Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 56

Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 56
5*6 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN V- Vanhugsuð A UNDANFORN- UM mánuðum og mis- serum hefur farið fram nokkur umræða um hópuppságnir sem tæki í kjarabaráttu. I því sámbandi hafa Váðherr- ar í ríkisstjórn ítrekað talað um nauðsyn þess að banna slíkar upp- -^agnir með lögum. Und- ir þetta hafa tekið ýmsir aðilar, þar á meðal full- trúar Alþýðusambands í slands og er það miður. Á málflutningi þessara aðila er svo að skilja að hvers kyns mismunun sé af hinu illa, ótækt sé að opinberir starfsmenn búi við önnur og betri kjör en starfsfólk á almennum vinn- umarkaði. Þörf sé á að samræma reglur um vinnustöðvanir og banna hópuppsagnir með lögum. Óréttmætur málflutningur Ögmundur Jónasson bann við hópuppsögn- um, var hann tekinn á orðinu og óskað eftir heildarendurskoðun laganna. Slíkt kvað ráðherra æskilegt en lagabreyting nú sam- kvæmt uppskrift rík- isstjórnarinnar gæti hins vegar ekki beðið. Slegið á útrétta hönd BSRB, BHM pg Kennarsamband ís- lands mótmæltu þess- um vinnubrögðum harðlega en buðu engu að síður upp á samkomulag um nokkrar breytingar á þeim leikregl- um sem gilda um vinnudeilur þar sem farið yrði bil beggja en þó reynt að samræma reglurnar því kerfi sem er á almennum vinnumarkaði. Fyrir þessu reyndist ekki heldur vera Samningar Þessi málflutningur er hvorki U^ttmætur né byggður á þekkingu. í fyrsta lagi hefur það margoft komið fram að forsvarsmenn opinberra starfsmanna eru andvígir því að beita hópuppsögnum í kjarabaráttu og hefur sá sem þetta ritar margoft lýst áhyggjum yfir því að slíkar að- ferðir komi í bakið á launafólki þegar fram líða stundir. Jafnframt hefur verið hvatt til þess að gerðar verði breytingar á lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna sem rýmka réttindi þeirra þannig að þeir Mi eigi við lakara réttindakerfi en ^rist á almennum vinnumarkaði. Rök megi færa fyrir því að þung- lamalegt kerfi sem opinberir starfs- menn búa við auki líkur á því að fólk grípi til ráða á borð við hópuppsagnir í kjarabaráttu sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að op- inberir starfsmenn búa við miklu þrengri kost í þessu efni en gerist á almennum vinnumarkaði. Þannig eru til dæmis allar ákvarðanir um verkfallsboðun flóknari og erfiðari, krafist er hærra þátttökuhlutfalls í atkvæðagreiðslu, ekki er kostur á að fresta verkföllum eða hnika til dags- etningum og þannig mætti áfram telja. Þegar fjármálaráðherra fyrir hönd rikisstjórnarinnar lýsti því yfir vilji væri til að samræma reglur sem gilda hjá opinberum starfs- mönnum þeim sem eru við lýði á al- mennum vinnumarkaði, og í því sam- hengi bæri að skilja frumvarp um Frumvarp ríkisstjórn- arinnar, og þá ekki síst hvernig er að því staðið, segir Ögmundur Jónas- son, færir okkur heim sanninn um hve mikið ríkisstjórnin á ólært í samskiptum sínum við launafólk. hljómgrunnur í Stjórnarráði íslands. Kom nú í ljós hve holur hljómur hafði verið í fyrri yfirlýsingum um nauðsyn samræmingar. Ekki er nóg með að þessi vinnubrögð séu ámælis- verð. Þau samræmast ekki anda þeirra laga sem nú er verið að krukka í en þau voru samþykkt á Al- þingi árið 1986 í krafti þess að tryggð hefði verið sátt milli viðsemjenda, samtaka launafólks annars vegar og fjármálaráðuneytis hins vegar. Á síðari árum hefur virðing stjórn- valda fyrir gagnkvæmu tilliti og samstarfi farið þverrandi. Seint virð- ist mönnum ætla að skiljast að til þess að reglur verði virtar þarf að ríkja sátt um grundvöllinn. