Morgunblaðið - 19.11.1999, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLADID
Reutcrs
Bæjarstarfsmenn í Ceiba á Púertó Ríkó kanna veg sem eyðilagðist í
úrhclli sem fylgdi fellibylnum Lenny í fyrradag.
Fellibylur veld-
ur tjóni á
Karíbahafseyjum
Miami, Anguilla. AFP, AP.
FELLIBYLURINN
Lenny gekk í gær yfir
Jómfrúreyjar og fleiri eyj-
ar í Karíbahafi og olli þar
miklu tjóni. Bryggjur og
hús við ströndina eyði-
lögðust, auk þess sem raf-
magnsstaurar brotnuðu
og vegir skemmdust af
völdum flóða.
Hús í bæjunum Bouill-
ante, Baillif og Deshaies á
eyjunni Guadeloupe eyði-
lögðust í fellibylnum.
Óveðrið olli einnig
miklu tjóni á eyjunni St.
Croix þar sem bátar fuku
upp á ströndina og bryggj-
ur eyðilögðust, auk þess
sem hús og vegir skemmd-
ust af völdum flóða.
Um 100.000 manns voru
án rafmagns vegna felli-
bylsins á St. Croix og SL
Thomas og óveðrið olli
einnig rafmagnsleysi víða á Púertó
Ríkó.
Að minnsta kosti fjórir hafa látið
lífið af völdum óveðursins frá strönd
Kólumbíu til hollenska eyjarhlutans
St. Maartin í norðausturhluta
Karíbahafsins frá því á þriðjudag.
Óvenjulegur f ellíbylur
Fellibylurinn kom íbúum Karíba-
hafseyjanna í opna skjöldu þar sem
braut hans er mjög óvenjuleg. Felli-
Fellibylurinn Lenny
Færöist í austur í gær
og vindhraðinn var um
215 km/klst (um 60 m/s)
iHKÉBaaáHif - * jíí
300 km
35°
Atlantshaf
byljir sem ganga yfir Karíbahafið
myndast yfirleitt í Atlantshafinu
undan ströndum Afríku og færast
vestur en Lenny myndaðist í vestur-
hluta Karíbahafsins og færðist í
austur. Þetta er fyrsti öflugi fellibyl-
urinn á öldinni sem fer þessa braut,
að sögn Fellibyljamiðstöðvar
Bandaríkjanna.
Vindhraðinn var mestur um 240
km á klukkustund en var um 215 km
á klst. í gær.
Förðunarfræðingur
verður á staðnum i dag,
föstudag. og á morgun,
laugnrdag, og býður
þér förðun og
faglega ráðgjöf.
Fundur EES-ráðsins fór fram á leiðtogafundi ÖSE í Istanbúl
EES-samráðið fært rit
Á FUNDI EES-ráðsins, sem fram
fór í Istanbúl í gær með þátttöku
forsætisráðherra EFTA-ríkjanna í
EES, íslands, Noregs og Liechten-
stein, ásamt æðstu fulltrúum
Evrópusambandsins og fram-
kvæmdastjóra EFTA, var meðal
annars lýst yfir vilja til að fjölga
tvíhliða samráðsfundum ESB- og
EFTA-landanna á efsta stigi slíks
samráðs, þ.e. á milli fagráðherra
hvers málaflokks.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Davíð Oddsson forsætisráðherra að
fundurinn hefði lýst vilja til að þetta
samráð yrði fært út, meðal annars
til umhverfismála, rannsóknar- og
menntamála og ekki sízt öryggis-
mála.
„Ákveðið var að auka fundahöld í
efstu lögunum og á fleiri sviðum en
verið hefur og ég á von á að það þyki
jákvæð breyting," sagði Davíð. Ás-
amt Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, sem nú gegnir for-
mennsku í ráðherraráði ESB, sátu
fundinn þeir Romano Prodi, forseti
framkvæmdastjómar ESB, og Ja-
vier Solana, sem nýlega tók við nýju
embætti æðsta talsmanns ESB í ut-
anríkis- og öryggismálum.
Meiri skilningur á stöðu
NATO-ríkja utan ESB
Sagði Davíð stöðu vamarsamst-
arfsins eftir að VES gengur inn í
ESB hafaverið rædda. „Þettagerist
í samræmi við yfirlýstan vilja ESB-
ríkjanna til að taka aukna forystu í
þessum efnum, sem við höfum stutt
að þau gerðu,“ segir Davíð. „Okkur
hefur hins vegar fundizt hingað til
að það væri tiltölulega lítill skilning-
ur á því að staða þessara ríkja, sem
era í NATO en utan ESB - sem era
Island, Noregur og Tyrkland auk
nýju aðildarríkjanna, Póllands,
Tékklands og Ungverjalands - yrði
tryggð og hún yrði ekki lakari en
þau höfðu innan VES.“
Segir Davíð það eðlilega kröfu af
hálfu þessara ríkja að þau fengju að
koma, í krafti NATO-aðildarinnar,
með jafn nánum hætti að öllum stig-
um mála eftir að ESB tekur innan
eigin vébanda upp það
öryggismálasamstarf
og stefnumótun á því
sviði sem áður fór fram
innan VES, „að
minnsta kosti við út-
færslu vissra þátta
nýrrar vamarstefnu
ESB“.
