Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Jónas Eysteins-
son fæddist að
N Hrísum í Víðidal, V-
Hún., 11. ágúst,
1917. Hann andaðist
á EIli- og hjúkrunar-
hcimilinu Grund 13.
nóvember s.l. For-
eldrar voru Eysteinn
Jóhannesson bóndi,
f. 31. júlí 1883, d. 17.
október 1969, og eig-
inkona hans, Aðal-
heiður Rósa Jóns-
dóttir kennari og
húsmóðir, f. 15. mars
1884, d.l.apríl 1931.
* Systkini Jónasar voru Jóhannes,
f. 8. desember 1911, d. 22. mars
1915, Jóhanna Ingibjörg, f. 1. maí
1915, búsett í Noregi, Guðmund-
ur, f. 7. júní 1920, d. 24. apríl
1985, og Jón Sölvi, f. 5. júní 1925.
Jónas lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands vorið 1941.
Framhaldsnám stundaði hann í
Kaupmannahöfn 1955-56, auk
þess sem hann sótt.i fjölmörg
námskeið heima og erlendis.
Haustið 1944 réðst Jónas að Mið-
bæjarskólanum í Reykjavík og
kenndi þar, fyrst við bamaskól-
ann og síðar við gagnfræðadeild-
ir skólans þegar þær vom stofn-
aðar 1947. Arið 1963 hóf hann
kennslu við Verzlunarskóla Is-
lands og kenndi þar dönsku til
starfsloka 1987. Aukakennslu
kenndi hann við ýmsa skóla, m.a.
við Námsflokka Reykjavíkur og
var hann forstöðumaður náms-
flokkanna í tvö ár. Árin 1969-80
var hann framkvæmdastjóri Nor-
ræna félagsins á Islandi ásamt
Við erum fimm manna forrétt-
indahópur sem áttum því láni að
fagna að eiga þig að föður. Forrétt-
indi, sem við höfum lært að meta
meira og meira eftir því sem árin
hafa liðið. I heimi þar sem hugtök
eins og kaupvald, auðvald og of-
beldi verða æ háværari varstu okk-
ur lifandi fyrirmynd um gildi fóm-
fýsi, hógværðar og skyldurækni.
Þú opnaðir augu okkar fyrir mikil-
vægi lærdóms og lista, kunnáttu og
kennslu. Með ástúð þinni og um-
hyggju gafstu okkur ómetanlegt
veganesti, alltaf gátum við treyst á
þig-
Það lýsir betur en mörg orð við-
brögð þín liggjandi banalegu, rödd-
in því næst brostin, þegar tal barst
að öllu því fjármálabrölti sem skek-
ur þjóð okkar þessa dagana skyldir
þú að bragði draga upp úr gildum
vísnasjóði þínum Ijóð sem þú sagð-
ist hafa heyrt í heita pottinum hjá
einum af sundlaugarfélögunum.
Hvað stoða hallir og glóandi gull
ef gleðinnar visnað er stráið,
það bjargar oss ekki þótt buddan sé full
efbamiðímannierdáið.
(Bjami Jónsson frá Gröf í Víðidal.)
Það er engin hætta á að við þurf-
um að fara með sálina hans Jónasar
okkar í skjóðu til að lauma henni í
himnaríki. Gullna hliðið stendur
honum galopið og heiðurssætið
löngu tilbúið. Ef aðeins fleíri tækju
föðurhlutverkið eins alvarlega og
þú hversu betur væri mannkynið
statt.
Hafðu þökk fyrir allt, já allt.
Rósa, Aðalheiður,
Eysteinn Oskar,
Erla Björk og Sigrún Huld.
Elsku bróðir. Á þessum kveðju-
degi ávarpa ég þig í fyrstu persónu
þar sem ég er þess fullviss að þú
fylgist vel með öllu sem gerist á
meðal okkar eftirlifandi aðstan-
denda í dag. Þótt ég gleðjist yfír því
að lífshlaup þitt skuli hafa verið
eins farsælt og hamingjuríkt og það
var er söknuðurinn nú sár fyrir alla
þá sem stóðu þér næst, fyrir Guð-
rúnu eiginkonu þína, fjölskyldu
þína alla og þau systkini sem eftir
lifa. Brotthvarf þitt nú kom okkur
auðvitað ekki á óvart. Síðustu mán-
uðina háðir þú þína síðustu baráttu
kennslu. Jónas var í
stjórn Stéttarfélags
barnakennara í
Reykjavík 1948-52,
þar af formaður
1949-52, í stjórn
Landssambands
framhaldsskóla-
kennara í nokkur ár
og í tvö ár starfs-
maður þess f hluta-
starfi. Hann var í
stjóm Húnvetninga-
félagsins í Reykja-
vík í mörg ár og for-
maðurþess 1951-52.
