Morgunblaðið - 18.11.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 47
LISTIR
Bók-
mennta-
yakaá
ísafírði
HIN árlega bókmenntavaka
Menningarmiðstöðvarinnar
Edinborgar, Opin bók, verður
haldin í Edinborgarhúsinu á
laugardaginn kl. 16. Rithöf-
undar sem lesa úr nýútkomn-
um bókum eru Bragi Ólafsson,
Finnbogi Hermannsson, Guð-
jón Friðriksson, Guðrún Eva
Mínervudóttir, Rúnar Helgi
Vignisson og Tómas R. Ein-
arsson.
Eyvindur
P.lesí
Gerðarsafni
EYVINDUR P. Eiríksson rit-
höfundur les úr skáldsögu
sinni, Þar sem blómið vex og
vatnið fellur, í Gerðarsafni í
dag, fimmtudag, kl. 17.
Dagskráin er á vegum Rit-
listarhóps Kópavogs.
Lesið á
Austurvelli
KARL Guðmundsson leikari
les ljóð á Austurvelli í dag kl.
13. Það er ljóðahópurinn og
áhugafólk um vemdun há-
lendisins sem stendur fyrir
upplestrinum.
Með djassaðri sveiflu
TONLIST
H1 j«in d i s k a r
BLÁFUGLINN / ANNA
PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR
Söngljóð eftir Jónas Árnason. Flytj-
endur: Anna Pálína Ámadóttir
(söngur), Gunnar Gunnarsson
(píanó), Jón Rafnsson (kontrabassi),
Pétur Grétarsson (trommur/
slagverk), Sigurður Flosason (alto-
og tenórsaxófónn, bassaklarinetta,
þverflauta og kongatrommur). Ut-
setningar unnar í samvinnu. Blá-
fuglinn var hljóðritaður í hljóðveri
FÍH í ágúst 1999. Hljóðritun/
hljóðblöndun/klipping: Sveinn
Kjartansson. Umsjón með útgáfu:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Dimma DIM 06. Dreifíng: JAPIS
, SÖNGKONAN Anna Pálína
Árnadóttir veitir m.a. eftirfarandi
upplýsingar í vönduðu umslagi
hljómdisksins (sem ljær honum
vissulega fallega umgjörð): Fyrir
um það bil fimm árum áttum við
Jónas tal saman þar sem ég sagði
honum frá löngun minni til að
syngja djass á íslensku. Þá bauðst
hann til að semja handa mér texta
við nokkur af sínum uppáhalds
djasslögum. Hann lét ekki sitja við
orðin tóm og ekki leið á löngu áður
en mér barst í hendur bunki af ljóð-
um við ýmis gamalkunn djasslög.
Þessi áður óbirtu djassljóð eru
uppistaða Bláfuglsins og í þeim
birtist okkur enn ein hlið á söngva-
skáldinu, Jónasi Árnasyni, örlítið
tregaíyllri en við eigum að venjast,
en hjartahlýjan og rómantíkin
vissulega á sínum stað.
Undir þetta má taka, um leið og
íifjað er upp hvflíkur afburða texta-
höfundur hann var þegar lögin
höfðuðu til hans, hvort sem þau
voru eftir Jón bróður Múla (eða var
það kannski hann sem samdi lögin
við textana?) eða alþekkt djasslög
og gamlir húsgangar með léttri
sveiflu, sem allir þekkja, a.m.k. þeir
sem komnir eru til vits og ára
(„September in the Rain“, „I’m
Gettin’ Sentimental Over You“,
„These Foolish Things“, „Blue
Skies“ o.s.frv.) eða létt og ljúf írsk
þjóðlög (eða húsgangar) eða rúss-
nesk. Við fáum hér sitthvert sýnis-
hornið af þjóðlögunum og eitt (í lok-
in) við lag Jóns Múla, Einu sinni á
ágústkvöldi. Einnig hefur diskur-
inn að geyma indælt lag Aðalsteins
Ásbergs Sigurðssonar við texta
Jónasar, Labbakútur minn. Allt fal-
lega og smekklega framreitt, bæði í
söng og hljóðfæraleik. Reyndar
gildir það um allan hljómdiskinn,
söngurinn e.t.v. svolítið blæbrigða-
lítill til lengdar (þó að röddin sé að-
laðandi og þægileg) en samt mús-
íkalskur og með huggulegri og létt
„djassaðri“ sveiflu með „hæfilegum
útúrdúrum“. Stuðið kemur þó
fremur frá hljóðfæraleikurunum,
sem ekki eru af verri endanum,
stundum með heilmiklum tilþrifum,
sem iðulega hljóma sem „impróvis-
eruð“, og fer Sigurður Flosason þar
fremstur í flokki jafningja. Sem
segir líka að útsetningar, sem unn-
ar voru í samvinnu (hljóma líka sem
slíkar), eru mjög vel heppnaðar.
