Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag eldri borgara í Reykjavík ræðir atburðinn í Espigerði Húsverði þyrfti í fj ölbýlishús Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts áttræðrar konu Viðurkennir að hafa banað konunni KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur viðurkennt við skýrslutöku fyrir dómi að hafa verið valdur að láti átt- ræðrar konu síðastliðið föstudags- kvöld á heimili hennar í Espigerði 4 í Reykjavík. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. janúar á sunnu- dag að kröfu lögreglunnar í Reykja- vík, sem rannsakar málið. Að sögn lögreglunnar voni engin tengsl á milli mannsins og hinnar látnu. Þykir ennfremur ljóst að ekki hafi verið brotist inn í íbúð hennar og er málið eingöngu rannsakað sem manndrápsmál. > Oveður og ófærð á Suðurlandi í gærdag Fimm bíla árekstur neðan Kamba FIMM bíla árekstur varð skammt fyrir neðan Kambana í gærdag og nokkrir bílar fóru út af Suður- landsvegi við Hellisheiði og austar í óveðri sem geisaði á köflum í gær- dag. Færð var slæm á tímabili í gærmorgun á leiðinni frá Selfossi og suður um Hellisheiði vegna slæms skyggnis og bylja en ófært til og frá Vík í Mýrdal, austur og vestur. A Hvolsvelli var hins vegar skap- legt veður og ágætt færi. Ferða- langar á leið austur, t.a. til Hafnar í Hornafirði, létu fyrirberast á Hvolsvelli þangað til leiðin var opn- uð til Víkur laust fyrir hádegi og áfram austur sanda seinni partinn. Tilkynnt var um árekstur fimm bíla kl. 13:20 en hann varð á Suður- landsvegi fyrir neðan Kamba, á móts við vestustu gróðurhúsin í Hveragerði. Einn var fluttur til læknis í Hveragerði og annar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna bakáverka. Talið er að of hraður akstur miðað við skilyrði hafi orsakað áreksturinn en blind- bylur var á Hellisheiði og austan hennar á tímabili. Þungfært var orðið í nágrenni Selfoss um kl. 11 í gærkvöld og út- lit fyrir ófærð vegna skafrennings, en þjónustu Vegagerðarinnar lauk um kl. 10. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli var um sama leiti orðið ófært vestast í þeirra umdæmi frá Þjórsá austur undir Stóra-Fellabú. Við Hvolsvöll og undir Eyjafjöllum var lygnara og greiðfært. Hin látna hét Sigurbjörg Einars- dóttir, fædd 24. júní árið 1919. Hún var ekkja og lætur eftir sig fjögur uppkomin böm. Hnífur í vörslu lögreglunnar Af áverkum á hinni látnu virðist sem hún hafi látist af völdum stungu- sárs eftir hníf og hefur lögreglan staðfest að hún hafi í vörslu sinni hníf þann sem beitt var við verknað- inn. Tilkynning um lát Sigurbjargar heitinnar barst lögreglunni á föstu- dagskvöld skömmu eftir klukkan 21 eftir að sonur hinnar látnu kom að henni í íbúð hennar. Var þegar hafin vinna við að hafa uppi á þeim sem kynni að hafa átt hlut að máli og var meðal annars rætt við íbúa fjölbýlis- hússins við Espigerði 4 og lýst eftir hugsanlegum vitnum og mannaferð- um við húsið og í því á tilteknum tíma. Leiddi sú rannsókn til hand- töku mannsins sem úrskurðaður var í gæsluvarðhaldið. Var hann hand- tekinn á laugardag og yfirheyrður auk nokkurra vitna. Lögreglan í Reykjavík heldur rannsókn málsins áfram. í STÓRUM fjölbýlishúsum þyrftu að vera húsverðir og varast ber að hleypa inn ókunnugum, segir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Stjóm félagsins hefur lítillega rætt viðbrögð í kjölfar hins hörmu- lega atburðar í Espigerði sl. föstu- dag þegar eldri konu var ráðinn bani, og hyggst stjórnin ræða þetta mál sérstaklega á næsta fundi. „En það sem vegur einna þyngst era for- varnir,“ sagði hann og bendir á að mikill skortur er á meðferðarpláss- um