Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 49
f MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 4g MINNINGAR þegar komið var í náttstað og alltaf sá hann listaverk út úr öllu. I ferðun- um hafði hann alltaf silfurbúna svipu sem pabbi hans smíðaði, í skósíðum frakka með hattinn „afa“ á höfðinu gamlan hatt sem afi hans átti. Þann- ig búinn ferðaðist hann að fornra manna sið, mikilúðlegur með sitt gráa skegg og var tekið eftir honum hvar sem hann fór. I náttstöðum svaf hann yfirleitt undir berum himni, í mB fallegri laut eða undir barði ef það 1 ' rigndi mikið. Eitt sinn gistum við á eyðibýli í Skorradalnum, mannskap- urinn tjaldaði, og Grímsi fann sinn náttstað, gamlan hlaðinn, hálfhrun- inn hrútakofa sem hann svaf í og var ákaflega stoltur af sínu hótelher- bergi. Gamalt eyðibýli er í Borgarfirðin- um sem heitir Tandrasel. Þar bjó afi hans, sem var hans fyr- irmynd alla tíð. Þar þurftum við að g taka mynd af honum með miklum til- færingum, því uppstillingin varð að vera nákvæmlega eins og ljósmynd af afa hans á eins litum hesti og eins búnum, á sama stað. Þrátt fyrir erf- iðan sjúkdóm var hann mikið hreystimenni, „og gekk eigi haltur meðan báðir fætur voru jafn langir". I fyrrasumar reið hann með okkur norðurog suður Sprengisand 3 vikna ferð með hóp af útlendingum. A öðr- um degi dettur hann harkalega af |gj baki og síðubrotnar. Þrátt fyrir það reið hann allan tímann og vissi eng- inn um brotið fyrr en heim var kom- ið. Hann átti gott með að setja sam- an vísur og oft voru þær skrifaðar á bréfsefni sem fannst í það og það sinn. Þegar hann kom í heimsókn var það fastur liður að hann gleymdi allt- af einhverju, fötum eða hestadóti. Rétt áður en hann fór í aðgerðina í vor kom hann og tók allt sem hann átti í Fossnesi, nema hann gleymdi teymigjörð, og við höfðum á orði að það væri merki um að hann kæmi ^ aftur. En það brást. Grímsi okkar, við þökkum þér fyrir samfylgdina og allt sem þú hefur kennt okkur. Sökn- uðurinn er sár, en minningarnar lifa um góðan dreng.Við vottum fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúð. Tindrar úr Tungnafellsjökli Tómasarhagi þar Algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Veitegáðurhéráði einkavinurinn minn, aldreiríðurhannoflar upp í fjallhagann sinn. Spordrjúgur Sprengisandur ogspölurerútáhaf; hálfa leið hugurinn ber mig, þaðhallarnorðuraf. (Jónas Hallgr.) Hjalti og Sigrún, Fossnesi. létu sér um hann þegar þau voru langdvölum við sjúkrabeð hans f Kaupmannahöfn. Addi ólst upp í samheldnum systk- inahópi hjá góðum foreldrum. Einn- ig voru á heimilinu afi þein-a og amma sem Addi talaði alltaf um af sérstakri virðingu og hlýhug. Auð- sætt var að þau höfðu sett mark sitt á margt í fari hans. Þó að Addi talaði ekki oft um trúmál þá duldist það ekki hver hans trú var og hvernig lífið yrði að jarð- neskri göngu lokinni. Hann ætlaði að þeysa um lendur almættis á Molda sínum með hattinn hans afa síns. Hann varð svo gæfusamur að ánetj- ast hestamennsku sem sameinaði í honum dýravininn, ferðaþrána og náttúrubarnið. Þær voru ófáar ferð- irnar sem við vinir hans fórum með honum á hestunum um óbyggðir Is- lands og þá sást best hve vel hann naut sín innan um villta hesta og óbeislaða náttúru í glöðum hópi. Það var eins og eitthvað losnaði úr viðj- um í honum þegar hann komst í snertingu við íslenska náttúrufeg- urð„ Fór hann þá gjarnan með vísur sem hann hafði lært í æsku og hent- uðu vel við náttúruaflið og ef hann kunni ekki einhverja sem passaði þá bjó hann þær bara til og voru þær sumar alls ekki síðri en hinar eftir þjóðskáldin. Það er varla hægt að draga á blað minningargrein um þennan gengna vin minn án þess að minnast á að þrátt fyrir oft hrjúft yfirbragð þá sló í brjósti hans hjarta úr gulli sem hann var óspar á að deila með öðr- um, sérstaklega þeim sem um sárt höfuð áttu að binda. Mér