Var hann síðar
gerður heiðursfélagi þess. Einn-
ig var hann heiðursfélagi í Félagi
dönskukennara. Jónas var lengi í
stjórn Sjálfstæðisfélags Lang-
holts og var um skeið fulltrúi
þess í stjóm Varðar.
Árið 1942 kvæntist Jónas eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu
Vilborgu Guðmundsdóttur, f.
23.8. 1921, dóttur Rósu Bach-
mann Jónsdóttur og Guðmundar
Jónssonar bílasmiðs frá Hlemmi-
skeiði. Eignuðust þau 5 böm,
Rósu, f. 11.10. 1942, verkefnis-
stjóra hjá ASEA og húsmóður,
búsett í Svíþjóð, Aðalheiði; f. 6.
febrúar 1945, og Eystein Oskar,
f. 10. júní 1947, bæði framhalds-
skólakennarar, búsett á Selfossi,
Erlu Björk, f. 27. júní 1957, hljóð-
færasmið, búsett í Frakklandi, og
Sigrúnu Huld, f. 28. mars 1959,
doktor í sjávarlíffræði, búsett í
Kaupmannahöfn.
títför Jónasar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.00.
með því æðruleysi og þeirri hóg-
værð sem einkenndi allt þitt líf.
Mér fannst alltaf að viðhorfíð væri
að nú væri góðu og vel heppnuðu
dagsverki að ljúka. Endalokin
væru hvort sem er óumflýjanleg,
ekki aðeins fyrir þig, heldur líka
okkur öll hin. Svo myndum við öll
koma saman á einhverjum öðrum
stað og bera saman bækur okkar.
Eg var yngstur okkar systkin-
anna og því ekki undarlegt að ég
skyldi líta upp til þín þegar þú varst
að brjótast til mennta og frama á
meðan ég var enn að fitla við leggi
og skeljar. Þegar ég var að lesa
barnabækur og margvíslegar
skáldsögur sem voru til útláns í
bókasafni sveitarinnar svafst þú
með fyrstu ljóðabækur Davíðs og
Jóhannesar úr Kötlum undir kodd-
anum og svelgdir þær í þig með
þeim árangri að þú gast mælt af
munni fram heilu ljóðabálkana fyr-
ir dolfallna áheyrendur. I einfeldni
bamshugans fannst mér að hin
skáldlega andagift tilheyrði þér,
flytjandanum, en ekki skáldunum.
Síðar þegar þú fórst að taka virkan
þátt í ungmennafélagsstarfi sveit-
arinnar dáðist ég að málflutningi
þínum og menningarlegri fram-
komu. Þarna fékkstu þína fyrstu
þjálfun í því félags- og menningar-
starfí sem þú helgaðir svo mjög
krafta þína síðar á ævinni. Vart
gátum við nú séð slíkt fyrir.
Aldrei fann ég til neinnar öfund-
ar þegar þú með atorku og dugnaði
braust til mennta við ákaflega erf-
iðar aðstæður. Það var einungis að-
dáun - og reyndar viss söknuður
þegar þú fórst að heiman. Eg man
enn hversu við samfögnuðum þér
þegar þú komst í heimsókn að ný-
loknu kennaraprófi með fagra
Reykjavíkurmær þér við hlið, til-
vonandi eiginkonu þína. Svona
hljóta heimsborgarar að vera,
hugsaði ég.
Þegar ég fór utan til náms varstu
mér mikil hjálparhella. Þú sást um
yfirfærslur á námskostnaði fyrir
mig og rakst erindi mín hér heima
án þess að gefa nokkurn tíma til
kynna að þú hefðir neitt fyrir því.
Þegar ég svo kom fyrst heim frá
námi, heimilislaus, allslaus og pen-
ingalaus, tókuð þið hjónin mig inn á
heimili ykkar og tölduð það hinn
sjálfsagðasta hlut. Þegar ég svo eft-
ir framhaldsnám ytra kom heim
með erlenda eiginkonu mér við hlið
var sami höfðingsskapurinn upp á
teningnum. Þessi ár á heimili ykkar
hjóna eru mér ógleymanleg og þau
fæ ég seint þakkað. Síðan leigðuð
þið okkur íbúð ykkar í eitt ár á með-
an þú varst sjálfur í framhaldsnámi
í Danmörku. Allt þetta auðveldaði
okkur mjög að koma undir okkur
fótunum og stöndum við í mikilli
þakkarskuld fyrir það.
