Morgunblaðið - 18.11.1999, Síða 54
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Börn með fátíðar fatlanir
ÞEGAR fötlun greinist hjá böm-
un er nauðsynlegt að foreldrar séu
vel upplýstir um helstu einkenni
fötlunarinnar og með
hvaða hætti best sé að
koma á þjálfun á þeim
sviðum þar sem hún
er möguleg. Slíkar
upplýsingar eru í
flestum tilfellum að-
gengilegar og ekki síst
hjá þeim félagasam-
tökum sem tengjast
hinum ýmsu fötlunum
og sjúkdómum. Félög
njem þessi eru meðal
annars stofnuð til þess
að auka upplýsinga-
flæði hvort sem er til
almennings eða aðst-
andenda. Að almenn-
ingur sé vel upplýstur
um mismunandi fatl-
anir og sjúkdóma hefur gert þeim
einstaklingum sem málið snertir
lífíð auðveldara og ekki síst hafa
fordómar minnkað. Einnig er mjög
mikilvægt að koma á tengingu milli
foreldra sem eiga börn með sam-
bærilega fötlun, að
geta rætt við aðra for-
eldra sem hafa gengið
í gegnum svipaða
reynslu er ómetanlegt.
Þegar börn eru
greind með svokallað
fátíðar fatlanir er mál-
ið vandasamara. Oft er
aðeins um örfá tilfelli
að ræða hér á landi og
jafnvel er fötlunin svo
fátíð að hún er ekki
þekkt hjá öðrum í ver-
öldinni.
Skilgreiningin á fá-
tíðri fötlun er í Dan-
mörku þannig að ef
færri en 500 einstakl-
ingar hafa hana í land-
inu, þá telst hún fátíð.
Þúsundir mismunandi fátíðra
fatlana eru til og oft eru þær tengd-
Fötlun
Þegar börn eru greind
með svokallað fátíðar
fatlanir er málið vanda-
samara, segir Anna
Kristinsdóttir. Oft er
aðeins um örfá tilfelli að
ræða hér á landi.
ar litningagöllum og heilkennum. það sem er oft sammerkt með for- eldrum þessara barna er það að erf- iðlega gengur að fá upplýsingar sem tengjast fötluninni. Þó hafa orðið miklar breytingar á því með almennri notkun internetsins. Það kemur þó aldrei í stað þess að geta skipst á skoðunum við aðra for- eldra. I maí s.l. hittust foreldrar nokk- urra bama með fátíðar fatlanir í húsnæði þroskahjálpar. Þar var flutt erindi um heimsókn foreldra til Noregs til þess að fræðast um fá- gæta fötlun. I framhaldi fóru síðan fram almennt spjall. Þó þarna væri um einstaklinga með ólíkar fatlanir að ræða var ótrúlega margt sem þessir aðilar áttu sameiginlegt. Ekki síst var það dýrmætt að hitta þarna foreldra sem áttu eldri börn og gátu leiðbeint okkur hinum sem styttra voru á veg komin. Laugardaginn 20. nóvember kl 14.00 ætla foreldrar barna með fá- gætar fatlanir að hittast aftur. Að þessu sinni ætlum við að hittast með bömin með okkur. Við ætlum að hittast á Lyngási, Safamýri 5, fá okkur kaffi saman og skiptast á skoðunum. Með þessari grein vill ég vekja athygli foreldra barna með fágætar fatlanir á þessu málefni um leið og ég hvet sem flesta sem málið varðar að mæta. Frekari upplýsingar er hægt að fá skrifstofu þroskahjálpar ísími 588 9390
Höfundur er foreldri barns með fá- tíða fötlun.
Betri föt efif Klæðskeraverksfæði Pantið
aldamótafatnaðinn
núna!
Sími 557 8700
BASTA* BASTA basta
de-icer
IJMnM rwt r.
fTKnstwre- lif*1** ,.
w*t
b$STa
I Jupone
5trft/sticki
ekkert hrím á rúðum
engar frosnar læsingar
engar frosnar hurðir
auðveld gangsetning í kuldanum
rakavörn fyrir rafkerfið
I fJWíjjf
I
**“*2?££
Olíufélagið hf
Anna
Kristinsdóttir
Athugasemd
sem snertir
Ríkisútvarpið
BLAÐAMENN
Morgunblaðsins
kunna ekki frönsku.
Þetta er ósatt, svara
menn hjá Morgun-
blaðinu. Hjá blaðinu
vinna nokkrir blaða-
menn sem eru vel fær-
ir í frönsku. Eg veit
það, enda meinti ég
ekki alla blaðamenn
Morgunblaðsins, held-
ur bara suma þeirra.
