Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sælir eru hjartahreinir Morgunblaðið/Jim Smart Uppstilling gerð í anda hetjudýrkunar félags- raunsæisins: Margrét Vilhjálmsdóttir sem Grúsja úr garðshorni og Arnar Jónsson sem brúarsporður. LEIKLIST Þjúðleikhiísið KÁKASÍSKI KRITARHRINGURINN Höfundur: Bertolt Brecht. Höfundar leik- gerðar: Philippc Bischof og Stephan Metz. Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðandi bundins máls: Þrándur Thoroddsen. Leik- s^jóri: Stephan Metz. Samverkamaður leik- stjóra og dramatúrg: Philippe Bischof. Höf- undur tónlistar: Pétur Grétarsson. Leik- myndahönnuður: Gretar Reynisson. Búninga- hönnuður: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Brúðugerðarmaður: Suzann Wachter. Hönn- uður lýsingar: Bjöm B. Guðmundsson. Leik- arar: Amar Jónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ingvar E. Sigurðs- son, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Rúnar Freyr Gislason, Sigurður Siguijónsson, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Vigdís Gunnarsdóttir og Þór H. Tul- inius. Hljóðfæraleikarar: Matthfas M.D. Hem- stock og Pétur Grétarsson. Fimmtudagur 18. nóvember. LEIKRIT Bertolts Brecht einkennast af því að þau eru ætluð til að vera uppi- staðan í áhrifamiklum leiksýningum. Hann benti sjálfur á þann grundvallarmun sem gjarnan væri á útgefnum texta verka sinna og þeim texta sem fluttur væri á leiksvið- inu þegar komið væri fram á frumsýning- ardag. Krítarhringurinn er gott dæmi um slíkt, t.d. eru tvær gerðir verksins frá 1949 og 1954 birtar í heild í nýlegri útgáfu leik- verka höfundarins á frummálinu, auk þess að við er bætt forleik og eftirmála frá 1944. Það verður líka að bæta hér inn í að Brecht skrifaði verk sín gjarnan með hjálp frá samverkamönnum, auk þess sem hann fékk lánaðar hugmyndir og texta annars staðar frá. Þannig bendir allt til þess að Hella Wuolijoki og Margarete Steffín hafi komið að drögum að frumgerð verksins og þess sjáist merki í lokagerð þess, auk þess sem menn þykjast greina skyldleika í ljóðatextanum við verk georgíska skálds- ins Robakidse. Líkur hafa verið leiddar að því að Rut Berlau hafí unnið með Brecht að þeirri gerð verksins sem var frumsýnd 1944 í Bandaríkjunum. Seinni gerðir þró- uðust við uppsetningu hjá Berliner Ens- emble. Þrátt fyrir flókna höfundarsögu er Brecht sá sem kemur að því í öllum gerð- um og það er óvinnandi vegur að líta öðru- vísi á en að hann hafi haft mest áhrif á hvernig verkið leit út í endanlegri mynd frá höfundarins hendi. Sumar hugmyndir leikritsins þróaði Brecht í smásögunni Der Augsburger Kreidekreis sem var skrifuð fyrir 1940 og var fyrst gefin út í Moskvu 1941. Hann nefnir það sjálfur í Krítarhringnum að sögnin sé kínversk, en hún er dæmisaga frá 13. öld sem varð kveikjan að leikriti eft- ir Li Hsing Tao. Þetta leikrit var þýtt og því breytt af þýska höfundinum Klabund og sett upp af Max Reinhardt þegar Brecht var aðstoðarmaður hans. Þrátt fyr- ir þessa merku ættartölu er samt augljóst að dómsatriðið, eins og það kemur fram í texta Brechts, á meira en lítið skylt við söguna af dómi Salómons úr 1. Konunga- bók. Það mætti minnast á í