Samskipti okkar voru ætíð mjög
náin. Það voru gagnkvæmar heim-
sóknir á sunnudagseftirmiðdögum
og fjölskyldusamkvæmin voru fjöl-
mörg. I huga mér var alltaf barns-
leg eftirvænting þegar til stóð að
sækja ykkur heim. Samheldni og
eindrægni fjölskyldu þinnar var
mér og okkur hjónum alltaf mikil
uppörvun. Heimili ykkar einkennd-
ist af stórhug og myndarskap sem
lífsförunautur þinn átti auðvitað
stóran þátt í. Síðar urðum við um
áratugaskejð starl'sfélagar í Verzl-
unarskóla Islands svo að samskipt-
in færðust yfir á annan vettvang.
Ég gat því fylgst með velgengni
þinni í starfi frá fyrstu hendi og
glaðst yfir vinsældum þínum á
meðal bæði nemenda og samkenn-
ara. Ég dáðist líka að atorku þinni
og frama á sviði félagsmála, ekki
síst í norrænu samstarfi, sem átti
hug þinn allan um árabil.
Þegar skilnaðarstundin er nú
runnin upp flæða minningarnar um
þig og samskipti okkar upp í hug-
ann. Þær eru ljúfar, einlægar og
hlýjar. Síðasta ferð okkar saman á
heimaslóðir að legstað foreldra
okkar í Víðidalstungu er mér
ógleymanleg. Tryggðin við upp-
runa og fortíð, allar uppsprettur til-
finningalífs og menningamðleitni,
var þér í blóð borin. Samræður
okkar í þeirri ferð minntu mig enn
einu sinni á þann mikla þátt sem
móðir okkar átti í að móta lífsvið-
horf þín - og okkar allra systkina
þótt ég nyti samvista við hana því
miður allt of stutt. Öldruð systir
okkar í Noregi getur því miður ekki
fylgt þér til grafar í dag. Hinstu
kveðjur hennar fylgja þessum fá-
tæklegu orðum.
Við Dóra og fjölskylda vottum
Guðrúnu, dætrum, syni og fjöl-
skyldum þeirra einlæga samúð.
Guð veri með þeim öllum og styrki í
sorg þeirra.
Sölvi.
Ég vil í örfáum orðum minnast
frænda míns og svila Jónasar Ey-
steinssonar kennara. Fráfall Jón-
asar kom okkur er best þekktum til
í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem
hann hafði barist við erfiðan sjúk-
dóm og auðséð var hvert stefndi.
Minningarnar hrannast upp, ég
man Jónas sem ungan mann fullan
af lífsþrótti, hann var hrókur alls
fagnaðar og eftirsóttur félagi.
Ég er búinn að þekkja Jónas alla
tíð, við vorum bræðrasynir og
nágrannar í Viðidalnum. Mikill
samgangur var á milli bæjanna.
Það var ætíð mikið tilhlökkunarefni
er von var á Hrísasystkinunum í
heimsókn. Jónas var nokkru eldri
en ég, svo kynni okkar voru mikil
áður en ég fluttist til Reykjavíkur.
Æskuár Jónasar hafa örugglega
verið að mörgu leyti erfið, hann
misti móður sína fjórtán ára. Faðir-
inn stóð uppi með fjögur börn, það
yngsta sex ára. En með mikilli sam-
heldni og dugnaði fjölskyldunnar
tókst þeim að halda heimili og
koma öllum börnunum vel til
manns. Eysteinn, faðir Jónasar,
var vel greindur, eins og segir í æv-
iminningum, vinsæll og sérlegur
geðprýðismaður og glaðlyndur.
Hann vann mikið að félagsmálum
og hafði yndi af tónlist, var m.a.
organisti í Víðidalstungukirkju í
fjölda ára. Aðalheiður, móðir Jóna-
sar, var talin skarpgreind, var
heimiliskennari í Víðidal og síðar
kennari við Kvennaskólann á
Blönduósi í tvö ár. Hún var stofn-
andi kvenfélags í Víðidal og vann að
ýmsum félagsmálum. Eftir að hafa
skoðað sögu foreldra Jónasar er
óhætt að segja að „sjaldan fellur
eplið langt frá eikinni". Flesta af
bestu eiginleikum foreldra Jónasar
tók hann í arf.
