Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 48
$8 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ + Arngrímur Jón- asson fæddist í Reykjavík 24. febr- úar 1945. Hann and- aðist á Ríkissjúkra- húsinu í Kaupmannahöfn 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Elín Steinunn Árnadóttir húsmóð- ir, f. 31. desember 1917, og Jónas Hall- grímsson vélvirki í Reykjavik, f. 26. des- ember 1908, d 13. ágúst 1996. Systkini Arngríms eru: Magnús vélvirki í Reykjavík, f. 20. janúar 1944, kvæntur Sigurbjörgu Sigurðar- dóttur, Guðrún Björk hjúkrunar- fræðingur í Ósló, f. 26. febrúar 1947, Halldór húsasmiður í Reykjavík, f. 28. _ mars 1948, kvæntur Sólrúnu Ó. Sigurodds- dóttur, Hallfríður bankastarfs- maður í Reykjavík, f. 15. maí 1952, gift Þórði Björnssyni, og Árdís starfsmaður skólaathvarfs í Þorlákshöfn, f. 24. ágúst 1953, v gift Hirti Sandholt. Hinn 26 ágúst 1972 kvæntist Arngrímur Önnu Maríu Óladótt- ur, f. 14. ágúst 1954. Þau skildu. Börn Arngríms og Önnu Maríu eru: Stefán Jóhann, tæknimaður, f. 29. maí 1972. Sambýliskona hans er Svanhildur Eva Stefáns- dóttir. Sonur þeirra er Þor- steinn, f. 20. apríl 1999. Árni Hrannar, vélfræðingur, f. 18. maí 1974. Sambýliskona hans er Bettý Grímsdóttir lyfjatæknir. Sonur þeirra er Arngrímur, f. 28. ^júní 1999. Margrét. nemi, f. 6. ágúst 1978. Sambýlismaður hennar er Ragnar Þórðarson húsasmiður. Dóttir þeirra er Jasmín, f. 12. júlf 1999. Jónas Ilaukur sjómaður, f. 25. febrúar 1980. Unnusta hans er Vala Sumarið 1968 heilsaði okkur með mildu vori, góðviðriskvöldum og rennisléttum vatnsfleti á Soginu, þar sem það safnast saman áður en því er veitt inn í rafstöðvarnar til að framleiða rafmagn. Eg var ungling- ur þá, að ljúka gagnfræðaprófi og var búinn að fá sumarvinnu við raf- stöðvamar, þar sem ég bjó í for- ..eldrahúsum. Þetta vor kom til starfa við Ira- fossstöðina ungur maður, snaggara- legur og léttur á brún. Hann var í augum okkar strákanna, sem við Sogið unnum, svolítill töffari; ók um á gömlum Willys-jeppa og blandaði fljótt geði við okkur jafnt sem eldri mennina sem þarna unnu. Þetta var Arngrímur Jónasson, sem réð sig til sumarafleysinga við rafstöðvarnar sama vorið og hann lauk námi í Vélskólanum og útskrif- aðist sem vélfræðingur. Með okkur Adda tókst strax góður kunnings- skapur og við fórum þetta sumar stundum að veiða saman. Addi var einn af þeim mönnum sem eignast /narga vini og kunningja. Hann hafði þá eiginleika að fólk laðaðist að hon- um og persónutöfrum hans. Hann var jafnan glaðlyndur og í hópi vina var hann hrókur alls fagnaðar. Létt átti hann með að kasta fram vísu- korni og gerði hann mikið af því. Oft var leitað til hans með vísu við hin ýmsu tækifæri og eru þær orðnar ófáar vísumar sem liggja eftir hann í fjölmörgum gestabókum. Málin æxluðust þannig, að ég tengdist Adda að mægðum, en það var einmitt á heimili hans sem ég kynntist systur hans, Árdísi sem síð- pr varð eiginkdna mín. Oft var glatt á hjalla heima hjá Adda og þáverandi konu hans, Önnu Maríu Öladóttur, þegar þau voru heimsótt. Addi og Anna eignuðust fjögur börn, hið mannvænlegasta fólk, sem nú á um sárt að binda, að horfa á eftir föður sínum. . Addi var orðinn þriggja bama afí þegar yfir lauk og hlakkaði hann mikið til þess er bamabömin fædd- Hrönn Bjarkadóttir nemi. Sonur Arn- gríms og Finnborg- ar Bettýjar Gísla- dóttur er Tómas, f. 13. maí 1972. Kjör- foreldrar Tómasar eru Hermann M. Sigurðsson og Ing- veldur K. Karlsdótt- ir, búsett í Ólafsvík. Arngrímur