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að samskiptareglum á vinnumarkaði og skýtur það óneitanlega skökku við þegar slegið er á útrétta hönd um samstarf til breytinga. I hverju skyldi liggja meginmunur laganna um kjarasamninga opin- ben’a starfsmanna og laganna um al- menna vinnumarkaðinn? I fyrsta lagi eru stórir hópar opinberra starfsmanna án verkfallsréttar, eins og t.d. lögreglumenn og tollverðir. í öðru lagi býr verulegur hluti opin- beira starfsmanna við takmarkaðan verkfallsrétt eins og t.d. starfsfólk heilbrigðisstofnana þar sem skylt er að ti'yggja nauðsynlega þjónustu komi til verkfalls. I þriðja lagi er stjórnvöldum óskylt að verða við lausnarbeiðni ríkisstarfsmanns eða samþykkja uppsögn hans ef svo mai'gir leita lausnar samtímis að til auðnar horfi um starfrækslu við- komandi stofnunar. Engar sambæri- legai- reglur takmarka rétt starfs- manna á almennum vinnumarkaði til þess að segja upp störfum sínum eða að boða til verkfalla. Það er því furðulegt að tala um nauðsyn þess að samræma reglur á vinnumarkaði með því einu að teygja reglur um bann við hópuppsögnum yfir á opin- bera vinnumarkaðinn. Er þá ætlunin að áfram verði við lýði lagaheimildir um að framlengja ráðningarsamn- inga opinberra starfsmanna? Eða á að fella þær niður til samræmingar við almenna markaðinn? Þessa heildarsýn skortir og er sjónarhorn- ið takmarkað við einstök atriði. Er þetta til marks um það sem koma skal, fjármálaráðherra? Reynslan sýnir okkur að þegar í alvöru er látið reyna á samstarf þá ber það ríkulegan ávöxt. Endanleg niðurstaða í samningum BSRB, BHM og Kennarsambandsins ann- ars vegar og ríkisvaldsins hins vegar - og síðar sveitarfélaganna, um lí- feyrismál var báðum málsaðilum að skapi. Umrætt frumvarp ríkisstjórn- arinnar og þá ekki síst hvernig er að því staðið færir okkur heim sanninn um hve mikið ríkisstjórnin á ólært í samskiptum sínum við launafólk. Það má vel vera að hún telji sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af framkomu sinni við samtök launafólks í al- mannaþjónustu eins og sakir standa. Ef takmark hennar með þessum lagabreytingum er hins vegar að tryggja sanngjarnar samskiptaregl- ur eins og látið er í veðri vaka þá gæti það reynst þjóðráð að leggja upp í þá för með sanngirnina að leið- arljósi. Ef þessi vinnubrögð nú eru til marks um það sem koma skal í samskiptum aðila þá mega stjórn- völd gjarnan vita að svo má níðast á góðum samstarfsvilja þeirra sam- taka sem í hlut eiga að fólki ofbjóði. Höfundur er fommður BSRB. Opið bréf til Islendinga ÞAÐ er erfitt fyrir okkur almáttugu íbúa suðvesturhluta íslands að skilja hinn svokall- aða „landsbyggða- vanda“, enda er okkur ^fiestum nokkuð sama. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meirihluti okkar er reiðbúinn til að dæma fleiri hundruð Austfirðinga til refsi- vistar á höfuðborgar- svæðið fyrir þann skelfilega glæp að vilja reisa álver á Reyðar- firði. Bygging álversins er þó í sjálfu sér ekki glæpur, en til þess að það fái að rísa þarf að ráðast inn í einkalíf fugla og hreindýra og sökkva mýrlendi þar §jwn þessi grey dvelja nokkra mán- uði á ári. Orð á borð við Eyjabakkar, GSM, internet, klónun, miðlægur gagna- grunnur, rimax, thai bo og viagra eru allt tiltölulega ný orð í orðabók almennings. Fyrii' tveimur árum var erfitt að finna íslending sem hefði tki giskað á að Eyjabakkar væru ihvers staðar í Vestmannaeyjum og tengdust líklega Þjóðhátíð á ein- Einar Solheim hvern hátt. Ég hef því mikið velt fyrir mér hvernig stendur á því að við höfum tekið þessa mýri í fóstur og með því snúið baki við öðrum „tískufyrirbær- um“ á við hagvöxt, er- lendar fjárfestingar og jöfnun lífskjara. Eftir víðtækar rannsóknh' fann ég