Jónas varð ungur að árum að sjá
sér farborða, en með dugnaði og
eljusemi gat hann fjármagnað
skólagöngu. Hann lauk kennara-
prófi frá Kennaraskólanum, og það
varð hans ævistarf. Laun kennara
hafa sjálfsagt ekki verið það rúm að
þau dygðu til að sjá farborða sjö
manna fjölskyldu, enda varð Jónas
að ná sér í aukastörf eftir því sem
frítími leyfði. Jónas var alls staðar
eftirsóttur starfskraftur, enda
hörkuduglegur og samviskusamur.
Jónas var ríkur maður, ekki
endilega af veraldlegum gæðum, en
hann átti Guðrúnu Vilborgu, glæsi-
lega eiginkonu, og hann átti miklu
barnaláni að fagna, fímm börn sem
öll hafa haslað sér völl hvert á sínu
sviði og verið stolt foreldra sinna.
Það er varanlegt ríkidæmi. Þau
hjón, Guðrún og Jónas, voru höfð-
ingjar heim að sækja. Þau nutu
þess að taka á móti gestum og veita
vel, Jónas alltaf hrókur alls fagnað-
ar, og mikill gleðigjafi eins og hann
á ættir til.
Við hjónin og fjölskyldur okkar
sendum Guðrúnu VOborgu og
börnum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum æðri
máttarvöld að styrkja þau í sorg-
inni.
Gunnar Guðmundsson.
Það er af djúpri virðingu og
þakklæti sem við nú kveðjum góðan
samkennara og vin, Jónas Ey-
steinsson. Eftir því sem árin liðu óx
virðing okkar fyrir honum bæði
sem persónu og kennara og nú að
honum látnum finnst okkur að
hann hafi átt býsna stóran þátt í því
að móta viðhorf okkar til kennsl-
unnar og þeirra sem á þeim vett-
vangi starfa, bæði kennara og nem-
enda. Jákvæð afstaða, einstök
víðsýni og velvilji einkenndu alla
hans framgöngu og þessi þættir
voru svo ríkir í fari hans að við sem
með honum störfuðum hlutum að
mótast af því.
Jónas átti langan feril að baki
sem dönskukennari þegar við kom-
um sem nýliðar að Verzlunarskól-
anum, og það var gott að byrja í
nýju og krefjandi starfi undir hans
stjórn. Hann sýndi okkur sem
yngri vorum í kennaraliðinu jafnan
umhyggju og nærgætni, en ekki
síður mikla virðingu og tók nýjum
hugmyndum okkar af opnum huga.
Vissulega skildi aldur og ólík
reynsla okkur að og ætla mætti að
það hefði getað orðið tilefni ágrein-
ings eða deilna. En það var öðru
nær, ekkert var honum fjær skapi
en að standa í þrasi eða eiga í illd-
eilum við menn. Viðmót hans var
glaðlegt og hlýtt og hann var ein-
staklega hjálpfús og greiðvikinn
hvenær sem til hans var leitað. Og í
kennslustundum nutu þessir eigin-
leikar sín ekki síður - Jónas beitti
nemendm’ sína aldrei hörku né
valdi, - það þótti honum greinilega
ekki vænleg leið til árangurs. Hins
vegar skilaði eðlislæg háttvísi hans
og áhugi á faginu sér ríkulega í
kennslunni og við þykjumst vita að
þeir eru margir gömlu nemendurn-
ir sem nú hugsa með hlýhug og
virðingu til síns látna kennara.
Jónas kunni einnig manna best
að njóta góðra stunda með sam-
kennurunum þegar tilefni gafst ut-
an kennslunnar. Hann var mikill
höfðingi í eðli sínu, rausnarlegur og
gestrisinn og naut þess ásamt Guð-
rúnu konu sinni að vera í hlutverki
gestgjafans. Þeir eru ógleymanleg-
ir deildarfundirnir sem haldnir
voru á heimili þeirra og voru þessar
kvöldstundir okkur jafnan tilhlökk-
unarefni. Eftir að Jónas lét af
kennslu hélt hann enn góðu sam-
bandi við okkur samkennarana og
vinaböndin slitnuðu aldrei. Allt
þetta viljum við nú þakka við leiðar-
lok um leið og við sendum Guðrúnu
og ættingjum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Jónasar Eysteinssonar.
Guðbjörg og Kirsten.
Verzlunarskóli Islands er í hópi
þeirra stofnana sem notið hafa fjöl-
hæfra starfskrafta Jónasar Éy-
steinssonar. Jónas réð sig að skól-
anum árið 1963 og kenndi dönsku
til ársins 1987 eða í 24 ár þar til
hann lét að störfum vegna aldurs.
