Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBBR 1999 AKUREYRI + Engar umsóknir um lausar einbýlishúsalóðir Ein umsókn um 7000 fermetra þjónustusvæði við Langholt ENGAR umsóknir bárust um laus- ar einbýlishúsalóðir en þær voru auglýstar nýlega og rann frestur til að sækja um út í vikunni. Ekki bár- ust heldur umsóknir um raðhús- parhús og lóð undir tveggja hæða fjölbýlishús í Giljahverfi. Alls voru auglýstar lóðir undir einbýlishús við nokkrar götur í Síðuhverfi, Brekku-, Borgar- og Bakkasíðu og þá voru einnig lausar lóðir undir einnar og tveggja hæða einbýlishús í Giljahverfi, m.a við Urðargil, Valagil, Vesturgil og Vík- urgil og ein við Stórholt. AIls eru lausar lóðir undir einbýlishús á þessum svæðum 46 talsins. 7000 fermetra þjónustusvæði við Langholt Ein umsókn barst um rúmlega 7000 fermetra stóra lóð við Lang- holt en þar er fyrirhugað að hefja atvinnu- og þjónustustarfsemi. Fjórar lóðir í nýju iðnaðarhverfi í Nesjahverfi í Krossaneshaga eru lausar, allar við Baldursnes en eng- ar umsóknir um þær bárust nú. Að- ur en lóðirnar voru auglýstar hafði verið spurst íyrir um þær þannig að áhugi er íyrir að byggja iðnaðar- húsnæði á þessum slóðum að sögn Knúts Karlssonar formanns bygg- inganefndar Akureyrar. Einnig voru auglýstar lausar lóð- ir á öðrum svæðum, m.a. við Freyjunes á sama stað og þá var auglýst lóð á hafnarsvæðinu við Ós- eyri sem og lausar lóðir undir ver- búðir í Sandgerðisbót. Að þessu sinni bárust engar umsóknir um þessar lóðir. Hins vegar bárust um- sóknir um lóðir við Frostagötu und- ir iðnað eða þjónustu, þ.e. sitt hvor umsóknin um lóðir númer 4a og 4b. Úrval byggingalóða til reiðu Knútur sagði það stefnu bygg- inganefndar að hafa ævinlega nokk- urt úrval byggingalóða. Margar ein- býlishúsalóðanna hefðu verið lausar lengi, jafnvel svo árum skipti, en aðrar skemur. „Við vildum vekja at- hygli á þeim lóðum sem til staðar eru og auglýstum þær allar í einu,“ sagði Knútur. „Ég óttast ekkert þó umsóknir hafi verið fáar núna, við höfum þessar lóðir, þær eru lausar og þeir sem hug hafa á að byggja hafa þá úr einhverju að velja.“ Morgunblaðið/Kristján Árni Másson og Jón Hansen, starfsmenn Akureyrarbæjar, við dýptar- mælingar við Langholt, en þar er fyrirhugað að reisa um 7000 fer- metra atvinnu- og þjónustusvæði, en ein umsókn barst um lóðina sem nýlega var auglýst. Stjórnarmenn í Verði Afsökun- arbeiðni vegna ályktunar STJÓRNARMENN í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ályktunar sem samþykkt var í síðustu viku um íslenskukennslu nýbúa. Beðist er afsökunar á þeim skilaboðum sem lesin hafa verið út út ályktuninni og þá segir að titli hennar, Island fyrir Islendinga, hafi ekki verið ætlað að vísa til þess smánarbletts sem nasisminn er á mannkynssögunni. „Sú hugsun sem ályktuninni var ætlað að koma á framfæri, komst ekki til skila í henni. Hugsunin vai’ og er sú að tryggja nýbúum mennt- un í íslensku og gera íslenskukunn- áttu að skilyrði fyrir veitingu ís- lensks ríkisborgararéttar. Nýbúar eru góðir og gegnir einstaklingai' í íslensku samfélagi. Það er öllum tú hagsbóta að nýbúum verði gert kleift að verða virkari þátttakendur í íslensku þjóðlífi," segir í frétt frá Verði og jafnframt að stjómarmenn voni að félagið muni ekki bíða hnekki af ályktuninni, „og lýkur málinu hér með af okkar hálfu“. Morgunblaðið/Benjamín Benedikt Hjaltason ásamt iðnaðarmönnunum, Bolla Ragnarssyni, Davíð Hafsteinssyni, Guðmundi Karlssyni og Sigurjóni Helgasyni við nýbreyttan mjaltabás þar sem 140 kýr verða mjólkaðar í hvert mál. Stærsta kúa- bú landsins á Hrafnagili EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. BENEDIKT Hjaltason og Mar- grét Aradóttir á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit reka nú stærsta kúabú landsins. Þau hafa á þessu ári keypt 175.000 lítra mjólkur- kvóta og eru því samtals með 515.000 lítra greiðslumark. Kýrnar eru 140 talsins og naut- gripir alls tæplega 300 á búinu. Þau hjón hafa verið að breyta innréttingum í fjósi að undan- förnu og í hlöðunni er kominn vélgengur fóðurgangur þar sem hægt er að fóðra kýrnar á skömmum tíma. Kýrnar eru laus- ar