Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 ■Y4>.-wwí-nunMuvoK ot )Iuda«tjto»i MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OiUAjtDrilDnOM Lýðveldis- skatturinn / Skattleggja ber rúmmál sérhvers Is- lendings á hverju ári og nota þá fjár- muni til kynninga á íslenskri menn- ingu erlendis. Tímabært er að hugað verði að nýjum tekju- öflunarleiðum fyrir ríkissjóð. Petta er ekki síst nauðsynlegt til að unnt reynist að standa með þjóðlegri reisn að kynning- um á íslenskri menningu erlend- is. Sátt ríkir enda um það í þjóð- félaginu að íslensk menning sé algjörlega einstök og að Islend- ingum beri skylda til að kynna hana með öllum tiltækum ráðum fyrir öðrum þjóðum, sem ekki hafa notið sömu blessunar. Má því ætla að íslenskir launamenn taki fagnandi auknum álögum í nafni menningarinnar, „lýðveld- isskattinum" svonefnda. Umfangsmikil kynning á ís- ifiitUADE lenskri menn- VRinUKr jngu hefur T~~7 verið ákveðin I'X££ í vesturheimi a næsta ari í tilefni landafundaafmælisins. A sama tíma verður útlendum mönnum sem hérlendum boðið að njóta dásemda íslenskrar há- menningar í sjálfri Reykjavík, sem verður ein „menningar- borga“ Evrópu. íslensk menning verður kynnt á heimssýningu og þá er ekki að efa að athygli heimsbyggðarinnar mun mjög beinast að íslensku þjóðinni er ríkiskirkjan efnir til veglegra hátíðarhalda til að fagna 1000 ára kristni í landinu. Samtals munu íslenskir skattgreiðendur reiða fram tæpar tvö þúsund milljónir króna vegna þessara hátíða til dýrðar menningunni og frelsaranum. Við þetta bætast síðan nokkr- ar sérlega vel heppnaðar land- kynningar á þessu ári t.a.m. ráð- stefnan „Konur og lýðræði", sem vakti gríðarlega athygli um heim allan og varpaði ljóma á íslenska menningu og þá djúpstæðu virð- ingu fyrir mannréttindum, sem einkennir lífið í lýðveldinu. Að auki hefur forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, verið óþreytandi við að kynna menn- ingarþjóðina einstöku í norðri og er þess að vænta að hann fjölgi enn frekar dvalardögum sínum erlendis í þeim tilgangi. Fram hefur komið í máli ráða- manna og fólks, sem fengið hef- ur verið til að stýra menningar- kynningum í vesturheimi, að þær upphæðir, sem varið verði í þessu skyni, séu í raun smáaur- ar. Til rökstuðnings var nefnt að Norðmenn, sá léttvægi þjóð- flokkur, hygðust skjóta upp flugeldum í þeim menningar- lausa höfuðstað, Ósló, fyrir 750 milljónir króna við næstu ára- mót. Því blasir við að aukinna fjár- veitinga er þörf ef takast á að tryggja að bandarískar geim- ferjur beri framvegis nöfn merk- ustu manna Islandssögunnar líkt og lagt hefur verið til. Mikilvægt er að kynningar- starfinu verði fram haldið og að hvergi verði gefið eftir í íslensku menningarsókninni um heim all- an. Þótt öruggt megi heita að Island og íslensk menningar- afrek verði á hvers manns vör- um í Bandaríkjunum og Evrópu eftir kynningamar um- fangsmiklu á næsta ári blasir sú óhugnanlega staðreynd við að víða um heim hafa heilu þjóðirn- ar enga hugmynd um tilvist Is- lendinga og framlag þjóðarinnar til menningarsögunnar. Því er óhjákvæmilegt að efnt verði einnig til kynninga í þeim hlut- um heims, sem hingað til hafa ekki notið þeirrar gæfu að fá að kynnast Islendingum og ís- lenskri menningu. Menningar- fulltrúar gætu stjórnað því starfi úr svæðisbundnum menningar- miðstöðvum í helstu borgum jarðarkringlunnar auk þess sem nýta ber nýja tækni til fullnustu. Óneitanlega