Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 37
LISTIR
Fágæt upplifun
TONLIST
Hallgrímskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Verk eftir Byrd, Tallis, A. Scarlatti,
Handl, Sweelinck, Distler & Pou-
lenc. Schola Cantorum u. stj. Harð-
ar Áskelssonar. Sunnudaginn 5.
desember kl. 17.
SÁ er kominn út á hálan ís er meta
vill óljósar stærðir eins og aðsókn-
ai-vanda og aðdráttarafl einstakra
tónleikaviðburða, meðan enn liggja
ókönnuð af vísindamönnum. Aug-
ljóst er þó, að lítill kór á sér færri
aðstandendur en stór, og þótt vita-
skuld spili fleira inn í var þetta ef-
laust meðal ástæðna þess að
Schola Cantorum tókst ekki nema
að hálffylla Hallgrímskirkju með
jóladagskrá sinni sl. sunnudag, þar
sem Kvennakór Reykjavíkur aftur
á móti fyllti hana út að dyrum viku
áður af sama tilefni. En 600 manna
aðsókn þætti samt í frásögur fær-
andi á flestum stöðum, og hvað
listrænu hliðina varðar er manni til
efs, að margir aðrir blandaðir kór-
ar hér á landi hefðu ráðið við síð-
ustu atriði hérumræddrar dag-
skrár, Jólapartítu Hugo Distlers
og 4 jólamótettur Poulencs. Meðan
launaðir atvinnukórar - forsenda
flutnings á kröfuhörðustu nútíma-
verkum kórbókmennta - heyra enn
framtíðinni til má nærri kalla
kraftaverk að kórsmíðar á borð við
hin fyrrtöldu næðu að hljóma í ís-
lenzkum flutningi af þeim gæða-
flokki sem raun bar vitni.
Tónleikarnir hófust á A solus
ortus cardine, einrödduðum greg-
orssöng úr latnesku tíðasöngsbók-
inni í Sarum-stíl, ensku afbrigði
hinna 13 evrópsku „mállýzkna" í
fornum gregorskum kirkjusöng,
við texta um fæðingu Jesú.
Sarumssöngnum brá þrisvar fyrir
milli annarra atriða líkt og stefi í
drápu í alls 8 erindum sem ýmist
voru sungin af einum söngvara, 8
körlum, 10 konum eða öllum kórn-
um. Voru honum gerð falleg skil,
þó að hér, sem í fyrstu kórverkum
næst á eftir, bæri lítilsháttar á aft-
urreigingi í tónmyndun, þ.e. þegar
læðzt er inn í tóninn og styrkur
síðan snögglega aukinn. Trúlega
var þó frekar um varkárni í inntón-
un að ræða en um meðvitaða
„messa di voce“-túlkun uppruna-
sinna, og sem betur fór dró síðan
úr henni.
Ur undurfallegri endurreisnar-
messu Byrds fyrir 4 raddir söng
kórinn fyrst hið stutta Kyrie og, að
Purge me, o Lord eftir Tallis
loknu, Sanctus og Agnus Dei, með
smekklegri hliðrun á Gloria og
Credo vegna árstímans, sem auk
þess hefðu ella tekið drjúgan
skammt af heildartíma, jafnvel
þótt messan nyti sín bezt í heild.
Kórinn söng bæði verk mjög vel,
burtséð frá heldur daufum enskum
framburði í Tallis, þar sem túlkun-
in var að auki ögn óróleg, enda
virðist kirkjuheyrðin ekki síður
óhagstæð miklum sveiflum í dýna-
mík en í vökru tónferli. Hið síðara
kom berlegast í ljós í hröðum og
glaðværum verkum eins og Ex-
ultate Deo eftir Alessandro Scar-
latti (sérstaklega í Halelújainu) og
í Hodie Christus natus est eftir
Sweelinck við sérkennilega þrá-
stefjabeitingu, en í minna mæli í
hinu hómófónískara verki Jakobs
Handls, Resonet in laudibus við
sálmalagið forna Syngið Guði sæta
dýrð, sem hljómaði skýrt og tært
miðað við aðstæður, jafnvel þótt
fjörlegt væri.
