Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆJTl 1 FOSTUDAGUR 19. NOVEMBER 1999 VERÐ I LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Hæstiréttur dæmir verktaka bætur vegna missis hagnaðar Krafa um íslenska smíði andstæð EES-samningi HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær und- irverktaka bætur vegna missis hagn- aðar, þar sem ákvörðun um að hafna tilboði hans í gerð þaks á Borgar- holtsskóla hefði gengið í berhögg við ákvæði EES-samningsins og því ver- ið ólögmæt. Við úrlausn málsins leit- aði Hæstiréttur álits EFTA-dóm- stólsins. Héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn undirverktakan- um. Verktakafyrirtækið Byrgi ehf., sem átti lægsta tilboð í byggingu Borgarholtsskóla, notaði tilboð und- irverktakans Fagtúns ehf. í þakein- ingar og uppsetningu þeirra, en þær voru norskar. Byggingarnefnd skól; ans gekk til samninga við Byrgi. í samningi var kveðið á um, að þakein- ingar skyldu smíðaðar hérlendis og varð Fagtún þar með af samningn- um. Byggingarnefndin vísaði m.a. til þess, að væru einingarnar smíðaðar hérlendis væri hægt að tryggja að verkið yrði unnið í samræmi við ís- lensk lög og rcglur, en sækja þyrfti um undanþágu frá byggingareglu- gerð til að nota norsku einingarnar. Leitað til EFTA-dómstdlsins Fagtún höfðaði mál gegn Byrgi og fékk bætur vegna kostnaðar af til- boðsgerð sinni, en héraðsdómur féllst ekki á að Fagtún ætti rétt á efndabótum, enda hefði ekki komist á bindandi samningur milli fyrirtækj- anna. Fagtún krafði þá íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ um bætur vegna tapaðs arðs og vísaði til þess að áskilnaður byggingarnefnd- arinnar um að þakeiningamar skyldu smíðaðar hér á landi gengi gegn 4. og 11. grein EES-samningsins. Hæstiréttur ákvað að leita ráðgef- andi álits EES-dómstólsins. I dómi Hæstaréttar kemur fram, að álit EFTA-dómstólsins sé ekki bindandi að íslenskum rétti, en heimildir ís- lenskra dómstóla til að leita slíks álits séu til þess veittar, að stuðla að samkvæmni og einsleitni í skýring- um á ákvæðum EES-samningsins og þar með á samræmdri framkvæmd samningsins á öllu hinu Evrópska efnahagssvæði, en það sé eitt af markmiðum samningsins. Hafl Is- lendingar skuldbundið sig til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að þessum markmiðum. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði, eins og það sem verksamningurinn hefði að geyma, væri andstætt EES-samningnum. Hæstiréttur sagði, að þar sem ekk- ert væri fram komið, sem leitt gæti til þess, að vikið yrði frá álitinu, var talið sýnt að ákvæði verksamningsins bryti í bága við 11. gr. EES-samn- ingsins og væri því ólögmætt. Það hefði eingöngu verið vegna afstöðu byggingamefndarinnar að Fagtún varð af samningnum. Hæstiréttur mat þá ákvörðun nefndinni til sakar og dæmdi að íslenska ríkið, Reykja- víkurborg og Mosfellsbær bæru skaðabótaábyrgð á því tjóni, sem rakið yrði til ákvörðunarinnar. Voru þessir aðilar dæmdir til að greiða Fagtúni ehf. 1.850.000 krónur með vöxtum frá apríl 1995, auk 1,4 millj. kr. alls í málskostnað í héraði, fyrir Hæstarétti og við að leita álits EFTA-dómstólsins. Frumvörp til styrktar Fjármála- eftirliti FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mælti fyrir fjór- um lagafrumvörpum á Alþingi í gær. I fnimvarpi til laga um breytingu á lagaákvæðum um fjármálaeftirlit er fyrst og fremst leitast við að tryggja betur en áður aðgang að gögnum og upplýsingum og auka möguleika Fjármálaeftirlitsins til að sinna eftir- litshlutverki sínu. Meðal annars er lagt til að styrktar verði heimildir Fjármálaeftirlitsins til að kalla eftir upplýsingum frá aðilum sem standa að eða eru tengdir eftirlitsskyldum aðila, þegar upplýsingarnar skipta máli í eftirliti með hinum eftirlits- skylda aðila. „Hér er einkum átt við aðgang að upplýsingum frá þeim sem fara með eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki og upplýsingum um dótturfyrirtæki og hlutdeildarfyrirtæki eftirlitsskyldra aðila,“ útskýrði ráðherra. Auk þess er lagt til að styrkt verði úrræði Fjármálaeftirlitsins til að knýja á um skil á upplýsingum og úrbætur á grundvelli krafna og til- mæla sem sett hafa verið fram. En í því sambandi segir í frumvarpinu að styrkja