Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON frá Kjörvogi, Miklubraut 16, Reykjavík, lést föstudaginn 3. desember. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. desember kl. 10.30. Kristín Guðmundsdóttir, Magnús Rúnar Guðmundsson, Hrönn Harðardóttir, Níels Guðmundsson, Elsa Margrét Níelsdóttir, Jacob A. de Ridder, Guðmundur Elías Níelsson, Karólína Guðmundsdóttir, Þórdís Garðarsdóttir, Lúðvík Björnsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MIKKELÍNA S. GRÖNDAL, hjúkrunarheimilinu Eir, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þriðju- daginn 30. nóvember síðastliðinn, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju næstkomandi fimmtu- dag, 9. desember, kl. 13.30. Heidi og Benedikt Gröndal, Sigurlaug Claessen, Ingveldur og Halldór S. Gröndal, Ingibjörg og Ragnar S. Gröndal, Erla og Þórir S. Gröndal, Ragnheiður Gröndal og Birgir Þorgilsson, Þóranna og Gylfi Gröndal, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SIGURBJÖRG HELGADÓTTIR, Lindasíðu 4, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 4. des- ember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 9. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð Svanhvít Björk Ragnarsdóttir, Örn Ingvarsson, Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, Páll Jónsson, Valdís Brynja Þorkelsdóttir, Jóhann Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, JÓNS JÚLÍUSAR SIGURÐSSONAR fyrrv. útibússtjóra Landsbanka íslands, Hæðargarði 29, Reykjavfk, fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 7. desember, kl. 13.30. Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Guðrún Júlía Jónsdóttir, Þórður Jónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigríður Ragna Jónsdóttir, Ágúst Þorbjörnsson, Sigurður Grétar Ragnarsson, Stefanía G. Jónsdóttir, Örn Johnson, Auðunn Atlason, barnabörn og barnabarnabarn. á + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartans litlu dóttur okkar, systur og barnabarns, KRISTÍNAR ÞÓRDÍSAR SIGTRYGGSDÓTTUR, Ástúni, 14, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks barna- og vökudeildar Barna- spítala Hringsins og Ólafs Skúlasonar biskups fyrir einstakan stuðning. Katrín Helga Reynisdóttir, Sigtryggur Harðarson, Kristján Páll Rafnsson, Kristinn Reynir Kristinsson, Pálína Ágústa Jónsdóttir, Hörður Halldórsson, Þórdís Sigtryggsdóttir. Afmælis- og minningar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morgun- blaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentímetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg íyrir tvíverknað. Þá er ennfrem- ur unnt að senda greinar í sím- bréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning (ffimbl.is). Vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilaírestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimui- virkum dögum fyrir bii-tingardag. Þar sem pláss er takmarkað getur þmft að fresta birtingu minningargreina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útíor hefui' farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. HOLMFRIÐ UR ÞÓRHALLSDÓTTIR + Hólmfríður Þór- hallsdóttir fædd- ist í Laufási í Bakka- dal við Arnarfjörð 17. ágúst 1930. Hún lést 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 6. desember. Hólmfríður Þór- hallsdóttir andaðist 26. nóv. sl. Andlát hennar bar brátt að, þótt síð- ustu mánuði hefði hún barist við illkynja sjúk- dóm. Hún tók úrskurði lækna eins og sönn hetja. Þegar ég lít til baka og horfi yfir lífshlaup Fíu sé ég að hún hefur afkastað óvenju miklu. Hún var einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs og um áratuga skeið tók hún þátt í leiklistarstarfinu þar af lífi og sál, þrátt fyrir að hún ætti stóra fjöl- skyldu sem hún rækt- aði af alúð. Ýmist lék hún eða tók að sér bún- ingasaum sem var ekki á allra færi. Oft hvort tveggja í sömu sýningu. Stundum var hún ein- hvers konar verndari sýninga, þ.e. hún sá um að halda í alla þræðina, en þeir era ekki fáir þegar verið er að æfa leikverk og koma því á svið. Það var Leikfélag- inu mikil lyftistöng að hafa slíkan félaga sem Fíu innan sinna vébanda. