Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBE R 1999 , HESTAR MORGU.NBUADID Endingargóðir hestar með sterkar sinar og góð sinaskil NOKKRIR þættir í kynbótadóm- um hafa oft vakið efasemdir þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar og vísindalegar upplýsingar því ekki legið fyrir um þá. Sem dæmi má nefna fótagerð hesta og margir hafa velt því fyrir sér hvort sú fótagerð sem fær hæsta einkunn sé sú sem endist best. Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir nokkru á 100 hestum, 15 vetra og eldri, virðist einmitt sú vera raunin. Rannsóknin fór fram að mestu fram á Víðidalssvæðinu í Reykja- vík. Valdir voru 100 hestar, 15 vetra og eldri, sem alltaf hafa verið í mikilli notkun og sýnt góða end- ingu. Dæmd var fótagerð þessara hesta samkvæmt þeim skala sem notaður er við kynbótadóma. Agúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur segir að ákveðið hafi verið að gera þessa rannsókn þar sem upplýsingar um þetta atriði skorti verulega. Hingað til hafi fótagerð verið skilgreind sam- kvæmt reynslu og engu öðru. „Til- gátan var sú að ef þessir hestar sýndu ekkert frávik frá meðaltali stofnsins hafi það sem dæmt hefur verið ekkert með endingu að gera. Ef þeir dæmdust hins vegar hærra á skalanum benti það til þess að menn væru að gera eitthvað sem er í rétta átt,“ sagði Ágúst. „Og það varð einmitt niðurstað- an. Þessir endingargóðu gamlingj- ar dæmdust hærra en meðaltal stofnsins. Til samanburðar voru at- hugaðir dómar kynbótahrossa sem dæmd voru sama ár í Reykjavík, um það bil sami fjöldi hrossa. Sá hópur endurspeglaði landsmeðaltal hvað varðar einkunn fyrir fótagerð. Munurinn á hópnum ög gamlingj- unum var tölfræðilega marktækur. Um árabil hefur verið krossað við ákveðna eiginleika á dómablað- inu. Þær athugasemdir sem gerðar voru við gamlingjana voru að þeir væru með sterkar sinar og góð sinaskil. Óneitanlega líður manni mun betur að vita þetta með vissu,“ sagði Ágúst. ~~ HUSASKILTI ” Pöntunarfrestur fyrír jól er 20. nóvemDer PIPAR0GSALT Klapparstíg 44 4 Sími 562 3614 Pljlífcb , FIRAí wjóstahali \ xndónesisKd \ **•*■•' 1 tréstyttui" \ | ^ ^20%atsl__J Fjöldi aðila með spennandi vöru á góðu verði. Ný tilboð alla föstudaga! KOIAPORTIÐ Þar sem Ulboóin yiida bara einu slnni Barna- og unglingastarf í hestamannafélögum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kátir krakkar í Mosfellsbæ með Sigrúnu reiðkennara. Ahugi og stuðningur sveitarfélaganna skiptir sköpum Það vekur athygli og veldur mörgum áhyggjum hversu fá börn og unglingar eru skráð í hestamannafélögin í landinu. Anægjulegar undantekningar er þó að finna til dæmis hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ, en þar eru langflest börn og unglingar 16 ára og yngri og stærsta hlutfall af félögum eða 130 félagar af 486. A síðasta ársþingi LH fékk Hörður æskulýðsbikar LH í viðurkenningarskyni fyrir gott starf. Asdís Haraldsdóttir kynnti sér í hverju það hefur helst verið fólgið. GUÐNÝ ívarsdóttir, sem nýlega hætti sem formaður Harðar, segir mikla áherslu hafa verið lagða á barna- og unglingastarfið í félag- inu, sérstaklega á tveimur undan- förnum árum. Þar skiptir sköpum mikill áhugi og stuðningur sveitar- félagsins við málefnið, einnig góð aðstaða og góður kennari, en félag- ið réð Sigrúnu Sigurðardóttur reið- kennara til að starfa með unga fólk- inu. Börnum og unglingum í Mos- fellsbæ er líka boðið að kynnast öll- um íþróttagreinum sem stundaðar eru í sveitarfélaginu í skólanum og er hestamennska þar með talin. Hestar dreifbýlisbarna fluttir á milli Mosfellsbær leigir Hindisvíkur- reiðhöllina fyrir námskeiðahaldið og Hörður niðurgreiðir námskeiðs- gjaldið fyrir börnin. Reyndar bauð félagið upp á frí námskeið fyrra veturinn en síðastliðinn vetur