Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ “ ‘ “ " FÖSTUDAGUR19. NÖVEMBER1999 43 kólastjórnenda í Reykjavík Ráðstefna um líffræðirannsóknir Frá ráðstefnu um líffræðirannsóknir á Hótel Loftleiðum í gær. 43 með nýtt afbrigði af Kreutzfeldt-Jacobs Prion-prótein sem valda sjúkdómum á borð við riðu og Kreutzfeldt-Jacobs sjúkdóminn og myndun nýrra tegunda lífvera í skjóli ------------------T------ landfræðilegrar einangrunar Islands eiga fátt annað skylt en að vera tvö af fjölmörg- um athyglisverðum erindum á ráðstefnu um líffræðirannsóknir sem nú stendur yfir í Reykjavík. Guðjón Guðmundsson forvitn- aðist um þessi umfjöllunarefni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson umræðu. i bjóða ihverfi Korpuskóla að þessu sinni væri sú að Korpuskóli stæði nær framtíðinni en margir aðrir skólar í Reykjavík að tvennu leyti. Annars vegar væri skól- inn tölvuvæddari en aðrir skólar. Af þvi hefði verið unnið markvisst og þar væru aðeins fimm nemendur um hverja tölvu, en í Bandaríkjunum væri talið að þann fjölda tölva þyrfti til þess að tölvurnar væru raunverulega not- aðar í kennslu. Hins vegar væri skól- inn að nokkru leyti búinn að leysa upp bekkjarkerfið og opna á möguleika á hreyfanleika milli árganga. Til dæmis væru ekki hefðbundnar bekkjarstofur í skólanum og nemendum 1. og 2. bekkjar, fjórum bekkjardeildum, væri kennt í einu rými, gömlu hlöðunni á Korpúlfsstöðum. Líkist vinnurými í fyrirtækjum í ofangreindu blaði er meðal annars fjallað um hvernig umhorfs verður í skólum framtíðarinnar. Þar segir í grein eftir Gerði að þegar inn sé kom- ið líkist umhverfið vinnurými í fyrir- tækjum nú á tímum. Við blasi opin rými, básalandslag, og einstök lokuð misstór afdrep, en opið sé á milli þeirra. Skólasafnið verði hjarta skól- ans og eldri nemendur hafi sitt eigið skrifborð með stól og hillu. Þar vinni þeir einstaklingverkefni og geymi bækur og gögn, auk þess sem þar megi líka sjá persónulega muni. :inu og ístoð tölvu sína. Þar gera þeir upp daginn og fara yfir vinnuáætlun næsta dags. Hvert er hlutverk kennara og annarra starfsmanna? I þessum framtiðarskóla vinna kennarar saman í teymum með ákveðinn hóp nemenda. Sigmar og Salvör eru í hópi 70-80 nemenda á aldrinum 10-11 ára sem skiptast í fjöra umsjónarhópa. Einn kennari ber ábyrgð á hveijum umsjónar- hópi en er jafnframt ábyrgur fyrir ákveðnum námsgreinum fyrir all- an hópinn. Við göngum inn í vinnuherbergi kennarateymisins. Þar er umsjónarkennari Salvarar, annar kennari og aðstoðarmaður Vinnuumhverfi skólabygginga 20. aldarinnar, með lokuðum stofum, oft við langa ganga, þar sem borðum nemenda hafi verið raðað með reglu- legum hætti og öll snúið að kennara, sé greinilega liðin tíð. Nú hafi „opni skólinn“ fengið nýtt líf. Elín G. Olafsdóttir kynnti skýrslu um kynnisferð skólastjóra í Reykja- vík til Minnesota í seinni hluta mars- mánaðar. I skýrslunni kemur fram að skipulag skólamála í fræðsluumdæm- um Minnesota er svipað og í Reykja- vík. Fræðsluumdæmi séu í raun sér- stakt stjórnsýslustig með sjálfstæðan fjárhag. Yfir þeim sé fræðsluráð sem kosið sé beinni kosningu. Fræðslu- stjóri sé framkvæmdastjóri fræðslu- ráðs og stjórni jafnframt fræðslu- skrifstofu sem þjóni skólum, veiti ráð- gjöf, geri áætlanir og sinni fjármál- um. Fram kemur að miðstýring þar virðist meiri en í Reykjavík. I sumum umdæmum sé ráðning kennara til dæmis á hendi fræðsluskrifstofu og sama gildi um að fjárframlög til skóla virðist miðstýrðari