Morgunblaðið - 18.11.1999, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Svo við lðgðum Hvemig vissirðu Einhver sagði
upp í vesturátt. að það var vestur? að sólin settist
í vestri.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Við erum líka til
Frá leiðbeinendum
á leikskólanum Sæborg:
Á UNDANFÖRNUM vikum og
mánuðum hefur mikið verið rætt
og ritað um leikskólamál í höfuð-
borginni, manneklu og kjaramál
leikskólakennara. I þessari um-
ræðu hefur hins vegar lítið farið
fyrir stöðu ófaglærðra, þ.e. leið-
beinenda á leikskólum borgarinn-
ar. Við erum hvorki meira né
minna en 60% af starfsfólkinu.
Þeir sem þekkja til segja að
ástandið á leikskólunum hafi aldrei
verið jafnslæmt og núna í haust.
Byrjunarlaun leiðbeinenda eru
um 70 þúsund krónur á mánuði og
þessi lágu laun eru aðalástæðan
fyrir þeirri manneklu sem hefur
verið í leikskólum borgarinnar. Á
meðan þensla er í þjóðfélaginu
eiga leikskólar erfiðara með að
keppa um starfsfólk við aðra
vinnustaði sem bjóða hærri laun.
Við, sem störfum á leikskólum,
höfum ekki orðið varar við hið
margumtalaða góðæri sem ríkis-
stjórnin er alltaf að tala um.
Ráðamenn þjóðarinnar virðast
ekki gera sér grein fyrir hve gífur-
lega krefjandi og mikilvægt starf
það er að vinna með litlum börnum
allan daginn. Það hlýtur að segja
manni eitthvað um viðhorf til
starfsins að launin skuli ekki vera
hærri en raun ber vitni.
Þrátt fyrir að launin hafi staðið í
stað, miðað við þá þróun sem hefur
verið á hinum almenna markaði,
eru sífellt að aukast kröfumar til
okkar sem gegnum uppeldisstörf-
um í þjóðfélaginu. Þetta fer ekki
saman!
í starfsmannastefnu Reykjavík-
urborgar segir að borgin stefni að
því að taka meira tillit til ábyrgð-
ar, frammistöðu og árangurs við
ákvörðun kjara til þess að laða að
sem hæfast starfsfólk og halda því.
Spurning er hvort hæfasta starfs-
fólkið geti sætt sig við 70-80 þús.
krónur á mánuði í laun til lengdar!
Til þess að bæta ástandið þarf
að hækka launin verulega og láta
leikskólana njóta meiri virðingar,
þannig að starfið verði eftirsótt-
ara. Því það er gaman að vinna
með börnum, bæði gefandi og
skapandi.
Þessi mannekla hefur kannski
ekki bitnað hvað harðast á okkar
leikskóla en samt höfum við orðið
varar við aukið álag.
Foreldrum er væntanlega ekki
sama hvers konar fólk annast börn
þeirra. Það verður að vera hlýlegt
og ábyrgt. Því skiptir það miklu
máli að fá gott starfsfólk til starfa
því fyrstu árin leggja granninn að
öllu lífinu. Yfirvöld verða að fara
að taka sig á og hækka laun okkar
sem störfum í leikskólunum. Þá
mun ekki verða vandamál að fá
fólk til starfa.
Nýlega gripu borgaryfirvöld til
þess ráðs að greiða viðbótarfjár-
veitingu til leikskólanna. Að nafn-
inu til á þetta að ganga jafnt yfir
alla. Samt var leikskólastjórum
fyrirskipað að fyrsta greiðsla færi
beint í vasa deildarstjóranna.
Samkvæmt okkar heimildum er
misjafnt hvernig að því var staðið
og starfsmaður hjá Eflingu tjáði
okkur að símalínur væru rauð-
glóandi vegna almennrar óánægju
leiðbeinenda. Þetta hefur leitt tU
þess að skapast hefur kergja milli
starfsmanna innbyrðis og á milli
leikskóla. Er víst að þetta sé leið
til að laða að nýtt starfsfólk og
halda í það sem fyrir er? Hefði
ekki verið nær að hækka launin í
stað þess að pukrast svona með
þessa fjármuni?
Að lokum viljum við hvetja leið-
beinendur á öðrum leikskólum hjá
Eflingu til að láta í sér heyra.
Varla eru þeir, fremur en við,
ánægðir með launin og stöðu mála.
EYDÍS MIKAELSDÓTTIR,
HRAFNHILDUR
ÖRLYGSDÓTTIR,
SIGRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
RAKEL J.
SIGURSTEINSDÓTTIR,
leiðbeinendur á leikskólanum
Sæborg.
• •
Oryrkjar í skugga
ljóssins hátíðar
Frá Margréti Guðmundsdóttur:
SENN líður að jólum og við gleðj-
umst yfir fæðingu Frelsarans.
Gleðjumst yfir þeim kærleika,
þeirri miskunn og náð sem Hann
einn er megnugur að veita. En
hvað, eru ekki allir glaðir? Þeir sem
það þekkja vita hvaða skuggi fylgir
ljóssins hátíð. Skuggi fátæktar.
Þann skugga þekkja öryrkjar vel
og þær sorglegu afleiðingar sem
honum fylgja svo oft.
Árviss betliganga öryrkja milli
góðgerðastofnana fyrir jólahaldinu
er senn að hefjast. Niðurlæging og
stöðug áminning um að öryrkjar
eru ekki hluti af íslensku samfélagi,
heldur óþægilegur baggi.
Það getur ekki talist eðlilegt að
hundruð Islendinga þurfi að reiða
sig á matarúttektarmiða í Bónus
frá Mæðrastyrksnefnd og Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Eða er kannski
einhver sem hagnast á þessu ást-
andi?
Er ekki kominn tími til að þessar
tölur hækki: Örorkulífeyrir 16.829
kr. pr. mán. Tekjutrygging 29.747.-
pr. mán. Heimilisuppbót 13.836.pr.
mán. og sérstaka heimilisuppbótin
6.767.kr. pr. mán. Þetta eru stríp-
aðar örorkubætur.
Ætla stjórnvöld að halda áfram
að telja þjóðinni trú um að ef þessar
tölur hækki þá fari af stað óöld í ís-
lensku efnahagslífi? Eru öryrkjar
burðarstólpar velferðarríkisins Is-
lands? Það er ekkert sem réttlætir
svona meðferð á manneskjum sem
búa við skerta starfsorku.
MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR,
skrifstofumaður hjá
Háskóla Islands og öryrki.
AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.