fædd- ist í Reykjavík og ólst þar upp fyrst á Bræðraborgarstíg 25 og síðan í Skeið- arvogi 149. Flest sumur uppvaxtaráranna var hann í sveit að Harrastöðum í Miðdölum. Árið 1962 hóf hann nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni og lauk þar námi árið 1966. Hann stundaði nám við Vélskóla Islands og útskrifaðist þaðan sem vélstjóri vorið 1968. Þá strax um vorið hóf hann störf hjá Landsvirkjun sem vélstjóri við Irafossstöð í Grímsnesi. Hann hefur starfað þar nær óslitið síð- an að frátöldum árunum 1977 - 1985, en þann tfma starfaði hann við Sigöldu- og Búrfellsvirkjun. Auk þess að vinna við raforku- verin, vann Arngrímur nokkuð sem vélstjóri á farskipum, bæði hjá Eimskipafélagi Islands og Skipadeild Sambandsins. Arngrímur var virkur félags- maður í Vélstjórafélagi Islands. Um tíma var hann trúnaðarmað- ur vélstjóra við Sogsvirkjanir og í samninganefnd Vélstjórafélags- ins fyrir vélstjóra sem starfa hjá Landsvirkjun. Hann tók einnig virkan þátt. í sveitarstjórnamál- um. Þegar hann lést var hann varamaður í hrcppsnefnd Gríms- nes- og Grafningshrepps. Utför Arngríms fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ust. Því miður náði hann ekki að kynnast þeim, en hann fékk þó að sjá þau öll er þau voru færð til hans á sóttarsæng í Danmörku. Addi var mikið náttúrubarn. Hann beinlínis elskaði hesta. Hann var vin- sæll meðal hestamanna sem sóttust margir eftir honum í ferðir á hestum um hálendi íslands. Hefur hann farið ófáar ferðimar um hálendið og sennilega hefur honum hvergi liðið betur en einmitt á hestbaki í óbyggð- um langt frá ys og þys hversdagslífs- ins. Til marks um ást hans á hesta- mennskunni má nefna að að hann fór sína síðustu hestaferð yfir hálendið sumarið 98 þegar hann var orðinn allveikur, en hann lét það ekki á sig fá. Sárt þótti honum að sjá á bak hestunum sínum, þegar hann gat ekki lengur sinnt þeim. En eigi má sköpum renna. Á Adda sóttu veik- indi sem léku hann illa. Þó var von sem glæddist með okkur öllum, þeg- ar hann fékk þær fréttir að hann ætti að fara út til Danmerkur til að fá nýtt líffæri, og var von til þess að hann næði heilsu á ný. Hann fékk kallið í júní s.l. og hringdi hann þá í okkur öll og kvaddi. Það var ekki laust við að ég skynjaði kvíða í rödd þessa sterka manns þegar við töluðumst við í síð- asta sinn. Eftir aðgerðina barðist hann hetjulegri baráttu við að ná heilsu á ný. En honum var ætlað annað hlutverk. Smátt og smátt sló í bakseglin og á endanum hneig hann í valinn, þrotinn að kröftum, þessi hrausti víkingur. Því hann var sann- arlega víkingur, hraustur og góð- lyndur. Hann var góð sál, sem ekkert aumt mátti sjá. Öllum vildi hann gott gera og lét þá eigin hagsmuni oft liggja á milli hluta; setti sig aftar í eigin forgangsröð. I brjósti hans sló göfugt og gott hjarta, sem engan skildi út undan. Hann gat stundum verið snöggur upp á lagið og virkaði stundum jafnvel hranalegur, en það var aðeins hans leið til að brynja sig fyrir þessum harða heimi. Öllum ættingjum sínum og vinum gaf hann stað í hjarta sínu, og sýnir það best allur sá stóri vinahópur sem hefur hugsað til hans og fylgst með honum í veikindunum. Vinir hans hafa miklu frekar verið honum sem bræður hans en vinir. Og er það víst, að hans er sárt saknað úr hópnum. Sárt er hans einnig saknað af börnum hans, systkinum hans fimm og móður hans aldraðri sem nú sér á eftir einum af augasteinunum sínum. Þeim öllum, börnum, öðrum ætt- ingjum og vinum votta ég mína inni- legustu samúð