Nokkuð langt er um liðið frá því
Jónas var hér virkur við kennslu og
uppbyggingu skólastarfs en þó ekki
lengra en svo að margir þeirra
kennara sem í dag bera hita og
þunga starfsins náðu því að verða
nánir samstarfsmenn hans og þurfa
því nú að kveðja góðan dreng og
vin.
Jónas Eysteinsson var traustur
maður sem mátti reiða sig á að
legði sig allan fram við hvert það
verk sem hann tók að sér. Þá eigin-
leika kunnu allir að meta sem Jónas
vann með og fyrir en þó einkum
nemendur hans sem jafnan fundu
að það var fyrir þá sem hann var að
vinna.
Á kennarastofunni er Jónasar
minnst sem svipsterks ljúfmennis.
Hann var þægilegur maður í um-
gengni og vildi jafnan leggja sitt af
mörkum til framfara í hverju máli
og var því góður að leita til þegar á
þurfti að halda. Sérstaklega lét
hann hagsmunamál og félagsmál
kennara til sín taka og var drif-
krafturinn í mörgu sem þeir tóku
sér fyrir hendur að gera á þeim
tíma.
Ég minnist Jónasar sem
skemmtilegs manns sem naut sam-
vista við fólk og hafði yndi af sam-
ræðum og gleðskap. Höfðinglegt
yfirbragð hans og formfesta naut
sín vel á slíkum stundum. Flest þau
ár sem liðin eru frá því Jónas hætti
kennslu hefm- hann sótt sína gömlu
samkennara heim þegar tækifæri
hefur gefist til. Þráðurinn milli okk-
ar slitnar því aldrei alveg fyrr en á
þessu ári þegar lífog heilsu þrýtur.
Verzlunarskóli Islands færir sín-
um gamla kennara hlýjar kveðjur
og bestu þakkir fyrir mikil og góð
störf í þágu nemenda sinna. Við
Inga Rósa kona mín höfum jafnan
mætt mikilli hlýju og góðvild hjá
Jónasi hvenær sem fundum okkar
hefur borið saman og fyrir það er-
um við þakklát. Við vottum frú
Guðrúnu og börnum þeirra hjóna
samúð okkar og biðjum þeim guðs
blessunar.
Þorvarður Eliasson,
skólastjóri Verzlunarskóla
Islands.
Fyrir hönd félagsmanna Nor-
ræna félagsins á Islandi vil ég í ör-
fáum orðum minnast Jónasar Ey-
steinssonar, eins af forystu-
mönnum félagsins. Jónas var
framkvæmdastjóri félagsins þegar
hvað mest gróska var í félagsstarf-
inu. Aldrei hafa jafnmargir verið
skráðir félagsmenn og umsvif jafn-
mikil, kannski ekki síst fyrir dugn-
að þessa hugsjónamanns. Eg
kynntist Jónasi fyrir rúmum 25 ár-
um, en þá stundaði ég döskunám
við Háskóla Islands og kom oft í
Norræna húsið þar sem skrifstofa
Norræna félagsins var til húsa. Ég
hafði áður starfað um nokkurt
skeið í Norræna félaginu sem fé-
lagsmaður í Akranesdeild félagsins
og í stjórn deildarinnar. Með kynn-
um mínum af Jónasi opnaðist mér
nýtt sjónarhorn á mikilvægi nor-
rænnar samvinnu. Hann var bar-
áttumaður fyrir jafnrétti allra
þegna Norðurlandanna óháð bús-
etu og rétti þeirra sem þjóðfélags-
þegna. Hann skynjaði glöggt mikil-
vægi menningarsamvinnu norrænu
þjóðanna og þau jákvæðu áhrif sem
það hefur haft á þróun íslenskrar
menningar. Samstarf skóla og
nemenda innan Norðurlanda var
honum jafnan ofarlega í hug. Starf
framkvæmdastjóra Norræna fé-
lagsins var á þessum tíma ekki fullt
starf, og kenndi Jónas jafnframt
dönsku við Verslunarskóla Islands.
Mál skipuðust þannig, að ég tók að
mér að sjá um dönskukennslu við
VI þegar Jónas þurfti að bregða sér
á fundi til Norðurlanda vegna sam-
starfsins, sem var nokkuð oft. Sam-
skipti okkar vegna þessa eru mér
ofarlega í huga á þessari kveðjust-
und. Með hóflegri leiðsögn veitti
hann mér innsýn í áralanga reynslu
sína af kennslu, en sýndi mér jafn-
framt það traust að fela mér að
skipuleggja kennsluna eftir eigin
höfði. Jafnvænt þótti mér um að
þetta viðmót Jónasar var einnig að
JÓNAS
EYSTEINSSON