svarið! Það er til eitthvað sem heitir „umhverfísvernd" og það er enginn maður með mönnum nema að eiga eitt svoleiðis. Umhverfisvernd hef- ur öðlast svo mikla virðingu í sið- menntuðum samfélögum að það þyk- ir jafn fráleitt að setja sig upp á móti umhverfisverndarsjónarmiðum og að mæla gegn friði. Það er því auð- velt fyrir okkur íbúa á SV-hominu að hafna virkjunarframkvæmdum vegna háleitra umhverfissjónarmiða. Sérstaklega þegar Ómar Ragnars- son, sem er hlutlaus í þessari um- ræðu, sýnir okkur fréttamyndir með svo ljóðrænum tilburðum að við skiljum ekki hvers vegna þessir villi- menn fyrir austan vilja endilega Umhverfisvernd Eins og við flest vitum, segir Einar Solheim, er erfíðara að taka mark á stjórnmálamönnum en venjulegu fólki. sökkva Snæfelli ásamt öllu nánasta umhverfí. Mér hefur fundist menn skiptast nokkurn veginn í þrjá hópa eftir af- stöðu og skoðanagrundvelli: Hópur 1: Virkjunarsinnar Þessi hópur telur að umhverfis- áhrif Fljótsdalsvirkjunar geti ekki verið það slæm að það réttlæti svipt- ingu íbúa Austurlands á tækifærum sem beðið hefur verið eftir í að minnsta kosti áratug. Þessi hópur fær gjarnan á sig stimpilinn „vondi kallinn" í fjölmiðlum. Hópur 2: Umhverflssinnar í þessum hópi eru um 5% af öllum andstæðingum virkjunai'fram- Dómar heimsins LÍÐANDI aldar verður minnst vegna þeirrar byltingar sem orðin er í lifnaðarhátt- um, en jafnframt fyrir alvarlegustu umhverf- isspjöll í sögu mann- kynsins. Islendingar hafa tileinkað sér nýj- ungarnar og lyft gi'ett- istaki í menntun þjóð- arinnar, meðan samfélagið hefur þróast ógnarhratt. Eft- ir stendur sú spurning hvort vegið hafi þyngra í menntamálum, kappið eða forsjáin. Skólamanninn Isak Jónsson þarf ekki að kynna, en þessi „ímynd kennai'a" er eftir honum höfð: - Valinn og mikilhæfur dreng- skapannaður. - Andlega heilbrigður með barns- glatt brjóst. -Gáfaður, framsækinn hugsjónai'- maður og þrekmenni. - Lærður, fjölmenntaður sannleik- sleitandi, síbatnandi, allt reynandi. - Sinnugur, minnugur, einbeittur, úiTæðagóður, ósérhlífinn, glöggur mannþekkjari og einlægur barnavin- ur. - Góður kennari er ærukær, hátt- vís og samviskusamur maður, sem „trúir öllu, vonar allt, umber allt“. „Þó þessi skilgreining hafi staðist tímans tönn prýðilega, hef ég ekki ástæðu til að ætla að hún hafi hljómgrunn meðal þeirra sem hafa fjármála- og fjölmiðlavöldin. Skýr- inga viðhorfsbreytingarinnar má ef- laust leita víða, en förum nú hratt yf- ir lífskjör og störf almúga kvenleggs aftur fyrir síðustu aldamót. Hún langamma fékk læknishend- ur og stórt hjarta í vöggugjöf. Móðir hennar sá fyrir þeim mæðgunum með saumaskap og gaf henni allt sem hún hafði komist yfir úr menninga- rarfi þjóðarinnar. Laust fyrir síðustu aldamót giftist hún og þau hjónin byggðu hlýjan bæinn sinn á þeim slóðum sem Hrafna Flóki hafðist við á forðum daga. Þau voi'u þó bústólp- ar, sem nutu gæða lands og sjávar og lifðu af þeim og góðu lífi. Þau eignuð- ust mörg börn og komu fleiri en þeim vel til manns. Fyrsta barnabamið ólst upp undir þeirra verndarvæng, telpan sem fékk sína fyrstu menntun hjá fjölskyldunni og farkennurum á þessu Drottins blessaða heimili. Hún tók svo fullnaðarpróf að lokinni kvæmda. Þetta er hópur sem ég ber mikla virðingu fyrir, því þetta fólk er tilbúið til að fórna hluta af sínum tíma og orku til að berjast fyrir ein- hverju sem það trúir á. Ég vona að þessi hópur eigi eftir að stækka verulega því þetta er fólk sem getur bætt heiminn með því að einbeita sér að réttum málefnum. Hann á það þó til að verða öfgafullur líkt og flestir minnihlutahópar, og kvíði ég þeim tíma er það verður kallað „fóstureyð- ing“ að steikja sér