Hljóðritun fyrsta flokks, sem og
hljóðvinnsla öll.
M.ö.o.: fallegur hljómdiskur, sem
rifjar upp gamla tíma og rómantík
- víða með ferskri og fínni sveiflu.
Og mjög ánægjulegt að kynnast áð-
ur óbirtum söngtextum Jónasar,
sem gætu reyndar ekki verið eftir
annan höfund.
Oddur Björnsson
Nýjar bækur
Ættjarðarljóð <
á atómöld
• ÆTTJARÐAR-
LJÓÐ á atómöld er
eftir Matthías
Johannessen.
I fréttatilkynningu
segir að Matthías
Johannessen hafi um
áratuga skeið verið í
fremstu röð íslenskra
skálda og hafa ljóð
hans verið þýdd á
fjölmörg tungumál.
Ljóðin í þessari bók
eru mörg með hefð-
bundnara sniði en
menn eiga að venjast
úr smiðju Matthíasar,
segir ennfremur, sum
eru bundin í rím og
ljóðstafi, en bera eigi að síður skýr
höfundareinkenni atómskáldsins.
Ljóðin eru um sjötíu talsins.
í kynningu segir:
„Ættjörðin tengist
Íífshlaupi mannsins,
minningum hans,
gleði og sorg, og er
stöðugt nálæg. Ljóðin
í bókinni eru gáska-
full, bjartsýn, hátíð-
leg, kaldhæðin og í
þeim birtast minning-
ar, sumar beiskar, er
vaxið hafa úr söltum
jarðvegi. Stfll Matt-
híasar er sem fyrr af-
ar myndrænn og lík-
ingar hans
beinskeyttar."
Utgefandi er Vaka-
Helgafell. Bókin 125
bls. Bókarkápu hannaði Ragnar
Helgi Ólafsson, Oddi hf. prentaði
bókina. Verð 3.680 kr.
Matthías
Johannessen
Ný myndbönd
• LEIKRITIÐ Ávaxtakarfan
eftir Kristlaugu Maríu Sigurð-
ardóttur með tónlist eftir Þor-
vald Bjarna Þorvaldsson er
komið á myndband.
Leikritið gerist í ávaxtakörfu
þar sem allir eru kúgaðir af
Imma ananas. Mæja jarðarber
er minnst og verður því fórnar-
lamb eineltis. Þegar gulrót kem-
ur í ávaxtakörfuna tekur hún við
hlutverki Mæju sem bitbein og
verður fyrir barðinu á fordómum
þar sem hún er grænmeti og því
annarrar ættar en ávextirnir.
Leikarar eru Andrea Gylfadótt-
ir, Selma Bjömsdóttir, Hinrik
Ólafsson, Margrét Kr. Péturs-
dóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólöf
Sverrisdóttir, Gunnar Hansson,
Sjöfn Evertsdóttir, Kjartan
Guðjónsson, Guðmundur I. Þor-
valdsson. Leikstjóri er Gunnar
Gunnsteinsson.