0, magnum mysterium eftir
meistara Byrd var fremur dauft og
skildi lítið eftir. Öðru máli gegndi
um síðustu verkin tvö sem fyrr var
getið. Sjöþætt Kórpartíta Hugos
Distler um Það aldin út er sprung-
ið (og þýzka Magnificat-textann í
3. erindi) frá millistríðsárunum var
undirrituðum og sjálfsagt fleirum
nýmeti, en í afburðaflutningi
Scholae Cantorum birtist það sem
hreint og klárt meistaraverk.
Furðulítið hefur farið fyrir Distler
í alþjóðlegum uppflettiritum, né
heldur er hann daglegt brauð á
hérlendum kórvettvangi, en hug-
vitssemi hans í fjölbreytilegri
notkun kórmiðilsins var einstök í
þessu bráðsnjalla verki, sem þrátt
fyrir á köflum afar margslunginn
rithátt og skaraða margröddun
náði engu að síður stjörnutærum
og afkláruðum áhrifum. Engin
versanna voru eins frekar en í
snilldaræskuverki Bachs I dauðans
böndum Drottinn lá, og jókst
samtvinnun efnisþátta eftir því
sem á leið fram að lokaerindi.
Nefna mætti t.a.m. stretto-með-
ferð (II.), samspil líðandi einsöngs
(ljómandi með farinn af Elfu Mar-
gréti Ingvadóttur) og safaríks
heildarkórs í III. sem náði hreint
út sagt paradísísku svifi, tvíkóra-
andsöng í V. og ólýsanlega heim-
sallskyrrð lokaerindisins, So sing-
en wir all Amen.
Fjórar latneskar jólamótettur
Francis Poulencs frá 1951-52
gerðu ekki minni kröfur til kórsins
en Distler, þó að satzinn væri hér
oftar á nótum þéttriðinnar
hómófóníu með víða óvæntri
hljómaframvindu, er útheimti
tandurhreina inntónun og hníf-
jafna samstillingu. Einstaka hátt-
liggjandi innkoma í sópran var of-
urlítið sár, en í heild má óhikað
segja, að hér, líkt og í Partítu Dist-
lers, hafi Schola Cantorum undir
hnitmiðaðri leiðsögn Harðar
Áskelssonar veitt hlustendum upp-
lifun af fágætari sortinni, sem
komst ótrúlega vel til skila í erfíðu
húsi.
Ríkarður Ö. Pálsson
og margt fleira sem kemur á óvart!
Tegund Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar CD Innbyggður barnabílstóll Spólvörn Verð frá
VW Passat 1.8 20 v 125 já 4 stk nei nei nei 2.195.000
MMC Galant 2.0 16 v 137 já 4 stk nei nei nei 2.295.000
Nissan Maxima 2.0 16v 140 já 2 stk já nei nei 2.925.000
Volvo S40 2.0 16v 140 já 4 stk nei nei nei 2.298.000
Hyundai Sonata 2.0 16v 137 já 4 stk já í aftursæti já 1.948.000
Miðað er við sjálfskipta bBa í öllum tilfelkim
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 5751280
Hyundai Sonata kostar frá 1.948.000 kr.
Staðalbúnaður: 2.0I 136 hestafla vél, TCS spólvörn og stöðugleikastýring, ABS
hemlalæsivörn, 4 Kknarbelgir, sjálfskipting, hæðarstillanleg öryggisbelti, fjarstýrðar
samlæsingar, þjófavörn, hljómflutningskerfi með 6 hátölurum, stillanlegir höfuðpúðar,
rafknúnir hliðarspeglar, litað gler, rafknúnar rúður, samlitir stuðarar, innbyggt barnasæti
með 4 punkta öryggisbelti og margt margt fleira.
HYunoni
meira
aföllu