Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLADID Reutcrs Bæjarstarfsmenn í Ceiba á Púertó Ríkó kanna veg sem eyðilagðist í úrhclli sem fylgdi fellibylnum Lenny í fyrradag. Fellibylur veld- ur tjóni á Karíbahafseyjum Miami, Anguilla. AFP, AP. FELLIBYLURINN Lenny gekk í gær yfir Jómfrúreyjar og fleiri eyj- ar í Karíbahafi og olli þar miklu tjóni. Bryggjur og hús við ströndina eyði- lögðust, auk þess sem raf- magnsstaurar brotnuðu og vegir skemmdust af völdum flóða. Hús í bæjunum Bouill- ante, Baillif og Deshaies á eyjunni Guadeloupe eyði- lögðust í fellibylnum. Óveðrið olli einnig miklu tjóni á eyjunni St. Croix þar sem bátar fuku upp á ströndina og bryggj- ur eyðilögðust, auk þess sem hús og vegir skemmd- ust af völdum flóða. Um 100.000 manns voru án rafmagns vegna felli- bylsins á St. Croix og SL Thomas og óveðrið olli einnig rafmagnsleysi víða á Púertó Ríkó. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið af völdum óveðursins frá strönd Kólumbíu til hollenska eyjarhlutans St. Maartin í norðausturhluta Karíbahafsins frá því á þriðjudag. Óvenjulegur f ellíbylur Fellibylurinn kom íbúum Karíba- hafseyjanna í opna skjöldu þar sem braut hans er mjög óvenjuleg. Felli- Fellibylurinn Lenny Færöist í austur í gær og vindhraðinn var um 215 km/klst (um 60 m/s) iHKÉBaaáHif - * jíí 300 km 35° Atlantshaf byljir sem ganga yfir Karíbahafið myndast yfirleitt í Atlantshafinu undan ströndum Afríku og færast vestur en Lenny myndaðist í vestur- hluta Karíbahafsins og færðist í austur. Þetta er fyrsti öflugi fellibyl- urinn á öldinni sem fer þessa braut, að sögn Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna. Vindhraðinn var mestur um 240 km á klukkustund en var um 215 km á klst. í gær. Förðunarfræðingur verður á staðnum i dag, föstudag. og á morgun, laugnrdag, og býður þér förðun og faglega ráðgjöf. Fundur EES-ráðsins fór fram á leiðtogafundi ÖSE í Istanbúl EES-samráðið fært rit Á FUNDI EES-ráðsins, sem fram fór í Istanbúl í gær með þátttöku forsætisráðherra EFTA-ríkjanna í EES, íslands, Noregs og Liechten- stein, ásamt æðstu fulltrúum Evrópusambandsins og fram- kvæmdastjóra EFTA, var meðal annars lýst yfir vilja til að fjölga tvíhliða samráðsfundum ESB- og EFTA-landanna á efsta stigi slíks samráðs, þ.e. á milli fagráðherra hvers málaflokks. í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að fundurinn hefði lýst vilja til að þetta samráð yrði fært út, meðal annars til umhverfismála, rannsóknar- og menntamála og ekki sízt öryggis- mála. „Ákveðið var að auka fundahöld í efstu lögunum og á fleiri sviðum en verið hefur og ég á von á að það þyki jákvæð breyting," sagði Davíð. Ás- amt Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, sem nú gegnir for- mennsku í ráðherraráði ESB, sátu fundinn þeir Romano Prodi, forseti framkvæmdastjómar ESB, og Ja- vier Solana, sem nýlega tók við nýju embætti æðsta talsmanns ESB í ut- anríkis- og öryggismálum. Meiri skilningur á stöðu NATO-ríkja utan ESB Sagði Davíð stöðu vamarsamst- arfsins eftir að VES gengur inn í ESB hafaverið rædda. „Þettagerist í samræmi við yfirlýstan vilja ESB- ríkjanna til að taka aukna forystu í þessum efnum, sem við höfum stutt að þau gerðu,“ segir Davíð. „Okkur hefur hins vegar fundizt hingað til að það væri tiltölulega lítill skilning- ur á því að staða þessara ríkja, sem era í NATO en utan ESB - sem era Island, Noregur og Tyrkland auk nýju aðildarríkjanna, Póllands, Tékklands og Ungverjalands - yrði tryggð og hún yrði ekki lakari en þau höfðu innan VES.