Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 12

Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra undirbýr frum- varp um fjárfestingar lífeyrissjoða Heimildir til fjár- festinga erlendis verði rýmkaðar GEIR H. Haarde fjármálaráðherra leggur síðar í þessum mánuði fram á Alþingi frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um starfsemi lífeyris- sjóða. Með breytingunum verða heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis rýmkaðar. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita fjármálaráðheiTa heimild til að undirbúa frumvarpið um rýmkaðar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða en málið er ekki frá- gengið að sögn Geirs. „Það er ljóst að þær takmarkanir sem eru í lögunum, að því er varðar einkanlega fjárfestingar sjóðanna erlendis, eru orðnar fullþröngar fyr- h' suma sjóðina. Þess vegna er hug- myndin sú að rýmka þær aðeins, til þess að greiða fyrir því að þeir geti fjárfest erlendis, þó það þurfi auð- vitað að fara varlega í því,“ sagði fjármálaráðherra. Sagðist hann gera ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi fyrirjól. Morgunblaðið/Golli „Múrbijótur“ Þroskahjálpar var afhentur á alþjóðlegum degi fatlaðra. Frá vinstri: Gerður Steinþórsdóttir, Björn Bjarnason, Valgerður Jóns- dóttir, Ragnar Gíslason, Soffía Lárusdóttir og Soffía Pálsdóttir. Fjórir fá „múrbrjót“ Þroskahjálpar LANDSSAMTOKIN Þroskahjálp veittu á alþjóðlegum degi fatlaðra fjórum einstaklingum viðurkenning- ar sem rutt hafa brautina í þjónustu við fatlaða og sýnt ábyrgð og frum- kvæði. Undanfarin ár hafa fyrir- tækjum verið veittar viðurkenning- ar. Viðurkenningin vai’ í formi verð- launagrips, múrbrjóts, og fengu hana þau Soffía Pálsdóttir, æsk- ulýðsfulltrúi íþrótta- og tómstund- aráðs Reykjavíkur, Soffía Lárus- dóttir, hjá Svæðisskrifstofu Austurlands, Ragnar Gíslason, skólastjóri Foldaskóla og Valgerður Jónsdóttir, músíkþerapisti. Soffía Pálsdóttir fær viðurkenn- inguna fyrir þjónustulund hennar og starfsfólks ITR, Soffía Lárusdóttir fyrir stefnu sína í búsetumálum fatl- aðra, Ragnar fær viðurkenningu fyr- ir að skipa saman fötluðum nemend- um og ófötluðum og Valgerður fyrir brautryðjendastarf í tónlistar- kennslu fatlaðra. Morgunblaðið/Jim Smart Fjöldi starfsmanna Landspítala sat ársfundinn síðastliðinn föstudag. Magnús Pétursson forstjóri á ársfundi Ríkisspítala Aukið samstarf við fyr- irtæki um rannsóknir FYRIRTÆKIÐ Flaga hf„ sem framleiðir tækjabúnað til svefnr- annsókna, hefur leitað eftir auknu samstarfi við sjúkrahúsin í Reykja- vík um rannsóknir og þróun tækni- búnaðar til hjartarannsókna og jafnvel á fleiri sviðum. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar Péturssonar forstjóra á ársfundi Ríkisspítala síðastliðinn föstudag. Einnig kom fram í ræðu Magnús- ar að fyrirtækið Urður Verðandi Skuld ehf. hefði óskað eftir sam- starfi við spítalana um rannsóknir á krabbameini og að ákveðið hefði verið að taka upp samstarf á þeim grunni að báðir nytu góðs af. Viðhorfin að breytast Magnús fjallaði í ræðu sinni um skipulag og þátttöku Landspítalans í vísindastarfi og sagði að sér hefði þótt spítalinn sem stofnun hikandi í samskiptum við einkafyrirtæki. „Það er vel skiljanlegt í ljósi þess að fram undir þetta hefur það verið andstætt lögum og reglum ríkisins að opinberar