Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 74
74 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fleiri brjóst í borgar- stjórn I Leitinni að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum eru dregnar upp svipmyndir af lífí kvenna síðustu áratuga. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fékk Eddu Björgvinsdóttur og vinkonu hennar, Helgu Thorberg, til að rifja upp gróskutímabil kvennabaráttunnar. Morgunblaðið/RAX SVIÐIÐ er kaffihúsið Baun- in. Innanstokksmunir eru í takt við nýjustu húsgagna- hönnun um aldamót - engu er ofaukið - hvorki má sjá glugga- tjöld fyrir gluggum né borðdúka á S borðum. Tvær gamalgrónar vinkon- ur sitja við borð, báðar með cappu- cino, önnur með stóra sneið af súkkulaðitertu, hin með gulrótar- tertu. Gripið niður í samtalið þegar það er komið eilítið á veg. EDDA: „Já, sumarið 82, þá kom- umst við inn í borgarstjóm." HELGA: „Gvuð, hvað við urðum hissa!“ EDDA (angurvær á svip): „Og allt gekk þetta út á söng og gleði og grín.“ M. HELGA: „Manstu, þegar við vor- um á heyvagninum að syngja um kóngulóna, - með Valgeiri Stuð- manni ogÁstu." EDDA: „Og sungum „Ó, ó, ó, stelpur" og „Þori ég, get ég, vil ég“.“ (Stynur af ánægju.) HELGA (grípur fram í): „Já, og líka „Þú skalt hlusta á þinn innri mann“.“ EDDA: „Já!“ HELGA: „Og manstu, þegar við óvart sögðum um kosninganóttina: „Hlustaðu á þinn EIGINmann" og féllum svo nærri um koll af hlátri." EDDA (tekur bakfóll af hlátri). Þær hlæja saman í smástund. EDDA: „Allt okkar grín, Helga mín, hefur í rauninni verið kvenna- pólitískt grín, sama hvort það er „Elli“, „Fastir liðir eins og venju- lega“, „Henrýetta og Rósamunda“.“ HELGA: „Saman opnum við ekki munninn nema sem kvenrembur." EDDA: „Já, skrípó-kvenrembur. Þetta er annars orðið svo dauflegt núna, það er enginn að beijast í dag. Við vorum með tárin í augunum, eldrauðar í framan og með hnefann á lofti. Og hvemig var þetta nú aft- ur... „Fleiri bijóst í borgarstjóm“.“ HELGA: „Já, þeim fannst það nú ekki alveg nógu gott slagorð kannski." Þær taka sér smámálhlé, súpa á cappucinoinu sínu og taka bita af tertusneiðunum. HELGA: „Og svo fóram við af stað með „Ellaþættina“ þá um haustið, manstu hvað það var gam- an, Edda?“ EDDA (á innsoginu): „Já!“ HELGA (með munninn hálffullan af súkkulaðiköku): „Manstu líka hvað það kom okkur á óvart hvað þeir urðu vinsælir?“ EDDA (samsinnir enn). HELGA (enn að tyggja): „Við héldum nú að Ævar Kjartansson, sem þá var dagskrárstjóri, manstu, yrði bara rekinn íyrir að vera með svona kvennapólitíska þætti á dag- skrá.“ EDDA: „Við voram ekki einu sinni klagaðar - en mikil synd - það er nú alltaf svolítið sport í því.“ HELGA: „Já, og í síðasta þættin- um, manstu, þá létum við allt flakka og héldum að nú yrðum við klagað- ar... en það var nú ekki.“ EDDA: „Rifjaðist þetta ekki allt saman upp íyrir þér á meðan þú horfðir á leikritið, Helga?“ HELGA (hugsar sig aðeins um): „Ég reyndar náði bara í spottann á þessu rauðsokkustandi." EDDA: „Já, við náðum því ekki, en verkið spannar tíu ára tímabil og segir í raun frá öllu þessu kvenna- brölti - það að þurfa að vera full- kominn í pólitík, í frama, á heimili - nokkuð sem við auðvitað göngum í gegnum.“ HELGA (með áherslu): „Já - of- urkonan. (Hristir hausinn pent.) Heldurðu að við séum þessar ofur- konur, Edda?“ EDDA (ákveðin): „Já - því miður - það hefur nú komið illa niður á okkur.“ (Hlær). HELGA (hlær líka): „Ég er kannski ekki nein ofurkona...“ EDDA (grípur fram í): „Víst ertu það!“ HELGA: „Nei - til þess að vera ofurkona, þarf ég líka að vera að hekla, heima og baka og föndra - og vera á alls konar námskeiðum líka - það geri ég ekki.“ Smáþögn. HELGA: „Þýðir það ekki að vera ofurkona?“ (Horfir á Eddu spural á svip.) ÉDDA: „Ég veit það ekki hvort það er alveg svoleiðis... (smáhik) allt í lagi, sleppum heklinu og því - ég er viss um að við eram báðar ofurkon- ur, auðvitað erum við það. Vinnum alltaf 150% vinnu og eigum þar að auki böm og höldum heimili - og getum meira að segja skipt reglu- lega um eiginmenn.