Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ----ím. um FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 . 53 -........ onm aagMavoi<i suoAGUTdO'.j Sö MINNINGAR komu upp margar skemmtilegar minningar. Eins og þegar við fór- um í Þórsmörk þar sem þú ókst á stóra Econoliner í brjáluðu veðri, hver annar en þú hefðir gert þetta svona lista vel og komið okkur öll- um heilum á áfangastað. Þú varst alltaf svo stórhuga og það var fátt sem stöðvaði þig þegar þú settir þér einhver markmið. Einnig minn- umst við þín í sumar er þú tókst þátt í undirbúningi fyrir Landsmót skáta á Úlfljótsvatni, þú fórst eins og stormsveipur og kláraðir á ein- um degi vikuverkefni annarra. Það er á svo mörgu að taka en ekki jafn auðvelt að koma því á blað, því munu þær stundir okkar vera geymdar í huga okkar og draga fram bros á vör um ókomna framtíð. Eyrún mín, þín er sárt saknað og myndast hefur skarð í hóp okkar. Við vonum að för þín heim hafi lin- að þjáningar þínar. Með skátakveðju. Félagar í skátafélögunum Haförnum og Eina. Tendraðu lítið skátaljós láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld ogalltsemgöfugter. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjama skær. Lýsirlífallatíð, nærogfær. (Hrefna Tynes.) Ég þekkti Eyrúnu ekki í langan tíma, en hvemig metum við hvað er langur tími eða stuttur tími? Er tíminn ekki einmitt afstætt „hug- tak“, sem oft er erfitt að skilgreina? En ég kynntist Eyrúnu á Reykja- lundi, við vorum herbergisfélagar þar í rúma tvo mánuði, og miðað við hvað hún kenndi mér margt um líf- ið og tilveruna á ekki lengri tíma, og það svona ung, aðeins 27 ára gömul, var ótrúlegt. Eyrún var yndisleg stúlka. Bráð- greind og skemmtileg. Hún var oft- ast svo ótrúlega hress og kát. En eins og aðrir sjúklingar á Reykja- lundi var hún þar vegna veikinda sinna og til þess að ná heilsu. Kraft- urinn og dugnaðurinn sem eink- enndi Eyrúnu þegar birti til í veik- indum hennar var einstakur. Hún hafði alltaf heilmikið fyrir stafni, heklaði, prjónaði, föndraði og las líka mikið. Ég undraðist oft hvað hún komst yfir að lesa mikið, stund- um heila bók á einni kvöldstund. Eyrún var mjög heilsteypt og einstaklega góð manneskja, því alltaf var hún tilbúin til þess að að- stoða aðra. Margt er mér mjög minnisstætt um okkar kynni og samveru á Reykjalundi, og allt ber það vott um velvild hennar í garð annarra. Hún var mjög kærleiksrík og heyrði maður af tali hennar að allir voru jafnir fyrir henni, hún gerði ekki upp á milli fólks. Hún var ótrúlega lífsreynd af svo ungri stúlku að vera og ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa kynnst henni þótt allt of stutt hafi verið. Elsku Eyrún, ég sakna þín, en ég veit að núna líður þér vel því þú ert hjáGuði. Ég sendi öllum ættingjum og aðstandendum Eyrúnar mína dýpstu samúð. Bylgja. Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma. (Pd. 3:1.) Það er svo einfold en samt al- geng hugsun hjá ungu fólki í dag að halda að það hafi nógan tíma. Þann- ig hef ég sjálf hugsað þangað til mér var kippt inn í raunveruleik- ann sem sagði mér að tíminn væri liðinn. Síðasta vetur fékk ég fréttir af Eyrúnu í gegnum Bergþóru vin- konu mína. Þær sátu þá saman á skólabekk í kvöldskólanum í FB. Við höfðum allar á sínum tíma verið saman í FB í dagskólanum og reyndar var Eyrún líka skólasystir mín í Réttarholtsskóla. Við stelp- urnar ákváðum að við skyldum hitt- ast við tækifæri og rifja upp dagana í FB en svo hefur tíminn minnt okkur á það að við skyldum ekki fresta því til morguns sem við get- um gert í dag. Við höfum ekki nóg- an tíma og nú sit ég hér ein heima og læt hugann reika til baka, til áranna sem við ætluðum að minn- asþsaman. Ég