við andlát víkingsins Arngríms Jónassonar. Guð blessi minningu góðs vinar og mágs, og styrki syrgjendur í sorg sinni. Hjörlur Sandholt. Elsku Addi frændi. Baráttunni er lokið. Þú ert kom- inn á stað þar sem þú þarft aldrei að berjast meir. Ég veit að þér líður vel og að afi tók á móti þér. Samt koma tár þegar ég hugsa til þín. Það er sárt að missa og sárt að sakna. Maður sest niður og byrjar að hugsa hve óréttlátt sumt getur verið í þessu lífi. Maður á besta aldri, sem á fjögur dugnaðarböm og þrjú ynd- isleg barnabörn fær ekki að lifa leng- ur. Fær ekki að njóta þess að vera afi eins og þú varst búinn að hlakka mikið til að verða. En við getum ekki gert mikið ann- að en að sætta okkur við hlutina og hugga okkur við allar minningarnar sem við eigum um þig. Ég er þakklát íyrir þær. Þú varst alveg sérstakur. Allir sem þig þekktu eru sammála mér í því. Gjafmildur, traustur, hjálpsam- ur og réttlátur. Þessi fjögur orð lýsa persónuleika þínum vel. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Ég gleymi aldrei hvað það gladdi mig þegar þú gafst þér tíma til að skoða Ijóðin mín sem ég var stundum að skálda. Ég man að þú tókst bæk- urnar mínar með þér heim og komst svo með þær aftur eftir að þú varst búinn að lesa ljóðin og hrósaðir mér mikið fyrir þau. Það veitti mér sjálf- straust til að halda áfram að skrifa. Ég minnist líka sumarsins 92 þeg- ar Rune var i heimsókn á íslandi. Þá komst þú til Þorlákshafnar með bíl- inn þinn og vildir lána okkur hann í tvær vikur meðan Rune var í heim- sókn. Það þýddi ekkert fyrir okkur að reyna að neita. Þú tókst ekki ann- að í mál en að við fengjum bílinn. Að þú værir bíllaus þessar tvær vikur fannst þér ekki skipta neinu máli. Og þú varst búinn að fylla bensíntan- kinn, það var örugglega engin tilvilj- un þó þú vildir ekkert ræða um það. Já, svona varst þú, elsku frændi, og ég vona að þú hafir alltaf vitað hvað ég er þér ævinlega þakklát fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Minningarnar eru margar og hægt er að halda lengi áfram. Elsku amma, Stebbi, Árni, Mar- grét, Jónas Haukur, systkini, tengdaböm, bamabörn, og aðrir ættingjar og vinir. Ég votta ykkur samúð mína. Megi Guð gefa ykkur styrk og hugrekki i sorginni. Blessuð sé minning Ádda frænda. Kveðja frá Noregi. Ánna Lisa Sandholt Aarflot og Ijöldskylda. Það er erfitt að trúa því að Addi frændi sé farinn en eftir stranga bar- áttu við að ná heilsu hefur hann kvatt þennan heim. Addi var þannig gerður að maður sóttist eftir að vera með honum. Að upplagi var hann léttur og skemmti- legur og lét sig margt varða, enda átti hann marga vini og kunningja og var duglegur að rækta þau tengsl. Hann var fmmlegur og fór gjarnan óhefðbundnar leiðir og átti t.a.m. auðvelt með að búa til vísur. Addi var harður af sér og vildi gera sem minnst úr veikindum sínum. Fremur vildi hann njóta lífsins og hafa hlut- ina skemmtilega. Hann þoldi illa neikvæðni og að talað væri illa um fólk því sjálfur talaði hann aldrei illa um aðra. Addi var það heilsteyptur og sjálfsöruggur að það skipti hann litlu hvað öðram fannst um gjörðir hans. Hann gerði það sem hann langaði til og fannst skemmtilegt. Lífinu lifði hann svo sannarlega lifandi og myndu margir vera sælir með að upplifa á langi'i ævi það sem hann gerði á sínum áram. Mér hefur alltaf fundist líf Adda vera sveipað ævintýraljóma. Hann var alltaf að gera eitthvað skemmti- legt og spennandi og sat sjaldnast auðum höndum. Ósjaldan heimsótt- um við frændurnii' Adda