Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 78
78 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ford -fyrirsætukeppnin í Kína Margrét Una varð í þriðja sæti í Peking Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENSK stúlka varð í 3.-4. sæti í alþjóðlegri fyrirsætukeppni Ford sem haldin var í Peking í Kína á laugardagskvöld. Margrét Una Kjartansdóttir, 16 ára Reykjavíkur- •íhær, hreppti þriðja sætið í keppn- inni ásamt Ekaterina Giespath frá Moldavíu. í fyrsta sæti var Alyssa Kealy frá Astralíu og í öðru sæti Boj- ana Dujmovic frá Slóveníu. Þetta er í tuttugasta sinn sem keppnin er hald- in og tóku 53 stúlkur frá rúmlega fjörutíu löndum þátt í keppninni. Kristín Ásta Kristinsdóttir, starfs- maður Eskimo-models, segir að þetta sé mjög mikil viðurkenning fyrir Margréti Unu, en Kristín Ásta fór með Margréti til Kína. Kristín Ásta segir að auk viðurkenningar- innar fái þrjár efstu stúlkurnar í keppninni samning við Ford-skrif- stofuna sem þýði óhjákvænilega fjárhagslegan ávinning á næstu ár- * usn fyrir stúlkumar. Algjört ævintýri Margrét Una sagðist vera orðin ansi þreytt eftir langt ferðalag, en á sunnudag var flogið frá Klna til Þýskalands og þegar blaðamaður hitti hana var hún nýkomin heim frá Þýskalandi og kom með föður sínum, Kjartani Jónssyni, á fund blaða- manns. Margrét sagði förina til Kína hafa verið mikið ævintýri. „Það er allt öðruvísi en nokkuð sem ég hef séð og alveg stórfenglegt að koma þarna.“ Margrét fór ásamt Kristínu Ástu til Kína viku áður en sjálf keppnin fór fram og fyrstu dagana var farið í skoðunarferðh' um borgina. „Við fórum og sáum Kína- múrinn, Forboðnu borgina og Torg hins himneska frið- ar. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessum stöðum með orðum. Það er algjör upplifun að sjá þennan hluta heimsins." En ætli Margrét hafi kynnst mörgum stelpnanna í keppninni? „Ég kynntist mest stelpunni sem var með mér í herbergi. Hún heitir Nicole og er frá Hollandi. En ég kynntist líka svolítið stelpunum frá hinum Norðurlöndunum.“ Margrét segir að keppnin sjálf hafi farið fram á mjög svipaðan hátt og hefðbundin tískusýning. Fyrirsæturnar komu fram í íþróttafötum, kvöld- klæðnaði og kínverskum kjólum. „Daginn áður hittum við marga um- boðsmenn fyrirsætuskrifstofa og sýndum möppurnar okkar. Þar voru nokkrir frá Ford-skrifstofunum í New York og París sem voru einnig í dómnefndinni." Margrét segist ekki hafa haft neinar væntingar fyrir keppnina. „Ég var ákveðin í að hafa gaman af þessu og njóta þess að fá að ferðast til þessa framandi lands. En vissu- lega var það rosalega gaman þegar tilkynnt var að ég hefði lent í verð- launasæti. Ég varð rosalega hissa,“ segir Margrét Una og bætir við að hún viti ekki ennþá hvað þessi veg- tylla muni hafa í för með sér. „Þetta er náttúrulega mikil athygli, sem er góð í þessum bransa, en hvað verður á eftir að koma í ljós.“ Nú er Margrét í Menntaskólanum við Sund og hún segir að það sé á dagskránni að ljúka skólanum. „Ég fór til London síðasta sumar í þrjár vikur og vann sem fyrirsæta. Það var mjög gaman, en ég veit ekki hvort það gefur rétta mynd af starfinu af því þetta var svo stuttur tími. Kannski er það öðruvísi að vera í fullri vinnu sem fyrirsæta." Beint í prófín - Hvað heillar mest við fyrirsætu- starfíð? „í mínu tilfelli eru það fyrst og fremst ferðalögin og að geta farið til staða sem maður myndi annars kannski aldrei heimsækja," segir Margrét Una sem segir að góð laun þeirra sem ná langt í bransanum séu ekki heldur til að draga úr áhugan- um. - Nú hefur verið talsverð neikvæð umræða undanfarið um fyrirsætu- störfog barnungar stúlkur. Hefur sú umræða eitthvað dregið úr þér kjarkinn? „Nei, eiginlega ekki. En ég held að það skipti mjög miklu máli að vera með gott fólk með sér. Mamma fór með mér út til London síðasta sumar og ef ég fer út næsta sumar fér hún líklega með mér aftur. Margrét segir að þær stelpur á hennar aldri sem eru í fyrirsætustörfum með henni hjá Eskimo-models séu allar í skóla og fari í fríum og taki verkefni er- lendis í íyrirsætustörfum. Hún segir að sér finnist mikilvægt að hætta ekki í skóla því fyrirsætuferillinn er oft stuttur. Og menntunin er Mar- gréti ofarlega í huga því prófin í skól- anum eru byrjuð og því ekkert nema lærdómur í augsýn. „Ég er að fara í próf á morgun,“ segir hún og brosir. Kjartan, faðir Margrétar Unu, er að vonum stoltur yfir árangri dóttur sinnar. Hann segir að áhugi hennar hafi eflaust vaknað á fyrirsætustarf- inu þegar eldri systir hennar, Helga Sjöfn, hafi tekið þátt í Ford-fyrir- sætukeppninni hérna heima fyrir rúmu ári. — Eru ekkert nema fyrirsætur á heimilinu? „Ja, það má eiginlega segja það,“ segir Kjartan og brosir en bætir síð- an kíminn við: „Ég hef alltaf verið innan um fallegt kvenfólk, allt mitt líf.“ AP Sigurvegarar alþjóðlegu Ford-fyrirsætukeppninnar í Peking árið 1999. Frá vinstri: Ekaterina Giespath frá Moldavíu, Margrét Una Kjartans- dóttir, Alyssa Kealy frá Astralíu og Bojana Dujmovic frá Slóveníu. Öðruvísi að ventukr ans ar Full buð af gjafavörum lómaverkstæði [NNA Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Besta jólagjöfin!! • Fyrir námsmanninn... • Fyrir stjórnandann... • Fyrir bókaorminn... Hraðlestrarnámskeið er frábær jólagjöf sem gefur ríkulegan arð alla ævi. Lestrarhraði margfaldast og afköst í námi og starfi vaxa ótrúlega.Næsta námskeið hefst 17. janúar n.k. Pantið gjafakort. Margfaldaðu afköstin! HRAÐLESTRARSKÓLINN Sími: 565-9500 Fax: 565-9501 www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn NIKE BÚÐIN Laugavegi 6 Sófkr og sófasett ★ ^ í úrvali V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 4539-8600-0012-1409 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ISLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.