“ segir í greinargerðinni. „Þekking er- lendra aðila á Islandi, hvort sem um er að ræða aðila í matvælafram- leiðslu eða fjárfesta, er lítil en mest- ar líkur á að þekking þeirra tengist sjávarútvegi í einhverri mynd. Heimild til beinnar þátttöku í fiskið- naði gæti því laðað að aðila sem síð- ar, eða jafnframt, vildu gerast þátt- takendur í öðrum matvælaiðnaði. Nú háttar þannig til að erlendir aðilar geta keypt físk á innlendum mörkuðum en mega ekki taka þátt í vinnslu hans nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Breyting í þá veru að heimilt yrði að fjárfesta beint í fisk- vinnslu þýddi því ekki útflutning hráefnis miðað við reynslu okkar heldur gæti sú skipan mála eflt frekari vinnslu hérlendis." Mörg rök í greinargerðinni eru nefnd mörg rök fyrir því að gera breytingu á lögunum. „Óeðlilegt er að mismuna iyrir- tækjum í matvælaiðnaði eftir því í hvaða grein þau eru. Mörg dæmi eru um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum atvinnu- rekstri og slík eignaraðild hefur orðið íslensku atvinnulífi til styrkt- ar. Það hefur lengi verið stefna stjómvalda að fá erlenda aðila til að fjárfesta meira í íslensku atvinnulífi. Það hefur helst gengið í stóriðju hingað til en hættulega lítið verið um fjárfestingar í öðrum greinum. Eignatengsl íslendinga og út- lendinga í fiskvinnslufyrirtækjum geta örvað markaðsstarf og leitt til nýsköpunar. Fisidðnaðurinn gæti sótt sér áhættufé og yrði þá ekki eins háður erlendu lánsfé. Samstarf við erlenda aðila með þátttöku þeirra í uppbyggingu fisk- iðnaðar á Islandi færi fram fyrir opnum tjöldum og skv. eðlilegum leikreglum. íslendingar hafa fjárfest mikið í sjávarútvegi erlendis. Sú þróun er sterk að fyrirtæki verði til þvert á landamæri ef atvinnurekstur og þjóðfélag hafa hag af. Heimild til beinna fjárfestinga og þátttöku í fiskiðnaði geta verið lykill að frekari fjárfestingum í öðrum greinum. Þá geta orðið til hliðarfyr- irtæki vegna nýrra umsvifa. Lagabreyting sem þessi mundi styi’kja samkeppnisstöðu Islands." Fram kemur að ekki sé verið að skylda aðila til að aðskilja veiðar og vinnslu þó óbreytt lög gildi um út- gerðarþáttinn heldur sé verið að bjóða upp á valkost á löglegan hátt. „I núgildandi lögum eru eftirtaldar vinnsluaðferðir þegar undanþegnar sérstökum takmörkunum: reyking, súrsun, niðursuða, niðurlagning og umpökkun afurða í neytendaum- búðir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæfari til dreifingar, neyslu eða matreiðslu. Ef frumvarp þetta yrði að lögum yrði jafnframt heimilt að erlendir aðOar fjárfestu í frystingu, söltun, herslu, bræðslu og mjölvinnslu.“ Augljóst réttlætismál Svanfríður segir í samtali við Morgunblaðið að breytingin sé aug- ljóst réttlætismál. Hún sé til þess að einfalda hlutina og gera þessa teg- und iðnaðar aðgengilegri til fjár- festinga. „Það er fullkomlega óeðlilegt að löggjöfin um fjárfestingar erlendra aðila skuli vera svo flókin og óskýr þegar kemur að iðnaði að ákveðnir hlutar fiskvinnslunnar séu undan- þegnir en ekki aðrir. Ef við viljum laða erlent fjármagn að þá er númer eitt að löggjöfin sé skýr.“ Sveitarfélögum verði heimilt að óska tilboða í byggðakvótann I frv. til laga um breytingu á bráðabirgðaákvæði XXVI í lögum nr. 38/90 um stjóm fiskveiða er lagt til að setningin „Skal þeim úthlutað í samráði við viðkomandi sveitar- stjómir," í 1. gr. orðist svo: „Skal þeim úthlutað í samráði við viðkom- andi sveitarstjómir sem geta ákveð- ið að aflaheimildimar verði boðnar út, enda renni andvirði þeirra til uppbyggingar atvinnumála í við- komandi sveitarfélagi." I greinargerð er vitnað í reglur Byggðastofnunar íyrir úthlutun byggðakvóta og tillögur Vestur- byggðar, sem Byggðastofnun hafn- aði. „Það er vandaverk að úthluta hlunnindum eins og ókeypis kvóta án þess að vekja upp tortryggni og einhveijar deilur. Til þess era hags- munimir einfaldlega of miklir. Það er því rétt að sveitarstjómir eigi þann möguleika að bjóða kvótana út enda útboð löngu viðurkennd aðferð þegar vinna þarf tiltekin verk eða deila út takmörkuðum gæðum. Því er hér lögð til sú breyting að sveit- arfélög geti ákveðið að aflaheimildir verði boðnar út, enda renni andvirði þeirra til uppbyggingar atvinnu- mála í viðkomandi sveitarfélagi. Jafnframt má rökstyðja nauðsyn þess að sveitarfélög með fábreytt atvinnulíf fái með þessum hætti stuðning til þess að byggja sig upp á öðram sviðum, ekki síst í ljósi þess að m.a. vegna tæknibreytinga hefur störfum i fiskvinnslu verið að fækka á undanförnum áram og er gert ráð íyrir að sú fækkun haldi áfram á næstu áram. Þeim stöðum sem í meginatriðum hafa byggst á sjávar- útvegi er því nauðsynlegt að breikka atvinnugrandvöll sinn ef þau eiga að halda í fólkið og veita því góð lífskjör." Fyrirmynd í Alaska Svanfríður segir að úthlutun byggðakvótans hafi sýnt óréttlætið, sumir fái gæðin ókeypis en aðrir verði að kaupa þau á markaði. „Eg hef heyrt þær viðbárar að lögin heimili ekki að þessi kvóti sé boðinn upp en til að eyða allri óvissu hvað það varðar ákvað ég að flytja þetta framvarp." Hún segir að nálgun Vestur- byggðar skipti líka miklu máli. „Mér er sagt að í Alaska þar sem viðhafð- ur hefur verið byggðakvóti sé and- virði kvótans nýtt að stóram hluta til að mennta fólkið í byggðunum, mennta það til að takast á við þær breytingar sem era að verða í at- vinnulífinu þar eins og hér. Mér finnst skiljanlegt að sveitarstjórnir á íslandi horfi til hins sama.“ Hjá okkur eru Visa- og Euro- raðsamningar ávísun á staðgreiðslu húsgögn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 «568-5375 «Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.