Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNÐLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 7. DESEMBER 1999 35 LISTIR TONLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Söngsveitin Fflharmónía og Sigrún Hjálmtýsdóttir fluttu aðventu- og jólatónlist. Konsertmeistari var Rut Ingólfsdóttir og stjórnarndi Bern- harður Wilkinson. Sunnudagskvöld kl. 20.30. SÖNGSVEITIN Fílharmónía er einn þeirra hópa sem hafa gert sig gildandi í föstu aðventutónleika- haldi í höfuðborginni. Fyrstu tón- leikar kórsins af þrennum sem ráð- gerðir eru voru gríðar vel sóttir þrátt fyrir versta veður og viðvar- anir um að það yrði enn verra. Langholtskirkja var þéttsetin, alveg upp í rjáfur, og stemmning í saln- um. Kórinn hóf upp raust sína án undirieiks í jóla- og aðventulögum frá Englandi og Danmörku. Það þarf ekki að orðlengja það, að kór- inn er skínandi góður um þessar mundir, og hefur tekið miklum framförum síðustu misserin. Margt af því er heiður kórstjórans, Bern- harðar Wilkinson, en kórinn á auð- vitað sjálfur líka sinn þátt í því. Það sem er mest áberandi í söng Fílhar- móníu nú er hversu vel og vand- virknislega hvert einasta lag er unnið. Innkomur, styrkleikabreyt- ingar og dýnamík, hreinn söngur, textaframburður og ekki síst músík- ölsk mótun hendinga eru meðal þein-a þátta sem ráða því hvort lag heppnast í flutningi eða ekki. Allt þetta hafði kórinn ígrundað og til- einkað sér í þessum lögum, hafði fallega túlkun algjörlega í hendi sér, og fylgdi kórstjóra sínum sem einn maður. Það er ánægjulegt að heyra kórinn í svona góðu formi. Fyrsti hluti tónleikanna, þar sem hann söng a capella, - án undirleiks, var ákaflega vel heppnaður. Kórinn söng hreint og músíkalskt, hvert lagið af öðru. Lagið sem þekkt er Söng- sveit í upp- sveiflu sem jólalagið frá Coventry, - eða The Coventry Carol var sungið með íslenskum texta Þorsteins Valdi- marssonar. Söngur kórsins í þessu lagi var hreint unaðslegur, og mús- íkölsk túlkun smaug beint í hjartað. Eitt danskt jólalag var að finna meðal þeirra ensku; - Forunderligt at sige, og var það mjög vel sungið eins og annað. Ef hægt er að krítis- era eitthvað í þessum hluta efnis- skrárinnar má segja að teflt hafi verið á tæpasta vað með hraðann í laginu Englakór frá himnahöll, þar sem fullgeyst var farið í flúrið í gloríunni. Lítil strengjasveit, sem Rut Ing- ólfsdóttir leiddi, kom nú til liðs við kórinn auk Guðríðar St. Sigurðar- dóttur sem lék með á orgel og Mon- iku Abendroth sem lék á hörpu. Sjá himins opnast hlið í raddsetningu Buxtehudes er ekkert léttmeti fyrir kórinn að syngja, - mikið flúr sem krefst rytmískrar nákvæmni. Á köflum var taktfestan við það að riðlast, - kórinn hafði tilhneigingu til að taka á sprett þegar þindar- stuðning vantaði í jólaskrautsflúri Buxtehudes, en náði sér þó alltaf á strik aftur undir markaðri stjórn kórstjórans. í verki Bachs, - Vakna Síons verðir kalla, lék strengjasveit- in ákaflega fallega, með breiðum syngjandi tón. Það hljómaði eins og sveitin væri mun stærri en hún var. Einradda söngur kórsins var góður. Sigrún Hjálmtýsdóttir, einsöngv- ari kvöldsins, söng fyrst atriði úr Messíasi, - Rejoice greatly, 0 daug- hter of Zion. Sigrún var ekki upp á sitt besta og vantaði bæði drif og stuðning til að halda í við hljóm- sveitina. I Davíðssálmi Mendels- sohns, Hear my Prayer, var hún miklu nær sínu góða sjálfi, og falleg röddin naut sín miklu betur. Kórinn söng fleiri ensk lög af andríki og innlifun. Ave Maria og Ave verum eftir Elgar voru bæði frábærlega sungin og Let all the world, mikið söngverk eftir Vaughan-Williams, var stórbrotið, þar sem kórinn söng mjög dýnamískt yfir undirspili