allan sólarhringinn en hafa hver og ein legubás til afnota. Benedikt sagði að einnig hefði orðið að breyta mjaltabásnum og er hann nú þannig útbúinn að hægt er að hleypa hverri kú út strax að loknum mjöltum og fá nýja kú inn í staðinn. Þannig er hægt að stytta mjaltatímann sem er mikilvægt þegar kúafjöldinn er orðinn svona mikill. Feng-Shui er forn kínversk aðferð sem jafnar „Chi" (lífsorku) í umhverfi okkar. Feng-Shui hefur óhrif ó heilsu, samskipti og farsæld. Afstaðan er mæld með kínverskum „lopan" (óttavita) til að nó fram því besta í hverju húsi, heimili eða fyrirtæki. Grundvallarlögmól Feng-Shui er að skapa jafnvægi í kringum okkur svo að umhverfið styðji og vinni með okkur en ekki ó móti. Athena er fædd í Kanada en hefur verið búsett ó íslandi í mörg ór og talar íslensku. Hún fer um allt land og heimsækir heimahús og fyrirtæki til að bæta og auka heilsu, hamingju og farsæld í peningomólum. Athena lærði Feng-Shui í American Feng-Shui Institute undir leiðsögn Larry Sang, heimsþekkts Feng-Shui meistara. Hún starfar með og er í stöðugu sambandi við stofnunina. Athena hefur einnig verið i einkakennslu hjó Kartar Diamond. sem er mjög þekktur róðgjafi fræga fólksins í Los Angeles. Skýrsla og óbendingar eru ó íslensku eða ensku ef óskað er. Athena Spiegelberg, sími 862 4477, fax 461 5130, E-mail: athena@est.is Námskeið, fyrirlestrar og ráðgjöf Jólabærinn Akur- eyri opnaður JÓLABÆRINN Akureyri verður formlega opnaður á morgun, laug- ardaginn 20. nóvember, kl. 17 í miðbæ Akureyrar. Athöfn hefst við Akureyrar- kirkju og munu börn úr grunn- skólum Akureyrar og nágranna- byggðum safnast saman í kirkju- tröppunum og syngja jólalög undir stjórn Snorra Guðvarðarsonar og Ingibjargar Stefánsdóttur, leikkonu. Takmarkið er að hafa syngjandi börn í hvem einustu kirkjutröppu og eru grunnskóla- börn því hvött til að mæta, en þátt- takendur eru beðnir að mæta á staðinn kl. 16.45. Sr. Svavar A. Jónsson sóknai-- prestur flytur hugvekju og að því loknu verður kveikt á „Jólatré allra bama“ við Akureyrarkirkju. Jóla- tréð og jólaljós í kirkjutröppunum eru gjöf Kaupfélags Eyfirðinga til bæjarbúa. Jólasveinar skemmta börnum og verða í forystu í blysfor frá Foss- hótel KEA og að Ráðhústorgi þar sem Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri flytur ávarp og setur form- lega fjölbreytta dagskrá sem verð- ur í miðbænum allar helgar fram til jóla. Athöfninni lýkur með söng Kórs Menntaskólans á Akureyri. Þess er vænst að bæjarbúar taki virkan þátt í að skapa skemmtilega jólastemmningu í bænum með því að setja upp jólaljós í glugga og garða um næstu helgi. Dagskrá Jólabæjarins Akureyr- ar er skipulögð af nýstofnuðum Miðbæjarsamtökum og er í sam- starfi við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Markaðsskrifstofu Akureyrar og fleiri. Darraðar- ljóð og írsk örlög HERMANN Pálsson, prófessor í Edinborg, flytur fyrirlestur um Darraðarljóð og írsk örlög í Háskólanum á Akureyri, stofu 16, í Þingvallastræti 23 á morg- un, laugardaginn 20. nóvember, og hefst hann kl. 14. Fyrirlestur sinn flytur Her- mann í boði kennaradeildar Há- skólans á Akureyri. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kvenfélag Akureyrarkirkju Kaffisala og kökubasar KVENFÉLAG Akureyrar- kirkju efnir til kaffísölu í safn- aðarheimilinu að lokinni hátíð- arguðsþjónustu sunnudaginn 21. nóvember. Einnig verður kökubasar þar sem á boðstólum verður úrval af heimabökuðum kökum. Til glaðnings fyrir börn á öllum aldri verða til sölu hinir sívinsælu lukkupakkar. Félagið væntir þess að Akureyringar komi í safnaðarheimilið, njóti góðra veitinga og eigi saman góða stund. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Sval- barðskirkju sunnudagskvöldið 21. nóvember kl. 21. MÖÐRUVALLSPRESTA- KALL: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta verður næstkomandi sunnudag, 21. nóvember, kl. 11 í Möðruvalla- kirkju í Hörgárdal. Fermingar- börn aðstoða. Æfing fyrir að- ventukvöld strax á eftir. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í Lúsíukórnum eru hvattir til að mæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.