Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 80

Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 80
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3M0, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJtaMBLIS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Rannsókn á stóra hassmálinu heldur áfram Maður hand- -tekinn á Spáni RANNSÓKN á hinu stórfellda hassmáli, sem komið var upp um í síðustu viku, leiddi til þess að mað- ur, sem er aðili að málinu, var í gær handtekinn á Spáni. Um er að ræða erlendan aðila sem talinn er hafa tekið þátt í að koma upp smyglleið frá Spáni til Islands í samvinnu við menn á Islandi. Rannsókn málsins heldur áfram hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík í samstarfi við ríkislög- reglustjóra og spænsk lögregluyf- irvöld. Þrír menn á aldrinum 37 til 40 —^Pb-a voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald í fyrrakvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur. Rennur gæsluvarð- hald yfir tveimur þeirra út á þriðju- dag en einn mannanna var úrskurð- aður í gæslu til 14. desember. Alls voru fjórir menn handteknir á mánudagskvöld í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar og ríkislög- reglustjórans. Lagt var hald á rúmlega 30 kg af hassi áður en því var smyglað til landsins, eða 6 kg meira en lagt var hald á í stóra fíkniefnamálinu, sem enn er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var lagt hald á hassið á Spáni. Rannsókn stóra hassmálsins spannar yfir langt tímabil hjá lög- reglu, en það var tekið til meðferð- ar í mars á síðasta ári en rannsókn stóra fíkniefnamálsins hófst í maí á þessu ári. Morgunblaðið/Sverrir Nýtt Karphús í smíðum STEFNT er að því að embætti ríkissáttasemjara flytji í nýtt húsnæði 1. febrúar á næsta ári. Það verður þó ekki farið langt, því embættið flyst í Borgartún, úr Borgartúni 22 í Borgartún 23, sem er í byggingu hinum megin við götuna, en þar fær embættið til nota 4. hæð hússins. Þdrir Einarsson, ríkissátta- semjari, segir að nýja húsnæðið sé svipað að stærð og það hús- næði sem embættið sé í nú, en það muni nýtast betur vegna skipulags þess. Fyrstu kjarasamningarnir eru lausir 15. febrúar og útlit er því fyrir að þeir fari fram í nýju húsnæði ríkissáttasemjara, sem gjarnan hefur gengið undir nafninu Karphús manna á með- al. Innanlandsflugið Kostnaður 2.200 krónur á farþega NOTENDAGJÖLD í innanlands- flugi yrðu að vera að meðaltali um 2.200 krónur á hvem fluglegg hjá fullorðnum og 1.100 krónur hjá börnum ef endurheimta ætti að fullu kostnað ríkisins af fluginu. Þetta kom fram í erindi Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings á flugþingi sem haldið var í gær. Tryggvi Þór sagði að flugvallar- skattur þyrfti ekki að vera nema 314 krónur á hvern flugfarþega til að hann gæti staðið undir rekstri ríkisins við flugrekstrarþjónustuna ef reiknaðar væru með allar tekjur sem til verða á Keflavíkurflugvelli. An tekna af Fríhöfninni yrði kostn- aður á hvern fluglegg kringum þús- und krónur á hvem farþega. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra greindi frá því að nú væri í undirbúningi í ráðuneytinu fyrsta samræmda samgönguáætlunin og kvaðst hann leggja mikla áherslu á að hún yrði að veruleika á næsta ári. Sagði hann það skoðun sína að fjármunir í samgöngumálum nýtt- ust betur ef áætlanagerð fyrir vega,- hafna- og flugmál væri unnin samhliða. Einnig kom fram í máli samgönguráðherra að leita þyrfti leiða til að efla flug og ferðaþjón- ustu og margsinnis hefði verið bent á að Reykjavíkurflugvöllur væri forsenda þess að innanlandsflug gæti staðið undir nafni og náð að vaxa og dafna. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri fjallaði um hlutverk Flugmála- stjórnar og sagði þörf á breytingum á skipulagi flugstjómarmála á ís- landi. Þörf væri á sveigjanlegra rekstrarformi til að hægt væri að standast betur samkeppni og sneggri tO að bregðast við þörf á þjónustu. Kisa lagar loftnetið Kötturinn fer sínar eigin leiðir og stundum Hggur leiðin upp á þak til þess að gera við loftnetið. Að minnsta kosti má ímynda sér að þessi köttur hafi rétt brugðið sér frá sjónvarpstækinu til þess að reyna að bæta útsendingarskilyrðin —Sfyrir gesti Hótels Skaftafells í Freysnesi. Ekki fylgir sögunni hvort myndgæðin í sjónvarpinu hafí orðið betri eða verri fyrir vikið. ------------- Kærumál til Hæstaréttar BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur ákveðið að vísa kærumáli jafnréttis- nefndar vegna Ragnhildai- Vigfús- ■'■^óttur íyrrverandi jafnréttisfulltrúa gegn Akureyrarbæ til Hæstaréttar. Héraðsdómur Norðurlands kvað ný- lega upp þann dóm að Akureyrarbæ bæri að greiða Ragnhildi bætur vegna ólögmæts launamismunar milli hennar annars vegar og at- vinnufulltrúa bæjarins hins vegar. Morgunblaðið/Ásdís ■ Ný flugstöð/40 Miklar breytingar á fylgi flokkanna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Vinstri grænir eru næst stærsta stjórnmálaaflið 46,3% ÍSLENDINGA kysu Sjálfstæðisflokkinn ef alþingiskosningar væru haldnar nú saman- borið við 40,7% sem flokkurinn fékk í kosning- unum í maí síðastliðnum. Samfylkingin myndi tapa mestu fylgi en 16,6% myndu kjósa Sam- fylkinguna nú, en hún fékk 26,8% í síðustu kosn- ingum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð myndi rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, úr 9,1% í 18,9% og er næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Ríkisstjórnin á svipað hlutfall stuðningsmanna og í mars 1999. 47,4% styðja ríkisstjórnina, 26,1% er hlutlaus og 23,5% telja sig vera andstæðinga ríkisstjórnar- innar. Þetta kemur fram í þjóðmálakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu tO ríkis- stjórnarinnar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem unnin var dagana 26. október tO 11. nóvember 1999, fengi Framsóknarflokkurinn 15,4% fylgi nú en fékk 18,4% í síðustu kosningum. Munurinn á fylgi Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Fram- sóknarflokksins er ekki talinn marktækur. Frjálslyndi flokkurinn fengi 1,9% en fékk 4,2% í síðustu kosningum og önnur framboð fengju 1% en fengu 0,8% í síðustu kosningum. Alls fengust svör frá 985 manns, 18 ára og eldri, í könnuninni. Fyrst var spurt: Ef alþingis- kosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þessari spurningu voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa? Segði fólk enn „veit ekki“ var það spurt: En hvort heldurðu að sé h'klegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? 15% svar- enda sögðu „veit ekki“ eftir fyrstu tvær spurn- ingamar, en þegar svörum við þriðju spumingu er bætt við fer hlutfall óráðinna niður í 6,5%. AIls sögðust 7,2% skila auðu eða kjósa ekki og 3,9% neituðu að svara spumingunni. Þeim svarendum sem svömðu þriðju spumingunni þannig að þeir muni lfldega kjósa einhvem flokk annan en Sjálf- stæðisflokkinn var skipt á milli þeirra flokka í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust við tveimur fyrri spurningunum. Litlar breytingar á fylgi rfliisstjórnarinnar Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og Reykjanesi rétt um 50%. Fylgi Vinstrihreyfingar er nokkuð jafnt milli landshluta, en það er mest í Reykjavík, 20,9%. Fylgi Framsóknaiflokksins í Reykjavík mælist 8,8% í könnuninni og 11,4% á Reykjanesi. Fylgi Samfylkingarinnar er nokkuð jafnt í öllum kjör- dæmum, en þó minnst á landsbyggðinni, þar sem það mælist 14,9%. Svipað hlutfall styður rfldsstjórnina nú og í mars 1999, eða 47,4% nú á móti 47,3% í mars. Könnunin er birt í heild á fréttavef mbl.is. ■ Fylgi/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.