Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 38
6S eeei naaMavöM .ei auoAauTgöa 88’ PÖSTU©A'6tfíM«rNÓVEMB&R'1999 • ÖlttAJaMUOflOM •MORGU-NB LíAÐI© Nýjar bækur • NÆTUR- VÖRÐUR kyrrðarírmar er sjálfstætt fram- hald verðlauna- sögunnar Borgin bakvið orðineft- ir Bjarna Bjarnason. I kynningu segir að sagt sé frá ævintýralegum persónum í töfrandi umhverfí. Hér er rakin áfram saga Immanúels, drengsins sem enginn veit önnur deili á en þau sem hann segir sjálfur; að hann sé prins. Bjarni hlaut Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar 1998 fyrir söguna Borgin bak við orðin. Aður hafði Bjami verið til- nefndur til Islensku bókmennta- verðlaunanna fyrir skáldsöguna Endurkoma Maríu. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 273 bls. að lengd. Mynd á bókarkápu er eftir Krístínu Gunn- laugsdóttur. Oddi hf. prentaði. Verð: 4.280 kr. • ÖRVÆNT- ING (Dcspera- tion) og Arásin (The Regula- tors), en sú bók er gefin út undir höfundarnafninu Richard Bach- man, sem Step- hen King hefur notað öðru hverju frá upp- hafí rithöfundarferils síns. Þýðandi bókanna er Björn Jónsson. Báðar sögurnar bera sterk höf- undareinkenni Stephens Kings. Þetta eru spennusögur, en inn í þær fléttast yfirskilvitlegir atburð- ir. Þótt sögurnar séu aðskildar og sjálfstæðar tengjast þær á vissan hátt, segir í fréttatilkynningu. Örvæntingin fjallar um fólk sem af ýmsum ástæðum á leið um þjóð- veg númer 50 í Bandaríkjunum en hann liggur um Nevada-eyðimörk- ina. I henni miðri er lítill bær sem ber þetta undarlega nafn, Örvænt- ing. Bærinn er utan alfaraleiðar og þótt hann væri þekktur á árum áð- ur fyrir auðugar námur, vita nú fáir um tilvist hans og enginn virðist eiga erindi þangað. En fólkið sem bókin fjallar um kemst þó ekki hjá því að heimsækja staðinn. Sögusvið Árásarinnar er bærinn Wentworth í Ohio. Fylgst er með lífi fólksins við eina götu bæjarins, Poplarstræti, þar sem allt virðist slétt og fellt og lífið gengur sinn vanagang. Dag nokkum fara und- arlegir atburðir í að gerast í þess- ari paradís millistéttarfólksins. Á því er þó skýring sem lesandinn kemst smátt og smátt að og tengist á vissan hátt bænum Örvæntingu í Nevada. Útgefandi er Fróði. Örvæntingin er 488 bls. og kostar 2.890 kr. Árásin er 320 bls. og kostar 2.490 kr. Bækurnar eru prentunnar og bundnarí Prentsmiðjunni Odda. Stephen King • Kæra Greta Garbo er smásagna- safn armenska Bandaríkjamanninn Williams Saroyan í þýðingu Ósk- ars Árna Óskarssonar. I bókinni eru tólf smásögur og er vettvangur þeirra San Francisco á árunum fyrir seinna stríð. Saroyan var tuttugu og fimm ára þegar sögurnar komu fyrst út og varð kunnur fyrir á einni nóttu, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að þær standi enn meðal þess frumlegasta og sannasta í bandarískri sagnagerð. Þessar sérstæðu og fjörmiklu sög- ur ólga af svo ólíkum tilfinningum sem angist oglífsfjöri, himingleði og vonleysi en eru jafnframt lof- söngur til alls hins látlausa og smáa í lífinu. Útgefandi erBjartur. Bókin er 120 bls. prentuð í Gutenberg. Kápugerð önnuðust Snæbjörn Arngrímsson og ÓskarÁrni Ósk- arsson. Verð er 2.980 kr. LISTIR BÆKUR Barnabók LITLA SYSTIR OG DVERGARNIR SJÖ Eftir Einar Kárason. Sigurborg Stefánsdóttir myndskreytti. Ut- gefandi Mál og mcnning 1999. Nörhaven a/s, Danmörku, sá um prentun. 