og einnig val á námsefni. Kennsludagar þar eru 173-176 á ári samanborið við 170 hér á landi og skólaárið er skipulagt á ann- an hátt, þannig að lengur er kennt fram á sumrin en á móti koma vetrar- frí. Vinnudagar kennara eru fleiri en kennsludagar og kjarasamningum kennara hefur verið breytt þannig að vinnutími er ekki skilgreindur út frá kennsluskyldu heldur út frá vinnu- skyldu, sem er 7,45 klukkustundir á dag. Starfið skiptist í kennslu og önn- ur verkefni tengd kennslunni. Tilraun- ir hafa verið gerðar með að árang- urstengja framlög til skóla og laun kennara. Ymsir telji að það hafi þegar skilað árangri, en aðrir bendi á að það geti meðal annars stangast á við mikla áherslu á samstarf kennara, teymis- vinnu og fleira. Skólahúsnæði sé sniðið að skólastarfi nú á tímum Þá kemur fram að mikil umræða sé í Minnesota um að skólahúsnæði þurfi að vera sniðið að skólastarfi nú á tím- um. Víða hafi verið unnið að endur- gerð skólabygginga og viðbygginga í samræmi við breytta kennsluhætti í kjölfar aukinnar tækninotkunar. Einnig hafi víða mátt sjá aukna áherslu á nám í stað kennslu, sjálf- stæð vinnubrögð, þemavinnu og sam- starf kennarateyma. Upplýsingatækn- in hefði haft mikil áhrif í þessum efn- um og greinilega notuð sem hjálpar- tæki í námi. Loks kemur fram að víða hafi glæsi- leg skólasöfn borið fyrir augu, en hús- búnaður hafi gjama verið einfaldari og víða mun lakari en hér á landi. Matar- þjónusta hafi alls staðar verið fyrir hendi og hafi hún verið greidd með kortum. Skóladagvist hafi gjarnan ver- ið rekin af sjálfstæðum rekstraraðilum i skólahúsnæðinu og gjöld hafi virst hærri en hér á landi. Foreldrasamstarf hafi virst í svipuðum farvegi og hér á landi, en ef til vill sé hlutverk skóla annars vegar og foreldra hins vegar skýrara og samstarfið sé meira í efn- aðri hverfum en í þeim fátækari. að fara yfir skipulag þemaverk- efnis sem fer af stað eftir hádegi. Hann ber einnig ábyrgð á móður- málinu, útbýr efni fyrir hina kenn- arana, gerir grófar áætlanir sem umsjónarkennarar útfæra nánar með nemendum sínum, gjarnan á einstaklingsgrundvelli. Að sjálfsögðu meta kennarar stöðu og framfarir nemenda eins og þeir hafa alltaf gert. í dag fer Salvör í fæmipróf í náttúmfræði sem hún skráði sig í fyrir hálfum mánuði. Sýni útkoman að hún hafi náð valdi á öllum þeim færniþátt- um sem prófið mælir, hefst hún handa að því loknu við að búa sig undir næsta stig með því að dýpka skilning sinn og þekkingu enn frekar. Hafí hún ekki náð þeirri færni sem á reynir í prófinu heldur hún áfram að byggja upp grund- vallarfærni. Ákveðin færnistig hafa verið skilgreind í öllum grein- um, þau koma í stað aðalnámskrár sem ekki er lengur gefin út.“ DR. Ástríður Pálsdóttir fjallaði á ráð- stefnu um líffræðisrannsóknir um svokölluð prion-smitefni sem valda sjúkdómum á borð við riðu í sauðfé, kúariðu, Kreutzfeldt-Jacobs sjúkdómi í mönnum og fleiri skyldum sjúkdóm- um. Hún segir að staðfest sé að í Bret- landi sé 41 maður sannanlega með nýtt afbrigði af Kreutzfeldt-Jacobs sjúkdómnum og tveir í Frakklandi. Skúli Skúlason, skólameistari í Hóla- skóla, fjallar um þróun fjölbreytileika meðal lífvera og vistfræðilega sér- stöðu Islands í þeim málum. Hann segir dæmi um að lítil samkeppni milli lífvera í vistkerfum hér á landi leiði til myndunar nýrra tegunda. Myndun nýrra afbrigða og tegunda lífvera sé meiri hérlendis en annars staðar í heiminum og þetta veki mikla eftir- tekt í vísindaheiminum. Morgunblaðið