“ T-Tloaío hárííiT* HELGA (eftir dálitla ígrundun): „Samþykkt! - Annars hef ég nú aldrei hugsað um þetta svona - þetta með ofurkonuna hefur alltaf verið aukaatriði - enda (hugsar sig um) - fundum við hana ekld upp, Edda?“ EDDA: „Jú, ég held það.“ HELGA: „Mér finnst ofurkonan - æðisgengin kona - kona sem getur allt!“ EDDA: „Það er nú eitt sem þetta allt hefur haft í för með sér - sko - hippamenningin strokaði út mörkin á milli kynjanna. Allir elskuðu alla, allt var leyfilegt og dásamlegt.“ HELGA (með eftirsjá): „Ég missti af því - var húsmóðir og verslunarstjóri á Akureryri - ég held þetta hafi aldrei náð alla leið norður.“ EDDA: „Nei, ætli það hafi ekki verið ófært!“ Þær hlæja. EDDA (heldur áfram): „En svo fóram við yfir í kvennabaráttuna og þetta hefur í rauninni auðvitað gert okkur ofsalega mikið að því sem við eram - okkur finnst við geta allt.“ HELGA: „Nákvæmlega!" EDDA: ,A_uðvitað er þessi kyn- slóð hlaðin störfum, finnst þér ekki. En þá föram við bara aðeins meira á námskeið og íhugum og föram til sálfræðings og svoleiðis..." HELGA (grípur fram í): „Já, ég ætla einmitt að fara að panta mér tíma - ég er nefnilega farin að tala um þetta og þetta ætli ég að tala um við sálfræðinginn, þú veist. Ég er farin að safna mér á lista.“ EDDA: „Já, en einmitt þetta byggir upp sjálfstraust - við getum allt - og skilar í rauninni hinni svo- kölluðu X-kynslóð - sem er börnin okkar - skilar samt sem áður mjög öruggum stelpum sem leyfa sér samt sem áður að vera skvísur. Þær vita alveg að þær geta stofnað sína banka og gert allt mögulegt. Auð- vitað er ennþá við lýði þessi gamla, viðbjóðslega Giýla, að konum er haldið niðri í launum. Það er náttúr- lega hræðUegt. En þetta hefur skU- að miklu - ég er alls ekki svartsýn, þótt mér finnist ef tU vUl vanta bar- áttuanda og hugsjónir svolítið. Ég er bara svo glöð að loksins skuli hóp- ur af hinni næstu kynslóð rísa upp og segja: „Fyrirgefiði, við vUjum ekki klám - við vUjum ekkert ógeð - við vUjum láta hlusta á okkur,“ eins og Bríetumar tU dæmis. Ég var far- in að óttast að enginn ætlaði að segja neitt - hvort við yrðum að halda áfram og verða leiðinlegar, gamlar, tuðandi kellingar?" HELGA (grípur fram í): „Aldrei leiðinlegar, Édda mín.“ EDDA (sér að sér, fljótmælt): „Auðritað ekki, fyrirgefðu Helga mín, ég missti þetta út úr mér.“ HELGA: „Ég held að á allra síð- ustu árum hafi karlarnir verið að njóta afrakstursins af kvennabar- áttunni. Þeir era að upplifa og skynja og njóta tU að mynda barn- anna - nú er þeirra uppskerutími. Kvennabarátta er náttúrlega eilífð- arbarátta, Edda, þetta er eins og launabarátta. Það er ekki hægt að hætta og segja: „Nú erum við búnar að berjast, punktur.“ Það verða allt- af að koma inn ný viðhorf." Kökudiskamir era tómir, þær ljúka við síðustu cappucinodropana og standa upp í rólegheitunum, klæða sig í yfirhaftiir og ganga af sviði. Tjaldið. BRAINBOW LEBBBU MERKIB A MIIVIMIB Það er margt að munal á \ Einbeiting 5körp hugsun Aukið minni Fyrir þá sem hafa ekki efni á að gleyma FÆST f APÓTEKulj 06 HEIL5UVER5LI "i *í # NÝSKÖPUNARSJÓÐUR ATVINNULÍFSINS <í> ímpra PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Irumkvððia og fyrlrtmkja Koldnahotti, 112 ReyRfavfk Ert þú snjall? NýsköþunorsjóSuf stendur fyrir hugmyndasamkeppninni þar sem leitað er að nýjum, snjöllum hugmyndum. Markmið samkeppninnar er m.a. að örva nýsköpun í íslensku atvinnulífi, draga fram í dagsljósið efnilegar hugmyndir og aðstoða einstaklinga við að koma þeim í markaðshœfa vöru. Veittir eru styrkir allt að kr. 600.000 til að Idta reyna d það hvort hugmyndin geti skilað arði til eiganda hugmyndarinnar. Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtœkja d Iðntœknistofnun sér um framkvœmd samkeppninnar fyrir hönd Nýsköpunarsjóðs. SNJALLRÆÐI Allar ndnari upplýsingar fdst í síma 570 7100 eða d netslóð Imþru, www.impra.is Skilafrestur er til 29. nóvember nk. Slóðu tií, þín hugmynd gœti orðiB a SNJ ALLRÆÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.