egg. Ég vil hvetja þennan hóp til að hafa í huga að vernd mannlífs og byggðar á Austurlandi skiptir miklu máli. Einnig er margt sem ógnar umhverfi okkar meira en Fljóts- dalsvirkjun og ef til vill væri gagn- legra að berjast í öðrum farvegi. Hópur 3: Hræsriarar í þessum hópi eru um 95% af virkjunarandstæðingum. Þetta eru þeir sem tilbúnir eru til að taka af- stöðu með umhverfissinnum þegar það kostar þá ekkert. Þessi hópur er tilbúinn til að fórna grundvelli til búsetu á Austurlandi vegna um- hyggju fyrir náttúrunni, en flokkar ekki ruslið sitt. Þetta fólk vill bjarga fuglunum á Eyjarbökkum, en hefur ekki fyrir því að kaupa fuglafóður handa smáfuglunum sem berjast fyrir lífi sínu hér á höfuðborgar- svæðinu. Þeir bjóða sig ekki fram í sjálfboðavinnu við skógrækt, leggja nokkurra vikna form- legr-i skólagöngu. Á stríðsárunum réði hún sig í vist í höfuðborginni og átti þess kost að mennta sig nokkuð í tónlist og tungumálum. Á húsmæðraskólanum lærði hún allt sem talið var að konum væri gagnlegast á þeim tíma. Mamma var húsmóðir á á sínu heimili og drýgði tekjurnar með sauma-. skap. Ótakmörkuðu frelsi til að kanna fjör- una og leyndardóma kirkjugarðsins lauk hjá okkur smápúkunum, þegar systur mínar höfðu gengið með snert af bítlaæði um tíma. Al- vara lífsins tók við, maður þurfti víst að vera farin að kveða að í vorskólan- um. Annars gæti maður lent í tossa- Menntun Með fullri virðingu fyrir gildi steypunnar, segir Kristín S. Sigur- leifsdóttir, þá sanna dæmin að skóli er ekki hús heldur fyrst og fremst fólk. bekknum og þaðan áttu víst fáir aft- urkvæmt. Fjölskyldan vonaðist til að ég yrði nú stillt og dugleg að læra. Við meðtókum hugmyndafræði Litlu gulu hænunnar, vorum í bóknáms- og listgreinum á morgnana og fórum í íþróttir eftir hádegið. Við stelpurnar fórum svo í handa- vinnu, en strákarnir í smíði þegar tími til kom. Eftir fullnaðarpróf stóð valið um bóknám eða verknám. Á sumrin tók ég út þjóðararfinn hjá fólkinu mínu í sveitinni, fór í fiskinn og kaupfélagið þegar ég hafði aldur til. Nýstofnaður menntaskólinn tók svo við og eftir stúdentspróf varð að fara suður í háskóla, ef maður ætlaði að afla sér sérmenntunar og starfs- réttinda. Síðan hef ég stundum skroppið heim í faðminn fjalla bláira, sem stendur eins og fólkið jafn hnar- reistur og fyrr, þótt peningalyktin sé horfln og gargið í slorgráðugum mávunum heyrist vart lengur. ekki fram frjáls framlög til umhverf- ismála og kaupa umhverfisvænar vörur bara ef þær eru ódýrari. Þetta fólk byggir sumarbústaði úti um allt land án þess að hafa umhverfisáhrif í huga og myndi seint sætta sig við að fá ekki byggingarleyfi af umhverf- isástæðum. Erfitt er að gera greinarmun á því hvort menn eru umhverfissinnar eða hræsnarar. Á þetta sérstaklega við um stjórnmálamenn. Eins og við flest vitum er erfiðara að taka mark á stjórnmálamönnum en venjulegu fólki. Það er einhvern veginn inn- byggt í stjórnmálaumhverfl að vera eitthvað annað en menn gefa sig út fyrir að vera (t.d. er Sjálfstæðis- flokkurinn EKKI flokkur allra stétta og stór hluti vinstri manna hefur frekar sinn hag í brjósti en hinnar ís- lensku alþýðu). Vinstri grænir hafa markaðssett sig vel sem virkjunar- andstæðingar. Fátt væri betra en ef þarna væri á ferðinni flokkur fullur af umhverfissinnum, en ég hef á til- fmningunni að innan þein-a raða leynist ófáir hræsnarar. Finnst mér því eðlilegt að stjórnmálamenn sem tala gegn Fljótsdalsvirkjun gefi upp hvað þeir hafa gert í þágu umhverfis- mála til að ekki verði litið á orð þeiiTa sem hræsni. Höfundur er nenmndi ( viðskiptafræði. Kristín S. Sigurleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.