Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI MorgíWbláöíð Flugleiðir semja við Landssímann um fj arskiptaþj ónustu á ATM-neti Söluskrifstof- ur tengdar við höfuðstöðvar FLUGLEIÐIR og Landssíminn hafa gert með sér samning um fjarskiptaþjónustu á ATM-neti Símans. Með ATM-netinu geta Flugleiðir tengt sex söluskrif- stofur við höfuðstöðvar íyrirtæk- isins á Reykjavíkurflugvelli og tal- og gagnaflutningur verður samnýttur. „Með þessum aðgerðum eru Flugleiðir að auka bandvídd sína gríðarlega sem hefur fjölmarga kosti í för með sér,“ segir í fréttatilkynnningu. Par sem öll símtöl og gagnaflutningur á milli starfsstöðva eru á sömu teng- ingu felst sparnaður og hagræð- ing í tengingunni. Hægt verður að svara símtölum til Flugleiða í hvaða starfsstöð sem er og þann- ig jafna út álag á innhringinúm- er. Stjómunar- og viðhald- skostnaður lækkar, þar sem eftirlit með öllum tengingum er miðstýrt og kostnaður sparast vegna búnaðar, póstþjóna og netþjóna, auk sparnaðar í mannahaldi. Þetta gefur Flug- leiðum færi á að bæta þjónustu við viðskiptavini sem hringja inn á annatímum og skapar félaginu jafnframt möguleika til spamað- ar í gagnaflutningskostnaði. Landssíminn veitir þjónustu á ATM-neti sínu þar sem mögu- leiki er á bandbreidd allt frá 64 kb/s upp í 155 Mb/s. Viðskipta- vinir geta því klæðskerasaumað víðnet sitt eftir þörfum. Rekstr- aröryggi á ATM-neti Landssím- ans er mikið og er eftirlitsþjón- usta veitt allan sólarhringinn. Simplex li Compact |l ijónust a HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = i Stórás 6 »210 Garöabæ Hí sími 569 2100 • fax 569 2101 Skuldabréf Þróunarfélag íslands hf. Þróunarfélags íslands hf. á Verðbréfaþingi íslands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Þróunarfélags íslands hf., 1. flokk 1999, á skrá þingsins þann 23. nóvember 1999. Heildarnafnverð útgáfunnar var 500.000.000 kr. Skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, íslandsbanka, F&M, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Bflaleigan Geysir Kaupir Bridgestone- loftbóludekk BÍLALEIGAN Geysir hefur samið við Gúmmívinnsluna á Akureyri, umboðsaðila Bridgestone-hjól- barða á íslandi, að 70% af bílaflota bílaleigunnar verði settur á svoköll- uð loftbóludekk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá íyrirtækjun- um. I tilkynningunnni segir að loft- bóludekk séu sérhönnuð ónegld vetrardekk, sem séu sérhönnuð til aksturs við erfiðustu aðstæður að vetri til. Slitflötur loftbóludekkja er búinn til úr gúmmíblöndu sem er með þúsundum af örsmáum loftból- um í sér. Loftbólumar gera það að verkum að þúsundir af hvössum brúnum grípa í yfírborð vegarins, auk þess sem bólumar soga upp vatn á yfirborði vegar þannig að snertiflötur er alltaf stamur. Próf- anir sýna að þau standist fyllilega samanburð við bestu gerðir nagla- dekkja hvað varðar hemlunarvega- lengd og veggrip, bæði í snjó og hálku, segir í tilkynningunni. Þar er haft eftir Garðari K. Vil- hjálmssyni, framkvæmdastjóra bílaleigunnar Geysis, að loftbólu- dekkin hafi reynst vel við íslenskar vetraraðstæður. Harðkornadekk og loftbóludekk gerólík Stefán Antonsson, markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri, vekur á því athygli í samtali við Morgunblaðið að loftbóludekk og svonefnd harðkornadekk séu ger- ólík. „Loftbóludekkin era ný dekk en harðkomadekk era sóluð. Einnig er það okkar mat að harðkoma- dekk séu ekki sérlega umhverfis- væn. Það era kom í þeim sem fara út í umhverfið og þyrlast upp af malbikinu sem ryk. Um slíkt er ekki að ræða í loftbóludekkjum. Það er ástæða til að taka þetta fram því sumir setja samasemmerki milli harðkomadekkja og loftbólu- dekkja, en Bridgestone er eini dekkjaframleiðandinn í heiminum sem framleiðir loftbóludekk, sem era uppfinning fyrirtæksins,“ segir Stefán Antonsson. ----- -----------B <> J E R A Aldamótakjólar Samkvæmisjakkar Kjóldragtir Mikið úrval Aðalstræti 7,101 Reykjavík Sími 5113100 Opiðvirka daga 12-18 Lau. 11-14 fa ral Sviptingar á norræna póst- markaðnum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið POST Danmark og Svenska posten, sænski og danski póst- urinn, hafna því að samrani fyr- irtækjanna sé á döfinni eins og sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fullyrti nýlega í annað skiptið á skömmum tíma. Hins vegar láta forráðamenn fyrir- tækisins í ljós væntingar yfir að samstarf fyrirtækjanna muni aukast, án þess að vilja fullyrða hver niðurstaðan verði. Það era umsvif hins þýska íyrram ríkispóstfyrirtækis Deutsche Post, sem með umsvif- um sínum á Norðurlöndum og í nágrenni þeirra þrýstir á að sænski og danski pósturinn starfi