Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf ÞU VEIST EKKIHVAÐ MER LETUR' MIIŒt) yit) At> HEYRA MANNSRÖDt) PESAR ES Á ISLÍKU BASSI Ferdinand 50 LUHEN NOAH 5BHT THE POVE OUTA6AIN/THI5 TIME HE KNEW THE RAIN HAP STOPPEP.. Svo þegar Ndi sleppti dúfunni '°-e>___ aftur, þá vissi hann að hætt var að rigna. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Seðlabankinn, lífeyrissjóðirnir og verðbólgan Frá Magnúsi Jónssyni: VERÐBÓLGA er farin af stað á ís- landi, eins og flestir vita og er þegar búin að éta bróðurpartinn af þeim launahækkunum sem launþegar fengu úr síðustu kjarasamningum. Seðlabankinn uppgötvaði þetta rúm- lega heilu ári eftir að þetta byrjaði og greip þá til þess sem þar á bæ er kallað nauðsynlegar aðgerðir, það er að hækka vexti í landinu. En viti menn, verðbólgan magnaðist líkt og bál sem maður slettir olíu á, snilling- arnir hjá Seðlabankanum hækkuðu vexti þá meira og skilja nú ekkert í því að verðbólgan æðir nú nánast stjórnlaust áfram. Þeir kenna nú kaupmönnum um, segja þá hafa hækkað vöruverð meira en góðu hófi gegnir, það hvarflar ekki að reikni- meisturum Seðlabankans að hækk- að vöruverð stafi beinlínis vegna þess að lánin sem kaupmenn hafa tekið til að reisa sínar verslanir bera nú skyndilega hærri vexti vegna að- gerða Seðlabankans. Ekki dettur þeim í hug að reiknimeistarar kaup- manna geti reiknað vaxtahækkanir inn í vöruverð jafn hratt og Seðla- bankinn hækkar þá. Þeir Seðlab- ankamenn skammast út í bankana, segja þá óábyrga í útlánum sínum, en þykjast síðan ekki sjá að lífeyris- sjóðirnir eru í standandi vandræð- um með að ávaxta það fé sem þeir fá til að braska með í gegnum nýbreytt lífeyrissjóðslög, upphæðin sem lí- feyrissjóðir þurfa að koma í útlán á hverjum mánuði er um það bil einn og hálfur milljarður, eða sem svarar til um það bil 75 milljóna á hverjum virkum vinnudegi, þetta sjá reikni- meistarar Seðlabankans sennilegast ekki og þar með er þetta sennilega ekki þensluvaldur. Sennilega má færa rök fyrir því að hækkaðir vext- ir dragi kjarkinn úr íslenskum eyðsluklóm, og sjálfsagt hefur það einhverntíma verið rétt að hækka vexti til að slá á þenslu, en við þær aðstæður sem ríkja á fjármálamark- aði í dag eru áhrifin þveröfug, ef Seðlabankinn lækkaði vexti strax á morgun myndi vöruverð lækka næstum samstundis og afborganir landsmanna af lánum þeirra einnig því að vextir hækka ekki bara af nýj- um lánum þeir hækka einnig af nær öllum lánum sem veitt hafa verið síð- ustu 20 ár eða svo og hitta þar fyrir allan þorra íslensku þjóðarinnar, svo ekki sé minnst á þau margfeldisáhrif sem verðtrygging getur valdið sé verðbólga látin skriða afskiptalaust af stað. En maður skyldi ætla að þetta vissu þeir hjá Seðlabankanum eða er svona langt síðan þeir luku námi að það sé enn verið að styðjast við al- dargamlar hagfræðikenningar sem virkuðu varla til að byrja með hvað þá í tölvuvæddu nútíma þjóðfélagi. Eitt ei’u þeir þó að fara rétt með hjá Seðlabankanum, og það er að það er pf mikið af peningum falt til láns á íslandi í dag, fyrir þessu standa áð- urnefndir lífeyrissjóðir og síðast en ekki síst peningafyrirtæki sem nefn- ast verðbréfasölur einu nafni, verð- bréfasölur þessar lofa nú lífeyris- sjóðunum öllu fögru, stjórnendur lífeyrissjóðanna virðast ganga með stjörnur í augunum á eftir hverri gróðabrellunni á fætur annarri og láta ginna sig til að fjárfesta í hverju gorkúlufyrirtækinu á fætur öðru eins og nýliðin stór kaup þeirra í sápukúlubanka eru til marks um. Eins hlýtur það að orka tvímælis að lífeyrissjóður í eigu launamanna eignist stóra hluti í gegnum hluta- bréfamarkaði af þeim fyrirtækjum sem launamennirnir eru að starfa fyrir, því að þar kemur óumflýan- lega fram hagsmunaárekstur, því að hækkun á launum launþega hjá slíku fyrirtæki hefði óneitanlega í för með sér lakari afkomu fyrirtækisins og þar með lakari ávöxtun af fjárfest- ingu lífeyrissjóðsins, sjóðurinn færi því að berjast gegn hagsmunum eig- enda sinna í kjarasamningum?Þess- um stjórnendum er vorkunn. Hvað eiga þeir að gera, þeir eiga lögum samkvæmt að ávaxta kringum 400 milljarða fyrir eigendur lífeyrissjóð- anna að viðbættum áðurnefndum 75 milljónum sem bætast við á hverjum virkum degi og ef einhver heldur að það sé auðvelt þá skjátlast þeim hin- um sama hrapalega. Fyrr en síðar þurfum við Islend- ingar að átta okkur á því að endalaus sjóðsöfnum kemur okkur sjálfum í koll, þó svo að gott sé að eiga vara- forða á vöxtum þá verðum við að gæta okkar á þeirri staðreynd að það erum við sjálf sem greiðum vextina og þeim mun hærri sem vextirnir era því verr erum við stödd. A sama tíma og lífeyrissjóð- irnir eru að vandræðast með pening- anna sína era lífeyrisþegar að kvarta sáran og segjast nánast lepja dauðan úr skel. Ætla mætti að hægt væri að slá hér tvær flugur í einu höggi, að lækka vexti og þar með vöraverð í landinu með tilheyrandi verðbólguhjöðnun, og eyða offram- boði á peningum með því að hækka lífeyrisgreiðslur til bótaþega vera- lega, því að til þess voru lífeyrissjóð- irnir stofnaðir. MAGNÚS JÓNSSON verktaki, Logafold 49, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Eru rimlagardínumar óhreinar? Við hreinsum: Viðarrimia, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. sNýÚ iin GSM 897 3634
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.