er það minnisstætt þegar við vorum sjö ára gamlir í skóla og það lýsir honum vel þegar stærri strákur en við var að veitast að minnimáttar þá skarst Addi í leikinn. Þeim minnimáttar tókst þá að forða sér en Addi snýtti rauðu eftir hörð átök en stóð samt eftir keikur. En nú er síðustu orrustunni lokið og í þetta sinnið þurfti hann að láta í minni pokann eftir hetjulega bar- áttu. Það var sár síðasta kveðjustun- din í Borginni við sundin, einmitt borginni sem við töluðum svo fjálg- lega um eftir lestur bóka Jóns Sveinssonar (Nonna) og ætluðum alltaf að skoða saman, en ekki verður úr að sinni. Addi eignaðist þrjú barnabörn eft- ir að sjúkrahúsvist hans í Kaup- mannahöfn hófst og áttu þau að skír- ast þegar heim væri komið. Þau hitti hann öll á sjúkrabeði sínum, þökk sé guði. Það sýnir vel hugarþel fjölskyldu Adda, systkina, móður, barna og systkinabarna, að hann var aldrei einn sína löngu legu í Kaupmanna- höfn. Ekki er hægt að ljúka þessum skrifum án þess að þakka starfsfólki Rigshospitalets góða umönnun og séra Birgi í Kaupmannahöfn góða liðveislu. Við í Skarði eigum minn- ingu um góðan vin sem við söknum sáran og áttum svo margt ógert með. Kæri vinur, þetta eru fátækleg orð sem hrotið hafa úr penna mínum en ég veit að þú munt meta viljann fyrir verkið. Fjölskyldu Adda, aldraðri móður, börnum, tengdabömum, barnaböm- um, systkinum og frændgarði vott- um við Jenný okkar dýpstu hluttekn- ingu. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði, kæri vin. Þinn vinur Sigurður Björgvinsson. Súerbónineftirem, ekki skal því leyna, ofan yfir Breiðfjörðs bein breiddu stöku eina. Efégstendáeyrivaðs ofarfjörsálínu skal ég köglum kaplataðs kasta að leiði þínu. Þannig töluðust þeir við Bólu- hjálmar og Sigurður Breiðfjörð í eina skiptið sem þeir hittust. Þessi vísa kom mér í hug þegar ég frétti lát vinar míns Amgríms Jónas- sonar, svo oft höfðum við farið með vísurnar hvor fyrir annan og dáðst að kveðskapnum um leið og við í Hann er mislangur þessi göngutúr w okkar mannanna í þessu lífi. Nú hef- ur kær vinur lokið göngu sinni allt of snemma. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að ganga með þessum vini nánast allt mitt líf og lít á það sem forréttindi að hafa fengið að deila með honum sérstöku bræðra- lagi sem aldrei bar skugga á. Það sem hæst ber í minningunni um Adda er hve einstakur dreng- skaparmaður hann var, enda var hann vinmargur og alls staðar au- ™ fúsugestur þar sem hann bar að garði. Gaman var að fylgjast með hversu böm og ungt fólk laðaðist að honum enda talaði hann alltaf við þennan aldurshóp sem jafningja og sakna þau nú vinar í stað jafnt og þeir eldri vinir hans. Það gleymist ekki hve vel hann naut sín alltaf í margmenni. Þar var hann jafnan hrókur alls fagnaðar og virtist þekkja hvem þann sem nærri jgj honum stóð. Nú þegar hann er allur koma upp í hugann ótal samverustundir við störf og tómstundagaman. Hann var ótrúlega skemmtilegur vinnufélagi og skólabróðir, alltaf að finna upp á einhverju sniðugu. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hvergi var hann hálfdrættingur, hvorki við leik né llf störf. Hann eignaðist mannvænleg 11 börn sem draga dám af honum og Pnutu þau ástríkis hans fram á síðustu stundu. Það lýsir því vel hve áströdð var mikið á milli þeiiTa hversu annt þau glensi lofuðum hvor öðmm því að sá okkar sem stæði ofar fjörs á línu, skrifaði eftirmæli að hinum látnum. Svona loforð er auðvelt að gefa í blóma lífsins þegar dauðinn er eins ósýnilegur og svarthol úti í himing- eimnum. Maður trúir varla að þessi stund muni nokkru sinni renna upp, en nú er hún komin. Ég kynntist Ai-ngrími þegar hann kom til starfa að Búrfellsstöð 1977 ásamt konu sinni Önnu Maríu Óla- dóttur og börnin voru að koma eitt af öðru en þau urðu alls fjögur. Þau Anna María slitu síðar samvistum. Arngi’ímur var ákaflega margslung- inn