32 bls. LITLA systir og Dvergamir sjö er forvitnilegur titill á ljúfri bama- sögu eftir Einar Kárason. Sagan segir frá því hvemig órjúfanleg vin- áttutengsl myndast á milli lítillar telpu og heimiliskattar. Vinimir eiga ýmislegt sameiginlegt og era t.a.m. báðir skilgreindir út frá öðr- um. Telpan er sjaldnast kölluð skímarnafninu Ása heldur aðeins Litla systir í samræmi við hvar hún er í systkinaröðinni. Kisi kemur inn á heimilið með fádæma fríðri systur sinni, Mjallhvíti, og er ekki gefið nafn fyrr en Mjallhvít verður óvænt fyrii’ bfl og deyr. Þrflita kisa er í framhaldi af því gefið nafnið Dverg- arnir sjö - alveg eins og í ævintýr- inu. Þegar Litla systir og Dverg- amir sjö eru kynnt til sögunnar er telpan orðin 8 ára. Fljótlega upp úr því tekur við end- urlit þar sem sagt er frá því hvemig vinátta þróaðist á milli telpunnar og kisa þegar telpan er á fyrsta ári. Eins og greinilega kem- ur fram í sögunni var ekki um ást við fyrstu sýn að ræða. Kisa var ekkert sérstaklega um Litlu systur gefið enda átti hún tíl, eins og önnur smábörn, að vera heldur ónærgætin í daglegri um- gengni. Engu að síður stillir kisi sig um að beita klónum í ójöfnum leik, bíður færis að komast undan og missir aldrei reisn sína. Hann fer sínar eigin leiðir, gerir mannamun og á ekki í nokkmm vandræðum með að halda uppi vömum þegar á hann er ráðist og þolinmæðina þrýtur í um- gengni við aðra en Litlu systur. Kisi á erfitt með að þola glymjandi hávaða og af öllum farartækjum er lævísi öskubfllinn verstur. „Öskubflinn var nefnilega stórvarasamur, því hann æddi ekki framhjá og hvarf, eins og strætó, heldur læddist áfram, frá húsi til húss og nálgaðist með skuggalegu urri,“ (24-25). Litla systir er sama sinnis og hefur framkvæðið að því að stökkva öskubflnum á flótta rétt fyrir eins árs afmælið sitt. Þar er komið að hápunkti sög- unnar því í baráttunni gegn ösku- bflnum innsigla vinimir loks vináttu sína og verða algjörlega óaðskiljan- legir upp frá þessu. Litla systir og dvergamir sjö er skrifuð af ein- stöku innsæi. Allir sem hafa fylgst með vingsandi bleiurössum kanna undraveröld nánasta umhverfis síns þekkja Litlu systur og geta lif- að sig inn í samband vinanna . Stfll- inn er lipur, blátt áfram og glettinn eins og þegar talað er um að önnur aðalpersónan sé „þurr á köttinn". Myndskreytingin er á sömu ljúfu nótunum og textinn. Sigurborg Stefánsdóttir notai- heita liti og víkkar út hugsunina á bak við text- ann með fallegum teikningum. Eini sjáanlegi gallinn er að hvergi á bók- arkápu getur að líta upplýsingar um hvaða aldurshópi bókin er ætluð enda ekki alveg augljóst hvenær er hægt að byrja að lesa bókina fyrir börn. Lítil nýlega þriggja ára hnáta hafði ekki eirð í sér til að hlusta á textann svo líklega þurfa börn að vera eilítið eldri til að hafa gaman af. Efri aldursmörkin era tæplega nokkur og stórskemmtilegt að lesa hnyttinn textann upphátt. Átta mánaða bleiurassi fannst bókin góð - á bragðið! Anna G. Ólafsdóttir Sönn vinátta Einar Kárason Sumarið sem allt breyttist BÆKUR Skáldsaga KIM NOVAK BAÐAÐI SIG ALDREIf GENESAR- ETVATNI eftir Hákan Nesser. Magnús Ás- mundsson íslenskaði, Fjölvaútgáf- an, 1999.220 bls. EIRÍKUR er fjórtán ára ungl- ingm- í smábæ í Svíþjóð á sjöunda áratugnum. Hann býr einn með pabba sínum því eldri bróðir hans er fluttur að heiman og mamma hans liggur á sjúkrahúsi með krabba- mein. Það er því ákveðið að Eiríkur verði í sumarhúsi fjölskyldunnar ás- amt Hinriki bróður sínum og Ját- mundi, bekkjarfélaga Eiríks, en þeir hafa ekkert samneyti haft fram að þessu. Þeir þreifa þó aðeins fyrir sér með hvor annan áður en skólan- um lýkur. Það er þó ekki það sem er minnisstæðast þessar síðustu vikur skólans. Ný kennslukona kemur að kenna þeim í forföllum og allir era dolfallnir yfir henni, nemendur og samkennarar. Hún fléttast inn í drauma aðalpersónanna, jafnt að degi sem nóttu. Sumarið skiptist í tvennt. Tímann fyrir og eftir þetta „Skelfilega“. Eiríkur og Játmundur ná mjög vel saman og sýsla sitt lítið af hveiju. Vatnið hefur mikið