og krakk- ana austur og voram oft yfir páska. Ekki fækkaði ferðunum síðari árin þar sem mikið var farið á hestbak. IVö sumur bjó ég síðan hjá honum á írafossi þar sem hann hafði útvegað mér vinnu. Þegar Addi var í Búrfelli lét hann búmannsdraum sinn rætast og hóf að stunda hestamennsku. Addi keypti fyrst nokkur hross en eignað- ist fljótlega hryssu, sem gaf honum flesta hans reiðhesta eftir það. Þó Addi hafi haft mikið yndi af hestum held ég að hann hafi ekki endilega verið í hestum hestanna vegna held- ur fyrst og fremst út af félagsskap- num. Hans mestu gleðistundir á hestbaki vora öragglega í hestaferð- um og fór hann eins margar ferðir og hann mögulega gat. Addi var eftir- sóttur ferðafélagi og ferðaðist mest með vinum sínum í „Söfnuðinum" og síðustu ár með íshestum. Frá því ég man eftir mér hef ég verið hrifinn af hestum og því sótti ég mikið í að komst á bak hjá Adda. Fyrir tíu árum, þegar Addi varð fyrst veikur, þurfti hann að dvelja í bænum meiri hluta vetrai' og tók því nokkra hesta í bæinn. Frá þeim tíma hef ég verið í hestum og höfum við Addi stutt hvor annan í hestamenn- skunni. í gegnum hestamennskuna og Adda hef ég kynnst mikið af góðu fólki og margt af því eru góðir vinir mínir í dag. Ég kynntist eiginkonu minni í hesthúsinu og gerði Addi okkur þann heiður að vera veislust- jóri í brúðkaupi okkar, þar sem hann stóð sig frábærlega. Addi var góður faðir. Þó gat hann verið ákveðinn við krakkana sína, en allt það sem hann gerði fyrir þau og leyfði þeim að gera sýnir ást hans og umhyggju fyrir þeim. Sumum for- eldrum reynist erfitt að að sýna til- finningar sínar til bamanna en hjá Adda leyndu þær sér ekki. Nýlega eignuðust þrjú þeirra börn svo Adda beið skemmtilegur tími, þar sem hann hefði svo sannarlega notið sín. Sem betur fer fékk hann að hitta öll barnabörnin á spítalanum þegar hann var með hressasta móti. Við Addi eigum sama afmælisdag og mér hefur alltaf fundist hann standa mér nærri. Addi hefur haft mikil áhrif á mig og verið mér fyrir- mynd í mörgu. Ég hef alltaf verið stoltur, eða fremur montinn, af því að vera frændi hans Adda og það mun ég vera alla tíð. Ég lít á það sem forréttindi að hafa þekkt Ádda og fengið að vera svo mikið með honum og fyrir það er ég þakklátur. Söknuðurinn er mikill og manni finnst ósanngjarnt að hann skuli vera farinn, á tíma sem hefði átt að færa honum og hans fjöl- skyldu mikla hamingju. Við sem eftir eram varðveitum minninguna um Adda og sjáum til þess að afkomend- ur hans fái að kynnast þessum ein- staka manni. Á meðan minningin um Adda lifir mun hann lifa og eiga eilíft líf. Elvar Daði Eiríksson. Okkur langar með nokkram fá- tæklegum orðum að minnast hans Adda frænda. Þegar orðið Addi frændi skýst upp í huga okkar, þá kemur samasem merki með hress og skemmtilegur. Því það vora þeir eig- inleikar sem Adda vora gefnir af guðs náð. Addi hafði mikla ánægju af aðgleðja aðra, og fengum við svo sannarlega notið góðs af því. Addi frændi bjó á írafossi síðustu 15 árin. Þar leið honum vel, enda er Irafoss paradís, í víðasta skilningi þess orðs. Það eru ótalmargar góðar minningar sem við eigum þaðan, því Addi gerði í því að við fengjum notið alls þess sem staðurinn bauð uppá. Fyrir utan að geta virkilega slappað af með því að gera alls ekki neitt ann- að en að slappa af, þá var hægt að gera virkilega krefjandi og spenn- ARNGRIMUR JÓNASSON andi hluti, eins og t.d. að arka um Búrfellið á kafi í snjó á eftir rjúpum. Mikið óskaplega gat maður verið