verði heimildir Fjármálaeft- irlitsins til að beita dagsektum. Þá er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði heimilað að leggja stjórnvaldssektir á eftirlitsskylda aðila sem vanrækja að virða ákvarðanir Fjármálaeftir- litsins og ennfremur lagt til að Fjár- málaeftirlitið hafi skýrari heimildir til eftirlits með fjármálastarfsemi á vegum viðskiptabanka og sparisjóða sem stunduð er utan viðkomandi fyr- irtækis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mælti einnig fyrir frumvarpi til laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi sem miðar að því að tryggja Fjármálaeft- irlitinu öruggan rekstrargrundvöll og auka skilvirkni starfsemi. Þá mælti hann fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Seðla- banka íslands sem miðar að því að rýmka skilgreiningu á lausafé lána- stofnana í þeim tilgangi að auðvelda setningu nýrra reglna sem eru hlið- stæðar þeim sem gilda í nágranna- löndunum. Að síðustu mælti ráðherr- ann fyrir frumvarpi til laga um breyt> ingar á lögum um gjaldeyrismál. Betri rekstrarafkoma Flugleiða fyrstu níu mánuðina í ár Hagnaður eftir skatta 1.074 milljónir króna HAGNAÐUR varð af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga fyrstu níu mánuði ársins að upphæð 1.074 milljónir króna eftir skatta en á sama tímabili í fyrra varð hann 349 milljónir. Heildarhagnaður sam- stæðunnar eftir að tekið er tillit til söluhagnaðar eigna og reiknaðra skatta var 2.057 milljónir en var 339 milljónir á sama tíma í fyrra. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir að talsverður árangur hafi náðst í því markmiði félagsins að auka hlut farþega á viðskiptafarrými sem komið hafi í veg fyrir áföll vegna offramboðs farþega á Norður-Atl- antshafsmarkaðnum. Hann segir aukna tíðni í flugi til íslands yfir vet- urinn einnig hafa í för með sér fjölg- un ferðamanna utan háannatímans sem skipti félagið og alla ferðaþjón- ustu verulegu máli. Rekstrartekjur móðurfélagsins hækkuðu um 5,2% frá fyrra ári en gjöld hækkuðu um 3,3%. Mestur vöxtur varð á þessum tíma í frakt- tekjum og nettófjármagnsgjöld lækkuðu um 400 milljónir milli ára. Hagnaður af sölu eigna er 983 millj- ónir króna að teknu tilliti til skatta en hann kemur einkum til vegna sölu tveggja hótelbygginga og sölu á Boeing 737-400 þotu. Þá batnaði af- koma Flugfélags íslands og Ferða- skrifstofu Islands verulega en hlut- deild í hagnaði dótturfélaga var í ár 150 milljónir króna, 137 milljónum króna hærri en á sama tíma í fyrra. Á þessu ári keypti félagið nýja 757-200 þotu og á næstu fjórum ár- um er ráðgert að fyrirtækið kaupi fjórar nýjar vélar. Farþegum í áætl- unarflugi milli landa fjölgaði um 4%, um 5% í áætlunarflugi innanlands og um 48% í leiguflugi eða úr rúmum 15 þúsundum í tæp 23 þúsund. ■ Mjög góð/20 Skipt í lið ÁÐUR en knattspyrnuleikur hefst þarf að liggja ljóst fyrir hveijir skipa hvort lið. Þessir nemendur í Lækjarskóla í Hafn- arfirði undirbjuggu Ieikinn með því að fyrirliðarnir gerðu liðs- könnun og skiptu eftir kúnstar- innar reglum. Var síðan gengið til leiks en engum sögum fer af úrslitunum. ------------ Settur í sí- brotagæslu ^%ÁLFÞRÍTUGUR karlmaður, sem handtekinn var í fyrradag, var í gær úrskurðaður í síbrotagæslu til 30. desember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur hlotið dóma fyrir fjársvik, þjófnaði og fyrir að svíkja út vörur og þjónustu með fölsuðum ávísunum. Úrskurðurinn var kveðinn upp að kröfu lögreglunnar í Reykjavík í þágu rannsóknar á ýmsum fjársvika- málum og fleiri málum, sem hafa verið til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og öðrum lögregluemb- ættum. r Kjaraviðræð- ur hafnar FYRSTI viðræðufundur vegna komandi kjarasamninga fór fram í gær milli fulltrúa Verka- mannasambands Islands og Samtaka atvinnulífsins. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, tjáði Morgunblaðinu að annar fundur væri ráðgerður í næstu viku. „Þetta var formleg yfirferð á málinu þar sem við kynntum ' samninganefndirnar, umboðin frá félögunum um land allt, að undanteknum þeim þremur sem kusu að fylgja okkur ekki, og markmiðin sem samþykkt var að stefna að á þingi okkar nýverið," sagði Bjöm Grétar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.