kemur á óvart að ekki skuli hafa verið rætt um að koma á fót „heimsþjónustu" (e. ,,Worldservice“) til að miðla ís- lenskri menningu um internet og gervihnetti. Allt kostar þetta peninga og þeirra þarf að afla með skipuleg- um hætti. Því er hér lagt til að nýr nefskattur verði lagður á þjóðina og að hann nefnist „lýð- veldisskatturinn“. Hugsunin að baki skatti þessum er einföld. Allir íslendingar, stórir sem smáir, taka upp rými í lýðveld- inu. Þar sem rými er takmörkuð auðlind er bæði sjálfsagt og eðli- legt að fyrir notkun þess sé greitt. Því ber að mæla rúmmál sérhvers íslendings á hverju ári og skattleggja það pláss, sem viðkomandi tekur í lýðveldinu. Kosturinn við þennan skatt er sá að upphæðin hækkar í réttu hlutfalli við aldur og tekjur við- komandi. Menn og konur hafa tilhneigingu til að hlaða á sig velferðarístrum og góðærislend- um eftir því sem árin líða og af- koma viðkomandi fer batnandi. Um leið hækkar skatturinn en fer jafnframt lækkandi er ald- urinn sækir á, tekjur minnka og þegnarnir taka að skreppa sam- an og rýrna. Skatturinn nær hins vegar út yfir gröf og dauða þar sem menn halda vitanlega áfram að taka upp rými í lýð- veldinu eftir að jarðlífinu lýkur. Með þessu móti er í senn unnt að skattleggja afkomendur við- komandi á hverju ári - nokkuð sem erfðafjárskatturinn megnar því miður ekki að gera - og jafn- framt hvetja til þess að líkams- hulstrum manna verði tortímt í eldi eftir að þeir hafa safnast til feðra sinna. Þannig væri unnt að draga verulega úr því landrými, sem fer undir kirkjugarða og nýta það með skynsamlegri hætti t.a.m. undir pizzugerðar- hús og bílastæði. Skortur á bíl- astæðum við skólabyggingar er líkt og alkunna er alvarlegasti vandinn, sem við er að glíma í menntamálum þjóðarinnar og gæti „lýðveldisskatturinn" þann- ig beinlínis orðið til að létta ung- um Islendingum gönguna eftir menntabrautinni. Fer vel á því enda ræðir þar um fólkið, sem halda mun uppi kynningu á ís- lenskri menningu erlendis í framtíðinni. Hafa ber í huga að „lýðveldis- skatturinn" myndi vekja veru- lega athygli erlendis og treysta stöðu íslands sem menningar- legs stórveldis með hnattrænar skuldbindingar. JÓHANNES ÓLAFSSON + Jóhannes Ólafs- son fæddist í Reykjavík 1. júní 1950. Hann lést á heimiii sínu í Reykjavík 9. nóvem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gísli Jóhann- esson stýrimaður, f. 23.9. 1917, d. 19.2. 1959, og Nanna Gestsdóttir húsmóð- ir, f. 14.7. 1925, d. 27.9. 1993. Systkini Jóhannesar eru: 1) Oddný Ólafsdóttir Frederiksen túlkur, f. 22.7.1948, maki Jens Frederiksen tónlistar- maður, búsett í Danmörku. 2) Gestur Ólafsson stærðfræðing- ur, f. 19.11. 1952, maki Monika Gudrun Kuss húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum. 3) Elín Þor- gerður Ólafsdóttir læknir, f. 30.7. 1953, maki Grétar Ottó Ró- bertsson læknir, búsett í Svíþjóð. 4) Jóna Ólafsdóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 4.2. 1955, maki Látinn er góður vinur minn Jó- hannes Olafsson. Hann var nýfa- rinn að ganga, þegar ég kynntist honum fyrst. Yndislegur glókollur, óvenju skýr og hlýr drengur, sem unun var að umgangast. JJngur missti Jóhannes föður sinn, Ólaf Jó- hannesson, sem fórst með vitaskip- inu Hermóði. Þetta var ungum sveini þungt og snöggt áfall. Jó- hannes ólst upp með móður sinni og systkinunum sjö, en afi hans fluttist til þeirra á heimilið til þess að létta undir með ekkjunni ungu og til þess að taka þátt í uppeldi og umönnun þessara mörgu ungu barna. Jóhannes var frábær námsmaður og tók mikinn þátt í félagslífi skóla- systkina sinna fram undir tvítugs- aldur, enda virtust honum flestar leiðir færar þá. En eftir stúdent- spróf var eins og heilladísirnar yfir- gæfu hann og við tóku erfiðir tímar. Helgi Valdimarsson verkfræðingur, búsett í Kópavogi. 