Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fundur Verslunarráðs islands: Seðlabankinn gegn verðbólgu
Samtök iðnaðarins áfrýja ákvörðun samkeppnisráðs
Röksemdir ráðsins
ekki fullnægjandi
SAMTÖK iðnaðarins hafa ákveðið að
skjóta ákvörðun samkeppnisráðs nr.
28/1999 um samkeppnisstöðu hug-
búnaðarfyrirtaekja gagnvart Reikn-
istofu bankanna til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála.
Samkeppnisráð komst að þeirri
DILKAKJÖTSFRAMLEIÐSLA
var samtals um 7.291 tonn á síðasta
ári samanborið við 8.814 tonn árið
1989. Þetta kemur m.a. fram í
skriflegu svan landbúnaðarráð-
herra, Guðna Ágústssonar, við fyr-
irspurn Einars K. Guðfinnssonar
þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
í svarinu kemur einnig fram að
niðurstöðu í byrjun síðasta mánaðai-
að það skaðaði ekki samkeppni á
hugbúnaðarmarkaðnum þó Reikni-
stofa bankanna greiddi ekki virðis-
aukaskatt af starfsemi sinni. Samtök
iðnaðarins gera nú þá kröfu að þessi
ákvörðun samkeppnisráðs verði felld
16 sláturleyfíshafar hafí verið
starfandi á þessu ári en fyrir tíu
árum eða árið 1989 voru þeir 28.
Þá kemur fram að sláturkostnað-
ur, þ.m.t. flutningskostnaður á
hvert kíló, hafi verið 144,16 krónur
í ár samanborið við 185,07 krónur
árið 1989 miðað við núgildandi
verðlag.
úr gildi, þar sem röksemdir ráðsins
séu ekki fullnægjandi.
Samtökin vilja að ráðinu verði gert
að beina þeim tilmælum til ríkis-
skattstjóra að embættið sjái til þess
að virðisaukaskattur verði innheimt-
ur af þeirri þjónustu Reiknistofu
bankanna sem hún veitir í samkeppni
við fyrirtæki á almennum markaði.
Einnig gera Samtök iðnaðarins þá
kröfu að samkeppnisráð mæli fyrir
um fjárhagslegan aðskilnað þess
hluta rekstrar Reiknistofu bank-
anna, sem nýtur undanþágu frá virð-
isaukaskatti í skjóli ákvæða laga um
virðisaukaskatt nr. 50/1988, og þess
hluta sem er í frjálsri samkeppni við
aðra aðila allt í samræmi við 2. mgr.
14. gr. samkeppnislaga.
Samtök iðnaðarins gera jafnframt
athugasemd við setu eins nefndar-
manns við afgreiðslu erindisins hjá
samkeppnisráði og telja að ákvörðun
þess sé jafnvel ógild af þeim sökum.
Dilkakjötsframleiðsla sí-
fellt minni með árunum
Einlitt mynstraö efni.
Kr. 980 m.
Stórkostlest úrval
af glussatjöldum
og tilbúnum
tauköppum
Z-brautir &
gluggatjöld Faxafeni 14 sími 533 5333
Arsfundur NORDEL á Islandi árið
N ORDEL skilar
góðum árangri
Aðalsteinn Guðjohnsen
Raforkusamtökin
NORDEL voru
stofnuð 1963. í þau
eru valdir fjórir fulltrúar
frá hverju landi. „Islandi
var strax boðin aðild að
þessum samtökum og höf-
um við síðan átt fulltrúa
þar fram til þessa dags,“
segir Aðalsteinn Guðjohn-
sen orkuráðgjafi borgar-
stjóra og fyrrverandi raf-
magnsstjóri, en hann er
einn íslensku fulltrúanna
núna og hefur umsjón með
starfinu fyrir Islands
hönd. Hinir íslensku full-
trúamir eru Friðrik Sop-
husson, forstj. Landsvirkj-
unar, Kristján Jónsson,
forstj. RARIK og Þorkell
Helgason orkuveitustjóri.
En hvað er NORDEL
nánar til tekið?
„Þessi samtök voru stofnuð til
þess að samnýta virkjanir og
orkuflutningskerfi Norðurland-
anna til að ná sem mestri heildar-
hagkvæmni. Þetta var meðal ann-
ars gert með samtengingu milli
Norðurlandanna bæði með há-
spennulínum og sæstrengjum.
Þess má geta að Island hafði þeg-
ar frá upphafi mikið gagn af þessu
samstarfi enda þótt landið sé ekki
tengt öðrum Norðurlöndum með
sæstreng."
- Hiifii orðið miklar breytingar
á þessu samstarfi á þessum 36 ár-
um?
„Fyrstu áratugina þróaðist
samstarfið jafnt og þétt með fjölg-
un samtenginga og þar á meðal
sæstrengja milli landanna en á
síðustu árum hefur samstarfið við
löndin á meginlandi Evrópu auk-
ist, m.a. hafa verið lagðir sæ-
strengh- til meginlandsins, þ.e.
sæstrengir frá Svíþjóð og Dan-
mörku til Póllands og Þýskalands
og fyrir dyrum standa sæstrengs-
lagnir til Þýskalands og Holl-
ands.“
-Hvað með ísland og sæst-
reng?