stofnanir og einkafyr- irtæki rugluðu saman reytum. Við- horfin til þess hafa verið að breyt- ast, m.a. vegna umræðunnar um starfsemi erfðarannsóknarfyrir- tækjanna hér á landi. Ég fagna þessu og tel raunar að möguleikar okkar til þess að vinna góð verk, og jafnvel afrek, liggi í góðu samstarfi sjúkrahúsanna og fyi’irtækja. Hér hæfir að nefna að vegna undirbún- ings að útgáfu rekstrarleyfis íýrir miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði hafa starfsmenn sjúkrahús- anna veitt heilbrigðisráðuneytinu ráðgjöf um gerð samræmdrar sjúkraskrár og skerpt skilning á því hvers konar fyrirbæri slík skrá er. Það er dagljóst að miklir hagsmun- ir eru fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu að vel takist til við það verkefni," sagði Magnús í ræðu sinni. Samstarf við ÍE um 6-8 rann- sóknarverkefni Magnús greindi frá því, að fyrir- tækið Flaga hf„ sem framleiðir tækjabúnað til svefnrannsókna, hefur leitað eftir enn frekara sam- starfi við sjúkrahúsin í Reykjavík en verið hefur um rannsóknir og þróun tæknibúnaðar til hjartarann- sókna og jafnvel á fleiri sviðum. „Vöxtur fyrirtækisins er ör og það er dæmi um afrakstur hugvits sem ratað hefur rétta leið. Nú er ákveð- ið að kanna hvernig samstarfi megi útfæra, báðum til hagsbóta. Samstarfið við íslenska erfða- greiningu er ekki síður áhugavert og fer vonandi vaxandi. Þannig er nú unnið að 6-8 rannsóknarverk- efnum og áhugi mun vera á fleiri slíkum. Að öðrum ólöstuðum er ekki efi að samvinnan við Islenska erfðagreiningu hefur hleypt nýju blóði í rannsóknar- og vísindastarf- ið. Ég vænti þess að sjúkrahúsin njóti þess enn frekar í framtíðinni. Þá er þess að geta, að Urður Verðandi Skuld ehf. hefur óskað eftir samstarfi við spítalana um rannsóknir á krabbameini. Þar er á ferðinni viðfangsefni sem Islend- ingar hafa aflað sér gagna og þekk- ingar um lengi. Ákveðið er að taka upp samstarf sjúkrahúsanna og fyrirtækisins á þeim grunni að báð- ir njóti góðs af. Þessu verkefni verður því líka haldið áfram af krafti. Að síðustu nefni ég sem dæmi, að nýlega urðu sjúkrahúsin í Reykja- vík fullgildur aðili að Evrópusamb- andsverkefni um rafræn samskipti í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið er samstarfsverkefni níu landa og til þess hefur verið veittur styrkur sem nemur um 350 m.kr., þar af má segja að okkar hlutur nemi um tíund,“ sagði Magnús í ræðu sinni. Ný erlend skýrsla um áhrif Fljótsdalsvirkjunar og Kárahinlkavirkjunar á hreindýr Hefur veruleg neikvæð áhrif á hreindýrastofninn FRAMKVÆMDIR við virkjun Jök- ulsár í Fljótsdal og Jökulsár á Brú á svæðinu norðaustan Vatnajökuls munu hafa í för með sér skaðleg áhrif á hreindýrastofninn til langs tíma og líklega draga úr lífshkum kálfa og frjósemi kúa. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem unnin var af Nellemann, hreindýrasérfræðingi hjá Norsku náttúrufræðistofnuninni, og Vistnes, sérfræðingi við líffræði- og náttúru- verndardeild Landbúnaðarháskóla Noregs. Skýrslan er byggð á gögn- um sem Skarphéðinn Þórisson safn- aði fyrir orkuyfirvöld á vegum Nátt- úrufræðistofnunar íslands á árunum 1979-1982. Einnig byggist skýrslan á árlegum hreindýratalningum sem Veiðistjóraembættið sér nú um. Skýrslan var unnin að beiðni um- hverfisnefndar Alþingis og tók nefndin skýrsluna fyrir í vikunni. Dýrum