Morgunblaðið - 18.11.1999, Síða 74

Morgunblaðið - 18.11.1999, Síða 74
74 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fleiri brjóst í borgar- stjórn I Leitinni að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum eru dregnar upp svipmyndir af lífí kvenna síðustu áratuga. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fékk Eddu Björgvinsdóttur og vinkonu hennar, Helgu Thorberg, til að rifja upp gróskutímabil kvennabaráttunnar. Morgunblaðið/RAX SVIÐIÐ er kaffihúsið Baun- in. Innanstokksmunir eru í takt við nýjustu húsgagna- hönnun um aldamót - engu er ofaukið - hvorki má sjá glugga- tjöld fyrir gluggum né borðdúka á S borðum. Tvær gamalgrónar vinkon- ur sitja við borð, báðar með cappu- cino, önnur með stóra sneið af súkkulaðitertu, hin með gulrótar- tertu. Gripið niður í samtalið þegar það er komið eilítið á veg. EDDA: „Já, sumarið 82, þá kom- umst við inn í borgarstjóm." HELGA: „Gvuð, hvað við urðum hissa!“ EDDA (angurvær á svip): „Og allt gekk þetta út á söng og gleði og grín.“ M. HELGA: „Manstu, þegar við vor- um á heyvagninum að syngja um kóngulóna, - með Valgeiri Stuð- manni ogÁstu." EDDA: „Og sungum „Ó, ó, ó, stelpur" og „Þori ég, get ég, vil ég“.“ (Stynur af ánægju.) HELGA (grípur fram í): „Já, og líka „Þú skalt hlusta á þinn innri mann“.“ EDDA: „Já!“ HELGA: „Og manstu, þegar við óvart sögðum um kosninganóttina: „Hlustaðu á þinn EIGINmann" og féllum svo nærri um koll af hlátri." EDDA (tekur bakfóll af hlátri). Þær hlæja saman í smástund. EDDA: „Allt okkar grín, Helga mín, hefur í rauninni verið kvenna- pólitískt grín, sama hvort það er „Elli“, „Fastir liðir eins og venju- lega“, „Henrýetta og Rósamunda“.“ HELGA: „Saman opnum við ekki munninn nema sem kvenrembur." EDDA: „Já, skrípó-kvenrembur. Þetta er annars orðið svo dauflegt núna, það er enginn að beijast í dag. Við vorum með tárin í augunum, eldrauðar í framan og með hnefann á lofti. Og hvemig var þetta nú aft- ur... „Fleiri bijóst í borgarstjóm“.“ HELGA: „Já, þeim fannst það nú ekki alveg nógu gott slagorð kannski." Þær taka sér smámálhlé, súpa á cappucinoinu sínu og taka bita af tertusneiðunum. HELGA: „Og svo fóram við af stað með „Ellaþættina“ þá um haustið, manstu hvað það var gam- an, Edda?“ EDDA (á innsoginu): „Já!“ HELGA (með munninn hálffullan af súkkulaðiköku): „Manstu líka hvað það kom okkur á óvart hvað þeir urðu vinsælir?“ EDDA (samsinnir enn). HELGA (enn að tyggja): „Við héldum nú að Ævar Kjartansson, sem þá var dagskrárstjóri, manstu, yrði bara rekinn íyrir að vera með svona kvennapólitíska þætti á dag- skrá.“ EDDA: „Við voram ekki einu sinni klagaðar - en mikil synd - það er nú alltaf svolítið sport í því.“ HELGA: „Já, og í síðasta þættin- um, manstu, þá létum við allt flakka og héldum að nú yrðum við klagað- ar... en það var nú ekki.“ EDDA: „Rifjaðist þetta ekki allt saman upp íyrir þér á meðan þú horfðir á leikritið, Helga?“ HELGA (hugsar sig aðeins um): „Ég reyndar náði bara í spottann á þessu rauðsokkustandi." EDDA: „Já, við náðum því ekki, en verkið spannar tíu ára tímabil og segir í raun frá öllu þessu kvenna- brölti - það að þurfa að vera full- kominn í pólitík, í frama, á heimili - nokkuð sem við auðvitað göngum í gegnum.“ HELGA (með áherslu): „Já - of- urkonan. (Hristir hausinn pent.) Heldurðu að við séum þessar ofur- konur, Edda?“ EDDA (ákveðin): „Já - því miður - það hefur nú komið illa niður á okkur.“ (Hlær). HELGA (hlær líka): „Ég er kannski ekki nein ofurkona...“ EDDA (grípur fram í): „Víst ertu það!“ HELGA: „Nei - til þess að vera ofurkona, þarf ég líka að vera að hekla, heima og baka og föndra - og vera á alls konar námskeiðum líka - það geri ég ekki.“ Smáþögn. HELGA: „Þýðir það ekki að vera ofurkona?“ (Horfir á Eddu spural á svip.) ÉDDA: „Ég veit það ekki hvort það er alveg svoleiðis... (smáhik) allt í lagi, sleppum heklinu og því - ég er viss um að við eram báðar ofurkon- ur, auðvitað erum við það. Vinnum alltaf 150% vinnu og eigum þar að auki böm og höldum heimili - og getum meira að segja skipt reglu- lega um eiginmenn.