að- dráttarafl. Þeir róa og synda og smíða flotbryggju. Samstarf þrem- enninganna gengur vel. Þeir skipt- ast á með innkaup, eldamennsku og uppþvott. Oftar en ekki kemur Hin- rik sér þó undan sínum hlut, gegn smá þóknun. Hann er nefnilega að skrifa bók og á kvennafari. Svo ger- ist þetta „Skelfilega" um mitt sum- ar. Eftir það rofna tengsl Eiríks við alla. Hann missir sjótiar á Ját- mundi, Hinrik er mikið í burtu og mamma þeirra deyr. Feðgamir taka sig upp og flytja í kjölfarið. Hugtakið „strákabók“ kemur óneit- anlega upp í hugann við lestur þess- arar bókar. Ekki svo að skilja að hún sé eingöngu fyrir stráka heldur fjallar hún um þann tíma þegar skil- ið er við bemskuna og fullorðinsárin taka við, frá sjónarhóli stráka. Að því leyti er sögusviðið kunnuglegt. En spennan sem skapast vegna þessa óupplýsta atbm-ðar gerir hana frábragðna, atburður sem fylgir sögupersónunni allt lífið. Þetta millibilsástand, unglingsárin, er oft tími öfga og óvissu. Eiríkur er að sigta út það sem hann skilur og það sem hann kemur til með að skilja seinna. Hann spyr spurninga á við þá hvort sé "... betra að vera elskaður og síðan yfirgefinn eða hljóta aldrei ást?“ (bls. 168). Móðir hans liggur fyrir dauðanum og hann á erfitt með að horfa upp á hana veiklulegri með hverri heimsókn. Það, og þetta „skelfilega" hrinda honum í raun inn í heim hinna ftfll- orðnu. Þetta er skemmtileg lesning um mótunartímann og hvað hlutirn- ir hafa mismikið vægi í lífi aðalpers- ónunnar, oft á skjön við það sem lesandinn heldur. Greinilegt er að Eiríkur tekur lífið fram yfir dauð- ann. Hann forðast allt sem minnir á dauðann og það sem er fyrir ofan hans skilning. Hann raðar saman hugtökum sem era tabú og þylur þau upp í huganum þegar hann fær engin svör: „Krabbi-Treblinka-Ást- Ríða-Dauði“. Stfllinn er léttur og þægilegur og spennan er byggð upp með því að minna lesandann á hið ókomna. Þó er það Ijóður á verkinu að töluvert er um málvillur sem ekki verða stflaðar á unglingamálfar. Kristín Ólafs Maraþon- tónleikar íFirði KOR Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur 24ra klukkustunda æfinga- og söngmaraþon í verslunarmið- stöðinni Firði, Hafnarfirði, á morgun, laugardag, kl. 14 og sunnudaginn 21. Fimm ár era liðin frá opnun Fjarðarins og er þetta liður í hátíðarhöldunum sem standa yfir þessa helgi. I maraþoninu taka þátt 45 meðlimir kórsins ásamt stjórnandanum Hrafn- hildi Blomsterberg og gestir kórsins, má þar nefna tónlist- arfólkið Guðna Þ. Guðmunds- son, Hákon Sveinsson, Magn- ús Kjartanson, Pavel Smid og Oldu Ingibergsdóttur. Maraþonið er haldið í fjár- öflunarskyni fyrir kórinn vegna fyrirhugaðrar ferðar hans á alþjóðlegt kóramót í Toronto og Ottawa í Kanada í júlí árið 2000. Þá mun kórinn einnig heimsækja og halda tónleika á íslendingaslóðum í Winnipeg. BÆKUR E n (I ii r m i n n i n g a r SVIPTINGAR Á SJÁVAR- SLÓÐ eftir Höskuld Skarphéðinsson. 223 bls. Mál og menning. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. ÞETTA eru stríðsminningar. Höskuldur Skarphéðinsson var yf- irmaður á varðskipunum íslensku í þorskastríðunum, í fyrstunni stýri- maður, síðar skipherra. Fyrst segir hann frá orsökum og aðdraganda þess að hann fór sjálfur til sjós. En eins og flestir sjómenn byrjaði hann að stíga ölduna á fiskibátum. Síðan sigldi hann á farskipum til að safna tilskildum tíma fyrir inn- göngu í stýrimannaskóla þar sem honum óaði við þrældómi þeim sem biði sín ef hann yrði fiskimaður. Svo eftirsótt vora þá skipsrúm á far- skipunum íslensku að hann varð að ráða sig á norsk skip til að vinna sér inn tíma. Að námi loknu höguðu at- vikin því svo að hann réðst á varð- skip. Þar með var framtíðin ráðin. Landhelgisstríðin