uppgefinn eftir dag þar, en þá var ekkert betra en að fara í sundlaugina á írafossi og enda svo fullkominn dag inni í eldhúsi hjá Adda frænda, í kjúklinga-, franskra- og kokteilsósu- veislu. Atorka, gleði, dugnaður era nokkrir af mörgum eiginleikum Adda . Hann var alla tíð atorkusam- ur og skilaði öllu vel sem hann tók sér fyrir hendur. Hjálpsemi var Adda í blóð borin, það var ósköp ein- falt í hans augum að ef hann gat gert eitthvað til að hjálpa þá gerði hann það, án þess að hugsa sig um. I Adda augum vora allir menn jafnir fyrir Guði, sem sést best á þeim breiða vinahóp sem tengist honum. Þar var gagnkvæm virðing ,vegna þessa eiginleika Adda að vera hann sjálfur, alltaf. Á fimmtugsafmæli sínu bauð Addi vinum og vandamönnum til veislu, og hvar annars staðar en á Irafossi. Þeirrar veislu verður lengi minnst. fyrir sakir góðra veitinga og skemmtilegheita. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í Skeiðarvogsfjölskyldunni og eignað- ist Addi sín fyrstu barnabörn í sum- ar. Komu þrjú með stuttu millibili, en því miður fékk hann þeirra aldrei notið eins hann hefði viljað, en þau fengu öll að hitta hann og það geisl- aði úr augum hans þegar hann sá þau. Mun hann vernda og passa þau um ókomna framtíð úr því hásæti sem honum hefur hlotnast. Við viljum þakka þér ,kæri Addi, fyrir margar eftinninnilegar stundir sem þú hefur gefið okkur. Þín verður sárt saknað og minnst. En þér er víst ætlað annað hlutverk á öðram stað og án alls vafa mun þú skila því með sóma. Elsku amma og öll Adda börn og aðrir aðstandendur, guð styrki ykk- ur í þeirri sorg sem nú herjar á. Jónas, Hlynur og Berglind. Nú er Addi frændi búinn að kveðja þennan heim. Það er sárt að hugsa um það að ég eigi aldrei eftir að heyra röddina og blístrið hans aft- ur. Elsku Addi minn. Nú ertu farinn og ég á eftir að sakna þín mikið en minningin um þig á eftir að lifa í huga mínum og allar góðu stundirn- ar. Ég man hvað mér fannst alltaf gaman að fá að fara á hestbak hjá þér. Ég fékk alltaf að sitja Ask, því ég vissi að hann var barnahestur og ég þorði ekki á bak hinum hestunum. Élsku Addi frændi. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig mér líður núna. Ég lifði alltaf í voninni um að þú kæmir aftur heim til ís- lands heill heilsu, en það fór á annan veg. Nú ert þú farinn yfir í annan heim, þar sem þér líður vel. Elsku amma, Stefán, Árni, Mar- grét og Jónas Haukur. Megi Guð fylgja ykkur í sorginni. Elsku Addi frændi, sofðu rótt. Blessuð sé minning þín. Fríða Björk Sandholt. I dag kveðjum við góðan vin, Arn- grím Jónasson, sem fallinn er fyrir erfiðum sjúkdómi. I okkar huga var Arngrímur af- skaplega minnisstæður maður og lit- rík persóna. Við kynntumst Arngrími eða „Grímsa“ eins og við kölluðum hann alltaf, þegar hann bjó með fjölskyldu sinni í Búrfelli. Hann var vélstjóri við Búrfellsvirkjun til margi’a ára og átti þar nokkur hross. Mikið var riðið út á þeim árum og til varð góður ferðahópur, sem við köllum „söfnuðinn". Éórum við í margar hestaferðirnar norður Am- ai-vatnsheiði vestur í Dali, um Kjöl og Sprengisand og víðar um landið og alltaf skilaði „Molli“ húsbónda sínum á áfangastað. Grímsi var mikið náttúrabarn.og oft lagði hann lykkju á leið sína til að skoða eitthvert fyrirbæri sem hann sá, alveg sama hvernig stóð á og fór fátt fram hjá honum. Áhugi hans var mikill á öllu sem tengdist náttúranni, landslagi, jurtum, steinum og oft kom hann með ýmislegt í vasanum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.