“ T-Tloaío hárííiT* HELGA (eftir dálitla ígrundun): „Samþykkt! - Annars hef ég nú aldrei hugsað um þetta svona - þetta með ofurkonuna hefur alltaf verið aukaatriði - enda (hugsar sig um) - fundum við hana ekld upp, Edda?“ EDDA: „Jú, ég held það.“ HELGA: „Mér finnst ofurkonan - æðisgengin kona - kona sem getur allt!“ EDDA: „Það er nú eitt sem þetta allt hefur haft í för með sér - sko - hippamenningin strokaði út mörkin á milli kynjanna. Allir elskuðu alla, allt var leyfilegt og dásamlegt.“ HELGA (með eftirsjá): „Ég missti af því - var húsmóðir og verslunarstjóri á Akureryri - ég held þetta hafi aldrei náð alla leið norður.“ EDDA: „Nei, ætli það hafi ekki verið ófært!“ Þær hlæja. EDDA (heldur áfram): „En svo fóram við yfir í kvennabaráttuna og þetta hefur í rauninni auðvitað gert okkur ofsalega mikið að því sem við eram - okkur finnst við geta allt.“ HELGA: „Nákvæmlega!" EDDA: ,A_uðvitað er þessi kyn- slóð hlaðin störfum, finnst þér ekki. En þá föram við bara aðeins meira á námskeið og íhugum og föram til sálfræðings og svoleiðis..." HELGA (grípur fram í): „Já, ég ætla einmitt að fara að panta mér tíma - ég er nefnilega farin að tala um þetta og þetta ætli ég að tala um við sálfræðinginn, þú veist. Ég er farin að safna mér á lista.“ EDDA: „Já, en einmitt þetta byggir upp sjálfstraust - við getum allt - og skilar í rauninni hinni svo- kölluðu X-kynslóð - sem er börnin okkar - skilar samt sem áður mjög öruggum stelpum sem leyfa sér samt sem áður að vera skvísur. Þær vita alveg að þær geta stofnað sína banka og gert allt mögulegt. Auð- vitað er ennþá við lýði þessi gamla, viðbjóðslega Giýla, að konum er haldið niðri í launum. Það er náttúr- lega hræðUegt. En þetta hefur skU- að miklu - ég er alls ekki svartsýn, þótt mér finnist ef tU vUl vanta bar- áttuanda og hugsjónir svolítið. Ég er bara svo glöð að loksins skuli hóp- ur af hinni næstu kynslóð rísa upp og segja: „Fyrirgefiði, við vUjum ekki klám - við vUjum ekkert ógeð - við vUjum láta hlusta á okkur,“ eins og Bríetumar tU dæmis. Ég var far- in að óttast að enginn ætlaði að segja neitt - hvort við yrðum að halda áfram og verða leiðinlegar, gamlar, tuðandi kellingar?" HELGA (grípur fram í): „Aldrei leiðinlegar, Édda mín.“ EDDA (sér að sér, fljótmælt): „Auðritað ekki, fyrirgefðu Helga mín, ég missti þetta út úr mér.“ HELGA: „Ég held að á allra síð- ustu árum hafi karlarnir verið að njóta afrakstursins af kvennabar- áttunni. Þeir era að upplifa og skynja og njóta tU að mynda barn- anna - nú er þeirra uppskerutími. Kvennabarátta er náttúrlega eilífð- arbarátta, Edda, þetta er eins og launabarátta. Það er ekki hægt að hætta og segja: „Nú erum við búnar að berjast, punktur.“ Það verða allt- af að koma inn ný viðhorf." Kökudiskamir era tómir, þær ljúka við síðustu cappucinodropana og standa upp í rólegheitunum, klæða sig í yfirhaftiir og ganga af sviði. Tjaldið. BRAINBOW LEBBBU MERKIB A MIIVIMIB Það er margt að munal á \ Einbeiting 5körp hugsun Aukið minni Fyrir þá sem hafa ekki efni á að gleyma FÆST f APÓTEKulj 06 HEIL5UVER5LI "i *í # NÝSKÖPUNARSJÓÐUR ATVINNULÍFSINS <í> ímpra PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Irumkvððia og fyrlrtmkja Koldnahotti, 112 ReyRfavfk Ert þú snjall? NýsköþunorsjóSuf stendur fyrir hugmyndasamkeppninni þar sem leitað er að nýjum, snjöllum hugmyndum. Markmið samkeppninnar er m.a. að örva nýsköpun í íslensku atvinnulífi, draga fram í dagsljósið efnilegar hugmyndir og aðstoða einstaklinga við að koma þeim í markaðshœfa vöru. Veittir eru styrkir allt að kr. 600.000 til að Idta reyna d það hvort hugmyndin geti skilað arði til eiganda hugmyndarinnar. Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtœkja d Iðntœknistofnun sér um framkvœmd samkeppninnar fyrir hönd Nýsköpunarsjóðs. SNJALLRÆÐI Allar ndnari upplýsingar fdst í síma 570 7100 eða d netslóð Imþru, www.impra.is Skilafrestur er til 29. nóvember nk. Slóðu tií, þín hugmynd gœti orðiB a SNJ ALLRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.