Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913
279. TBL. 87. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Castro krefst framsals drengs sem
bjargað var í land í Flórída
Gefa Banda-
ríkjastjórn
lokafrest
Havana. AP, AFP.
FIDEL Castro Kúbuleiðtogi hefur
krafizt þess að drengur, sem fyrir
skemmstu var bjargað í land í Flór-
ída ásamt fleiri flóttamönnum frá
Kúbu, verði sendur til baka til heima-
landsins, þar sem faðir hans er. Ung-
liðar kommúnistaflokksins stóðu fyr-
ir mótmælaaðgerðum vegna málsins
við sendiskrifstofu Bandarikja-
manna í Havana í gær og í fyrradag.
Breskir spítalar
• •
Oldruðum
mismunað?
London. The Daily Telegraph, Reuters.
REYNT er að draga úr álagi á
bresku heilbrigðisþjónustuna
með því að flýta fyrir dauða
aldraðra sjúklinga, að sögn dr.
Adrians Treloars, ráðgjafa og
fyrirlesara í öldrunarlækning-
um við nokkra breska háskóla.
Segir hann að um sé að ræða
„líknardráp án samþykkis"
hinna öldruðu.
Lögreglan rannsakar nú mál
60 aldraðra sjúklinga sem sagt
er að hafi dáið vegna þess að
starfsfólk lét fólkið ekki fá mat
eða vatn. Var rannsóknin hafin
eftir að kvartanir höfðu borist
frá aðstandendum, hjúkrunar-
starfsfólki og þrýstihópum.
I nýjum vinnureglum
breskra lækna segir að þeim
ætti að vera heimilt að draga úr
fæðu- og vökvagjöf í æð ef sjúkl-
ingurinn sé haldinn alvarlegum
elliglöpum eða hafi fengið slag.
í yfirlýsingu frá Castro, sem var
sjónvarpað og útvarpað á sunnudag,
segir að Kúbverjar séu að missa þol-
inmæðina og að búast megi við frek-
ari fjöldamótmælum vegna málsins.
Castro sagði að Bandaríkjamenn
fengju þriggja sólarhringa frest til að
skila drengnum, Elian Gonzalez.
Hann varð sex ára í gær.
„Milljónir manna munu fara út á
göturnar til að krefjast frelsis fyrir
drenginn," sagði Castro. Erfitt yrði
að „halda aftur af fólki í því æsingar-
ástandi" sem málið héfði skapað.
Sakaði Castro Bandaríkjamenn
um mannrán, en bandaríska strand-
gæzlan fann Elian á floti á uppblás-
inni hjólbarðaslöngu utan við vest-
urströnd Flórída hinn 25. nóvember
sl.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, James Foley, vísaði í
gær kröfum Castros á bug og sagði
þær ekki stuðla að lausn málsins.
„Við erum staðráðnir í að vinna með
fjölskyldu drengsins, þar á meðal
fóðumum og öllum embættismönn-
um sem að málinu koma til að finna
viðeigandi lausn,“ sagði Foley. I
fréttaskeytum í gær sagði að Banda-
ríkjastjóm óttaðist um öryggi sendi-
manna sinni í Havana.
Faðir Elians, Juan Miguel Gonza-
lez, segir fyrrverandi eiginkonu sína
hafa tekið son þeirra með sér að sér
forspurðum. Castro sagði stjúpföður
drengsins, sem einnig lét lífið er bát-
urinn sökk, hafa skipulagt flóttatil-
raunina. Hefur faðir Elians og afar
hans og ömmur farið íram á að hann
verði sendur aftur til Kúbu. Banda-
rísk yflrvöld hafa að sinni falið hann í
umsjá frændfólks sem býr í Miami.
Palestínumenn
slíta viðræðum
Elian Gonzalez
Jerúsalem. Reuters.
PALESTÍNUMENN slitu í gær
viðræðum sínum við Israela vegna
deilna um landnám gyðinga á Vest-
urbakka Jórdanar. Ekki er vitað
hvaða áhrif viðræðuslitin muni
hafa á áætlun Palestínumanna og
Israela um að ljúka gerð friðar-
samkomulags milli þjóðanna
snemma á næsta ári. ísraelar lýstu
því þó yfir í gær að deilan mætti
ekki verða til að koma í veg fyrir að
friðaráætlunin næði fram að ganga.
Tilkynning um slit viðræðnanna
er gefin út um svipað leyti og von
er á Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, í fjögurra
daga heimsókn til Mið-Austur-
landa. Markmið heimsóknar utan-
ríkisráðherrans er að örva friðar-
viðræður ísraela við Palestínu-
menn og Sýrlendinga.
„Við getum ekki haldið fund um
landnámið í dag eins og að var
stefnt," sagði aðalsamningamaður
Palestínumanna, Yasser Abed
Rabbo, við fréttamenn í gær eftir
að hann gekk af fundi með samn-
inganefnd Israela.