“ Segir Davíð það eðlilega kröfu af hálfu þessara ríkja að þau fengju að koma, í krafti NATO-aðildarinnar, með jafn nánum hætti að öllum stig- um mála eftir að ESB tekur innan eigin vébanda upp það öryggismálasamstarf og stefnumótun á því sviði sem áður fór fram innan VES, „að minnsta kosti við út- færslu vissra þátta nýrrar vamarstefnu ESB“. Segir Davíð fram að þessu ekki hafa verið nægilegur skilningur á þessu. „En okkur fannst að á þessum fundi hefðu sjónarmið ráðamanna ESB mjög breytzt og skilningur þeirra á okkar stöðu og hlutverki vaxið vera- Iega,“ segir Davíð. Hann bindi því vonir við að á leiðtogafundi ESB í Helsinki í desember verði tekið tillit til þessa. Um EES-samstarfið almennt ályktaði fundur EES-ráðsins svo, að það gengi prýðilega. Að mati forsæt- isráðherra var fundurinn ótvírætt gagnlegur íslenzkum hagsmunum. Hollt fyrir Rússa Til hafði staðið að fundur EES- ráðsins færi fram í tengslum við Norðurlandaráðsþingið í Stokk- hólmi á dögunum, en þar sem allir meðlimir þess gátu ekki mætt þang- að var bragðið á það ráð að halda fundinn í Istanbúl, þar sem leið- togafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, fer nú fram. Island er eitt 54 að- ildarríkja ÖSE. í áv- arpi sínu á fundinum lagði Davíð áherzlu á mikilvægi þess hlut- verks sem stofnunin gegndi við að efla stöð- ugleika í álfunni. Á þetta hlutverk reynir mjög nú vegna hemað- ar Rússa í Tsjetsjníu, sem fordæmdur var í máli margra leiðtoga á fundinum í gær. „Það er Rússum hollt að heyra þau sjónarmið sem þama komu fram,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. Um það hvað íslendingar gætu lagt til málanna á þessum vettvangi segir Davíð það almennt takmarkast við það að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þetta gildi reyndar um öll smærri ríki, en þama gefist líka tækifæri til þess að ræða á jafnrétt- isgrandvelh við ráðamenn fleiri ríkja en t.d. á leiðtogafundum NATO. Leonid-loftsteinastormurinn fór hjá 1 fyrrinótt Ljúsadýrðin yfir Jórdaníu í fyrrinótt en þar var lofsteinaregnið einna mest. Mikil ljósa- dýrð í Mið- austurlöndum MIKIÐ loftsteinaregn lýsti víða upp næturhimininn í fyrrinótt en þá fór Leonid-loftsteina- stormurinn, sem svo er kallaður, hjá. Var ljósadýrðin sú mesta í 33 ár. Stjarnfræðingar og stjömu- skoðarar um allan heim biðu með eftirvæntingu eftir Leonid enda var búist við að hann yrði öflugri nú en hann á eftir að verða um áratugaskeið. Hann stóð þó ekki lengi, „kom og fór“ eins og einn vísindamaðurinn komst að orði en hann náði hámarki klukkan tvö í fyrrinótt. Þá voru stjörnuhröpin um 1.700 á klukkustund. Margir stjarn- fræðingar setja mörkin við 1.000, upp úr því megi tala um loftsteinastorm. Einna glæsilegust var sýning í Sádi-Arabíu og nágrannalönd- um, til dæmis Jórdaníu, þar sem 50 stjarnfræðingar víðs vegar að vom samankomnir. Var jórd- anski stjarnfræðingurinn AIi Abanda yfir sig hrifinn af dýrð- inni sem við augum blasti, en hann varð fyrir miklum von- brigðum með Leonid fyrir 33 ár- um. títreikningar stjamfræð- inga bentu til, að best sæist til Leonids í Miðausturlöndum og í Evrópu en um alla norðanverða álfuna var skýjað og rigning og þvi h'tið að sjá. í Bandaríkjunum sást hvað best til stormsins á austurströndinni. Leonid heitir eftir stjörnu- merkinu Leo eða ljóninu þvi að þaðan virðast loftsteinarnir vera ættaðir. Er von á nýrri Ijósasýn- ingu 2001-2002. Ottast var, að loftsteinarnir myndu skaða fjarskiptahnetti, einkum speglana á þeim sumum, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.