Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 27

Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 2 7 Guðmundur Rúnar Haligrímsson, eigandi og framkvæmdastjóri Happa ehf., og Dong Zhi Cheng, framkvæmdastjóri Huangphu skipasmiðj- unnar takast í hendur við undirritunina. Fyrir aftan þá eru starfsmenn stöðvarinnar ásamt Bárði Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra Skipa- tækni og Helga Kristinssyni, markaðsstjóra Skipatækni. Happi efh. sem- ur um nýjan ver- tíðarbát í Kína Nýlega var undirritaður samning- ur við kínversku skipasmíðina Hu- angpu um smíði á 357 tonna neta- veiðibát fyrir Happa ehf., sem er í eigu Rúnars Hallgrímssonar, út- gerðarmanns í Keflavík. Þetta er í fyrsta sinn sem kínversk skipa- smíðastöð smíðar íslenskan vertíð- arbát af þessari stærð, en þess má geta að 5 fískiskip af ýmsum stærðum eru nú í smíðum fyrir Is- lendinga hjá sömu skipasmíðastöð. Um er að ræða 28,95 metra langan og 9 metra breiðan vertíðarbát sem mun koma í stað eldri báts sem heitir Happasæll KE-94. Skipa- tækni ehf. sá um hönnun og teikn- ingar af bátnum, en hann verður smíðaður samkvæmt kröfum Det Norske Veritas. Eftirlitsaðili með smíði bátsins frá Skipatækni er Sigmar Olafsson. Kostar um 130 milljónir Samningsverðið er um 115 milljónir króna og gert er ráð fyr- ir að báturinn kosti heimkominn tæpar 130 milljónir króna. Áætlað er að báturinn verði afhentur eig- endum í byrjun ágúst árið 2000. Þess má geta að það tekur um 50 daga að sigla honum til Islands. I bátnum verða rúmgóðar vistar- verur fyrir 14 menn. í honum er einnig kæld fiskilest fyrir um 75 tonn af físki í 150 stk. af 660 lítra körum. Allur búnaður skipsins verður frá vel þekktum framleið- endum í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Aðalvélin verður um 900 hestöfl og verður hún með 160 kW ásrafli. Ljósavélarnar verða tvær, 160 kW og 65 kW. Siglingar- og fiskileitartæki í bátnum eru að mestu frá Furuno. Smíði skipsins hefst innan tíðar. Hönnun og fyrir- komulag bátsins hentar vel fyrir alhliða vertíðarbáta, þó svo að bát- urinn, sem nú var samið um, verði útbúinn fyrst og fremst sem neta- bátur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.