Samningaviðræðurnar eru sagð-
ar hafa farið út um þúfur eftir að
Israelar neituðu að afhenda Palest-
ínumönnum landsvæði á Vestur-
bakkanum eins og samkomulag
þjóðanna gerði ráð fyrir. Hinir
fyrrnefndu höfðu skuldbundið sig
til að afhenda um miðjan nóvember
fimm prósent af því landsvæði sem
þeir ráða á Vestúrbakkanum.
Aðalsamningamaður Palestínu-
manna neitaði því í gær að hann
væri markvisst að koma af stað
deilum við ísraela í von um að Al-
bright myndi þrýsta á þá að láta
undan.
C in ATD/O ti^Wi li on
■
^on#unai
polLiCf^^i^n
mihw ’>|
<***•**$
3C
ÍC€:
'WE
Dtj
-W , ***£■<
íp 01 írc
MeCsE^°H
^Ö/CaiATmsa
Rússar hdta íbúum Grosní öllu illu ef þeir gefíst ekki upp
Stríðsreksturinn sætir
vaxandi araarnrvni
uters. ®/
Moskvu, Brussel, AP, AFP, Reuters.
SENDINEFND frá íslömskum ríkjum ræddi í
gær við fulltrúa rússneskra stjómvalda í Moskvu
og hvatti formaður hennar, Khamal Kharazzi, sem
er utanríkisráðherra írans, til þess að fundin yrði
samningalausn í Tsjetsjníu. „Við teljum brýnt að
stöðva hernaðinn og ná sem fyrst friðsamlegri
lausn á Tsjetsjníu-deilunni," sagði Kharazzi í sam-
tali við ítar-Tass-fréttastofuna.
Flugvélar og þyrlur Rússa gerðu sem fyrr harð-
ar árásir á Grosní og nálægar byggðir í gær, og
barist var við borgirnar Urus-Martan og Argun.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins sögðu
í gær að til greina kæmi að undirrita ekki ýmsa
samstarfssamninga sem gerðir hafa verið við
Rússland og mótmæla þannig hótunum Rússa
gegn Tsjetsjenum en rússneski herinn setti í gær
íbúum Grosní, höfuðborgar Tsjetsjníu, úrslita-
kosti. I dreifimiðum sem varpað var yfir borgina
sagði að borgarbúar ættu að hafa sig á brott innan
fimm sólarhringa áður en herinn gerði lokatilraun
til að knýja hana til uppgjafar með umfangsmikl-
um hernaðaraðgerðum. Borgin væri umkringd en
leyft yrði að fara frá henni um einn veg sem lægi
um þorpið Pervomaískoje.
„Ekld verður íramar reynt að semja. Gert verð-
ur út af við hvern þann sem ekki fer frá borginni,"
sagði í dreifimiðanum. Litið yrði á alla þá sem
verða þar áfram sem hryðjuverkamenn og
óþokka.
Að sögn rússneskra yfirvalda eru á bilinu
15.000-40.000 óbreyttir borgarar eftir í Grosní,
aðallega aldraðir og særðir. Straumur flóttafólks
frá borginni jókst enn gær í kjölfar hótana hers-
ins. Haft var eftir talsmönnum rússneska hersins
að Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, væri enn í
Grosní.
Þingkosningar verða í Rússlandi 19. desember.
Nýjar skoðanakannanir í Rússlandi sýna stórauk-
ið fylgi við Jedíntsvo, flokk undir stjóm Sergejs
Shoigus, ráðherra neyðarráðstafana. Fær hann nú
allt að 25% fylgi. Vladímir Pútín forsætisráðherra
hefur lýst stuðningi við flokkinn og fær Pútín mest
fylgi þegar spurt er hver eigi að taka við forseta-
embættinu á næsta ári eða 43-45%. Hafa vinsæld-
ir hans aukist enn frá síðustu könnunum.
Mótmæla
misnotkun
á börnum
LÖGREGLAN í Pakistan hafði í
gær tvo menn í haldi en þeir hafa
játað að hafa haft kynmök við 25 af
þcim 100 börnum, sem talið er, að
hafí orðið fómarlömb fjöldainorð-
ingja, Javeds Iqbals að nafni. Er
hans enn lcitað. Mennirnir tveir
neita að eiga nokkurn þátt í morð-
unum en Iqbal skýrði sjálfur frá
þeim í bréfi til lögreglunnar. Kom
hann líkunum fyrir í tunnum með
sýru en ekki hefur þó tekist að
finna nema leifar tveggja. Á mynd-
inni sjást böm í Lahore mótmæla
meintu sinnuleysi lögreglunnar um
glæpi gegn börnum.
MORGUNBLAÐIÐ 7. OESEMBER1999
690900 090000