Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 6
6 ’ ’FÖWPÚÖÁGÖMÖ; NÖVÉMSEft'l999 (i 1 'Mdft'öu'NWíiÁfeiÐ FRÉTTIR Svínabændur orðnir áskrifendur að norsku erfðaefni fyrir svín Brún svín í fyrsta skipti flutt til landsins Brúnt svín af Duroc-kyninu. NORSK kynbótasvín verða flutt með flugi til landsins í dag og fara í Einanjgrunarstöð Svínaræktarfé- lags Islands í Hrísey. Um er að ræða 28 svín af þremur svínakynj- um, meðal annars af brúna Duroc- svínakyninu sem ekki hefur áður verið flutt hingað til lands. Jafn- framt hefur verið kynntur samn- ingur um áskrift íslenskrar svína- ræktar að erfðaefni fyrir svín frá Noregi. Svínaræktarfélag Islands hefur unnið að kynbótum svína hér á landi með innflutningi á lifandi svínum frá árinu 1994. Fyrst voru flutt inn svín af landkyni og síðan aftur af landkyni og einnig York- shire-svín. Kynbótastefna ís- lenskra svínabænda gengur út á að svínaræktin byggist upp á þremur stofnum. Móðurlínan verði blend- ingar af landkyni og Yorkshire en föðurlínan verði blendingar af landkyni og Duroc, Yorkshire og Duroc eða af hreinu Duroc-kyni. Vel hefur gengið að hrinda þessari stefnu í framkvæmd, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Svínaræktarfélaginu, og er nú tölu- verður hluti gyltna á svínabúum landsins blendingar af landkyni og Yorkshire. í dag kemur flugvél frá Noregi til Akureyrar með 28 kynbótasvín sem farið verður með í einangrun- arstöð Svínaræktarfélagsins í Hrísey. I hópnum ertu 15 gyltur af norsku landkyni með fangi, 4 gylt- ur af landkyni sem sæddar hafa verið með sæði úr Ðuroc-göltum, 5 gyltur af Yorkshire-kyni með fangi, 2 geltir af landkyni og 2 gelt- ir af Duroc-kyni. Duroc-geltirnir eru brúnir eða rauðbrúnir á lit enda stundum nefndir brúnu svínin og er þetta í fyrsta skipti sem svín af þessu kyni eru flutt til landsins. Kostir þessa svínakyns eru aðallega þeir að kjötið er talið bragðgott og meyrt vegna þess að innrivöðvafita þess er mikil. Sláturgrísir eru 35-40% þyngri en áður á sumum búum Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags Islands, segir að innflutningur svína hafí skilað íslenskri svínarækt verulegum ávinningi síðastliðin fímm ár. „Með kynbótastarfínu hefur tek- ist að auka vaxtarhraða, bæta fóð- urnýtingu og fá þyngri en jafn- framt magrari sláturgrísi. Á sum- um búum eru sláturgrísimir 35-40% þyngri en áður. Samt flokkast þeir betur vegna þess að þeir eru kjötmeiri og magrari," segir Kristinn Gylfi. Segir hann að þetta hafí haft verulega þýðingu fyrir svínaræktina því framleiðslu- kostnaður hafí lækkað og það gert bændum kleift að lækka verðið. Nefnir hann sem dæmi að afurða- verð til bænda hafi lækkað um 10% á þessu ári. Islenskir svínabændur eru nú orðnir áskrifendur að erfíðaefni fyrir svín frá Noregi fyrir stofnana þrjá sem hér verða notaðir. Fékkst þessi áskrift með samningi Svína- ræktarfélagsins við Norsvin Intemational sem er útflutnings- fyrirtæki samtaka norskra svína- bænda. Svínaræktarfélagið mun á hverju ári flytja inn sæði úr norskum svínum til notkunar í einangrunarstöðinni í Hrísey. „Þannig tryggir svínaræktin sér aðgang að hágæða erfðaefni úr sjúkdómalausum og heilbrigðum svínum og uppfærir þannig svína- stofninn hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Kristinn Gylfi segir að svína- stofninn á Islandi sé tiltölulega lít- ill og kynbætur því erfiðari en í umfangsmikilli og þróaðri svína- rækt á hinum Norðurlöndunum. Með því að tengjast svínaræktinni í Noregi með beinum hætti eigi ís- lenskir svínabændur að geta staðið jafnfætis norrænum svínabændum að þessu leyti. „Með þessu fyrir- komulagi getum við betur einbeitt okkur að framleiðslu sláturgrísa með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson. Handtekinn með þýfi TVEIR rannsóknarlögreglumenn í eftirlitsferð í Holtunum í Reykjavík handtóku þjóf á miðvikudagsmorgun með þýfi. Þjófurinn hafði brotist inn í fyrirtæki við Skipholt aðfaranótt miðvikudags, stolið þaðan tölvu og falið hana í nágrenninu. Þegar þjóf- urinn ætlaði að sækja þýfið var hann gripinn glóðvolgur. Lögreglumenn- irnir tóku þýfið og færðu manninn á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þjófurinn var í framhaldinu færð- ur fyrir héraðsdómara sem kvað upp dóm yfir honum vegna fyrri mála hans sem voru til meðferðar hjá hér- aðsdómi. Eiganda fyrirtækisins