Hátíðarfundur og málþing
um Fríkirkjuna á föstudagskvöld
Hátíðarfundurferfram í Fríkirkjunni í Reykjavík
kl. 20.00 föstudaginn 19. nóvember nk. í tilefni
af aldarafmæli safnaðarins þann dag. Verður
hann í formi málþings, þar sem flutt verða 5
stutt framsöguerindi og síðan pallborðsum-
ræður á eftir. Erindin munu fjalla um tilurð,
hlutverkog markmið Fríkirkjunnar, samfara
þeim verður tónlist flutt.
Að málþinginu loknu verður boðið upp á
kvöldhressingu í safnaðarheimilinu.
Erindi á málþinginu flytja:
Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur.
Sigurður E. Guðmundsson, formaður
safnaðarstjórnar.
Pétur Pétursson, prófessor.
María Ágústsdóttir, héraðsprestur.
Sigurjón Árni Eyjólfsson, dr., héraðsprestur.
Æskulýds- og f jölskylduhátíð í kirkjunni
laugardaginn 20. nóvember kl. 17.00.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00 sunnu-
daginn 21. nóvember.
Hádegisverður á Hótel Borg að lokinni
guðsþjónustu.
Hátíðartónleikar kl. 20.00 í kirkjunni.
Flutt verður „Missa Celensis" eftir Joseph
Haydn.
Fríkirkjufólk og fríkirkjuvinir eru hvattirtil að
fjölmenna.
Safnaðarstjórn.
AUGLÝSINGA
Háskóli íslands
Fyrirlestur
um hafréttarmál
Prófessor John Norton Moore flytur fyrirlestur
um nýjustu stefnur og atburði í hafréttarmál-
um á morgun, föstudaginn 19. nóvember,
í Hátíðasal Háskólans.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 og er öllum
opinn.
Prófessor Moore er forstöðumaður Center for
Oceans Laws and Policy við hálskólann í
Virginíu í Bandaríkjunum og einn þekktasti
fræðimaður Bandaríkjanna á sínu sviði.
Að fyrirlestrinum loknum verða fyrirspurnir.
Hafréttarstofnun íslands.
Orator, félag laganema.
FÉLAGSSTARF
Y Aðalfundur
Kjördæmisráðs sjálfstæðisfélagannat á
Vesturlandi verður haldinn í Hótel Borgarnesi
sunnudaginn 21. nóvember nk. kl. 14.00.
Efni fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf:
Gestur fundarins:
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Áfundinn koma Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, og Guðjón
Guðmundsson, alþingismaður
Stjórnin
Félag
sjálfstæðismanna
í Háaleitishverfi
heldur aðalfund sinn i Valhöll miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20.30.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Miðstræti 18,
Neskaupstað, mánudaginn 22. nóvember 1999 kl. 14.00 á
eftirfarandi eignum:
Strandgata 43, Neskaupstað, þingl. eig. Byggðastofnun, gerðarbeið-
andi Fjarðabyggð.
Strandgáta 45, Neskaupstað, þingl. eig. Byggðastofnun, gerðarbeið-
andi Fjarðabyggð.
Sýslumaðurinn í Neskaupstað,
17. nóvember 1999.
ÝMISLEGT
Mömmur athugið ef barnið
pissar undir
Undraverður árangur með nýrri
uppgötvun í óhefðbundnum
aðferðum. Ekki söluvörur.
Sigurður Guðleifsson,
svæðanuddfræðingur, ilmolíu-
fræðingur og reikimeistari,
sími 587 1164.
\ --7 /
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.00.
Umbrot ■ Kötlu.
Umsjón: Páll Einarsson.
Upphafsorð: Hörður Geirlaugs-
son. Hugleiðing: Sr. Lárus Hall-
dórsson.
Allir karlmenn velkomnir.
FÉLAGSLÍF
Landsst. 5999111818 IX kl. 18.00
I.O.O.F. 11 - 18011188'/. - E.T.1
Kl. 20.30 Samkoma.
Majóramir Turid og Knut Gamst
stjórna og tala.
mbl.is
/
v
\