Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 ^ UMRÆÐAN Hafnarfjarðarhöfn 90 ára HOFNIN, sem fjörðurinn okkar er kenndur við, er 90 ára um þessar mundir. Og enginn velkist í vafa um að heitið Hafnar- fjörður hefur um aldir verið réttnefni. I Hafnarfirði þróaðist blómleg byggð kring- um verslun og þjón- ustu í tengslum við út- flutning Islendinga á sjávarfangi, þegar í kringum árið 1400, en þá varð höfnin í Hafn- arfirði ein helsta versl- unai-- og fiskveiðihöfn landsins. Englendingar hófu hér verslun og fiskveiðar við landið í upphafi 15. aldar sem breytti mjög til batnaðar verslunarháttum á Islandi, að minnsta kosti fyrst um sinn. Eftir miðja 15. öld komu hingað Hansa- kaupmenn og Hafnarfjörður fór ekld varhluta af baráttu Englend- inga og Þjóðverja um bestu versl- unarstaðina. Þjóðverjar höfðu yfir- höndina að lokum og Hafnarfjörður varð aðalhöfn þeirra á 15. og 16. öld, eða þar til Danakonungur gaf út tilskipun um einokunarverslun danskra kaupmanna á Islandi árið 1602. Hann var brautryðj- andi á sviðum inn- lendrar verslunar en gerði einnig út þilskip um árabil frá 1803. A þessari öld hefur atburðarásin verið hröð, allt frá því að Hafnarfjörður hlaut kaupstaðarréttindi ár- ið 1908 og hafnar- reglugerð fyrir Hafn- arfjarðarkaupstað tók gildi 1. janúar 1909 og fyrsta hafskipa- bryggjan var tekin í notkun 16. febrúar ár- ið 1913. Byggðin hefur síðan vaxið ört alla þessa öld og höfnin áfram gegnt lykilhlutverki í samfélagi Hafnfirð- inga. Fyrstu tilraunir í togaraút- gerð voru gerðar í Hafnarfirði í byrjun aldarinnar en með breytt- um þjóðfélagsháttum hafa flutning- ar farið stigvaxandi. Snemma varð því ljóst að bæta þyrfti hafnarskil- yrðin. Byggðir voru hafnargarðar á árunum 1941-1953, sá fyrri að norðanverðu við höfnina og hinn síðari að sunnanverðu. Tilkoma þessara garða breytti gífuriega miklu fyrir legu skipa í höfninni og þeir voru í raun undirstaða frekari mannvirkjagerðar. Magnús Gunnarsson Frumkvöðlar í útgerð Skúli Magnússon gerði út þilskip frá Hafnarfirði á árunum 1753- 1759 og var það í fyrsta skipti sem slík skip voru gerð út frá Islandi. Arið 1794 keypti Bjarni Sívertsen, síðar nefndur Bjami riddari, versl- unarhús konungsverslunarinnar og hóf verslunarrekstur í Hafnarfirði. Umfangsmikil stækkun Framkvæmdir við norðurbakk- ann hófust sumarið 1959 og stóðu til ársloka 1968. Smábátahöfn var gerð 1969 og batnaði þá mjög að- staða trillukarla og annarra smá- bátaeigenda. Meginstarfsemi hafn- arinnar er nú við suðurbakka og Hafnarmannvirki Ljóst má vera að höfnin í Hafnarfirði er og verð- ur um ókomin ár, segir Magnús Gunnarsson, ein meginundirstaðan í velferð og mannlífi okk- ar Hafnfirðinga. Óseyrarbryggju, en smíði hennar lauk 1978. Og nú er verið að vinna að gríðarlega umfangsmikilli stækkun hafnarmannvirkja utan suðurgarðs vegna aukinna umsvifa fyrirtækja í hafnsækinni starfsemi. Þar er um að ræða 800 metra stækkun í vestur og 500 metra brimvamargarð, svo eitthvað sé nefnt, alls bætist við um 23 hektara nýtt hafnsvæði. Þá telst Straums- víkurhöfn nú til mannvirkja Hafn- arfjarðarhafnar. Ljóst má vera að höfnin í Hafnarfirði er og verður um ókomin ár ein meginundirstað- an í velferð og mannlífi okkar Hafn- firðinga. Framundan eru aukin um- svif og umfangsmiklar fram- kvæmdir - það eru spennandi tímar í vændum. Fyrir hönd bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar fæii ég þakkir öllum þeim fjölmörgu, sem lagt hafa lóð sín á vogarskálar, Hafnarfjarðarhöfn til heilla á um- liðnum ámm og áratugum. Höfundur er bæjarst/orí i' Hafnar- fírði. Engin venjuleg gleraugu... LIIMSAIM Laugavegi 8 • 551 4800 Rúmgóður og þægilegur Daihatsu Gran Move er rúmgóður og þægilegur fjölnotabíll sem hentar jafnt í snúninga sem ferðalög. Lofthæð er mikil og dyrnar stórar, þannig að auðvelt er að setjast inn og stíga út. Barnastólar valda engum erfiðleikum. Hægt er að stækka farangursrýmið í 800 lítra með því að fella niður bakið á aftursætinu. Hlaðinn búnaði Af ríkulegum staðalbúnaði Gran Move má nefna tvo öryggispúða, vökvastýri, rafdrifnar rúður og spegla, samlæsingu, útvarp og segulband með fjórum hátölurum, plussáklæði, fjóra höfuðpúða, tvískiptan málmlitog ræsitengda þjófavörn. Bíllinn erjafnframt fáanlegur með sjálfskiptingu og ABS-hemlalæsivörn. Gran Move sjálfskiptur 1.520.000 kr. - Gran Move beinskiptur 1.400.000 kr. Brimborg Akureyri Bíley Betri bílasalan Bílasalan Bílavík Tvisturinn Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri Za, Selfossi Holtsgötu 54, Reykjanesbæ Faxastfg 36, Vestmannaeyjum Sími 462 2700 Sími 4741453 Simi 482 3100 Simi421 7800 Sími 481 3141 <Sr brimborg j’ B r i m b o r g Bíldshöfða 6 S í m i 5 1 5 7 0 0 0 www.brimborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.