Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 5'
UMRÆÐAN
Eru tilfínningar
einhvers virði?
I UMRÆÐUM síð-
ustu mánaða um virkj-
anir og stóriðju hefur
gætt mikillar tilhneig-
ingar til að líta á tilfinn-
ingar annars vegar og
efnahagsleg sjónarmið
hins vegar sem and-
stæður. Ymsir sem eru
fylgjandi áformum um
Fljótsdalsvirkjun og ál-
ver á Reyðarfirði hafa
bent á að andstæðingar
þessara áforma láti
stjómast af tilfinning-
um í stað þess að líta á
blákaldar efnahagsleg-
ar staðreyndir. En eru
tilfinningalegir og efnahagslegir
þættir jafn miklar andstæður og
ætla mætti út frá þessari umræðu?
Umræðan um Fljótsdalsvirkjun
hefur að miklu leyti snúist um verð-
mæti þeirrar náttúm sem fer undir
uppistöðulón á Eyjabökkum ef virkj-
unin verður að veruleika. Andstæð-
ingar virkjunarinnar telja þessa
náttúm verðmætari en svo að henni
megi fórna með þessum hætti, en
fylgjendur em á öðra máli. I þessari
umræðu hefúr töluvert verið rætt
um þær tekjur sem hægt væri af
hafa af svæðinu með öðram hætti,
svo sem í ferðaþjónustu, og þær
bornar saman við tekjur af raforku-
sölu. Þennan samanburð hafa menn
litið á sem kalt efnahagslegt mat og
talið mikilvægt að menn létu ekki til-
finningasemi hafa áhrif á afstöðu
sína og ákvarðanatöku.
En verðmæti náttúrannar er ekki
aðeins fólgið í þeim tekjum sem
hægt er að hafa af henni í atvinnu-
starfsemi. Reyndar má í grófum
dráttum skipta heildarverðmæti til-
tekins náttúrafyrirbæris, hvort sem
það heitir Eyjabakkar eða eitthvað
annað, í tvo flokka; annars vegar
notagildi (Use Values) og hins vegar
önnur gildi (Non Use Values). Hvor-
um flokki um sig má síðan skipta í
þrjá undirflokka.
Notagildi náttúrafyrirbæris getur
í fyrsta lagi falist í beinu notagildi,
þ.e.a.s. þeim þáttum sem beinlínis
gefa af sér tekjur í atvinnustarfsemi.
Stefán Gíslason
Þarna geta menn t.d.
verið að tala um raf-
orku, ferðaþjónustu
eða beitiland. Þessi eini
þáttur verðmætanna er
sá sem mönnum hættir
til að einblína á í allri
umræðu og útreikning-
um. Annar hluti af
notagildinu er það sem
kalla mætti óbeint
notagildi. Þar er átt við
það notagildi sem við-
komandi svæði hefur,
en er ekki tekið með í
rekstrarreikningum,
svo sem gildi svæðisins
fyrir ferðamenn um-
fram það sem þeir beinlínis greiða
fyrir. Þriðji þátturinn er síðan það
sem kalla mætti valkostagildi,
þ.e.a.s. notagildi svæðisins síðar
meir. Þetta verðmæti getur m.a. fal-
ist í vistkerfum og líffræðilegum fjöl-
breytileika svæðisins, sem falið get-
ur í sér auðlind sem hægt er að hafa
tekjur af í framtíðinni.
Oðram gildum náttúrafyrirbæris
má einnig skipta í þrjá þætti eins og
fyrr segir. Þar má fyrst nefna svon-
efnt umboðsgildi, þ.e.a.s. velferð sem
verður til við óbeina notkun svæðis-
ins, svo sem með því að lesa um
svæðið eða horfa á heimildarmyndir
um það. I öðra lagi má nefna svokall-
að arfleiðslugildi, þ.e.a.s. gildi svæð-
isins fyrir afkomendur núverandi
kynslóðar. Þriðji þátturinn er síðan
það sem kallað hefur verið tilvistar-
gildi, þ.e.a.s gildi þess að svæðið
skuli yfirleitt vera til í núverandi
mynd. Þar eram við einmitt komin
að þeim þætti sem kenndur er við til-
finningasemi, og sumum þykir eiga
lítið skylt við efnahagsleg sjónarmið,
eða vera jafnvel í andstöðu við þau.
Erlendis, svo sem í Bandaríkjun-
um og Ástralíu, eru menn í vaxandi
Stóriðja
Ef efnahagslegt gildi til-
finninga vantar inn í for-
sendur reikningsdæmis-
ins, segir Stefán
Gislason, verður
útkoman skökk sem
því nemur.
mæli farnh- að taka tilvistargildi
náttúrafyrirbæra með í arðsemis-
mat sem lagt er til grandvallar þegar
ákvarðanir era teknar um fram-
kvæmdir. Jafnvel má finna dæmi
þess að slíkt arðsemismat sé skyldu-
bundinn hluti af mati á umhverfis-
áhrifum framkvæmda. Þarna er með
öðram orðum farið að meta tilfinn-
ingar til fjár og taka tillit til slíkra
verðmæta við ákvarðanatöku ekkert
síður en þeiira verðmæta sem birt-
ast í hefðbundnum ársreikningum.