Aftur svara Morgun-
blaðsmenn því til að
það sé ekki nóg að
segja blaðamenn og
meina bara suma
þeirra, það að sleppa
óákveðnu fornafni valdi misskiln-
ingi. Menn haldi að enginn blaða-
maður Morgunblaðsins kunni
frönsku, ef ég haldi fast við að orða
þetta svona. Jæja þá, SUMIR
blaðamenn Morgunblaðsins kunna
frönsku.
„Starfsmenn Ríkisútvarpsins
hafa lagt til að Ríkisútvarpinu verði
breytt í Ríkisútvarpið hf.“ Þetta
segir Morgunblaðið á blaðsíðu 25
sunnudaginn 7. nóvember og það er
ósatt. Líkt og í dæminu hér á undan
veldur vöntun á óákveðnu fornafni
því að þessi fullyrðing um starfs-
menn Ríkisútvarpsins er alröng.
Réttara væri að segja „Nokkrir yf-
irmenn Ríkisútvarpsins vilja að því
verði breytt í hlutafélag."
Saga þessarar tillögu örfári’a nú-
verandi starfsmanna (7 af 370) að
breyta fyrirtækinu í hlutafélag
skýrir það hversu fáir aðrir starfs-
menn hafa sýnt henni áhuga. I júní
1996 skipaði Heimir Steinsson þá-
verandi útvarpsstjóri sjö manna
starfshóp sem átti að gera sér grein
fyrir tækniþróun komandi ára og
hvemig Ríidsútvarpið gæti nýtt sér
þá þróun. í samræmi við erindis-
bréfið skipaði Heimir formann
hópsins Eyjólf Valdimarsson, þá-
verandi framkvæmdastjóra Ríkis-
útvarpsins, það er að segja hópur-
inn fjallaði ekkert um
aðalviðfangsefni Ríkisútvarpsins -
dagskrá og dagskrárgerð. Bara um
tækniþróun. Reyndar bætti hópur-
inn við bollaleggingum um breyt-
ingu á rekstrarformi fyrirtækisins.
I því sambandi er rétt að hafa í
huga að á landsfundum árin 1993
og 1996 ályktaði Sjálfstæðisflokk-
urinn að huga þyrfti að breytingu á
rekstrarformi Ríkis-
útvarpsins, svo og að
síðustu árum, breyt-
ing í hlutafélag og
einkavæðing.
Bogi Ágústsson
fréttastjóri Sjónvar-
psins var einn af þátt-
takendum í ofan-
gi'eindum starfshóp
Heimis Steinssonar.
Bogi hefur sjálfur sagt
frá því að það hafí ver-
ið hann sem fékk hóp-
inn til þess að mæla
með breytingu í hluta-
félag. Höfuðröksemd-
ir voru þær að við há-
effun næðist fram
„breyttur hugsunarháttur yfir-
manna og starfsmanna í fyrirtæki
sem býr við sömu skilyrði og einka-
fyrirtæki", ennfremur yrði „auð-
veldari aðlögun að síbreytilegum
Hlutafélög
Tillögurnar um breyt-
ingu Ríkisútvarpsins í
hlutafélag eru, að mati
Jóns Asgeirs
Sigurðssonar, vanhugs-
aðar og reistar á
vondum rökum.
markaðsaðstæðum" fyrir Ríkisútv-
arpið. Með öðrum orðum, Ríkisútv-
arpinu færi best að starfa eins og
hvert annað einkafyrirtæki á ljós-
vakamarkaði.
Ef þessar tillögur næðu fram að
ganga, þá væri eðlilegt að taka und-
ir með Pétri Blöndal alþingismanni
og spyrja: Af hverju stendur ríkis-
sjóður Islands bara í útvarps- og
sjónvarpsrekstri? Af hverju gefur
hann ekki líka út dagblað og sér um
internetið? Breyting Ríkisútvar-
psins í þá veru að það sé eins og
hver annar einkarekstur, skapar
þegar allt kemur til alls forsendur
íyrir því að leggja það niður. Þegar
búið væri að breyta Ríkisútvarpinu
í hlutafélag, yrði næsta skref aug-
ljóslega það að selja hlutabréfin á
opnum markaði og breyta því þar-
með í venjulegt einkafyrirtæki.
Jón Ásgeir
Sigurðsson
GRAND HÓTEL REYKJAVÍK býður til jólahátíðar með sérstakri
hátíðarstemningu og ilmandi jólahlaðborði.
Við bjóðum glæsileg salarkynni fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hljómsveitin GRAND BAND leikur fyrir dansi föstudaga og
laugardaga. Gunnar Páll leikur borðtónhst allar helgar.
Glæsilegt og ilmandi jólahlaðborð
í anda íslenskra jóla.
GRAND JÓL - Föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld
og í hádeginu á föstudögum.
HOTEL
REYKJAVÍK
OPNUM FYIIl
OEAMD JJÓL
föstudaginn 26. nóvember.
imhíi iiiiiiWí||'twrn W • • •' '■ ... •sssSSt ■ — p
rtLJLJiH
• r 0 r/!
J