5) Yngvi Olafsson læknir, f. 3.11.1956, maki Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir viðskiptafræðingur, búsett í Reykjavík. 6) Óttar Olafsson landfræðingur, f. 3.11. 1956, maki Sigríður G. Valdi- marsdóttir kennari, búsett í Kópavogi. Systir þeirra sam- feðra er Bjarney Kristín Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 31.12.1946, búsett í Reykjavík. Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971 og stundaði síðan ýmis störf. Átti hann við langvarandi veikindi að stríða og dvaldi síð- ustu æviár sín á sjúkrahúsum. títför Jóhannesar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hann átti æ erfiðara með að fóta sig í tilverunni þrátt fyrir mikið ástríki og stuðning móður sinnar og systk- ina og reyndar stórfjölskyldunnar allrar. Nú ertu sofnaður, elsku Jói minn, en þér fylgja góðar hugsanir okkar allra, sem áttum samleið með þér. Ragnhildur Ingibergsdóttir. Jóhannes Olafsson er látinn. Þegar við hittumst fyrst sat hann hljóður í stærðfræðitíma og ég var kennarinn. Hvergi var svar að hafa og ég spurði hann. Já, sagði Jó- hannes og hann vissi. 10 árum síðar hittumst við aftur og ég stóð í her- berginu hans með víðáttumiklum bókahillum, fullum af bókum sem hann hafði allar lesið. Um þær mundir kom Ragna Freyja oftar í það herbergi og sat að spjalli og KRISTÍN G. FENGER + Kristín G. Feng- er fæddist í Reykjavík 18. febr- úar 1930. Hún lést á Landspítalanum 13. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Guðjónsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 19. júní 1894, d. 3. septem- ber 1961, og Anna María Gísladóttir, húsmóðir í Reykja- vík, f. 18. mars 1893, d. 10. aprfl 1981. Systkini Kristínar eru Karítas, f. 19. desember 1917, d. 26. ágúst 1997, Guðjón Aðalsteinn, f. 6. janúar 1921, Borghildur, f. 8. febrúar 1925, og Hildigunnur, f. 18. janúar 1936, d. 26. júní 1936. Kristin giftist 2. apríl 1955 Geir Uirich Fenger verslunarmanni, f. 10. maí 1924. Foreldrar Geirs voru hjónin John Fenger stór- kaupmaður og Kristjana Zoéga Fenger húsmóðir. Börn Geirs og Krist,- ínar eru 1) Pétur UI- rich, f. 3. janúar 1956, kvæntur Sigr- únu Guðmundsdótt- ur Fenger, f. 12. maí 1958, og eiga þau þijú börn: tílfhildi, Geir Torfa og Kri- stjönu. 2) Anna Kri- stín, f. 23. mars 1958, gift Steinari Jónssyni, f. 5. sept- ember 1962. Barn hennar er Kristján Geir. 3) Ida Hildur, f. 23. aprfl 1961, gift Skafta Jó- hannssyni, f. 2. maí 1960. Barn hennar er Tinna Björk og börn þeirra eru Kristín Dagbjört, Geir Ulrich og Anna María. Kristín vann ýmis störf utan heimiiis en lengst af hjá Vélsmið- junni Héðni. títför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði. Kallið þitt kom svo snöggt og er ég ekki búin að átta mig á því að þú mundir kveðja okkur svona fljótt, en vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Þú varst svo hlý og sterk og gafst mér og systkinunum svo mikinn kærleik. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur systkinin og síð- an bamabömin þegar þau fóra að koma. Missir pabba er mikill eftir öll ykkar hjúskaparár og vora þið svo samrýnd og miklir félagar. Elsku mamma mín, minningarn- ar streyma um hug minn á þessum tímamótum, sem að ég geymi í hjarta mínu og vil ég þakka þér fyrir. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, dokaði síðan í eldhúsinu hjá henni Nönnu, móður hans. Kannski Ragna Freyja hafi þá orðið hans fyrsti málverkakaupandi. Fá voru æviárin sem aðskildu okkur og at- vikin höguðu því svo til að við hitt- umst oftar og ferðuðumst stundum saman á sumri og vetri. Það er margt sem ég hef ekki íhugað svo mjög og oft var það einmitt að Jó- hannes gat sagt já og hann vissi og stundum hafði hann brotið málið svo til mergjar að hann þurfti að doka við í útskýringum og gæta þess að viðmælandinn hrasaði ekki í einstigi slóðarinnar. Um árabil kom hann oftar í heimsókn. Hann tók eldhúsið okkar í gegn, teiknaði skýringarmyndir með kennslugögnum fyrir Rögnu Freyju. Hann útbjó fróðleiksrit fyr- ir hann Davíð okkar, barn hússins, og fyrir 10 áram færði hann okkur 6. eintak bókarinnar sinnar, Vegar- brún, sem er myndskreytt, gjör- hugsuð ljóðabók á nær 100 síðum, útgefin í 50 eintökum - sumt skrif- aði ég í flýti - sagði hann. Málverkið hans, Rómverskur hestur, var í öndvegi hússins og frísaði til hans þegar hann birtist. Hugurinn fer til gleðilegra og gefandi stunda. Með- an styrkur hans var meiri kom hann í sumarferðir til fjalla og í vetrarferðir í Þórsmörk. Álltaf voru það skemmtilegar ferðir. Stundum var endalaus blíða og dásamleg til- vera og stundum blotnuðu menn í vetrarslarki. Hin sérstæðu lögmál ferðalaga losa okkur öll úr hinum daglega fjötri og við færumst nær einhverjum sameiginlegum kjama þegar við njótum þess að vera sam- an, skynja það sem fyrir augu ber og hrökkva í sama gírinn þegar þröskuldur er í vegi. Fjær höfum við verið næstliðna tíðina og ekki föram við fleiri fjallaferðir nema þegar þær fomu fylla hugann. Jóhannes átti sér forvitni um hina hinstu för - þá sem hann nú hefur í lagt og ef hans trú reynist honum rétt hefur hans sífrjói ofur- hugur viðunandi viðfangsefni. Inn í rósemi þessarar hinstu ferðar fylgja Jóhannesi hjartans kveðjur okkar og þakkir fyrir allar tegundir okkar félagsskapar sem veitt hefur lífi okkar marga dýpt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið þess þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sætt er að vita af því, þú laus ert úr veikindum viðjum, þín veröld er björt og ný. (Þ.S.) Elsku pabbi, megi Guð styrkja þig í sorginni. Eg bið góðan Guð að geyma þig og varðveita, elsku mamma mín. Þín dóttir, Anna Kristin. Elsku amma okkar. Við þökkum fyrir allar samverastundirnar sem við áttum. Við kveðjum þig með orðunum sem þú sagðir alltaf við okkur í hvert sinn sem við fórum frá Lynghaganum: „Guð blessi þig, varðveiti og annist alla tíð.“ Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Tinna Björk, Kristín Dagbjört, Geir Ulrich og Anna María. Við systurnar urðum harmi slegnar þegar móðir okkar hringdi síðastliðinn laugardagsmorgun og sagði okkur frá láti Kristínar syst- ur sinnar. Kiddý, eins og hún var ávallt kölluð, var ein af þessum hornsteinum sem við áttum á Lynghaganum, auk Kæju, hinnar móðursystur okkar, sem einnig er látin. Þama höfðu þær allar syst- umar þrjár reist sér heimili ásamt eiginmönnum sínum. A þeim árum var Lynghaginn nafli alheimsins. Við minnumst ótal margra ljúfra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.