strengjanna þar sem líkt var eftir slætti kirkjuklukkna. Sigrún Hjálm- týsdóttir söng með kórnum í Verdi- legri Ave Mariu eftir Luigi Luzzi og í Ave Mariu eftir Kaldalóns. Það vantaði upp á rytmískt jafnvægi, sérstaklega í Ave Maríu Kaldalóns, - og byrjunin þar var óróleg, þar sem hörpuleikarinn reyndi að fylgja Sigrúnu, sem hafði tilhneigingu til að syngja hægar en stjórnandinn hafði gefið hörpuleikaranum inn. Þetta jafnaði sig þegar kórinn kom inn og Sigrún söng yndislega fal- lega. Jólalag Adams, - Nóttin helga var líka órólegt í tempói í byrjun, en var að öðru leyti mjög vel flutt, og Sigrún, kór og hljómsveit sungu sig greinilega inn í jólasálirnar í saln- um, sem fögnuðu ákaft. Það átti sinn þátt í því hve vel heppnaðir og stemmningsríkir þess- ir tónleikar voru að tónleikagestum var leyft að syngja með í nokkrum lögum. Ekki bara að það bryti upp langa setu, heldur er það ótvírætt meira gaman að fá að vera með í leiknum en bara að fylgjast með. Það var afar hátíðlegt að fylgjast með troðfullum salnum, kór, ein- söngvara og hljómsveit Ijúka þess- ai'i ágætu dagskrá með flutningi eins okkar fegurstu jólalaga, - lags Kaldalóns við Ijóð Einars Jónsson- ar, Nóttin var sú ágæt ein. Bergþóra Jónsdóttir Sterkar andstæður blæbrigða TÖNLIST Búslaðakirkja Kammertónleikar Strengjakvartett undir stjórn Sigrúnar Eðvaldsdóttur flutti verk eftir Arriaga, Jón Leifs og Dvorák. Sunnudaginn 5. desember. JUAN Crisóstomo Antonio de Arriaga y Balzola andaðist er hann átti tíu daga í það að halda upp á tví- tugsafmæli sitt. Hann fæddist í Bil- bao 1806. Fimmtán ára innritaðist hann í tónlistarháskólann í París og átján ára hafði hann samið þrjá strengjakvartetta og var sá fyrsti þeÚTa viðfangsefni strengjakvart- etts Sigrúnar Eðvaldsdóttur á tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins sl. sunnudagskvöld. Með Sigrúnu léku Sif Tulinius, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky. Kvartettinn eft- ir Arriaga er hljómrænt mjög ein- faldur, stílhreinn og fallega lagrænn, gæddur æskuþokka og leikgleði, sem kvartett Sigrúnar náði að út- færa sérlega skemmtilega í tærum og vel hljómandi samleik. Annað viðfangsefni tónleikanna var E1 Greco-kvartett Jóns Leifs, sem er þriðji strengjakvai'tett hans og merktur op. 64. Yfirskrift kafl- anna er 1) Toledo í þrumuveðri, 2) Imynd af sjálfsmynd E1 Grecos, 3) Jesús rekur braskarana úr muster- inu, 4) Krossfestingin og sá 5) Upp- risan. Þarna er vísað til frægra mál- verka eftir meistarann. Þrátt fyrir það má ekki líta á verk Jóns Leifs sem útmálun á verkum E1 Grecos, heldur getur þarna að heyra þau áhrif, sem þessi verk höfðu á Jón, því þama er tónmál Jóns Leifs í sínu skýrasta formi, og tónmálið stallað, hraungrýtt og hrjóstrugt, eins og það þekkist best af ósnortinni ís- lenskri náttúrufegurð. Leikur kvart- ettsins var hreint út sagt frábær og lögð megináhersla á leikinn með blæbrigði og útkoman var ótrúlega áhrifamikil, svo að trauðla verður betur gert. Auðheyrt var að vel hafði verið æft og vel hugað að öllum blæbrigðum, þar sem heyra mátti leikið með sterkar andstæðurnar á einstaklega skýran máta og mun þessa flutnings verða minnst til við- miðunar, um að nú hafi menn skilið þennan sérkennilega listamann, bæði flytjendur og hlustendur. Þriðja viðfangsefni tónleikanna var op. 105, eftir Dvorák. I heild var kvartettinn mjög vel fluttur, þótt þarna hafi mátt heyra um of tekið á í hljómmestu atriðunum og sérstak- lega, þar sem tónninn var myndaður nærri „froskinum“ eða hælnum, eins og einnig er sagt, en þá vildi tónninn verða einum of sár og nærri því óhreinn og þvingaður. Þennan kvart- ett má leika með „mjúkum" tóni