En hvernig er þá hægt að meta til-
finningar til fjár? Sú aðferð sem al-
gengast er að nota til að leggja fjár-
hagslegt mat á tilvistargildi ákveðins
náttúrafyrirbæris eða með öðram
orðum tilfinningalega þýðingu þess í
hugum fólks hefur verið nefnd skil-
yrt verðmætamat (Contingent Valu-
ation Method). Fólk er þá spurt
hvaða upphæð það sé tilbúið að
borga til að koma í veg fyrir tiltekna
breytingu á umræddu náttúrufyrir-
bæri, eða þá hvaða upphæð það sé
tilbúið að samþykkja sem gi-eiðslu
fyrir að umbera breytinguna. Þessi
aðferð er þó auðvitað ekki vandalaus.
Urtakið sem spurt er þarf að velja af
mikilli vandvirkni, og einnig skiptir
miklu máli hvemig spurningar era
orðaðar. En sé vel vandað til verka
er með þessari aðferð unnt að nálg-
ast fjárhagslegt mat á tilfinninga-
legu gildi náttúrufyrirbærisins.
Þetta mat er síðan hægt að setja inn í
arðsemisútreikninga rétt eins og
aðrar hagtölur sem varða fyrirhug-
aða framkvæmd.
Þeir sem gera lítið úr tilfinninga-
legum þáttum við ákvarðanatöku og
sniðganga þá við mat á arðsemi
framkvæmda era um leið að snið-
ganga mikilvægar forsendur í út-
reikningum sínum. Tilfinningar hafa
efnahagslegt gildi, rétt eins og allt
annað, og aðferðir til að leggja mat á
þetta efnahagslega gildi era tiltæk-
ar. Ef efnahagslegt gildi tilfinninga
vantar inn í forsendur reiknings-
dæmisins verður útkoman skökk
sem því nemur.
Höfundur er umhverfisstjórnunar-
fræðingur (M.Sc).
Áttu eftír að fá þér alJamotafötín?
Ótnílegt úrval
samkvæmísefna fyrír
dömuna og herrann.
i
w<- IVIörkin 3, sími 568 7477
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar;
Þurfa útlendingar
að læra íslensku?
www.tunga.is
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen
eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
10 ára ábyrgð Eldtraust
12 stærðir, 90 - 500 cm » Þarf ekki að vökva
Stálfótur fylgir n- íslenskar leiðbeiningar
Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili
Truflar ekki stofublómin Skynsamleg fjárfesting
Btmáalag ísísnskra skóta
@%D
Gerðu reyfarakaup!
Seljum nokkra frystiskápa, kæLiskápa, sambyggða kæli- og frystiskápa og tauþurrkara úr
sýningareldhúsum ásamt Lítið útLitsgöLLuðum tækjum með hreint frábærum afsLætti!
Athugið: Aðeins fá stk. af hverju.
r%j|
AF 27 frystir.
Mál: 155x59x60.
255 lítra.
Rétt verð kr. 59.900
Verð nú kr. 39.000
2 stk.
***■'<■
1
*. o
AK 22 kælir.
Mál: 120x54x57. 218 lítra.
Rétt verð kr. 38.700
Verð nú kr. 26.700 -1 stk.
ATT 60 tauþurrkari, 5 kg.
Rétt verð kr. 34.700
Verð nú kr. 21.000
4 stk.
ifci *
Æ
'■
4.
sggJÍNHigj
IPÍ
m
AF 32 frystir.
Mál: 179x60x60.
295 lítra.
Rétt verð kr. 67.900
Verð nú kr. 44.400
3 stk.
AK 32 kælir.
Mál: 155x59x60.
311 lítra.
Rétt verð kr. 56.600
Verð nú kr. 36.600
2 stk.
AKF 25 kælir/frystir.
Mál: 141x54x57.
195/146 lítra.
Rétt verð kr. 46.900
Verð nú kr. 29.000
3 stk.
///*
Einar
Farestveit&Cohf
Hringjum
mn >
• I •
■vl ■
M |
íf' . - i
Borgartúni 28 - símar 562 2901 og 562 2900
www.ef.is
13.490,-
Victor & Nova
Þráðlaus Digitech Victoi
DECT sími ásamt Logger
Nova númerabirti
Digitech Victor
Nýstárlegur þráðlaus DECT simi
m/skjá
• Endurvalsminnif. 4 númer
• Skammvalsminnif. 20 númer
ásamt nöfnum
• Velja má um eftirfarandi
tungumál á skjá: dönsku/norsku,
ensku eða ssensku
• Hægt að hafa tímamælingu á
samtali
• Hægt að læsa takkaborði
• Hægt að lokafyrir hljóðnema
• Móðurstöð með leitarhnappi o.fl.
Logger Nova númerabirtir
• Geymir í minni 30 siðustu
númersem hringdu, ásamt
dagsetningu og klukku
• Sýnirfjölda nýrra númera og
heildarfjölda í minninu
• Gaumljós sem sýnir hvort ný
númer biða.
www.vefverslun.is
SÍMINN
Þjónustumiðstöðvar Símans
um land allt