fækkar um nokkur hundruð í skýrslunni segir að Fljótsdalsv- irkjun og Kárahnúkavirkjun muni aðallega hafa neikvæð áhrif á þrjá þætti. í fyrsta lagi munu vor- og sumarhagar dýranna minnka, í öðru lagi munu skapast hindranir fyrir hjarðirnar til að komast í haust- og vetrarhaga og í þriðja lagi mun líkamlegt ástand dýranna versna, sem og lífslíkur kálfanna og frjósemi kúnna minnka. „Niðurstöður okkar eru þær að mjög miklar líkur eru á því að um- ræddar framkvæmdir hafi í för með sér 40-95% samdrátt í nýtingu hreindýranna á 50-80% af núverandi vor-, sumar og haustbeitarhögum. Þær breytingar munu koma fram í lægri fæðingartíðni sem jafnast á við nokkurra hundraða dýra fækkun i Snæfellsstofninum. Ef bæði Eyja- bakkalón og Hálslón verða byggð til þess að veita rafmagni til fyrirhug- aðs álvers Norsk Hydro, þá er jafn- vel hætta á því að samansöfnuð áhrif þróunarinnar svo sem hindranir á ferðaleiðum hjarðanna, og verulega skert framboð á beitarhögum geti haft skaðleg áhrif á íslenska hreindýrastofninn til langs tíma lit- ið,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Skýrslan eru byggð á íslenskum gögnum um hegðun hreindýra sem og rannsóknum um hegðun hreindýra og viðbrögðum þeirra við manngerðu umhverfi og fram- kvæmdum frá Noregi, Finnlandi, Rússlandi, Kanada og Alaska. Er þar um að ræða ítarlegar rannsóknir sem gerðar voru eftir 1990 um áhrif mannvirkja á spendýr. Niðurstöður þessara rannsókna hafa m.a. verið notaðar sem málsvörn bæði á Bandaríkjaþingi og norska þinginu. Önnur niðurstaða en í skýrslu Landsvirkjunar Þegar fyrrnefndar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður umfjöllunar um hreindýr í skýrslu Landsvirkjunar um áhrif Fljóts- dalsvirkjunar á umhverfið má sjá að áhrifin eru talin mun minni í síðar- nefndu skýrslunni. Þar er myndun Eyjabakklóns t.a.m. talin hafa lítil áhrif á lífsskilyrði stofnsins. í niður- stöðu skýrslu Landsvirkjunar segir: „Samkvæmt rannsóknum nýtir hluti hreindýrastofnsins Eyjabakka til beitar, einkum í ágúst, og sjást á þeim tíma stundum stórir hópar hreindýra þar. Aðalástæðan fyrir því að dýrin leita á þetta svæði síðsum- ars virðist vera sú að þarna er snjó- þungt fram eftir sumri og gróður tekur því seinna við sér og er nær- ingarríkari á þessum tíma en t.d. á Vesturöræfum. Ljóst er að myndun lónsins mun auka beitarálag á öðram svæðum, en talið er að tilkoma lóns- ins muni lítið breyta lífskilyrðum hreindýrastofnsins." í fylgiriti Páls Hersteinssonar, með skýi-slu Landsvirkjunar þar sem fjallað er um áhrif Fljótsdals- virkjunar á spendýr er óvissan um áhrif framkvæmdanna á hreindýr- astofninn talin vera meiri en getið er í skýrslunni. Þar segir m.a.: „Ekki er ljóst hver áhrif þess verða á hreindýrastofninn að svipta hann að miklu leyti því beitilandi sem hingað til hefur virst vera afar mikilvægt í lok sumars þegar dýrin era að fitna fyrir fengitíma og vetrarþrenging- ar.“ Þá segir í fylgiritinu að kanna þurfí mun betur en þegar hafi verið gert hve mikilvægt fyrirhugað lón- stæði á Eyjabökkum og svæðið Und- ir Fellum sé fyrir hreindýrin. Höf- undur segist telja að núverandi þekking á mikilvægi Eyjabakka og nærliggjandi svæða fyrir síðsumar- beit og far hreindýra sé ófullnægj- andi og frekari rannsókna sé þörf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.