og litríkur persónuleiki, bráð; skemmtilegur og vel greindur. í vinahópi og á mannamótum var hann hrókur alls fagnaðar, allt í senn, grófur en líka blíður og afar barn- góður. Hann var mikið náttúrubam og útivistarmaður, átti alltaf góða ferðahesta og fór víða um landið, var ódeigur í torfærum og straumvötn- um, var jafnan þar sem mest á reyndi. En honum þótti líka gott að vera einum og ganga um landið og á þessum tíma árs gekk hann gjarnan um Þjórsárdalinn að svipast um eftir jólarjúpunum. í þessum ferðum kom hann gjarnan við hjá okkur hjónum á Ásólfsstöðum og var jafnan aufúsu- gestur. Oft var hann þreyttur og fannbarinn með grýlukerti í skegg- inu en glaður og reifur eftir marga tíma gönguferð um fjöll og firnindi. Þá fannst mér oft eins og kvæði Jó- hannesar úr Kötlum, Ferðalangur, lýsti Arngrími vel en þar kemur fyrir þessi vísa:. Kominn af heiðum hrakinn ogþreyttur, - hláturinn skyldur ekka. Borinn var mér í blárri könnu blöndusopi að drekka. Já, Arngrímur var í eðli sínu „ferðalangur“. Sjaldan lengi á sama stað síleitandi, ákaflega hjálpsamur og ósérhlífinn. Hann ferðaðist um og heimsótti fólk og vissi að tíminn var orðin naumur eftir að veikindi lögð- ust á hann. Sjúkdómnum sýndi hann fullkona lítilsvirðingu en hélt sínu striki. Hin síðari ár alltaf veikur og oft fárveikur, stundum á spítala en gerði lítið úr öllu saman, hughreysti vini sína, gaf ráð og ákvað að standa meðan stætt væri. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Maðurinn og ekki síst hið veikara kyn var hon- um hugleikið því var hann vinmar- gur og vinsæll. Við höfðum þann hátt á að skrifa hvor öðrum löng bréf um jólin, jafnan á fornmáli og var oft slegið á létta strengi í bréfunum þeim, enda beðið með óþreyju eftir að opna jólapóstinn frá Arngrími hvert aðfangadagskvöld. Þessara bréfa verður sárt saknað en í mínum huga hefur þú nú gamli vinur farið til betri staðar eftir erfitt stríð. Ég sé fyrir mér hvar þú sund- ríður móðuna miklu á Molda þínum uppáhalds hesti og stefnir nú á heið- ar ókunnra landa. Og ferð geyst. Hafðu þökk fyrir trygga vináttu við okkur hjónin. Börnum Arngríms og fjölskyldum þeirra vottum við Hrabba dýpstu samúð. Sigurður Páll Ásólfsson. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga. Arngrímur Jónasson er horfinn okkur, alltof snemma. Frá 1968 til starfsloka minna 1994 unn- um við báðir hjá Landsvirkjun og síðustu starfsárin mín bjuggum við hlið við hlið á írafossi. Með okkur hjónum og honum tókust góð áfalla- og árekstrarlaus kynni. Það var okk- ur mikils virði, eftir að við vorum flutt í burtu, að hann gaf sér tíma til að líta inn hjá okkur og skildi það vel hve mikil breyting það er hjá ful- lorðnu fólki, að falla út úr vinnu og öllum félagsskap sem því fylgir. Honum fylgdi léttleiki og kæti, sem var honum eðlislæg, og við kunnum vel að meta. Hann gekk ekki heill til skógar mörg síðustu árin, en hann var hraustur, bar með karlmennsku heilsuböl sitt. Nú er stríðinu lokið og fallinn er hraustur drengur, of snemma. Með eftirsjá kveðjum við góðan vin. Börnum og aldraðri móður, svo og öðrum aðstandendum, vottum við samúð okkar og virðingu. Til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé firr farinn. (Hávamál.) Ágústa Skúladóttir, Kjartan T. Ólafsson. í dag er einn af höfðingjum okkar tíma til grafar borinn. Arngn'mur Jónasson var stórbrotinn maður sem engum gleymist sem bar gæfu til að kynnast honum á allt of stuttu lífs- hlaupi hans. Arngrímur var eins og maður ímyndar sér merkustu kappa fornsagna okkar. Stórfenglegur persónuleiki, hrjúfur eins og is- lenska veðráttan en gull af manni í alla staði og vinur vina sinna á þann hátt að seint verður til samans jafn- að. Arngrímur var náinn vinur for- eldra minna og um leið fjölskyldunn- ar allrar. Hann var goðsögn í lifanda lífi og dáður og umtalaður af þeim sem ræktuðu vináttu