greiddi hvert barn 2.000 krónur. Félagssvæði Harðar nær einnig yfir Kjalarnes og Kjós og voru hestar barna þar sóttir og geymdir yfír nótt í Mosfellsbænum svo þau gætu sótt námskeið hjá Sigrúnu. Á námskeiðunum var börnunum skipt í hópa eftir getu og auk þess var boðið upp á keppnisþjálfun. Mikill áhugi var á því enda sagði Guðný að þau hefðu verið hvött til að taka þátt í keppni. Hún segir að eftir þessa tvo vet- ur hafi börn og unglingar skilað sér vel inn í félagið. Einnig hefur félag- ið boðið upp á sérstakt fjölskyldu- gjald og fólk hvatt til að skrá alla fjölskylduna í félagið. Mosfellsbær - Berlín „Harðarfélagar voru mjög stoltir að fá þessa viðurkenningu sem æskulýðsbikarinn er,“ sagði Guðný. „Hér hefur verið unnið hörðum höndum við að efla þetta starf, en ég held að við hefðum ekki getað þetta nema vegna þess hve sveitar- félagið hefur stutt okkur dyggilega. Einnig njótum við þess að hafa frá- bæra aðstöðu inni í reiðhöll.“ í sumar fór hópur barna úr Herði til Berlínar en komið hefur verið á vinabæjasambandi milli barna og unglinga í Herði og í Is- landshestafélaginu í Berlín. Ferðin tókst mjög vel og fór hópurinn einnig á heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Næsta sumar eru væntanlegir um 20 krakkar frá Berlín til Mosfellsbæjar. Einnig er reynt að tengja saman þéttbýlið og dreifbýlið með því að bjóða upp á sameiginlega reiðtúra með grillveislu. Síðastliðið sumar var svo í fyrsta skipti sérstakt gæðingamót fyrir börn og unglinga. „Þessi tilraun tókst vonum frarnar," segir Guðný, „þrátt fyrir að margir hefðu verið búnir að spá henni illu. Raunin varð sú að foreldrarnir, sem margir eru sjálfir að keppa á sameiginlegum mótum, höfðu nú nægan tíma fyrir börnin. Auk þess höfðu börn, sem ekki eiga sinn eigin hest, aðgang að góðum keppnishestum sem oft eru notaðir í fullorðinsflokkum. Stefnt er að því að hafa þetta fyrirkomu- lag aftur á næsta sumar. Guðný segir að nú sé tekin við ný stjórn í félaginu. Hún segir að barna- og unglingastarfið sé í góð- um höndum enda mikill áhugi á að halda áfram á þessari braut. Æskulýðsstarf verði eflt innan félaganna Æskulýðsnefnd LH hefur nýlega sent öllum formönnum hesta- mannafélaga á landinu bréf um að skipa æskulýðsfulltrúa í hverju fé- lagi. Þannig telur æskulýðsnefndin að boðleiðir milli LH og félaganna verði bættar þar sem æskulýðsfull- trúi verði nokkurs konar tengiliður viðLH. Á 50. ársþingi LH um síðustu mánaðamót var samþykkt áskorun frá æskulýðsnefnd þingsins á stjóm og æskulýðsnefnd LH að beita sér fyrir því að æskulýðsstarf innan að- ildarfélaganna yrði eflt með því að auka fjárstyrk til æskulýðsstarfs og leita einnig til annarra aðila, t.d. sveitarfélaga, um fjáröflun. Að láta útbúa handbók fyrir leiðbeinendur í æskulýðsstarfi hestamanna þar sem áhugi ungmenna er virkjaður með ýmiss konar leikjum og keppni sem allir geta tekið þátt í til viðbótar við hinar hefðbundnu keppnisgreinar. Einnig að við skipulagningu dag- skrár hestamannamóta sé þess gætt að jafnræði ríki með öllum keppnis- flokkum. Þá hvatti ársþingið til þess að efnt yrði til samráðsfundar með dómurum og reiðkennurum FT í unglingastarfi LH. Viðfangsefni fundarins verði að samræma viðhorf og vinnubrögð þessara aðila varð- andi taumhald og ásetu. í greinargerð með áskoruninni segir að í skýrslu stjórnar komi fram að lítil sem engin aukning hafi verið á fjölda barna og unglinga í samtökunum þrátt fyrir að félags- gjöld þeirra til LH væru felld nið- ur. Ennfremur að mjög lágum fjár- |i hæðum hafi verið varið til æsku- lýðsmála hjá LH á síðasta ári. Þar | sem framtíð samtakanna byggist á endurnýjun félagsmanna hlýtur að 1 vera forgangsmál að æskulýðsstarfi : sé vel sinnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.