fyrir unglinga. „Það hefur komið til umræðu að húsverðir þyrftu að vera í stóram fjölbýlishúsum eins og tíðkast víða erlendis,“ sagði Ólafur. „Þetta þyrfti að gera í samvinnu milli húsfélaga og viðkomandi sveitarfélaga. Svo er það þetta að hleypa ekki ókunnugum inn í íbúðina. Það er aðalreglan." Arásir á aldraða ekki tíðar hér á landi Ólafur sagði að þrátt fyrir að at- burðurinn í Espigerði væri ægilegur væru árásir á aldraða ekki tíðar hér á landi miðað við þær kannanir sem gerðar hafa verið. „Ég held að það sem vegi einna þyngst séu forvam- ir,“ sagði hann. „Þarna er oft um villuráfandi eiturlyfjaneytendur að ræða og þessum unglingamálum er ekki nægilega vel sinnt hjá okkur. Það hefur mikill skortur verið á með- ferðarplássum fyrir unglinga. Þar erum við veralegir eftirbátar miðað við nágrannalöndin. Eitt skortir þó ekki og það era nefndir og nefndar- álit, sem öll hafa verið meira og minna eins síðustu ár en samt geng- ur of hægt. Það er enginn vafi á að þessi vandi hefur aukist. Við höfum bent á að næg reynsla er af þeim heimilum sem eru fyrir hendi en lítið er litið til þeii-ra er þau reka.“ Gæfur rebbi STARFSMENN við Vatnsfellsvirkj- un hafa eignast óvæntan félaga, en það er refur sem kemur á vinnu- svæðin og hænist að mönnum. Starfsmennirnir hafa gefið honum mat og tekur refurinn kjötbita úr hendi þeirra. Á myndinni er Gísli Kristófersson smiður að færa rebba bitann sinn. Að sögn kunnugra er þetta blárefur. fslenskar tófur eru gætnari og hafa þær verið í grennd, en sést hefur til blárefsins þar sem hann hefur borið til þeirra mat. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Rúmar 23 milljónir vegna rann- sókna á fíkniefnamálum MEIRIHLUTI fjárlaganefndar lagði í gær fram 80 breytingartillögur við framvarp til fjárauka- laga fyrir árið 1999. Þar er lagt til að rúmar 23 milljónir renni til embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í Reykjavík vegna rannsókna á umfangsmiklum fíkniefnamálum. Lagt er til að veitt verði 8,6 millj. viðbótar- framlag til embættis ríkislögreglustjóra vegna vinnu fíkniefnastofu, efnahagsbrotadeildar og sérsveitar að rannsóknum á tveimur umfangs- miklum fíkniefnamálum. Annars vegar er um að ræða mál sem rannsókn hófst á á síðasta ári og hins vegar mál sem kom upp í september sl. Lögregiustjórinn í Reykjavík fer fram á 14,6 millj. aukaframlag vegna vinnu við rannsókn á tveimur fíkniefnamálum. Fyrra málið var unnið að mestu á síðasta ári en var tekið upp á ný í apríl og standa rannsóknir enn yfir. Talið er að heildarkostnaður í ár muni nema um 6,6 millj. Fram kemur að kostnaður sem féll til á síðasta ári er hluti af hallarekstri embættisins það ár og er gert ráð fyrir að veitt verði fé er nemi halla í lok síðasta árs. Síðara málið sem er til rann- sóknar hefur verið í vinnslu síðan í maí og er ekki séð fyrir endann á því en áætlaður kostnað- ur er allt að 8 millj. Alls fela tillögurnar 80 í sér rúmlega 2,4 millj' arða hækkun á fjáraukalögum. Þar af er gert ráð fyrir tæplega tveggja milljarða hækkun á framlögum til sjúkrastofnana og kemur sú fjár- hæð til viðbótar tæplega tveimur milljörðum sem þegar hafa verið lagðir til í frumvarpinu. Farið verður fram á svipaða fjárhæð í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2000, til viðbótar tæplega tveggja miiljarða króna aukningu sem þar er til reksturs sjúkrastofnana. m sðm Heimíli ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM ÍHoreuubíoíiiíi . MIiNNINC LISTIK I'IÖOHIIIH BÆKURr Fimmti sigur Maiers í heimsbikarnum B/1 Ovæntur sigur Tindastóls á Keflavík B/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.