var ekki kunnugt um innbrotið fyrr en rann- sóknarlögreglumennirnir færðu hon- um tölvuna aftur. Þjófurinn hefur nokkrum sinnum áður komið við sögu afbrotamála hjá lögreglu. Morgunblaðið/Margrét Póra Bók wítaDnBfDnr CH0C0LATE ECSTASY Uppskriftir að 75 hættulega góðum sælkeraréttum. Ríkulega myndskreytt með nákvæmum leiðbeiningum. Gift of the Nile Erlendar bækur daglega GÍÍleiasNiIe (öáe>iD 9 iðik. '-rasr M l ýnumdsson Austurstræti 5111130* Kringlunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045 Tómas Búi og Gunnlaugur Búi skoða skjalið sem fannst í flöskunni undir gangstétt við gömlu slökkvist öðina. Skjal í flösku undir gangstétt í 37 ár GANGSTÉTT við gömlu slökkvi- stöðina í ráðhúsi Akureyrarbæjar við Geislagötu var brotin upp ný- lega og kom þá í ljós flaska en í henni var skjal. I skjalinu stóð: Þessi stjett var steypt 11. ágúst 1962. Slegið upp fyrir henni af Henning Kondrup og Hróari Lauf- dal. Steypan flutt að frá Möl og sandi. Oddur Kristjánsson stjórn- aði verkinu. Oddur Kristjánsson kom með 1 flösku og ætlaði að gefa Kondrup af henni. Skjalið skrifað af Sveini Tómassyni." Sveinn helgaði slökkviliðinu meiripart starfsævi sinnar, var tækjavörður þess frá 1945 en starf- aði sem óbreyttur slökkviliðsmað- ur í mörg ár þar á undan. Þegar fastar vaktir voru teknar upp hjá liðinu árið 1953 varð hann vara- slökkviliðsstjóri og slökkviliðsstjóri frá 1958 til 1974 þegar hann lét af störfúm fyrir aldurs sakir. Þá tók við bróðursonur hans, Tómas Búi Böðvarsson, sem áður hafði verið varaslökkviliðsstjóri með honum. Þeir Tómas Búi sem enn gegnir starfí slökkviliðsstjóra og sonur Sveins, Gunnlaugur Búi, skemmtu sér yfir skjalinu á stöðinni í gær. Gunnlaugur Búi hóf störf hjá slökkviliðinu árið 1950, þá 18 ára gamall, og lét af störfum nýlega vegna aldurs eftir hartnær hálfrar aldrar starf. Þeir gerðu fastlega ráð fyrir að drukkið hefði verið úr flöskunni sem geymdi skjalið áður en hún var sett undir gangstéttina við slökkvistöðina fyrir 37 árum. FPI vill breyta lögum um eignarhald FORSTJÓRI Fishery Prod- ucts International (FPI), Vict- or Young, segir hagsmunum félagsins og hluthafa þess best borgið breyti stjórnvöld á Nýfundnalandi lögum um há- markseignaraðild einstaklinga eða félaga í fvrirtækjum. Lög á Nýfundnalandi kveða á um 15% hámarkseignaraðild ein- staklinga eða félaga í fyrir- tækjum þar í landi. Young sagði við kanadíska dagblaðið The Telegram að iyrirtækið hefði áður farið fram á afnám laganna, enda stæðu lögin vexti fyrirtækisins fyrir þrifum. Lögin voru sett á árið 1987 þegar FPI var einka- vætt og var markmið laganna að halda meirihlutaeign félags- ins innan Nýfundnalands. Krafa um afnám laganna hefur nú komist í hámæli vegna kauptilboðs NEOS Seafoods í FPI en tilboðið vai' bundið þeim skilyrðum því að lögin yrðu afnumin eða þeim breytt. NEOS er nýstofnað félag í eigu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. og kanadísku fyrirtækjanna Barry Group og Clearwater Fine Foods. For- stjóri Clearwater, John Risley, hefur lýst yfir ánægju sinni með þessa afstöðu Young og segir að viðræður um yfirtök- una hafi þannig tekið nýja stefnu. Talið er að stjóm FPI hafi skipað sérstaka nefnd til meta tilboðið og hefja viðræð- ur við NEOS. Fjórðung- ur þjóðar- innar í þolfimi SAMKVÆMT könnun PricewaterhouseCooþers á íþróttaiðkun landsmanna stundar rúmlega helmingur Islendinga einhvers konar lík- amsrækt reglulega. í könnun- inni var notað 1.200 manna úr- tak og var svarhlutfallið rúm 60%. Fleiri konur en karlar stunda líkamsrækt eða um 57% kvenna miðað við 53% karla. Samkvæmt könnuninni stunda fleiri á höfuðborgar- svæðinu líkamsrækt en á landsbyggðinni. Vinsælasta líkamsræktin samkvæmt könnuninni er þolfimi en hana stundaði fjórð- ungur þeirra sem stunda ein- hverja líkamsrækt. Um helm- ingur þeirra hefur aðgang að lfkamsræktarstöðvum. Göngu- ferðir njóta einnig mikilla vin- sælda en hana stunduðu um 20%. Þar næst komu lyftingar en þær stunda rúm 19% þeii'ra sem stunda líkamsrækt. Vin- sælasta hópíþróttin er knatt- spyrna en 11% stunda hana. Tillaga um óbreytt útsvar BORGARRÁÐSFULLTRÚA R Reykjavíkuriista hafa lagt fram tillögu um að útsvar verði óbreytt eða 11,99% á tekjur á árinu 1999. Á fundi á þriðjudag var til- lögunni vísað til borgar- stjórnai'. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.