Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 2

Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag eldri borgara í Reykjavík ræðir atburðinn í Espigerði Húsverði þyrfti í fj ölbýlishús Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts áttræðrar konu Viðurkennir að hafa banað konunni KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur viðurkennt við skýrslutöku fyrir dómi að hafa verið valdur að láti átt- ræðrar konu síðastliðið föstudags- kvöld á heimili hennar í Espigerði 4 í Reykjavík. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. janúar á sunnu- dag að kröfu lögreglunnar í Reykja- vík, sem rannsakar málið. Að sögn lögreglunnar voni engin tengsl á milli mannsins og hinnar látnu. Þykir ennfremur ljóst að ekki hafi verið brotist inn í íbúð hennar og er málið eingöngu rannsakað sem manndrápsmál. > Oveður og ófærð á Suðurlandi í gærdag Fimm bíla árekstur neðan Kamba FIMM bíla árekstur varð skammt fyrir neðan Kambana í gærdag og nokkrir bílar fóru út af Suður- landsvegi við Hellisheiði og austar í óveðri sem geisaði á köflum í gær- dag. Færð var slæm á tímabili í gærmorgun á leiðinni frá Selfossi og suður um Hellisheiði vegna slæms skyggnis og bylja en ófært til og frá Vík í Mýrdal, austur og vestur. A Hvolsvelli var hins vegar skap- legt veður og ágætt færi. Ferða- langar á leið austur, t.a. til Hafnar í Hornafirði, létu fyrirberast á Hvolsvelli þangað til leiðin var opn- uð til Víkur laust fyrir hádegi og áfram austur sanda seinni partinn. Tilkynnt var um árekstur fimm bíla kl. 13:20 en hann varð á Suður- landsvegi fyrir neðan Kamba, á móts við vestustu gróðurhúsin í Hveragerði. Einn var fluttur til læknis í Hveragerði og annar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna bakáverka. Talið er að of hraður akstur miðað við skilyrði hafi orsakað áreksturinn en blind- bylur var á Hellisheiði og austan hennar á tímabili. Þungfært var orðið í nágrenni Selfoss um kl. 11 í gærkvöld og út- lit fyrir ófærð vegna skafrennings, en þjónustu Vegagerðarinnar lauk um kl. 10. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli var um sama leiti orðið ófært vestast í þeirra umdæmi frá Þjórsá austur undir Stóra-Fellabú. Við Hvolsvöll og undir Eyjafjöllum var lygnara og greiðfært. Hin látna hét Sigurbjörg Einars- dóttir, fædd 24. júní árið 1919. Hún var ekkja og lætur eftir sig fjögur uppkomin böm. Hnífur í vörslu lögreglunnar Af áverkum á hinni látnu virðist sem hún hafi látist af völdum stungu- sárs eftir hníf og hefur lögreglan staðfest að hún hafi í vörslu sinni hníf þann sem beitt var við verknað- inn. Tilkynning um lát Sigurbjargar heitinnar barst lögreglunni á föstu- dagskvöld skömmu eftir klukkan 21 eftir að sonur hinnar látnu kom að henni í íbúð hennar. Var þegar hafin vinna við að hafa uppi á þeim sem kynni að hafa átt hlut að máli og var meðal annars rætt við íbúa fjölbýlis- hússins við Espigerði 4 og lýst eftir hugsanlegum vitnum og mannaferð- um við húsið og í því á tilteknum tíma. Leiddi sú rannsókn til hand- töku mannsins sem úrskurðaður var í gæsluvarðhaldið. Var hann hand- tekinn á laugardag og yfirheyrður auk nokkurra vitna. Lögreglan í Reykjavík heldur rannsókn málsins áfram. í STÓRUM fjölbýlishúsum þyrftu að vera húsverðir og varast ber að hleypa inn ókunnugum, segir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Stjóm félagsins hefur lítillega rætt viðbrögð í kjölfar hins hörmu- lega atburðar í Espigerði sl. föstu- dag þegar eldri konu var ráðinn bani, og hyggst stjórnin ræða þetta mál sérstaklega á næsta fundi. „En það sem vegur einna þyngst era for- varnir,“ sagði hann og bendir á að mikill skortur