fékk Ástríði og Skúla til að segja nán- ar frá rannsóknum sínum. Ástríður, sem starfar sem sérfræð- ingur á tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, vék meðal annars að rannsóknum læknisins St- anley Prusiner, sem hann hlaut Nó- belsverðlaun fyrir árið 1997. Hann kennir að riða og skyldir sjúkdómar séu ekki veirusjúkdómar, eins og lengi hefur verið haldið fram, heldur sé um að ræða smitandi prótein í spendýrum. „Þetta eru prótein sem eru til í lík- ömum spendýra en hafa tekið á sig óeðlilega mynd og verða smitandi. Sjúkdómar af völdum svokallaðra prion-próteina eru algjörlega einstak- ir og þeir einu í heiminum sem stafa af smitandi próteini. Allir aðrir sjúkdóm- ar í lífverum orsakast af veirum, bakt- eríum, sníkjudýrum eða öðru slíku. Það vekur enn meiri undrun að prótein þetta er að auki framleitt í lík- ömum spendýra í eðlilegri mynd. Kenning Prusiner gengur út á það að þegar t.d. sauðkind smitast fær hún í sig smitandi prótein, svokallað prion- prótein, í afbrigðilegri mynd. Þetta óeðlilega prótein, sem er afar þétt, hita- og niðurbrotsþolið, ræðst á eðli- legt prótein sauðkindarinnar og um- myndar það. Sauðkindin byrjar þá að framleiða sitt eigið smitefni og verður þar með einnig smitandi fyrir aðrar sauðkindur. Það eru hins vegar engin dæmi þess að riða hafi valdið sjúk- dómi í fólki. Það virðist vera algjör tegundarþröskuldur milli sauðkindar- innar og mannsins,“ segir Ástríður. Notkun sláturafurða í fóðurbæti bönnuð hérlendis Hún segir að þessum sjúkdómum sé afar ei'fitt að útrýma vegna þess að smitefnið sé svo þolið. Það dugi engar venjulegar aðferðir við að óvirkja smitefnið og ekki er heldur hægt að mæla mótefni í sýktum einstaklingum vegna þess að það myndast engin mótefni við sýkingu. Margt bendir hins vegar til að kúariða hafi borist í menn. Mjög ósennilegt er að kúariða komi upp á íslandi vegna þess að notkun sláturafurða í fóðurbæti hefur verið bönnuð síðan 1978. „I erindi mínu sagði ég frá helstu kenningum um smitefnið og hvaða að- ferðir hafa verið notaðar í rannsóknum. Eyðilögð hafa verið prion-gen í músum þannig að þær geti ekki framleitt próteinið. Þessar mýs eru ónæmar fyr- ir smiti því þær framleiða ekki eigið prótein sem yrði efniviður fyrir smit. Eg rakti einnig helstu rök fyrir því að nú er nokkuð örugglega álitið að kúariða hafi borist í menn í Bretlandi og víðar. Að minnsta 43 hafa fengið nýtt afbrigði af Kreutzfeldt-Jacobs sjúkdómnum, aðallega á Bretlandseyj- um, en einnig tveh menn í Frakklandi. Þetta afbrigði líkist mjög líffræðilega og meinafræðilega kúariðu. Sumir vís- indamenn hafa spáð því að faraldur geti blossað upp og það séu margir einstaklingar í þessum löndum sýktir en meðgöngutími sjúkdómsins sé afar langur,“ segir Ástríður. Hún segir að tvö önnur verkefni sem unnin eru á Keldum hafi verið kynnt á ráðstefnunni. Annað þeirra lúti að rannsóknum á næmi sauðkinda fyrir riðusmiti en hitt að rannsóknum á hlutverki prion-próteinsins í heil- brigðum einstaklingum. Viss breyti- leiki í prion-genum sauðkinda virðist ýmist minnka næmi sauðfjár gegn riðu eða auka næmi þess fyrir sjúk- dómnum. Hafin er þjónusta fyrir land- búnaðinn sem felst í því að hjálpa bændum við að auka riðuþol sauð- kinda með því að finna þennan breyti- leika í genunum. „Þetta er einkum gagnlegt þeim bændum sem hafa lent í því að skera allt sitt fé niður vegna riðu. Við leggj- um til að bændur sem skipta út fé láti arfgerðagreina féð þannig að þeir