og styrkleikahlutföllin tengjast oftast rithættinum, þannig að ekki þarf svo mjög að bæta í styrkinn og spennan er allt eins hrynræn og tengd hraða frekar en miklum mun á styrk. Þetta er sem sagt ekki „svört og hvít“ átakatónlist, heldur fjörug, hryn- rænt spennandi, lagræn og elskuleg tónlist, sem þarf að leika fallega, sem kvartett Sigrúnar reyndar gerði, nema þar sem ofgert var í styrk. Jón Ásgeirsson Bomban í Búkarest KVIKMYMDIR Kringlubfó ÓVINUR ÓVINAR MÍNS -ENEMY OF MY ENEMY ★ ★ Leikstjóri Gustavo Graef-Marino. Handritshöfundur Mark Amin, ofl. Kvikmyndatökustjóri Steven Wacks. Tónskáld Terry Plumeri. Aðalleikendur Peter Weller, Daryl Hannah, Tom Berenger, Adrian Pintea, Brion James. 90 mín. Bandarísk. Trimark, 1999. ÞR JÁR fallnar stjörnur í aðalhlut- verkum boða aðeins eitt: B-mynd. Þær eru nauðsynlegar í bland og skáka oft frænkum sínum framar í stafrófinu. Óvinur óvinar múiskemst nærri þeim áfanga og hefur margt til síns ágætis, lumar meira að segja á öndvegis B-myndaleikaranum Brion James, sem hér er dubbaður upp í hershöfðingja í herráði Bandaríkj- anna. Orðum skreyttur og heiðurs- merkjum á ört vaxandi ummáli, víðs- fjan-i hlutverkum þeirra dusilmenna og djöflamergja sem verið hafa hans ær og kýr. Gaman að því. Tölvusnillingurinn Steve Mitchell (Peter Weller) er sendur til Búkar- est til að eyða kjarnorkusprengju, slæmri eftirleguknd Kalda stríðsins í kjallara bandaríska sendiráðsins í borginni. Ekki vill þó betur til en að þegar okkar maður er að gera sig kláran í slaginn (með fulltingi Ericu Long (Hannah), gamallar hjásvæfu og orðlagðs tölvuhakkara), að ser- bneskir hryðjuverkamenn hertaka sendiráðið og taka starfsmenn þess í gíslingu. Vilja fá stríðsfanga ú Bosn- íustríðinu í skiptum. Á meðan sitja tölvuséníin í leyniherbergi og brugga andskotunum banaráð. Þau duga skammt og kallaður er til sög- unnar sérsveitarkappinn, hershöfð- inginn Buck Swain (Tom Berenger). Þegar slíkur garpur sem Sveinn birtist, vita heimsins verstu fól að dagar þeirra eru taldir. Að láta sér detta í hug að skipa Weller, Hannah og Berenger í aðal- hlutverkin er ekki svo lítið afrek, og sjálfsagt hvergi verið framkvæman- legt annars staðar en á aðalstöðvum B- myndagerðarinnar Trimai'k. Öll mega þau muna sinn fífil fegurri. Vitaskuld standa þau fyrir sínu hér; líkt og karlanginn hann James. I rauninni er ágætlega haldið á spöð- unum að flestu leyti. Leikstjórinn nær þessum fínu átakaatriðum útúr knöppu fjái-magni og tökustaðirnir eru sannfærandi. Það besta er að myndin tekur sig alvarlega og virkar sem nauðsynlegt krydd í tilveruna. ES. Heyrst hefur fleygt að stjörn- urnar þrjár hafi stofnað djasshljóm- sveitina Combo From Hell, en farið ekki langt með það. Sæbjörn Valdimarsson Léítur og meðfærilegur með innbyggðum prentara W. tc*. Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 snjallkort og segulrandarkort Hraðvirkur hljóðlátur prentari Fiat Brava 80 HSX Opel Astra 1.2 VWGolf 1.4 GL Toyota Corolla 1.3 Staerð L x B 4.19x1.74 4.06x1.71 4.15 x 1.73 4.29 x 1.69 Vél / hestöfl 1.2 16v/82hö 1.2 8V/65 hö 1.4 8v / 75 hö 1.3 16V/86 hö ABS hemlar Já Nei Já Nei Álfelgur Já 15” Nei Nei Nei Loftpúðar 4 2 4 2 Fiarst.saml. Já Nei Já Nei Gelslaspilarí Já Nei Nei Nei Þokuljós Já Nei Já Nei Verð 1.295.000 1.329.000 1.495.000 1.349.000 ístraktor A?a BlLAR FYRIR ALLA *AutoMotorundSport2.99 smidsbúð 2 garoabæ sImi 5400 eoo 1899 1999 Á íslandi frá 1925 FIAT BRAVA Lægsta bilanatíðni af öllum bilum, þriggja ára og yngri skv. niðurstöðum þýsku eftirlitsstofnunarinnar DEKRA*. Sportlegur ítaiskur fjölskyldubíll á hreint frábæru verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.