við hann. Við bræðurnir í Skarði áttum því láni að fagna að kynnast honum vel enda samgangur mikill á milli Arngríms og hans fólks og okkar heima í Skarði. Hestamennskan sameinaði í leik og starfi enda óþrjótandi brunn- ur samskipta og samveru. Fráfall Arngríms var harmafregn og hans er sárt saknað af mörgum, enda stærri og stórbrotnari maður en orðin lýsa. Við bræðurnir í Skarði sendum fjölskyldu Arngríms okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin lifir um hetju og höfðingja. Björgvin G. Sigurðsson, Skarði,Gnúpverjahreppi. Grímur eða Addi eins og hann var kallaður jöfnum höndum var afar fé- lagslyndur, h'fsglaður og eftirminni- legur vinur. Oft er það sagt um menn að þeir séu litríkir, hvað sem það þýðir. Ef það er að vera gleðimaður, kvennamaður, ævintýramaður eða skemmtikraftur, þá held ég að Grím- ur hafi getað staðið undir öllum þeim nafngiftum. Fyrir um það bil 20 árum þegar ég byrjaði að vinna við Búrfellsstöð, kynntist ég Adda og kom það fljótt í ljós að við þekktum fjöldann allan af fólki sameiginlega enda jafnaldra og vorum þar að auki frændur. Oft kall- aði hann mig frænda þó að ekki vær- um við náskyldir. Okkur varð fljótt vel til vina. Minningar hrannast upp. Oft var glatt á hjalla og var þá mikið gaman. Ekki vorum við alltaf sam- mála eins og gengur en fljótt var það að jafna sig. Addi var afar örlátur eða ætti maður að segja gjafmildur bæði á sjálfan sig og fé sitt. Auður hans fólst í barnaláni og hressilegu lífi. Við hjónin fórum ásamt Adda og frú í skemmtiferð á sólarströnd fyrir mörgum árum og erum enn að minn- ast hressileika hans í þeirri ferð. Við höfðum báðir mjög gaman af helstum og vorum við mikið að snúast í kringum þá. Við fórum í út- reiðartúra og stundum gerðum við hestakaup sem er mjög skemmtileg iðja. Grímui’ naut sín hvergi betur ef^ í sveitinni þar sem hann vai’ aufúsu- gestur. Grímur átti fjöldann allan af kunn- ingjum og vinum enda fljótur að kynnast fólki. Hann var margbrot- inn heimsborgari, sveitamaður, framhleypinn og hlédrægur. Lífs- reynsla hans og gleði á þeim tíma sem hann lifði er líklega meiri en við jafnaldrar hans megum búast við þótt við yrðum áttræðir. Margar skemmtisögur eru til og hafa verið og verða örugglega sagðar af ævin- týramanninum Grími. Eins og áður var sagt átti Addi myndarbörn sem hafa stutt hann dyggilega í hans erf- iðu veikindum, ásamt systkinum og vinum. Þótt við höfum ekki haft eins mik- ið samband síðustu árin og ég hefði kosið var sá strengur sem bundinn var alltaf til staðar. Ég þakka sam- fylgdina, vinur. Geir. Addi vinur minn úr Skeiðarvogi í Reykjavík er farinn. 1953-4 voru þrír drengir á leið heim eftir fyrsta dag kennslu í Lang- holtsskóla. Addi, Bjarni og Mundi, bjartsýnir á lífið og tilveruna, á leið austur Langholtsveginn. j' Kastaðist þá aðeins í kekki með drengjunum eins og stundum gerist og Bjarna varð á orði hvort ég vissi ekki að Addi væri sterkasti strákur- inn í bekknum Við skullum saman eins og tarfar og drógum úlpurnar fram á höfuð hvor annars í ærslum dagsins. Síðan þá höfum við fylgst að í leik og starfi. Addi var mikill unnandi náttúru og hrossa. í auglýsingu um að mjólk er góð er Addi okkar í réttu umhverfi fram á bjargbrún með hross, fúlsk- - eggjaður. Allt heimilisfólkið í Hraunbænum þekkti hringingar Adda þegar hann var að kanna sitt lið. Ávallt var hann hress í bragði með kímnigáfuna í lagi. Við í Hraunbæ 16 kveðjum dreng góðan og biðjum aðstandend- um guðs friðar í sorgum sínum. Guðmundur. • Fleiri mmningargreinar um Arn grím Jónsson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ |í-3gar on49ét Itr «1 hömitM [ Útfararstofan onnost meginhluto allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjánusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266-www.utfQrastofa.con,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.