fái lítt næmari einstaklinga inn til að minnka líkumar á smiti. Hitt verkefn- ið er fræðilegra og snýst um rannsókn á því hvert náttúrulegt hlutverk prion- próteinsins er. Það gæti hugsanlega varpað ljósi á það hvers vegna þetta óeðlilega prótein veldur sjúkdómi,“ segir Ástríður. Hin landfræðilega einangrun Skúli Skúlason, skólameistari Hóla- skóla, fjallaði í sínu erindi um þróun fjölbreytileika meðal lífvera og vist- fræðilega sérstöðu Islands í þeim efn- um. I Hólaskóla er rannsóknarstarf- semi í sambandi við fiskeldi, vatnavist- fræði og líffræði fiska. Skólinn starfar mikið með Háskóla Islands og fleiri stofnunum innanlands og erlendis. Skúli fjallaði einkum um ferskvatns- fiska og breytileika í þeim en vísaði jafnframt til þess að breytileikann sé einnig að finna innan annarra tegunda dýra og plantna á íslandi. ,Ástæðan fyrir sérkennum Islands í þessu sambandi er að landið er eyja úti í Atlantshafi og landfræðilega einangr- að. Einnig kemur til ungur aldur vist- kerfanna á íslandi, sem flest eru til orðin á síðustu tíu þúsund árum, sem er afskaplega stuttur tími í þessu sam- hengi. Hingað hafa þar af leiðandi til- tölulega fáar lífverur borist. Hér eru engu að síður fjölbreytileg skilyrði fyr- ir lífverur sem tengjast búsvæðum, fæðu og ýmsum öðrum vistfræðilegum skilyrðum. Þetta má að miklu leyti rekja til jarðfræði landsins, þ.e. hraun- myndunar, eldvirkni, gliðnunar megin- landsflekanna og fleira,“ segir Skúli. Hann segir að þau fáu dýr sem hingað hafa komið, t.d. skordýr, plönt- ur eða krabbadýr, hafi haft meiri tækifæri þess að aðlagast ólíku um- hverfi en ef fleiri tegundir hefðu borist til landsins. Nýjar tegundir verða til Hann nefnir sem dæmi að í Þing- vallavatni séu þrjár tegundir af fiskum en hægt væri að ganga út frá því að ef sams konar stöðuvatn væri að finna á sömu breiddargráðu í Svíþjóð væri þar líklega að finna 20-30 tegundir. Þessi sérkennilega staða íslands veiti ákveðnum tegundum tækifæri til að verða mjög fjölbreyttar því það mynd- ist ákveðin afbrigði innan tegundanna sem hafa aðlagast ólíkum búsvæðum. Þingvallamurtan sé dæmi um slíkt af- brigði. „Nýjustu niðurstöður erfðafræði- legra rannsókna á þessu sviði sýna það að afbrigðamyndunin og aðskiln- aður sé merki um að hér séu að mynd- ast ólíkar tegundir,“ segir Skúli. Hann segir að hér á landi sé að verða til líffræðilegur fjölbreytileiki með mun meiri hraða en gerist á meg- inlandi Evrópu. Hugsa þurfi út frá þessum sérkennum í allri umræðu um náttúruvernd eða náttúrunýtingu. Skúli segir að afbrigðamyndun af þessu tagi sé vissulega að gerast um allan heim en hún virðist ganga hrað- ar og lengra hér en annars staðar. Þessi þróun hafi átt sér stað fyrst og fremst á síðustu tíu þúsund árum. I Þingvallavatni hafi líklega verið einn bleikjustofn fyrir tíu þúsund árum og nú, eftir 2.000 til 2.500 kynslóðir, séu orðin til fjögur ólík afbrigði sem séu afar aðskilin og farin að hrygna inn- byrðis. „Haldi Þingvallavatn áfram að verða til má telja líklegt að afbrigðin verði að góðum og gildum tegundum og sumir myndu sjálfsagt telja þau tegundir nú þegar. Þetta á eftir að gerast í fleiri vötnum á Islandi. I Galt- arbóli á Auðkúluheiði er lítið vatn með tveimur gjörsamlega aðgreindum af- brigðum af bleikju. Þetta ferli sést einnig glögglega í hornsílum og er þróunin hraðari því kynslóðaskipti hornsíla eru örari,“ segir Skúli. i fjórðungi 21. aldarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.