við Breta vora þá yfirvofandi og hófust skömmu síðar. Og þar stóð sögumaður í eld- línunni frá upphafi til enda, mest á sjónum en einnig í loftinu. Þorskastríðin vora í raun afar sérstök. Hvorki voru þau heit né köld. Þetta voru taugastríð. Einatt var haft í hótunum. Vopnin voru sýnd. En þeim var sáralítið beitt. Og aldrei af fullri hörku. Ásiglingar og annars konar ýfingar vora hins vegar tíðar. Þama toguðust á efna- hagslegir og pólitískir hagsmunir. Þótt ís- lenskir stjórnmála- menn stæðu einhuga að útfærslunni og síðar að baráttunni á miðun- um greindi þá stórlega á um leiðir til lausnar. Þar sem Bretar og ís- lendingar voru banda- menn í kalda stríðinu lögðu önnur banda- lagsríki ofurkapp á að sættir tækjust; óttuð- ust að ella hyrfu íslendingar frá vestrænu samstarfi og lentu að því búnu inni á áhrifasvæði Sovétríkj- anna. Að lokum vógu pólitísku hagsmunirnir þyngra en hagsmun- ir útgerðanna í Hull og Grimsby. Bretamir hurfu út fyrir 200 mflna mörkin. Það var stór stund. „Menn tókust í hendur og óskuðu hver öðram til hamingju og svo var skálað í nýlöguðu kaffi. Við vissum að nú hafði unnist stór áfangi í sjálf- stæðisbaráttu lands okkar og þar höfðum við verið svo heppnir að eiga hlut að. 200 sjómílna auðlinda- lögsaga myndi tryggja efnahags- legt, menningarlegt og pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar um aldur og ævi. Engri þjóð myndi nokkru sinni líðast að ganga á þessi réttindi okkar framar.“ Þannig endar Höskuldur bók sína. Jafnframt því sem hann rekur sögu at- burðanna lýsir hann skoðunum sínum á gangi mála á hverjum tíma. Stríðshetja berst til sigurs. Stj órnmálamenn semja um málamiðl- anir. Það leynir sér ekki að Höskuldi hef- ur ekki alltaf líkað það sem sagt var og gert í landi. Hann gerist stund- um dómharður um stýrimennina á þjóðarskútunni. Þess háttar áfellis- dómar draga úr áhrifamætti frá- sagnarinnar, hvort sem þeir era réttmætir eður ei. Hyggilegra hefði verið að láta lesandanum eftir að draga sínar ályktanir og komast að niðurstöðu. Deilumar við Breta eru að sjálf- sögðu minnisstæðastar þegar horft er um öxl. En fleira gerðist á mið- unum. Varðskipin urðu einnig að hafa auga með íslenskum skipum sem oft voru gripin vegna ólöglegra veiða. Þá urðu varðskipsmenn að koma fyrir rétt til að standa fyrir máli sínu. Og kontórlognið? Það gat líka verið viðsjárvert! Og landhelgisgæslan sinnti fleirl verkefnum, svo sem fiskirannsókn- um, björgunarstörfum og jafnvel farþegaflutningum þegar sérstak- lega stóð á. Þannig kynntist sögu- maður lífinu í hinum dreifðu byggð- um kringum strendur landsins. Höskuldur segir vel frá. Frá- sagnir hans af lífinu um borð í fár- viðri og stórsjó era áhrifamiklar svo dæmi sé tekið. Hann hefur líka næmt auga fyrir spaugilegu hliðun- um á lífinu og tilveranni. Sums staðar gætir nokkurrar kaldhæðni í frásögn hans. Einkalíf hans sjálfs kemur sáralítið inn í myndina. Þem sem sækjast eftir skráargatsbók- um ættu að leita annað. Allnokkuð segir hann frá skipsfélögum og öðra samstarfsfólki og ber því vel söguna. Mannlýsingar hans eru yf- irhöfuð lifandi og minnisstæðar. Skýrt og skilmerkilega lýsir hann t.d. yfirmanni sínum, Pétri Sigurðs- syni, forstjóra landhelgisgæslunn- ai’ til fjölda ára, og Haraldi Björns- syni skipherra. Báðir vora menn þessir rólegir og yfirvegaðir en jafnframt samviskusamir og ná- kvæmir. Haraldur krafðist þess t.d. að allt væri jafnan snurfusað og fágað um borð. Sannkallaður aðmíráll! I fáum orðum sagt: Þetta er lip- urlega og kunnáttulega skrifuð bók um mikið og sögulegt efni. Erlendur Jónsson Særokið salt Höskuldur Skarphéðinsson t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.