framhaldi af þessu að það sem kemur mest á óvart í sýningunni er hve augljóst er að verkið er undir sterkum áhrifum af kristnum hug- myndum. Aðalpersónunum tveimur, Grúsju og Asdak, er lýst sem svo að þau séu með „besta sál“ eða með „gott hjarta- lag“. Þrátt fyrir að þau séu breyskar manneskjur - og Asdak raunverulega gallagripur - veldur þessi eðlislæga góð- semi því að í verkinu sigrast þau á erfið- leikunum og standa í leikslok með pálmann í höndunum. Hetjur dæmisögunnai' sem sögð er í verkinu eiga þetta sammerkt með hetjum sumra dæmisagna Jesú, að ekki sé minnst á fjallræðuna og loforðin sem er gefið þeim hjartahreinu. Flestum íslensk- um áhorfendum finnst sennilega nær- tækara að líkja sögupersónunum við hysk- ið í garðshorni og baráttu þess fyrir rétt- læti í heiminum sem gegnsýrir svo heim ís- lenskra ævintýra. Hið svissneska tvíeyki gerði litla tilvitn- un í Brecht innan á kápu leikskrár, um að ef nauðsyn og leiklist krefði vikju texti og kenningar, að einkunnarorðum sínum og völdu og höfnuðu úr verkinu áður en leik- gerðin var þýdd. Það er endurnærandi að sjá þessa bráðskemmtilegu útgáfu á þessu þunglamalega verki; þarna mættu aðrir sem fást við uppsetningu sígildra verka sækja sér innblástur. Hér er eitthvað fyrir alla; lítið forspil úr hátalara (upptökur á þýsku og ensku fyrir þá sem hallast að tískuímynd Brechts sem fórnarlambs), hressandi sósíalrealískur menningarbylt- ingarstfll á 1. atriði (áður forleik) sem ger- ist á samyrkjubúi í Ráðstjórnarríkjunum gömlu, texti sem dregur ekkert undan hvaða skoðanir Brecht hafði á hlutunum og svo síkvikt ævintýrið fyrir hinn almenna áhorfanda. Það er greinilegt á leikmynd Gretars Reynissonar að áhersla er lögð á að hún þjóni leikstjómarlegri stefnu verksins. Hún var stílhrein og einföld en gaf jafn- framt óteljandi möguleika þegar ljósa- hönnuðurinn hafði lagt sitt af mörkum. Búningamir vom svo fjölbreyttir og áhugaverðir að undrum sætti. Þetta var ótrúlegt samansafn af flóknustu múnder- ingum - og annað eins kjólasafn í leikhúsi hefur ekki sést síðan í Örlaganóttinni. Það er nýnæmi að brúðu Suzann Wáchter og hún leikur í höndum Brynhildar Guðjónsdóttur sem áréttar svo með leik sínum við- brögð og hugsanir barnsins. Hug- myndin, sem á sér hliðstæðu í bun- raku-hefðinni japönsku, gengur gersamlega upp. Leikhópurinn allur verður beitt verkfæri í hendi kunnáttusamra og verklaginna stjórnenda. Margrét Vilhjálmsdóttir verður á sviðinu hetjan okkar í ævintýrinu um hina hjartahreinu alþýðustelpu. Verkið snýst að miklu leyti um hana og hún stendur fyllilega undir því. Sig- urður Sigurjónsson á stórleik sem Asdak, þótt hann væri nokkuð yfir- spenntur á frumsýningunni, en mætti vanda sig betur við minni hlutverkin. Ingvar E. Sigurðsson bregður upp frábæmm smámynd- um, Jóhann Sigurðarson skilar listavel illmennunum í verkinu, feita furstanum, munki og lög- manni og er ekki skipan hans í hlutverk séríræðingsins lúmsk skilaboð frá leikstjóra og dramat- úrg? Kristbjörg Kjeld er tvíefld í ýmsum hlutverkum og óborganleg sem varðmaður, Ragnheiður Stein- dórsdóttir er ótrúlega fjölhæf og vandvirk. Vigdís Gunnarsdóttir verður of einsleit í einhæfu hlut- verki jarisfrúarinnar en skötuhjú hennar og Stefáns Jónssonar era óborganleg. Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Skúlason og Þór H. Túl- inius skila sínu af krafti og kímni og gæða lífi frekar litlausar persón- ur höfundar. Þýðing Þorsteins Þorsteinssonar á texta verksins og Þrándar Thoroddsen á ljóðlínum er með miklum ágætum, skemmtileg, leik- andi og allt frá því að vera upphafíð bókmál niður í barnalegustu blóts- yrði, allt eftir því sem við á. Oftast lék safaríkur textinn í munni leik- aranna, en það öriaði á rangri áherslu og jafnvel röngu máli (þó rétt sé í handritinu). Þarna hefði kunnáttusamur íslenskur aðstoðar- leikstjóri getað bjargað málum. I einstaka tilviki voru búningar og leikmunir á skjön við textann. Nokkuð bar á mismæli á frumsýn- ingunni, en töluverður framsýning- arskjálfti einkenndi sýninguna eftir hlé. Því miður verð ég að tilkynna áhugafólki um geitaostaframleiðslu á samyrkjubúum að hinum sjaldleikna eft- irmála er sleppt hér sem endranær og það þarf því að sitja á þriðja tíma og bíða til einskis. Aðra verðandi áhorfendur get ég glatt með að hér er borin á borð glæsileg leikhúsveisla - af svissneskri nákvæmni, þótt endann vanti á ostinn - sem Þjóðleik- húsið má vera stolt af. Sveinn Haraldsson Notað og nýtt TÓM.IST Iláskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands lék Musica dolorosa eftir Peteris Vasks, Fiðlu- konsert eftir Antonín Dvorák og Tón- list fyrir strengi, selestu og slagverk eftir Béla Bartók. Einleikari á fíðlu, Sigrún Eðvaldsdóttir og stjórnandi Uriel Segal. Fimmtudagskvöld 18. nóvember. „ÞAÐ er fátítt að finna fegurð og samhljóm í lífinu; - maður finnur slíkt frekar í tónlistinni." Þetta er haft eftir lettneska tónskáldinu Peteris Vasks, en verk eftir hann, Musica Dolorosa, samið 1983, var flutt á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í gærkvöld. Peteris Vasks fæddist 1946 og stundaði tónlistarnám í Riga. Hann var bassaleikari í Lettnesku fílharmón- íusveitinni um árabil, en sneri sér svo alfarið að tónsmíðanámi og svo tónsmíðum. í Musiea dolorosa er ekkert nýtt á ferðum, engin straumbrot, ekkert sem kemur eyranu á óvart, - en þess í stað reynt að skapa stemmningu feg- urðar og samhljóms. Tónlist Vasks er hljómræn og ljóðræn. Hún liðast áfram hægferðugt og áreynslu- laust og seytlar inn í vitundina þýð og kliðmjúk. Þar má greina pólsk áhrif, frá tónskáldum á borð við Penderecki og Górecki, - en þó ekki síst áhrif frá öðra baltnesku tónskáldi, Eistanum Arvo Párt. Það gerir hæg og lýrísk hljómræn framvinda verksins, og sterkur undirtónn í pedalpunkti og löngum djúpum tónum. Hins vegar nær þetta verk ekki þeirri tilfinninga- legu dýpt sem bestu verk Parts í þessum stíl búa yfir. Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitarinnar hafði svo sem ekki úr miklu að moða og leikurinn var ekki tiltakanlega áhrifamikill. Það var eins og hljóm- sveitarstjórinn, Uriel Segal, næði hvorki sambandi við verkið, né hljómsveitina og flutningurinn var daufur. Mikil eftirvænting lá í loftinu meðan beðið var eftir einleikara kvöldsins, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, sem lék einleik með hljómsveitinni í fiðlukonsert Antoníns Dvoráks. Hún var líka löng og ströng bið Dvoráks eftir viðurkenningu fyrir tónsköpun sína. Langur feriil var að baki þegar hann samdi fiðlu- konsertinn sinn, árið 1879. Þá hafði það þó gerst, þrem áram fyrr, að Jóhannes Brahms hafði heillast svo af verkum Dvoráks, Söngvum frá Mæri og Slavneskum dönsum, að hann linnti ekki látum, fyrr en út- gefandi hans í Þýskalandi hafði tekið Dvorák upp á arma sína líka. Og þar með var leiðin til vinsælda og viðurkenningar orðin greið. En sitthvað hefur Dvorák talið sig skulda velgjörðarmanni sínum Brahms, því í fiðlukonsertinum glittir sums staðar í Brahms bak við bæheimsk stef. Fiðlukonsertinn er eitt ástsælasta verk Dvoráks. Þar fara saman falleg stef, dillandi þjóðlegir dansar, rómantísk úr- vinnsla, og heilmikið „sjó“ fyrir flinkan einleikara. Ekki brást Sig- rún Eðvaldsdóttir áheyrendum sín- um frekar en fyrri daginn, og lit- ríkur leikur hennar í þessum stór- brotna konsert var virkiiega glæsi- legur. Hljómsveitarstjórinn gaf Sigrúnu lítið svigrúm til að leiða tempó, og í fyrsta þættinum hafði hann tilhneigingu til að draga úr, þannig að hljómsveitin var oft broti úr slagi á eftir. Þetta batnaði er á verkið leið og hljómsveitin komst á flug með Sigrúnu. Lokaþáttur verksins var frábærlega fluttur af hljómsveit og einleikara. Enn var róið í austurveg eftir síðasta verki tónleikanna; Tónlist fyrir strengi, selestu og slagverk eftir Ungverjann Béla Bartók. Bartók var um sína daga einn öfl- ugasti píanóleikari Evrópu. Hann var ekki síður ötull þjóðlagasafn- ari; - safnaði þjóðlögum Austur- Evrópuþjóða í félagi við kollega sinn Zoltan Kodály. Bartók var ákaflega ósáttur við uppgang nas- ismans í Evrópu, - óttaðist að Ung- verjum stæði hætta af honum. Hann greip því tækifærið í tón- leikaferð til Bandaríkjanna og óskaði eftir leyfi til að dvelja þar áfram. Þar starfaði hann til dauða- dags við kennslu og tónsmíðar. Tónlist Bartóks fyrir strengi, sel- estu og slagverk var samin árið 1936, þegar ógnir nasismans vora farnar að valda honum áhyggjum. Sama ár fór hann í vettvangsferðir til Búlgaríu og Tyrklands til rann- sókna á þjóðlagatónlist, og kann að vera að sú tónlist hafi verið Bartók inspúasjón við smíði verksins. Tón- list fyrir strengi, selestu og slag- verk er gríðarlega áhrifamikið verk, vel samið og innihaldsríkt. í samanburði við fyrsta verkið á efn- isskránni, líka samið fyrir strengi, en hálfri öid síðar, - þá er Bartók ólíkt tilþrifameiri og langtum meira módern. Yngra verkið er sem margnotuð flík meðan Bartók er enn nýr. Flutningur Sinfóníu- hljómsveitarinnar var of jafn, sterk dramatík verksins ekki nógu skýr og andstæður ekki nógu skarpar. Þetta verður að skrifast á reikning hljómsveitarstjórans. Fúgustef fyrsta þáttarins hefði mátt byrja enn veikar til að undirbyggja spennu í þessum seiðmagnaða þætti, og eins hefði annar þáttur- inn mátt vera mun snarpari og hvassari. Vissulega var þó margt prýðilega gert og hljómsveitin lék verkið í heild sinni með innileik og miklum þokka, þótt deyfðin næði stundum yfirhöndinni. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.