er á meðferðarpláss- um fyrir unglinga. „Það hefur komið til umræðu að húsverðir þyrftu að vera í stóram fjölbýlishúsum eins og tíðkast víða erlendis,“ sagði Ólafur. „Þetta þyrfti að gera í samvinnu milli húsfélaga og viðkomandi sveitarfélaga. Svo er það þetta að hleypa ekki ókunnugum inn í íbúðina. Það er aðalreglan." Arásir á aldraða ekki tíðar hér á landi Ólafur sagði að þrátt fyrir að at- burðurinn í Espigerði væri ægilegur væru árásir á aldraða ekki tíðar hér á landi miðað við þær kannanir sem gerðar hafa verið. „Ég held að það sem vegi einna þyngst séu forvam- ir,“ sagði hann. „Þarna er oft um villuráfandi eiturlyfjaneytendur að ræða og þessum unglingamálum er ekki nægilega vel sinnt hjá okkur. Það hefur mikill skortur verið á með- ferðarplássum fyrir unglinga. Þar erum við veralegir eftirbátar miðað við nágrannalöndin. Eitt skortir þó ekki og það era nefndir og nefndar- álit, sem öll hafa verið meira og minna eins síðustu ár en samt geng- ur of hægt. Það er enginn vafi á að þessi vandi hefur aukist. Við höfum bent á að næg reynsla er af þeim heimilum sem eru fyrir hendi en lítið er litið til þeii-ra er þau reka.“ Gæfur rebbi STARFSMENN við Vatnsfellsvirkj- un hafa eignast óvæntan félaga, en það er refur sem kemur á vinnu- svæðin og hænist að mönnum. Starfsmennirnir hafa gefið honum mat og tekur refurinn kjötbita úr hendi þeirra. Á myndinni er Gísli Kristófersson smiður að færa rebba bitann sinn. Að sögn kunnugra er þetta blárefur. fslenskar tófur eru gætnari og hafa þær verið í grennd, en sést hefur til blárefsins þar sem hann hefur borið til þeirra mat. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Rúmar 23 milljónir vegna rann- sókna á fíkniefnamálum MEIRIHLUTI fjárlaganefndar lagði í gær fram 80 breytingartillögur við framvarp til fjárauka- laga fyrir árið 1999. Þar er lagt til að rúmar 23 milljónir renni til embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í Reykjavík vegna rannsókna á umfangsmiklum fíkniefnamálum. Lagt er til að veitt verði 8,6 millj. viðbótar- framlag til embættis ríkislögreglustjóra vegna vinnu fíkniefnastofu, efnahagsbrotadeildar og sérsveitar að rannsóknum á tveimur umfangs- miklum fíkniefnamálum. Annars vegar er um að ræða mál sem rannsókn hófst á á síðasta ári og hins vegar mál sem kom upp í september sl. Lögregiustjórinn í Reykjavík fer fram á 14,6 millj. aukaframlag vegna vinnu við rannsókn á tveimur fíkniefnamálum. Fyrra málið var unnið að mestu á síðasta ári en var tekið upp á ný í apríl og standa rannsóknir enn yfir. Talið er að heildarkostnaður í ár muni nema um 6,6 millj. Fram kemur að kostnaður sem féll til á síðasta ári er hluti af hallarekstri embættisins það ár og er gert ráð fyrir að veitt verði fé er nemi halla í lok síðasta árs. Síðara málið sem er til rann- sóknar hefur verið í vinnslu síðan í maí og er ekki séð fyrir endann á því en áætlaður kostnað- ur er allt að 8 millj. Alls fela tillögurnar 80 í sér rúmlega 2,4 millj' arða hækkun á fjáraukalögum. Þar af er gert ráð fyrir tæplega tveggja milljarða hækkun á framlögum til sjúkrastofnana og kemur sú fjár- hæð til viðbótar tæplega tveimur milljörðum sem þegar hafa verið lagðir til í frumvarpinu. Farið verður fram á svipaða fjárhæð í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2000, til viðbótar tæplega tveggja miiljarða króna aukningu sem þar er til reksturs sjúkrastofnana. m sðm Heimíli ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM ÍHoreuubíoíiiíi . MIiNNINC LISTIK I'IÖOHIIIH BÆKURr Fimmti sigur Maiers í heimsbikarnum B/1 Ovæntur sigur Tindastóls á Keflavík B/10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.