Segir Davíð fram að
þessu ekki hafa verið
nægilegur skilningur á
þessu. „En okkur
fannst að á þessum
fundi hefðu sjónarmið
ráðamanna ESB mjög
breytzt og skilningur
þeirra á okkar stöðu og
hlutverki vaxið vera-
Iega,“ segir Davíð. Hann bindi því
vonir við að á leiðtogafundi ESB í
Helsinki í desember verði tekið tillit
til þessa.
Um EES-samstarfið almennt
ályktaði fundur EES-ráðsins svo, að
það gengi prýðilega. Að mati forsæt-
isráðherra var fundurinn ótvírætt
gagnlegur íslenzkum hagsmunum.
Hollt fyrir Rússa
Til hafði staðið að fundur EES-
ráðsins færi fram í tengslum við
Norðurlandaráðsþingið í Stokk-
hólmi á dögunum, en þar sem allir
meðlimir þess gátu ekki mætt þang-
að var bragðið á það
ráð að halda fundinn í
Istanbúl, þar sem leið-
togafundur Öryggis-
og samvinnustofnunar
Evrópu, ÖSE, fer nú
fram.
Island er eitt 54 að-
ildarríkja ÖSE. í áv-
arpi sínu á fundinum
lagði Davíð áherzlu á
mikilvægi þess hlut-
verks sem stofnunin
gegndi við að efla stöð-
ugleika í álfunni. Á
þetta hlutverk reynir
mjög nú vegna hemað-
ar Rússa í Tsjetsjníu,
sem fordæmdur var í
máli margra leiðtoga á fundinum í
gær.
„Það er Rússum hollt að heyra
þau sjónarmið sem þama komu
fram,“ sagði Davíð í samtali við
Morgunblaðið.
Um það hvað íslendingar gætu
lagt til málanna á þessum vettvangi
segir Davíð það almennt takmarkast
við það að koma sjónarmiðum sínum
á framfæri. Þetta gildi reyndar um
öll smærri ríki, en þama gefist líka
tækifæri til þess að ræða á jafnrétt-
isgrandvelh við ráðamenn fleiri
ríkja en t.d. á leiðtogafundum
NATO.
Leonid-loftsteinastormurinn fór hjá 1 fyrrinótt
Ljúsadýrðin yfir Jórdaníu í fyrrinótt en þar var lofsteinaregnið einna mest.
Mikil ljósa-
dýrð í Mið-
austurlöndum
MIKIÐ loftsteinaregn lýsti víða
upp næturhimininn í fyrrinótt
en þá fór Leonid-loftsteina-
stormurinn, sem svo er kallaður,
hjá. Var ljósadýrðin sú mesta í
33 ár.
Stjarnfræðingar og stjömu-
skoðarar um allan heim biðu
með eftirvæntingu eftir Leonid
enda var búist við að hann yrði
öflugri nú en hann á eftir að
verða um áratugaskeið. Hann
stóð þó ekki lengi, „kom og fór“
eins og einn vísindamaðurinn
komst að orði en hann náði
hámarki klukkan tvö í fyrrinótt.
Þá voru stjörnuhröpin um 1.700
á klukkustund. Margir stjarn-
fræðingar setja mörkin við
1.000, upp úr því megi tala um
loftsteinastorm.
Einna glæsilegust var sýning í
Sádi-Arabíu og nágrannalönd-
um, til dæmis Jórdaníu, þar sem
50 stjarnfræðingar víðs vegar að
vom samankomnir. Var jórd-
anski stjarnfræðingurinn AIi
Abanda yfir sig hrifinn af dýrð-
inni sem við augum blasti, en
hann varð fyrir miklum von-
brigðum með Leonid fyrir 33 ár-
um. títreikningar stjamfræð-
inga bentu til, að best sæist til
Leonids í Miðausturlöndum og í
Evrópu en um alla norðanverða
álfuna var skýjað og rigning og
þvi h'tið að sjá. í Bandaríkjunum
sást hvað best til stormsins á
austurströndinni.
Leonid heitir eftir stjörnu-
merkinu Leo eða ljóninu þvi að
þaðan virðast loftsteinarnir vera
ættaðir. Er von á nýrri Ijósasýn-
ingu 2001-2002.
Ottast var, að loftsteinarnir
myndu skaða fjarskiptahnetti,
einkum speglana á þeim sumum,
en þær áhyggjur reyndust
ástæðulausar.