saman. Ný einkafyrirtæki era einnig tekin að hasla sér völl á þessu sviði. Það stefnir því í að póstgeirinn umbyltist á næstu áram líkt og gerst hefur í síma- geiranum. Um tíma virtust póst- fyrirtæki stefna á samstarf við banka, en aukin áhersla á net- þjónustu hefur orðið til þess að póstíyrirtæki stefna sjálf á net- þjónustu af ýmsu tagi. Afnám ríkiseinkaleyfis á póstþjónustu í Evrópu eftir rúm þrjú ár mun enn ýta undir umbyltingar á þessu sviði. Á undanförnum áram hefur gömlu norrænu ríkispóst- og 'símafyrirtækjunum verið skipt í póst- og símahluta og þeim breytt í hlutafélög. I Danmörku gerðist þetta 1995, en ríkið er enn eini hluthafinn. Sama er upp á teningnum í Svíþjóð. í báðum löndum leita fyrirtækin ákaft nýrra leiða í starfsemi sinni. Bæði fyrirtækin leggja áherslu á sendingarþjónustu af ýmsu tagi og netumsvifum. Pósthúsun breytt í gjafa- og smávörubúðir Post Danmark hefur lagt áherslu á að breyta stærri póst- húsunum í gjafa- og smávöra- búðir, sem sinni fleiri þörfum viðskiptavinanna en bréfa- og pakkasendingum. Fyrirtækið hefur þróað BilletNet, sem er umfangsmikið sölunet miða á ýmiss konar skemmtanir eins og leikhús og tónleika. Fyrirtækj- um er sinnt með tilboðum um prentun bæklinga og skipu- lagningu póstherferða, auk sendingarþjónustu, sem meðal annars er í samvinnu við hrað- sendingarfyriræki. Sænski pósturmn leggur mikla áherslu á netþjónustu, sem reiknað er með að aukist enn og þá samþættingu net- sendinga og venjulegrar póst- þjónustu. Þessi stefna hefur leitt til þess að bankastarfsemi, sem stefnt var á um tíma, hefur verið afskrifuð. Sænski póstur- inn var í samstarfi við Nordban- ken, en því hefur nú verið slitið, þar sem gert er ráð fyrir minnk- andi áherslu á bankaútibú og vaxandi áherslu á netvædda bankaþjónustu. Almennt gildir að bréfum hef- ur fjölgað sökum þess hve mikið er borið út af auglýsingaefni. Á hinn bóginn er taxtinn fyrir efni af þessu tagi lægri en taxti fyrir venjuleg bréf og hér er sam- keppnin hörð við ný fyrirtæki á markaðnum, sem bætast við samkeppni frá Deutsche Post. Sænska fyrirtækið CityMail er dæmi um slíkt íyrirtæki. Það var stofnað 1996 og nær nú til þriðjungs allra sænskra heimila. Fyrirtækið starfar á Stór- Stokkhólmssvæðinu, Gautaborg, Málmey og á Gotlandi. Finnar taka Deutsche Post framyfir norrænt samstarf Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa undanfarið starfað saman um pakkaflutn- inga í Pan Nordic Logistic. Auk þess hafa danski og sænski pósturinn sérstakt samstarf um að þjóna Eyrarsundssvæðinu, sem búist er við að verði enn veigameira eftir að brúin um sundið milli Danmerkur og Sví- þjóðar verður opnuð næsta sum- ar. Nú hefur finnski pósturinn dregið sig^ út úr Pan Nordic Logistics. Ástæðan er sú að þar á bæ hafa menn tekið upp sam- starf við Deutsche Post, sem er sérlega framsækið íyrirtæki og horfir þá einnig til Norðurlanda. Annað dæmi um norræna fram- sókn þýska póstsins er að hann keypti nýlega sænskt flutninga- fyrirtæki, ASG. Sænski póstur- inn hafði augastað á íyrirtæk- inu, en Þjóðverjamir vora skjótari til. Það er gríðarlegur stærðar- munur á þýska póstinum og nor- rænu póstunum. Ársvelta Post Danmark losar 10 milljarða danskra króna, Svenska posten er með tvöfalda þessa veltu, en velta Deutsche Post er tæplega 110 milljarðar danskra króna. Rúmlega 30 þúsund starfsmenn starfa hjá danska fyrirtækinu, 42 þúsund hjá hinu sænska, en 261 þúsund hjá því þýska. Stærðarmunurinn er því mikill og möguleikar Deutsche Post til að verða sér úti um fé mun enn aukast á næsta ári þegar fýrir- tækið fer á hlutabréfamarkað. Stjórnmálamenn óákveðnir um framtíð póstsins Þar sem sænski og danski pósturinn era enn í umsjá ríkis- ins þó fyrirtækjunum hafi verið umbreytt í hlutafélög er það að hluta undir stjómmálamönnum í þessum löndum komið að ákveða feril fyrirtækjanna. Mogens Lykketoft fjármálaráð- herra Dana aftekur að áform séu um að stefna á samrana við sænska póstinn, en orð hans virðast aðeins eiga við nánustu framtíð. Helge Israelsen fram- kvæmdastjóri Post Danmark segir í samtali við Berlingske Tidende að enn sé of snemmt að segja fyrir um hvaða form sam- starfi póstfyrirtækjanna verði valið. Samstarfið eins og það sé nú sé vart hið endanlega, en nið- urstaðan sé einnig háð pólitísk- um vilja. Þegar fyrirtækið hafi verið stofnað sem Post Dan- mark 1995 hafi fæstir getað séð fyrir þá miklu og öra þróun, sem síðan hafi orðið í póstgeir- anum. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðum fyrirtækjanna: www.postdanmark.dk, www.posten.se og www.cityma- il.se. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.