sé þig fyrir mér með rauðan koll og bros á vör, í rauðum og grænum fötum. Það var stundum haft eftir í gríni að við skildum ekk- ert í því af hverju þú værir svo oft í þessum litum þegar litur stjóm- málaflokks þíns var allt annar. Þú varst alltaf svo orðheppin og hafðir ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hnyttin tilsvör þín óma enn í eyr- um mér og minna mig á viðtalið sem þú tókst við mig fyrir fjöl- miðlafræðiáfanga í FB. Mér fannst það mikil upphefð þá að þú skyldir velja mig því allir hinir völdu sér merkan Islending til að tala við. Þú valdir mig reyndar af því að ég hafði talað við merkan Islending, þáverandi forseta okkar Vigdísi Finnbogadóttur, og þú vildir vita hvernig það hefði verið fyrir ungl- ing að fá einkaviðtal hjá henni. Svo þegar ég las yfir viðtalið, sem var gott, eins og allt sem þú settir niður á blað, sá ég að þú hafðir stytt mál mitt þó viðtalið væri enn fimalangt. Þú sagðir mér að ég yrði að vera skorinorðari og koma mér beint að efninu því annars yrði viðtalið jafn- langt og bók. Við hlógum lengi að þessu. I dag á ég enn erfitt með að koma mér strax að því sem mig langar að segja. Það er líka erfitt að vera stuttorður og skorinorður þegar maður minnist manneskju sem var jafnmerkileg og þú Eyrún. Ég hafði alltaf séð þig fyrir mér þar sem þú hefðir unnið með málið okk- ar - talað mál eða skrifað - í fjöl- miðlum eða stjómmálum og leyft þannig fleimm að heyra og lesa hvað þú hafðir að segja. Megir þú hvíla í friði kæra skólasystir og vin- kona. Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Megi Guð styrkja fjölskyldu og vini Eyrúnar í sorg þeirra. Guðlaug Björgvinsdóttir. Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast Eyrúnar frænku okkar, sem nú hefur kvatt þennan heim. Við munum sakna þín og verða komandi gamlárskvöld öðmvísi án þín. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Elsku amma og afi, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Þínar frænkur Hrafnhildur og Ruth. Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuSborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiSslu. Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266-www.utfarastofa.com qNfW V \ s Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekld í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að bii’tast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. I miðvikudags-, fimmtu- dags-, fóstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Þar sem pláss er takmar- kað, getur þurft að fresta birt- ingu minningargreina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur far- ið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 VALTYR MAGNUS HELGASON + Valtýr Magnús Helgason fædd- ist í Reykjavík 27. júní 1973. Hann lést af slysförum 6. nóv- ember sl. títför Val- týs var gerð frá Fossvogskirkju 12. nóvember sl. Með örfáum orðum vil ég kveðja góðan vin. Vin, sem á sinn einstaka hátt gaf manni svo margar gleðistundir. Það var alltaf líf og fjör í kringum Týra og hann var iðu- lega miðdepillinn í því sem við vinimir tókum okkur fyrir hend- ur. Hvort sem það var í gleðskap, fylgjast með boltanum eða bara í hverju sem er. Þessa síðustu daga hefur hug- urinn reikað víða. Ljúfsárar minningar sækja á mann og liðnir atburðir taka á sig rómantískan blæ. Þó að við hefðum verið kunn- ingjar síðan í æsku þá var það ekki fyrr en á unglingsárunum sem kunningsskapurinn þróaðist út í vináttu. Þær eru ófáar minn- ingarnar sem maður á um sam- verustundir okkar síðastliðin ár, bæði síðan maður bjó heima í Stykkishólmi og ekki síst eftir að maður kom hingað suður í bæinn. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar vinahópurinn fór í Húsafell á 50 ára lýðveldisafmælinu. Þarna vorum við samankomin, hátt á þriðja tug ungmenna, og skemmt- um okkur hið besta. En fremstur meðal jafningja var Týri. Hann var síðastur í rekkju á nóttunni og fyrstur fram úr á morgnana og ræsti okkur hin. Með galsa sínum og lífsgleði var hann hornsteinn- inn í þessari góðu helgi. Eitt af því sem var svo skemmtilegt við Týra var hvað hann var spontant, var ekkert að tvínóna við hlutina heldur kýldi á þá. Einhverju sinni impraði hann á því við mig, hvort ég væri ekki til í að hjálpa sér við að mála her- bergið sitt við tækifæri. Daginn eftir vorum við báðir á heimleið um miðja nótt og þá stingur Týri upp á því að fara að mála her- bergið. Það varð úr og skemmtum við okkur hið besta við málningar- störfin fram undir morgun. Vor- um við mjög hreyknir af þessu af- reki okkar, og ekki síst af litasamsetningunni, en við höfð- um málað loftið í tveimur litum, grænum og hvítum, og skipt því horn í horn. Ég man líka vel eftir því þegar hann sagði mér frá stelpunni sem hann var að spá í. Hún væri sæt og skemmtileg og umfram allt með góðan tónlistarsmekk og húmorinn í lagi. Nokkrum vikum síðar hitti ég Elínu og þá var hún ekki lengur sæta stelpan sem hann var að spá í heldur kærastan hans. Þau byrjuðu fljótlega að búa og eignuðust litla prinsinn rúmu ári seinna. Ég hélt að Týri ætlaði hreinlega að springa úr stolti yfir syni sínum þegar ég sá hann í fyrsta skipti. Þá sagði hann við mig: „Benni, þetta er lífið, út á þetta gengur þetta.“ Þegar vinur fellur frá, svo snögglega sem raun ber vitni, er fátt sem getur hugg- að mann. Lamaður af sorg huggar maður sig þó við góðar minningar og í minn- ingunni mun Týri lifa með mér um aldur og ævi. Elínu og Alexander Aroni, for- eldrum og bræðrum votta ég mína dýpstu samúð sem og öllum ættingjum og vinum. Hvíl í friði kæri vin. Þinn vinur Benedikt Eyþórsson. Kæri vinur og bekkjarbróðir, að sjá á eftir þér svo ungum og hraustum er erfitt að sætta sig við. I amstri hversdagsleikans hugsuðum við sum lítið um hve dýrmætt var að ganga með þér þessi allt of fáu skref. Við munum öll eftir þér sem ærslafullum og ákveðnum dreng og það var okkur bekkjarsystkin- unum mikilsvert þegar þú gekkst í okkar lið tvö síðustu grunnskóla- árin. Oft var stutt í grínið og þú tókst virkan þátt í uppátækjum skólabræðra þinna en jafnframt gastu verið alvarlegur og ákveð- inn ef svo bar undir. Það var okk- ur drengjunum í bekknum til- hlökkunarefni að losna út úr skólastofunni og komast í íþrótta- tíma. Þú varst jafnan fyrstur upp í íþróttahús; óþreyjufullur að fá að kljást. I íþróttum varstu á heimavelli, sama í hvaða grein keppt var; körfu, fótbolta, blaki eða handbolta. Þú hafðir einstakt lag á að hrífa liðsfélaga þína með þér ef lið þitt átti á brattan að sækja. Þegar í keppni var komið gerðir þú jafnan miklar kröfur til sjálfs þín. Elskur Valtýr, þér var margt til lista lagt en fékkst alltof stutt tækifæri til þess að fóta þig, að- eins ef þú hefðir fengið að dvelja lengur. Við þökkum fyrir þær minningar sem þú skildir eftir í brjósti okkar. Unnustu þinni, syni og fjölskyldu vottum við samúð okkar. * Bekkjarsystkini fædd 1974. 3lómabú5in CvarðsKom v/ Possvo^sUi^kjwga^ð Símit 554 0500 + Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS SKAGFJÖRÐ JÓSEFSSONAR frá Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir góða umönnun. Guðrún Stefánsdóttir Hjaltalfn, Jósef Stefánsson, Sigríður Dúna Hauksdóttir, Elín Hauksdóttir, Alfreð V. Sigurjónsson, Helga Kristín Hauksdóttir, Reynir Krístjánsson, Ería Björk Hauksdóttir, Gunnlaugur Reynisson og barnabörn. Í- Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.