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd Leikfélagsins og lagði fram óeigingjarnt starf félag- inu til heilla. Henni verður seint þakkað það. Fía hafði mikla löngun til þess að ERLINGUR STEINDÓRSSON + Erlingur Stein- dórsson fæddist í Reykjavík 29. sept- ember 1963. Hann lést hinn 27. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Odd- björg Sigurðardótt- ir, fædd í Kerlingar- dal í Skaftafells- sýslu, 27. febrúar 1932, og Steindór Bjarnfreðsson, fædd- ur í Steinsmýri í Meðallandi 26. júní 1930. Systkini Erl- ings eru Sigurður Steindórsson, f. 13. júlí 1965 í Reykjavík. Kona hans er Val- gerður Ottósdóttir og eiga þau tvo syni; Ásgeir Steindórsson, f. 25. júní 1966 í Reykjavík; Sverrir Steindórsson, f. 21. júlí 1967 í Reykja- vík. Kona hans er Jórunn Víglunds- dóttir og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg Steindórsdóttir, f. 26. desember 1969 í Reykjavík. Maður hennar er Alfons Sólbjartsson og eiga þau þrjú börn. Erlingur vann mestan sinn starfs- aldur hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. títfór Erlings fer fram frá Mos- fellskirkju og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku bróðir. Þetta era búnir að vera erfiðir dagar frá því að þú fórst, andvökunætur og spurningar sem engin svör fást við. En þetta var þín ákvörðun og ef þér líður betur þá er ég sáttur og mun ekki erfa þetta við þig á nokkurn hátt. En nóg með það, þú varst alltaf stóri bróðir og ég leit alltaf upp til þín með virðingu og virti þínar skoðanir. A þessari stundu þegar ég lít um öxl finn ég að ég þekkti þig minna en ég hefði vilj- að, en ástæðan er sennilega sú að ég var jú litli bróðir og sundrang okkar systkinanna í æsku. Ég man þegar ég kom fyrst að Ölkeldu og sá hversu hagvanur þú varst þar og vanur sveitalífinu, var ég mjög stoltur af að eiga þig sem bróður, en það var ekki í eina skiptið. Ég get talið upp margar stundir sem + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR MÁR ERLENDSSON, Suðurgötu 15, Keflavík, áður Bröttugötu 10, Vestmannaeyjum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði föstudaginn 3. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. desember kl. 13.30. Ástrós Eyja Kristinsdóttir, Ómar Hjörleifsson, Hulda Berlin Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Alma Hjörleifsdóttir, Harpa Hjörleifsdóttir, Þröstur Elfar Hjörleifsson, Hrönn Hjörleifsdóttir, Hlíf Hjörleifsdóttir, Sóley Vaka Hjörleifsdóttir, Bylgja Dögg Hjörleifsdóttir, Owe Berlin, Albert Erlingur Pálmason, Þórður Haraldsson, Dýrborg Ragnarsdóttir, Þorgeir Kolbeinsson, Ómar Leifsson, JóhannGuðnason, Guðjón Paul Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. þú fylltir mig af stolti. Þú varst alltaf skrefinu á undan okkur systkinum enda gegndirðu húsbóndahlutverki þegar pabbi var fjarverandi, sem voru kannski fullþungar byrðar á þig. Þú mátt trúa því að þó stundum hafi farið lítið fyrir þér þá er mikill missir að þér, þú varst alltaf boðinn og búinn þegar á þurfti að halda. Elsku Elli, ég vona að þér líði vel og treystu því að við munum hugsa vel um mömmu þar sem þú stóðst þig svo vel í gegnum árin. Þinn sárt syrgjandi bróðir. Sverrir. Takk fyrir að fá að kynnast þér. í þessi átta ár sem við höfum þekkst eða allt frá því Sverrir kynnti mig fyrir ykkur Adda og mömmu þinni hefur þú alltaf verið mjög almenni- legur við mig, alltaf tilbúinn að gera manni greiða, stóra sem smáa. Ég dáðist að þér hvað þú varst góður við mömmu þína, keyrðir hana oftast til og frá vinnu, sentist í búðir fyrir hana og þess háttar, án þess að and- mæla nokkru þótt þú hefðir annað að gera. Þú leyfðir alltaf Sigga og Stef- aníu að að horfa á teiknimyndir og slíkt og breytti það engu þótt þú værir að horfa á eitthvað sjálfur. Kæri Elli minn, það var heiður að fá að kynnast þér og þín mun verða sárt saknað. Elsku Oddbjörg, Steindór, Siggi, Addi, Sverrir og Ingibjörg, megi Guð fylgja ykkur á þessari sorgar- stund. Jórunn Víglundsdóttir. Erfisdrykkjur M WeMftgohúslö mn-im Dalshraun 13 S. 555 4477 » 555 4424
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.