„Þær hugmyndir eru gamlar,
allt frá 1950, en fengu byr undir
báða vængi með samstarfsverk-
efninu milli hollenskra orkufyrir-
tækja og Reykjavíkurborgar, síð-
ar Landsvirkjunar. Verkefni
þetta, sem ber heitið ICENET, er
nú í nokkurri biðstöðu en það er
persónuleg skoðun mín að það sé
ekki spurning um hvort strengur
verði lagður heldur hvenær."
- Hefur ísland haft mikið gagn
af samstarfinu með NORDEL?
„Vissulega og sérstaklega með
því að eiga beinan aðgang að
vandaðri sérfræðivinnu um skipu-
lagningu og rekstur raforkukerfa,
svo og persónulegum samböndum
við æðstu menn öflugustu raf-
orkufyrirtækja á Norðurlöndum."
- Hvað með samstarf á þessu
sviði við önnur Evrópulönd?
„NORDEL hefur lengi haft ná-
ið samstarf við hliðstæð samtök I
Evrópu sem nú eru þekkt undir
nafninu UCTE og fulltrúar þeiira
hafa jafnan setið ár-
sfundi NORDEL sem
áheyrnarfulltrúar.
Þess má geta að sam-
starf NORDEL og
Eystrasaltsi-íkjanna
hefur stóraukist að
undanförnu. Ársfundir NORDEL
eru haldnir til skiptis á Norður-
löndunum fimm, næsti ársfúndur
NORDEL verður haldinn hér á
landi árið 2000. Eftir hvern ár-
sfund hefur alltaf verið farið í
kynnisferðir um viðkomandi land
og virkjanir skoðaðar. Árið 2000
gefst hinum erlendu gestum okk-
ar tækifæri til þess að verða auk
► Aðalsteinn Guðjohnsen fædd-
ist 23. desember 1931 á Húsavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1951 og prófi í rafmagnsverk-
fræði frá Pennsylvaníuháskóla
og MS-prófi í sömu grein frá
Stanford-háskóla í Kaliforníu.
Hann starfaði hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur frá heimkomu 1955
og tók við stjórn þess fyrirtækis
1969 og gegndi því í þrjátíu ár,
þar til hann tók við starfi orkur-
áðgjafa borgarstjóra í Reykjavík
þegar Orkuveita Reykjavíkur
var stofnuð sl. áramót. Aðal-
steinn er kvæntur Rögnu Sigurð-
ardóttur, ritara borgarstjóra, og
eiga þau samtals sex börn.
þess viðstaddir hinn einstaka at-
burð þegar haldin verður kristni-
tökuhátíð á Þingvöllum - samtím-
is því að þeir fá nasasjón af
Reykjavík - menningarborg 2000
og atburðum sem tengjast þúsund
ára afmæli Vínlandsfundarins."
- Hverjar eru helstu breyting-
arnar sem hafa verið að gerast í
raforkumálum?
„Eins og kunnugt er hafa orðið
og eru að verða gífurlegar breyt-
ingar á skipulagi raforkumála sem
hófust þegar ákveðið var að auka
frelsi og samkeppni á raforkumar-
kaði í Bretlandi og um svipað leyti
í Noregi. Þróunin hefur síðan ver-
ið mjög hröð, ný raforkulög hafa
verið sett í hinum ýmsu löndum og
unnið að samtengingu milli landa.
Evrópubandalagið hefur gefið út
tilskipun um svokallaðan innri
raforkumarkað sem taka á gildi á
allra næstu árum, í því felst m.a.
stofnun sjálfstæðra flutningsfyr-
irtækja um meginflutning raf-
orku. Á Norðurlöndum öllum hafa
verið sett ný raforkulög nema á
Islandi til að koma þessu frelsi og
samkeppni á. Aðalbreytingin sem
er að verða á NORDEL er sú að
hin fyrrnefndu sjálfstæðu flutn-
ingsfyrirtæki eru að verða þýð-
ingarmestu og áhrifamestu aðil-
arnir í samtökunum. Áður voru
það virkjunarfyrirtækin. Á þessu
ári voru stofnuð sam-
tök þeirra aðila sem
bera ábyrgð á stjórn
raforkukerfanna, þau
ganga undir nafninu
ETSO. NORDEL er
virkur aðili að ETSO.
Þess má geta að það var að mörgu
leyti litið til NORDEL sem fyrir-
myndar þegar þessi samtök voru
stofnuð - menn vissu að NOR-
DEL hafði skilað góðum árangri.
Meginmarkmið NORDEL eins og
Evrópusamtakanna er að setja
reglur til að tryggja það að ork-
umarkaðurinn virki á sem hag-
kvæmastan hátt.
Sjálfstæð
flufningsfyrir-
tæki áhrifa-
mest nú